Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2001, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2001, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. JANÚAR 2001 9 D AGSKRÁIN sem flutt verður hefur hlotið heitið „Mél- odies“ og er markmið henn- ar að kynna fyrir fólki franska söngljóðahefð, helstu tónskáldin og ljóð- skáld sem tengdust þeim. Meðleikari Hrólfs er Ólafur Vignir Albertsson og hefjast tónleikarnir kl. 17. Á efnisskrá verða lög eftir Duparc, Fauré, Rav- el, Auric og Poulenc við ljóð skálda á borð við Baudelaire, Gautier, Aragon, Radiguet og Apollinaire. Gott að syngja á frönsku Hrólfur Sæmundsson er ungur barítonsöngv- ari sem er um þessar mundir að ljúka mast- ersgráðu í einsöng við New England Conserva- tory of Music í Boston en hann hélt þangað eftir að hafa lokið burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík árið 1998. Franska söngljóðahefðin er e.t.v. lítt þekkt hér á landi í samanburði við þýsku ljóðahefðina, en að mati Hrólfs liggur mikill fjársjóður laga í þeirri frönsku. „Allra þekktustu lögin eru reyndar talsvert sungin hérna heima en það er kafað miklu dýpra ofan í þýsku hefðina. Kannski er það fyrst og fremst af þeirri einföldu ástæðu að fólk er hrætt við að syngja á frönsku, og þykir framburðurinn erfiður. En það er dálít- ið skondið að þegar maður hefur á annað borð lært framburðarreglurnar þá er geysilega gott að syngja á frönsku, jafnvel betra en á ítölsku. Franskan er sérhljóðamál sem flæðir mjög vel, ólíkt þýskunni þar sem allt er í samhljóðum,“ segir Hrólfur. Hann segist fyrst hafa komist í kynni við hefðina í skólanum í Boston, en hann einbeitti sér að þeirri tónlist allan síðasta vetur í sam- vinnu við Kayo Iwama sem er einn helsti sér- fræðingur Bandaríkjamanna í frönskum söng- ljóðum. „Þessi lög áttu einstaklega vel við mig, þau eru miklu dulúðlegri en þýsku söngljóðin til dæmis. Það kraumar allt undir yfirborðinu sem er slétt og fellt. Síðan er fullt af kynlífi í þeim líka,“ segir Hrólfur og hlær. Hrólfur vann talsverða rannsóknarvinnu í tengslum við ljóðin, en hugmyndina að fyrir- komulagi tónleikanna fékk hann í námskeiðinu um söngljóðin. „Þar kynntum við lögin, ljóð- skáldin og tónskáldin og fórum með þýðingar. Ég hef líka alla tíð verið mikill grúskari og þykir gaman að kafa ofan í bakgrunn söngljóðanna. Það gæðir verkin svo miklu meira lífi að vita eitthvað um tilurð þeirra.“ Hrólfur segist þó ætla að hafa fræðsluna óformlega á tónleikunum, hann muni spjalla létt við áheyrendur milli laga, eftir því sem andinn blæs honum í brjóst. Þá hefur Hrólfur þýtt ljóð- in yfir á íslensku og munu tónleikagestir fá blað með þýðingunum í hendur á tónleikunum. Frá Don Kíkóta til hernáms nasista – En hvað geturðu sagt okkur um ljóðahefð- ina? „Franska ljóðahefðin kom fram talsvert seinna en sú þýska, og fer fyrst að blómstra upp úr miðri 19. öldinni. Í Frakklandi var meiri hefð fyrir danstónlist og það er í raun í byrjun 19. aldar sem frönsk ópera fer að rísa. Þannig þróast franska hefðin á annan hátt en í ná- grannalöndunum Þýskalandi og Ítalíu, þó svo að áhrifin hafi að sjálfsögðu flætt þarna á milli. Verkin á efnisskránni eru öll frá tímabilinu sem franska hefðin stóð hæst, þ.e. frá 1950 fram til miðrar 20. aldar, en yngsta lagið sem ég flyt var held ég samið árið 1946,“ segir Hrólfur. Hrólfur mun hefja leikinn á því að syngja fjögur lög eftir Duparc og eru tvö þeirra samin við ljóð eftir Baudelaire og Gautier. „Duparc var sárt þjáður af þunglyndi og fullkomnunaráráttu að það eina sem liggur eftir hann eru 17 söng- lög. Þessi sönglög þykja hins vegar það góð að hann er álitinn eitt besta tónskáld Frakka. Þetta eru heldur engin fljótfærnisverk. Hann lá yfir þessum verkum og er þar varla hnökra að finna. Þetta eru geysilega falleg verk, þau eru mjög dramatísk, þrungin lýrík og tilfinningum. Söngljóðið eftir Baudelaire er mjög áhrifaríkt. Þar sér skáldið fyrir sér sína útópíu í Amst- erdam, þar sem allt fallegt og í röð og reglu. En sjálfur lifði Baudelaire miklu óreglulífi,“ segir Hrólfur. Næst á dagskrá er síðan ljóðaflokkur eftir Fauré. „Þetta eru síðustu lögin sem hann samdi, en hann var þá á gamals aldri. Ljóðin eru eftir ungan mann sem lést í skotgröfunum í fyrri heimsstyrjöldinni og samdi ljóðin þar. Þau fund- ust og voru gefin út að honum látnum. Þessi hermaður, Villa de Mirmont, er ekkert þekktur sem skáld, en ljóðin eru mjög áhrifamikil og það má kannsi segja að einkenni frönsku hefðarinn- ar kristallist í þeim. Þegar maður heyrir þau fyrst finnst manni þau ósköp falleg en síðan kraumar mikið undir niðri. Þau taka öll mið af hafinu og tjá ófullnægða útþrá. Ljóðin fá líka nýja vídd þegar maður veit við hvaða aðstæður þau eru samin. Fauré var sjálfur dauðvona þeg- ar hann samdi lögin við ljóðin, en hann fann ein- hvern samhljóm með þessum unga manni.“ Því næst tekur Hrólfur fyrir nokkra slagara eftir Ravel um Don Kíkóta frá árinu 1932. „Þar er brugðið upp skemmtilegri mynd af riddaran- um hugprúða. Þessi lög eru afrakstur þess þeg- ar Ravel og fleiri tónskáld fengu pöntun frá kvikmyndafyrirtæki sem vann að kvikmynd um Don Kíkóta og vantaði tónlist. Lög Ravel voru ekki valin heldur lög eftir ungan nemanda hans, Ibert að nafni, sem skammaðist sín vitanlega mikið gagnvart kennara sínum. Lög Iberts eru reyndar lítið þekkt í dag en lög Ravels hafa staðist tímans tönn.“ Næst á efnisskránni er ljóðaflokkur eftir Auric og segist Hrólfur nokkuð viss um að um sé að ræða frumflutning á þeim verkum hér á landi. „A.m.k. hafði Ólafur Vignir ekki heyrt þau áður, og þá er nú mikið sagt, því hann þekkir náttúrlega allt. Þetta eru sjö lög en í heild sinni tekur flutningur ljóðaflokksins fjórar og hálfa mínútu, þetta eru því eins konar örlög. Auric jaðrar við að vera næfískur í þessum lögum, en hann lætur hendur píanistans gera hluti sem virðast allt að því tilviljunarkenndir, en ganga samt upp. Ljóðið heitir Stafróf og er hálfgerð barnagæla sem skáldið Radiguet samdi fyrir litlu systur sína. Báðir voru mjög ungir þegar þeir sömdu, Auric var 21 árs en Radiguet aðeins 17 eða 18 ára.“ Hrólfur segir ljóðaflokkin hafa fallið þeim sem á hann hafa hlýtt mjög vel enda séu lögin mjög létt og full af gáska. Síðsta verkið sem flutt verður á tónleikunum er eftir Poulenc, „tónskáld sem í lögum sínum er þekkt fyrir hálfgerð skrípalæti eða þá mikla lý- rík. Hann var ekki menntað tónskáld, hafði að- eins sótt nokkra einkatíma en hafði mikla la- græna gáfu. Það er einmitt almennt einkenni franskra lagasmíða. Hljómferlið er kryddað, á meðan þýsku lögin fylgja sterkri hljómfræði- legri rökvísi.“ Tvö fyrstu lögin eftir Poulenc eru samin við ljóð eftir Apollinaire, manninn sem fyrst skil- greindi súrrealismann og er guðfaðir hans þótt hann hafi ekki sjálfur tilheyrt þeirri stefnu. „Í fyrra ljóðinu lítur Apollinaire aftur til þess þeg- ar hann var ungur og að koma fyrst til Parísar en í því síðara dregur hann upp örmyndir úr Hyde Park í London. Ljóðið er mjög myndrænt og maður allt að því finnur fyrir þokunni, því það rétt grillir í sýnir í gegnum hana.“ Hin tvö lögin eru hins vegar eftir einn af frumkvöðlum súrrealistahreyfingarinnar, Louis Aragon, og eru bæði samin í heimsstyrjöldinni síðari. „Þau fjalla um hernám Þjóðverja alveg hvort á sinn háttinn. Það fyrra er tregafyllra og fjallar um brýrnar yfir Loire-fljót þar sem bílar á hvolfi fljóta niður ána og með þeim tár fólks- ins. Síðasta lagið á dagskránni er eins konar skopstæling á kabarettlagi, þar sem lýst er hvað ber fyrir augu í hernumdri París og það þulið upp í belg og biðu. Hver lína hefst á orðunum „Ég sé“. En eins og Frakkanna er háttur er ekkert verið að velta sér upp úr því, heldur er bara sagt í lokin „og lífið heldur áfram“. Þannig eru Frakkarnir,“ segir Hrólfur að lokum. Morgunblaðið/Þorkell Ólafur Vignir Albertsson og Hrólfur Sæmundsson á æfingu í Salnum í Kópavogi DULÚÐLEG OG KRAUM- ANDI SÖNGLJÓÐ Í dag verður dagskrá í Salnum í Kópavogi þar sem Hrólfur Sæmundsson baríton mun syngja frönsk söngljóð jafnframt því að spjalla um bakgrunn og inntak verkanna. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR heim- sótti Hrólf á æfingu og fræddist um efnisskrána.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.