Vísir - 03.11.1981, Page 15

Vísir - 03.11.1981, Page 15
Þriðjudagur 3. nóvember 1981 VÍSIR 15 Gisli falinn í rúmi Alfdisar Jón Hermannsson, Indriði G. Þorsteinsson og Jóhannes sonur Jóns Hermannssonar, áður en forsýning Útlagans hófst. Marinó ólafsson, Jón Þórisson og Ingibjörg Briem á tali við mann sem við kunnum þvi miður ekki að nafngreina. áhorfandanum dável við að átta sig á persónum og eins á þvi hvers vegna Vésteinn er á ferð með bolla og teppi og vill gefa vinum sinum gripina. Þarna ris upp sami vandinn og svo oft áður viö kvikmyndun bókmennta- verka. Er verið að búa til ágrip i myndum eöa er á ferðinni verk sem stendur algerlega sjálfstætt? Útlaginn stendur fullkomlega einn og án stuðnings Glsla sögu en er fyrirmyndinni svo trúr i flest- um greinum að ef til vill er eins og hún standi honum örlitið fyrir þrifum i upphafi kvikmyndarinn- ar. Þær fáu eyöur er finnast kunna á atburöarás útlagans fást marg- faldlega upp bættar I heildar andrúmslofti myndarinnar. Seiö- urinn, seiöskrattinn með hyski sitt kyrjandi galdur, draumar Gisla i óværum svefni um örlaga- nornir og vef þeirra alblóðugan og þyngdan meö hauskúpum i steina stað, notkun hljóða og tón- listar, regn, snjór og kuldalegt umhverfi, allt eykur þetta á þann örlagaþunga sem gefur Útlagan- um kraft til að hrifa áhorfandann með sér. Veður og raunar náttúran öll gegnir sérstöku hlutverki i Útlag- anum og þjónar þar harmsög- unni. Vésteinn er veginn i kolvit- lausu veðri og snjór er yfir öllu þegar Þorgrimur er veginn. Hins vegar er glaða sólskin þegar Börkur hinn digri og Eyjólfur grái ætla að ná Gisla i Hergilsey, enda gengur Gisla þá allt i haginn og þeir kumpánar fara hina mestu sneypuför. Hetjan gegn hugleysingj anum Megininntak Útlagans er hetju- mýtan, frásögn af kappanum sem berst en hlýtur að biða lægri hlut. t Útlaganum eru þau GIsli, Auöur og Ingjaldur i Hergilsey ágætis- fólk svo og aðrir sem veita Htil- mögnum. Réttdræpt er hins veg- ar hyski á borð við Þorgrim nef. Andstæöan við hina trygglyndu Auði, og Gisla sem ævinlega er staöfastur og hvikar I engu frá þvi sem hann telur rétt, er Þorkell sem I hvorugan fótinn getur stig- iö, er ekki beint á móti þvi að hjálpa bróður sinum en leggur sig aldrei i hættu til þess. Þórdis bregst bróöur sinum eri getur ekki gefið banamanni hans að borða heldur gerir tilraun til að vega hann. Mannvig og átök setja mikinn svip á útlagann og minna væri gaman að kvikmyndinni ef eng- inn væri i henni bardaginn. Næg tilefni eru lika til drápanna, Vésteinn er veginn til að varö- veita sæmd, Þorgrimur og Þorkell drepnir i hefndarskyni, GIsli drepur menn I sjálfsvörn, Þorgrimur nef fyrir galdur og Þóröur huglausi I misgripum. Bardagar og átök eru einkar fag- mannlega framsett i útlaganum og eftir að vera nýbúinn að sjá Snorra Sturluson i sjónvarpinu þykir Islenskum áhorfanda ef til vill enn meira til bardagaatrið- anna i Útlaganum koma. Gripið til vopna á upphlaupi á þingi. Syrtir í hlutverki örlaga nornar. Arnari Jónssyni, sem fer með hlutverk Gisla Súrssonar, og Agústi Guömundssyni leikstjóra, hefur tekist aö skapa alvörugefna hetju, sem tekur þvi sem að hönd- um ber meö stillingu á yfirborö- inu en á i höggi við erfiða drauma að nóttu. Stilling Gisla og alvara er þó rofin á einum stað, en það gerist þegar Gisli er hætt kominn og skriöinn ofani bælið hjá fátækl- ingi til að dyljast óvinum sinum. Þegar hættan er liöin hjá ris kappinn upp hlæjandi og gerir aö gamni sinu við húsbændur. Ein- hver hefði nú látið sér detta i hug aö risiö á útlaga, sárum, hundeit- um og niðurlægöum meö þvl að þurfa að fela sig I bæli undir kvenmanni væri Iviö lægra. Samt vekur þetta atriöi kátínu ekki slð- ur en atriðiö þegar Gisli gripur til þess ráðs aö bregöa sér i gervi Ingjaldsfiflsins en það er eitt hiö kimilegasta er fyrirfinnst i Islenskri kvikmynd. Benedikt Siguröarson fer meö hlutverk Þorgrims goöa. Þar er komin einkar sannfærandi per- sóna, óprúttið mannkerti sem viröast bannaðir eiginleikar á borð við þaö sem nú á timum er nefnt sómatilfinning. Þórdis Súrsdóttir kona Þorgrims er leik- in af Tinnu Gunnlaugsdóttur, án efa áhrifamesta kvenpersóna Útlagans. Hún ræöur örlögum bróöur sins og er heillandi i heift sinni, hvort heldur hún vill Gisla feigan eða hyggst hefna hans. Ragnheiöur Steindórsdóttir er látlaus i hlutverki Auöar og sama máli gegnir um Þráinn Karlsson sem leikur Þorkel Súrsson. Af aukapersónum verða Geirmund- ur þræll og Guðríður fóstra Auðar eftirminnilegust. Sá hluti leikmyndar útlagans sem gerö er af mannahöndum er höfð sem raunsæislegust og hefur vel tekist til meö hana. Ef til vill Kyilcmynair Kvikmyndir Sólveig K. Jónsdóttir skrifar er þó Ivið of fátæklegt heim aö lita aö búum fornmanna, einkum virðist rlkidæmi þeirra lltið I bú- peningi taliö. Mestur hluti leik- myndarinnar er islensk náttúra en kvikmyndataka Sigurðar Sverris Pálssonar undirstrikar glæsileik hennar eða eyðileika, allt eftir hugblæ hvers atriöis. Búningar fornmanna eru i Útlaganum I samræmi við hefö- bundnar hugmyndir manna um þá. Karlar ganga um á brókum er minna á föðurland en konur klæð- ast síðum serkjum. Stilling milli átaka Yfir Útlaganum er á vissan hátt stillilegur blær þrátt fyrir öll bar- dagaatriðin. Persónur kvikmynd- arinnar láta tilfinningar sinar I ljós með gjöröum fremur en orö- um og fyrir bragðið viröist still- ing rikja á milli þess aö til grimmilegra átaka kemur. Þvi má segja að i Útlaganum sé tekið til meðferðar harmsögulegt efni með furöu ljóðrænum blæ. Agúst Guðmundsson hefur látið hafa eftir sér að vissulega sé Útlaginn að ákveðnu leyti raunsæ kvikmynd og að ætlunin hafi verið aö segja i myndinni frá fjöl- skylduharmleik á þann hátt að fólk geti trúaö honum og lifað sig inn I hann. Fullyrða má aö þessi fyrirætlan hafi tekist og fyrir bragðiö er útlaginn einkar þekki- leg mynd sem höföar til fjöldans. —SKJ

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.