Vísir - 03.11.1981, Qupperneq 5
Þriöjudagur 3. nóvember 1981
5
VÍSIR
Kafbaturinn dreginn á flol
Kafbátsmenn sendu úl neyðarkall, begar hvessa tók
Sænskir sjóliðsforingjar yfir-
heyrðu sovéska kafbátsforingj-
ann isex klukkustundir i gær og
var hann siðan fluttur um borö i
kafbátinn aftur.
En kafbáturinn var dreginn á
flot um leið , þar sem hann
hefur setið fastur á skeri og ileir
siðan hann strandaði á þriðjudegi
fyrir viku.
Kafbátsforinginn var spuröur i
þaula um ferðir kafbátsins á
þessum slóðum og munu flotafor-
ingjamir skila skýrslu af yfir-
heyrslunni siöar i dag. Rannsókn
er þó ekki lokiö og segjast menn
diki enn hafa fengið nógu haldgóð
svör við spurningum um. hvaða
erindi kafbáturinn hafi átt.
Loks i gær veitti Sovétstjórin
leyfi til þess aö kafbátsforinginn
yrði yfirheyrður og fór sií yfir-
heyrsla fram i sænsku flotaskipi
en þangaö var foringinn fluttur.
A meðan foringinn var i burtu
tók að hvessa og sendu menn hans
út neyðarskeyti á neyðarbylgj-
unni og sendu á loft neyöarblys.
Tveir sænskir dráttarbátar
kipptu þá kafbátnum á flot og
drógu hann I var. — I öldurótinu á
skerinu haföi komiö slagsiða á
kafbátinn og þótti hætta á, að
sýrurnar lækju af rafgeymunum,
en við það hefði getað myndast
banvænt klórgas um borð i bátn-
um.
Rock 6;:
stund á
skurðar
boröinu
Leikarinn Rock Hudson gekkst
undir hjartaaðgerð i gær og var i
sex og hálfa klukkustund á
skurðarborðinu. Tókst aðgerðin
vel eftir þvi sem umboðsmaður
hans segir.
Einhverjir gallar voru á fimm
hjartalokum, og segja læknarnir
að búast hefði mátt við þvi að
hann fengi banvænt hjartaslag
innan mánaðar, ef hann hefði
ekki gengist undir aðgerðina.
Fanga-
uppreisn
: ■
Ílll
■
Þeir herskáustu f verkalýðshreyfingunni láta illa að stjórn Lec Walesa og forystu Einingar
Fangar i rikisfangelsinu i
Graterford I Pensylvaniu gerðu
uppreisn og héldu á sinu valdi sex
gislum i fimm daga. — Gáfust
þeir loks upp i gær og slepptu
gislunum.
Gislarnir, þrir fangaverðir og
þrir oponberir starsmenn, komu
heilir á húfu út úr fangelsinu og
höfðu með sér tvær afsagaöar
haglabyssur sem fangarnir höfðu
haft undir höndum.
Sjö fangarfylgdu á hæla þeirra
og gáfu sig á vald lögreglunni.
Blaðamaður hafði annast milli-
göngu i samningaviöræöum
uppreisnafanganna og yfirvalda,
en ekki hefur verið látið uppi,
hverjar kröfur fangarnir gerðu.
Verkfðllin fjara úl
Landsstjóm Einingar, samtaka
óháðra verkalýðsfélaga I Pól-
landi, kemur saman til fundar i
Gdansk i dag til þess að ræöa
innanfélagsreglur um verkföll og
tugtunaraögeröir á hendur þeim,
sem efna til verkfalla i blóra við
verkalýðsforystuna.
Verkföllin virtust i rénun i
dag, enda hafði mörgum þeirra
veriö aflýst i gær fyrir orö Lech
Walesa, leiðtoga Einingar. —
Verkalýðsforystan kviðir þvi, að
almenningsálitið snúist gegn
samtökunum, ef verkföllum er
beitt of ótæpilega.
Lech Walesa efndi til blaða-
mannafundar i Varsjá i gær og
kvaðst fullviss um, að hann fengi
talið menn á að hætta skæruverk-
föllum f bili. Varaöi hann einstaka
verkalýðsforingja við þvi, aö þeir
yröu látnir vikja, ef þeir lytu ekki
forystunni.
Innan Einingar heyrast góðar
undirtektir við tilboði stjórnvalda
um stofnun ráðs, þar sem
embættismain fulltrúar verka-
lýðs og kirkjunnar menn fengju
að hafa einhverja hönd i bagga
meö landsstjórnarmálum. — Þeir
herskáustu i verkalýöshreyf-
iingunni telja þó, að þessi tillaga
sé einungis viðleitni til þess að
kljúfa verkalýðshreyfinguna.
Komu sprengju fyrir
neöansjávar viö skip
Franskir kafarar fjarlægðu i
gær 6punda sprengju, sem komið
hafðiveriö fyrir neöansjávar rétt
við botninn á bresku flotaskipi i
höfninni i Nantes i V-Frakklar.di.
Menn töldu sig hafa heyrt væga
sprengingu neðansjávar skammt
frá breska skipinu Hecate,
snemma i gærmorgun og voru
kafarar þá kallaðir til. Fundu
♦
þeir sprengju á einum bryggju-
bitanum fast við skipssiðuna.
Heyrst hefur að stuðningsmenn
IRA, eins skonar frönsk Utgáfa
hafi lýst sprengjutilræöinu á
hendur sér, en lögreglan hefur
varist allra frétta af þvi.
Sprengjan var fjarlægð og
sprengd á óhultum stað, en engar
skemmdir höfðu hlotist af fyrri
sprengjunni.
Hér sjást Maureen og Michael (fyrir aftan Reagan og Nancy) á |
kosningaferðalagi, þegar Reagan stefndi á Hvita húsið. Faöirinn j
ætlar ekki að endurgjalda dótturinni kosningastarfið, þegar hún j
núna stefnir að þvf að hljóta útnefningu til þingframboðs.
I
Döttir Reagans í framboöshugleiðingum
Eldri dóttir Reagans Banda-
rikjaforseta, Maureen Reagan,
gerði kunnugt i gær, að hún
stefndi að framboði fyrir
Repúblikanaflokkinn til öldunga-
deildar Bandarikjaþings. — Hún
væntir ekki stuðnings frá föður
sinum við framboð sitt.
Maureen Reagan (40 ára) sýndi
blaðamönnum bréf, þar sem faðir
hennar sagði, að hún skildi,
hversvegna hann þyrfti að vera
algjörlega hlutlaus i tilraunum
hennar til þess að hljóta útnefn-
ingu flokksins til framboös i Kali-
forniu.
Reagan hefur boriö (t móti
blaðafregnum um, aö hann sé
andvigur framboöi dóttur sinnar
gegn S. I. Hayakawa, öldunga-
deildarþingmanni repúblikana,
sem stefnir aö endurkjöri næsta
ár.
Sá eini úr fjölskyldunni, sem
viöstaddur var, þegar Maureen
kynnti kosningaáform sin, var
bróöir hennar Michael. — Móðir
Maureen var fyrsta eiginkona
Reagans, leikkonan Jane Wy-
man.
Maureen er gift Dennis Revell,
skrifstofumanni, en notar jóm-
frúarnafnsitt ipólitikinni. Hún er
áöndverðum meiði viö föður sinn
i jafnréttismálum kvenna.