Vísir - 15.10.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 15.10.1981, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 15. oktdber 1981 útgefandi: Reykjaprenth.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Fréttasfjóri: Saemundur Guðvinsson. Aðstoðarfréttastjóri: Kjartan Stefánsson.. Auglýsíngastjóri: Páll Stetansson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammen- Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson drup, Arni Sigfússon, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Birgisdóttir, Jóhanna Ritstjórn: Síðumúli 14, sími 86611, 7 línur. Sigþórsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Sigurjón Valdi- Auglýsingarog skrifstofur: Síðumúla 8, símar 86611 og 82260. marsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaður á Akureyri: Gísli Afgreiösla: Stakkholti 2—4, sími 86611. Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmynd- Asfcriftargjald kr. 85 á mánuði innanlands ir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. - '°g 'Jerd i lausasölu 6 krónur eintakið. Utlitsteiknun: Wiagnús Olafsson, Þröstur Haraldsson. Visir er prentaður í Blaðaprenti, Siðumúla 14. Safnvörður: Eirikur Jónsson. Vfli lil að varasl I tíð Hannibals Valdimarsson- ar sem samgönguráðherra fyrir tæpum áratug gerðust þau sögu- legutíðindi að Loftleiðir og Flug- félag (slands voru sameinuð í eitt fyrirtæki. Sú sameining hefði aldrei getað átt sér stað nema fyrir þá sök, að bæði flugfélögin áttu í miklum rekstrarerfiðleik- um og sú samkeppni sem þau háðu sín í milli var komin í óef ni. Endalaust má deila um, hvort sameining hafi verið skynsam- legasta leiðin út úr þeim ógöng- um, og það er mat margra, að aukin samvinna þeirra í milli, samstarf um áætlunarflug og margvisleg nýting á tækjakosti skrifstofuhaldi og starfsfólki hefði orðið farsælli niðurstaða. Um það er ekki að fást lengur. Flugleiðir urðu að veruleika, enda andstaðan óveruleg á sínum tíma. Gera má ráð fyrir, að það hafi verið yfirgnæfandi skoðun, aðfyrir lítið land sem okkar, haf i verið óðs manns æði, að tvö f lug- félög héldu uppi áætlunarf lugi til sömu áfangastaða. Ökostir þess væru slíkir, að óheft samkeppni væri ekki réttlætanleg. Nú er það I sjálfu sér ekki mál stjórnvalda eða löggjafans, þótt flugfélag fari á hausinn, og í þjónustugrein einsogflugi verða rekstraraðilar að kunna sér takmörk og sníða sér stakk eftir vexti. En ein- hvernveginn þótti það ekki gagn- rýnisvert, að ráðherrar og al- þingi gripu í taumana og verður það ekki skýrt öðru vísi en svo, að landsmenn allir höfðu taugar til þessara tveggja flugfélaga, töldu málið sér skylt, hvort sem þeir voru hluthafar eða ekki. Ríkis- valdið átti einnig eignaraðild að f lugfélögunum og gat sett þeim stólinn fyrir dyrnar I skjóli ábyrgða og annarrar fyrir- greiðslu. Sameining stóru félaganna hefur ekki komið í veg fyrir að sprottið hafa upp minniháttar flugfélög. Sumum þeirra hefur vaxið fiskur um hrygg í skjóli farmflutninga, „charterflugs", leiguflugs erlendis eða þjónustu við ýmsar-byggðir hérlendis. Nú hafa tvö þessara félaga haf ið áætlunarf lug til útlanda, og sækja fast á um leyfi frá sam- gönguyfirvöldum um frekari út- þenslu millilandaferða. Málatil- búnaður þeirra byggist fyrst og fremst á forsendum frjálsrar samkeppni, annmörkum þess að eitt félag hafi einokun á flug- samgöngum við útlönd. Núver- andi samgönguráðherra, Stein- • grímur Hermannsson, hefur fall- ist á þessi sjónarmið og hefur reyndar upplýst að hann hafi alla tíð verið andvígur sameiningu Flugfélags íslands og Loftleiða. Ráðherrann verður ekki skilinn öðru vísi en svo, að hann stef ni að sama ástandi í flugmálum og rikti, áður en til sameiningarinn- ar kom. Þetta eru nokkur tíðindi. Hér er stórmál á ferðinni. I blaðagrein í gær lýsir Kjartan Norðdahl, flugmaður, sem skrifað hefur margt skynsam- legt um flugmál, furðu sinni á þeirri staðreynd, að íslenskir stjórnmálamenn láti sér fátt um finnast. Þeir hafi, enga skoðun á því, „þegar núverandi valdhafar ætla sér að ónýta samkomulag og loforð fyrri valdhafa", segir Kjartan. Það er hárrétt hjá Kjartani, að þögn þeirra vekur athygli. I þessu sambandi skipta Flug- leiðir, Arnarflug eða Iscargo ekki höfuðmáli, heldursú megin- spurning, hvert stefni í íslensk- um flugmálum. Skoðun Vísis er sú, að ekkert sé viðþaðaðathuga, að fleiri en eitt flugfélag stundi áætlunarflug til útlanda. En þau verða að hafa nána samvinnu og ný flugfélög verða sjálf að finna nýja áfanga- staði því útilokað verður að flug- félögin fljúgi á sömu „rútum" með hálftómar vélar. Víti eru til að varast þau. Flokkur I upplausn? neöamnals Forystumenn Sjálfstæðis- flokksins þurfa ekki aB kvarta yfir tómlæti fjölmiöla né al- mennings yfir flokksmálefnum undanfarna daga.' Þar hefur hver viðburöurinn rekið annan, en eftir er aö sjá hvort þeir veröa allir honum að gæfu. Hæst ber i þessum fréttum samþykkt fulltrúaráös flokksins i Reykjavik um aö útiloka alla aöra en þá, sem annaö hvort eru flokksbundnir eöa hafa sótt um inngöngu i flokkinn, frá aö greiöa atkvæöi i prófkjöri vegna borgarstjórnarkosning- anna i Reykjavik. Mikla athygli hefur lika vakiö, aö samkvæmt skoöanakönnun Dagblaösins setur rúmlega helmingur þeirra kjósenda, sem afstööu hefur tekiö, traust sitt á einhverskon- ar sjálfstæöisflokk, enda þótt tveir af hverjum fimm þeirra styöji rikisstjórnina og sé þann- ig i andstööu viö flokksforyst- una. Nú siöast hafa kosningar á Alþingi enn aukiö á óvissuna i þessum stóra stjórnmálaflokki. ótti við opið prófkjör Prófkjör Sjálfstæöisflokksins i Reykjavik og viöar hefur veriö svokallaö opiö prófkjör, þar sem segja má aö hver sem er geti komiö og greitt atkvæöi, hafi hann samvisku til. Ein- hverja loöna yfirlýsingu um stuöning á liöandi stund hefur þurftaö gefa, en samviskulitlir pólitiskir andstæöingar hafa ekki vilaö fyrir sér aö gefa sllk- ar yfirlýsingar, þar sem opin prófkjör hafa veriö viö höfö. Þessi opnu prófkjör hafa þvi öðrum þræöi veriö skollaleikur, en þau hafa óneitanlega einnig vakið athygli á viökomandi flokki, og vist er um þaö, að mörgum hefur þótt gott aö geta þannig haft áhrif á framboð þessa flokks, sem þeir ætla aö styöja, enda þótt þeir vilji ekki hafa nafn sitt á félagaskrá. A þaö hefur veriö bent að slfk prófkjör séu hættuleg litlum flokkum, þar sem tiltölulega lit- inn utanaökomandi hóp þarf til þess aö hafa áhrif. Andstæðing- ar geti komiö „óskaandstæöing- um” á lista og ekki fráleitt aö reynt hafi veriö aö leika þann leik stöku sinnum. Þessi hætta minnkar eftir þvi sem prófkjörsflokkurinn er hlutfallslega stærri á hverjum staö, og þvi hefur oft veriö hald- iö fram aö liklega væri Sjálf- stæöisflokkurinn i Reykjavik skýrasta dæmiö um þaö aö vera nægilega stór I hlutfalli viö and- stæöinga sina til þess aö geta óhræddur haft opiö prófkjör. Mikill fiöringur hefur veriö i flokksforystunni vegna væntan- legs prófkjörs viö borgarstjórn- arkosningarnar i Reykjavik, Hún er búin aö ákveöa hver skuli leiöa liöiö, en veit lika aö ekki eru allir á sama máli. Al- bert Guömundsson, sem hefur mest fjöldafylgi á bak viö sig af öllum borgarfulltrúum og þing- mönnum flokksins, hefur óspart látiö þá skoöun I ljósi, aö fólkiö eigi aö ráöa. Til aö koma i veg fyrir slika ósvinnu var fulltrúa- ráöið látiö samþykkja hinar breyttu reglur. Ekki fyrsta tímaskekkj- an Auðvitaö brugöust margir ■ ókvæöa viö, og vist er um þaö aö þessi ráöstöfun mun kosta flokkinn þó nokkur atkvæöi. Þaö viröist ekki aöalatriði i augum sumra forystumanna, meira sé um vert aö halda völdum I flokknum. Þaö mun líka reynast næsta auðvelt fyrir flokks- forystuna aö ákveöa borgar- stjórnarlistann eftir hinum nýju reglum, nema andstæöingar hennar geti komiö meö einhvern ófyrirséöan krók á móti bragöi. Hér skal enginn dómur lagöur á hin opnu prófkjör, utan þaö sem fyrr segir i greininni. Þaö skal bara endurtekiö, aö þau eru beggja handa járn. Hitt held ég aö megi vera hverjum manni ljóst, að þessi samþykkt nú er um þaö bil þaö fráleitasta sem unnt var aö gera, ef stefnt er aö sáttum i flokknum. t þetta skipti mátti alls ekki hafna hinum opnu prófkjörum, ef stefnt væri til sátta. Margir stuöningsmenn rikisstjórnar Geirs Hallgrims- sonar á sinum tima höfðu þaö á oröi, að hún væri einstaklega lagin viö að gera rétta hluti á vitlausum tima. Svo virðist sem þessi lagni elti flokksforystuna, hvenær sem örlagarikar ákvaröanir þarf aö taka. Flokkur að riðlast? Ég benti á þaö i grein fyrir nokkru aö Sjálfstæöisflokkurinn væri nú I mikilli hættu vegna innbyrðis ósamkomulags, en ör- lögin myndu væntanlega ráöast fljótlega eftir landsfund. Þaö færi eftir þvi hvernig formann- inum tækist til viö aö lægja öld- urnar. Ég hélt þvi fram, og held þvi enn fram, aö Geir Hall- grlmsson sé sáttfús maöur. En þaö er ekki nóg, ef skósveinar hans fá aö fara sinu fram, hverju sem tautar og raular. Svo viröist sem þeir séu nú aö sækja I sig veöriö svo um mun- ar, og helst aö þeir vilji giröa fyrir allar sættir, svo hagsmun- um þeirra og völdum sé ekki hætt. Til þess er gripiö til allra ráöa, og þaö læöist aö manni sá grunur aö Dagblaöiö blessaö hafi oft sagt meiri vitleysu en þá, aö sumir þar á bæ meti meira aö hafa mikil völd I litlum flokki en lítil völd I stórum. Ósagt skal látið hvort Sjálf- stæðisflokkurinn riölast endan- lega á næstunni. Þaö er I hönd- um nokkurra oddvita þeirra, sem fyrirsjáanlega veröa undir i þeim deilum sem þar hafa ver- ið á bæ. Enginn vafi er á þvi, aö þeir hafa á bak viö sig nægilegt fylgi til þess aö mynda nýjan flokk, sem aö minnsta kosti i Magnús Bjarnfreðsson skrifar um Sjálfstæðis- flokkinn og leggur mat á stöðu hans eftir síðustu atburði. Magnús segir: Ég benti á það í grein fyrir nokkru að Sjálf- stæðisflokkurinn væri nú í mikilli hættu vegna inn- byrðis ósamkomulags# en örlögin myndu væntan- lega ráðast fljótlega eftir landsfund. Það færi eftir því hvernig formannin- um tækist til við að lægja öldurnar. byrjun heföi afl til þess aö koma mönnum bæöi I sveitarstjórnir og á þing. Sagan kennir okkur hins vegar, að nýir flokkar eiga erfitt uppdráttar hér, þegar nýjabrumiö er af. Þess vegna kann svo aö fara aö þeir kjósi heldur aö láta ýta sér út úr póli- tik smám saman. Eins og nú horfir með sættir I Sjálfstæöis- flokknum er ljóst, aö innan hans hafa þeir ekki bolmagn til þess aö risa gegn þeim mönnum, sem virðast hafa formanninn sem bandingja til þess að tryggja eigin völd og hagsmuni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.