Vísir - 03.11.1981, Síða 14
i4 VÍSIR
Tðluverö olía
lekur úr Mávinum
beðið eftir landátt til að kanna allar aðstæður
,,Þess hefur nokkuö gætt aö olla
hafi lekiö út úr skipinu þar sem
þaö liggur á strandstaö innst i
firðinum ”, sagöi Kristján
Magnússon sveitarstjóri I Vopna-
firði i viðtali við Visi.
Eins og kunnugt er strandaði
flutningaskipið Mávur, sem er i
eigu Pólarskipa, i Vopnafirði i
upphafi októbermánaðar siðast-
liðins. Allar tilraunir til að ná
skipinu út til þessa hafa brugðist
enda er aðstaða öll og sjávarföll
mjög óhentug til þess.
„Oliunnar hefur ekki gætt að
ráði i fjöruborðinu hér i firðinum,
en þó finnst greinilega lyktin af
henni i fjörusandinum og þeim
sjávargróðri sem þar hefur safn-
ast fyrir.
1 fyrstu lak einhver olia úr
oliugeymi sem var á þilfari
skipsins en nú hefur hann verið
fjarlægður úr skipinu upp i land.
Enn er þó talið að einhver olia
berist út i sjóinn úr vélarrúmi
skipsins en hvað það er mikið er
ekki vitað um”, sagði Kristján-
„I bigerð er að senda kafara á
staðinn þegar landátt kemur næst
og mun hann kanna lekann og
hversu mikill hann er, auk þess
sem hann mun reyna að komast
fyrir með einhverju móti”, sagði
Kristján að lokum.
Mávurinn, sem strandaði i
Vopnafiröi eins og fyrr greinir
var um 1400 lestir og i eigu Pólar-
skipa. -SER
Mávurinn strandaöur á Vopnafiröi. (Visism. Asg. Sig.)
Blartur að koma heim (rá Capo Verde:
Nýr Dátur verður
sendur í staðinn
„Meiningin er aö smiöa nýjan
bát, um 100 tonna, og senda hann
til Capo Verde,” sagöi Birgir
Hermannsson i viötali viö Visi.
Þróunarvinnustofnun Islands
hefur haft með höndum fiskveiði-
aðstoð við ibúa Capo Verde um
nokkurt skeið og notað rann-
sóknaskipið Bjart þar viö fiskleit
og kennslu. Nú er meiningin aö
sigla Bjarti heim til íslands, enda
mun hann ekki henta vel, þar sem
iiánn er orðinn um 16-17 ára
gamall og litil eða engin aðstaða
til viðhalds og viðgerða á Capo
Verde. Samningurinn við ibúana
þar er einnig útrunninn, og hefur
ekki verið endurnýjaður enn, en
Birgir bjóst við að gengið yrði frá
þvi fyrir næstu áramót.
Ákvörðun um smiði nýs skips
hefur ekki verið tekin en Birgir
taldi allar likur á að af smiðinni
veröi. Hann sagði að tilgangurinn
væri tvenns konar, annars vegar
að hafa nýtt og traust skip á
staðnum, sem þá þyrfti minna
viðhald og i öðru lagi að kynna
fiskimönnum þar syðra islenska
skipasmiði með það i huga að
selja þeim báta, sem smiðaðir
eru hér.
Birgir sagði að hringnóta-
veiðar, eins og upphaflega var
meiningin að stunda þarna, hefðu
ekki gengið, vegna þess að
fiskurinn, sem átti að veiða i nót,
hefði ekki reynst vera fyrir hendi.
Hinsvegar hefðu togveiðar á öðr-
um tegundum gengið vel. —SV
FLUGLEIÐIR FLUTTU
28 ÞÚSUNU PlLAGRÍMA
Pilagrimaflugi B'lugleiða i ár er
nú að ljúka. Tvær DC-8-63 flug-
vélar voru i fluginu og um 90
B’lugleiðastarfsmenn tóku þátt i
flutningunum. B’logið var milli
staða i Alsir og Jedda i Saudi--
Arabiu. B’lutningar þessir voru
framkvæmdir fyrir alsirska flug-
félagið Air Algerie.
Alls voru fluttir um 28 þús. pila-
Tvær áttur fluttu pilagrimana.
grimar i tveim önnum flugsins og
farnar 110 flugferðir milli landa i
sjálfu pilagrimafluginu. Að auki
voru farnar áætlunarferðir fyrir
alsirska flugfélagið milli Alsir og
Evrópu.
B’lugleiðastarfsmenn sem þátt
tóku i siðari önn pilagrimsflugs-
ins eru væntanlegir til Kaup-
mannahafnar næsta miðviku-
dagskvöld. bar verður gist um
nóttina en komið til Keflavikur-
flugvallar kl. 15:45 daginn eftir,
fimmtudaginn 5. nóvember.
Þriðjudagur 3. nóvember 1981
Fjölskyldan á Hóli: Auöur, Gisli og dóttir þeirra.
Austurbæjarbíó: Útlaginn
Leikstjóri og höfundur handrits: Agúst Guðmundsson
Kvikmyndin byggð á Gísla sögu Súrssonar i samantekt
Indriða G. Þorsteinssonar.
Framleiðandi: Isfilm
Stjórnandi kvikmyndatöku: Sigurður Sverrir Pálsson
Höfundur leikmyndar: Jón Þórisson
Aðalleikarar: Arnar Jónsson, Ragnheiður Steindórsdótt-
ir/ Benedikt Sigurðarson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Svein-
björn Matthíasson, Þráinn Karlsson, Helgi Skúlason,
Bjarni Steingrimsson og Kristín Kristjánsdóttir.
GIsli Súrsson, Auður kona hans
og Ingjaldur i Hergilsey hafa
löngum verið með ástsælustu
persónum tslendingasagnanna og
nú gefur þau að lita i kvikmvnd
Agústs Guðmundssonar, Útlag-
anum. Gisli er sek hetja og fylgir
öllum reglum slikrar persónu, en
útlaginn varð ævinlega hetja i
bændaþjóöfélaginu. Þannig er
Gislasaga Súrssonar hetjusaga
og fylgir kvikmyndin titlaginn
sögunni all nákvæmlega.
Söguþráður Otlagans er ekki
flókinn en allmargar persónur
eru nefndar til sögunnar þegar i
upphafi. Fjórir karimenn koma
til skjalanna, bræöurnir Gisli og
Þorkell Súrssynir og fóstbræður
þeirra, Vésteinn og Þorgrimur
goöi. Konur þeirra eru hins vegar
örlagavaldarnir, þær Auður syst-
ir Vésteins og kona Gisla, Asgerð-
ur kona Þorkels og Þórdis systir
þeirra Súrssona og kona Þor-
grims. örlög þessa fólks ráðast
svo af siðgæðiskröfum ættarþjóð-
félagsins sem oft brutu I bága við
lög og rétt.
F jölsky Idutengsl og
hefndarskylda.
Upphafsatriði Útlagans er
svardagi mannanna fjögurra sem
hyggjast sverjast i fóstbræðra-
lag. Þeir sverja, Gisli og Vésteinn
annars vegar en Þorgrimur og
Þorkell hinsvegar, en af frekari
svardögum milli þeirra verður
ekki vegna mótmæla Þorgrims.
Þó Þorgrímur vilji ekki ganga i
fóstbræöralag viö Véstein er allt
kyrrt meö þeim félögum þar til
Þorkell heyrir á tal Auöar og
Asgeröar um löngu liðið ástar-
samband Asgerðar og Vésteins.
Það er fremur siðgæðiskrafan,
sæmdin, en afbrýðisemin sem
reka Þorkel og Þorgrim fóstbróð-
ur hans til að hefna löngu liðinna
og óljósra atburða á Vésteini. Eft-
ir vig Vésteins er erfitt að leita
sátta þar að enginn finnst tilræö-
ismaðurinn en GIsli er knúinn til
að hefna fóstbróður sins og mágs.
Þegar hann hefur vegið Þorgrim
sem engin sök hafði sannast á eru
örlög hans sem skóggangsmanns
ráðin.
Upphaf Útlagans er ef til vill
iviö þungt I vöfum vegna fjölda
persóna sem þegar koma til sög-
unnar og skipta máli fyrir fram-
vindu hennar. Helstu persónur
kvikmyndarinnar eru kynntar i
byrjun með andlitsmynd og nafni
en samt gæti vafist fyrir sumum
aö átta sig fullkomlega á þvi hver
er bróðir hvers og hver er gift
hverjum, aö minnsta kosti svona
fyrstu tuttugu mintltur sýningar-
timans.
Blóðugur örlagavefur
Lestur Gisla sögu hjálpar