Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2001, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2001, Blaðsíða 13
arskylduna því þeir hræddust að annars yrði vinnuaflið bændum of dýrt. Í þessu ljósi taldi hann eina markmið vistarskyld- unnar vera að halda kaupgjaldi í landinu niðri. Trúin á náttúruréttinn og hin frjálsu markaðsöfl fór minnkandi eftir því sem leið á 19. öldina. Vaxandi stéttaskipting og ör- birgð almúgans breytti þar mestu um. Enski hagspekingurinn Jeremy Bentham (1748–1832) lagaði kenningar sínar að þess- um breyttu aðstæðum. Hann trúði ekki á náttúruréttinn einan og sér heldur taldi stofnanir samfélagsins og styrka löggjöf best þjóna hagsmunum þegnanna og sam- félagsins. Í því tilliti hafði hann nytsemdina (utility) að leiðarljósi. Þessar hugmyndir áttu mikinn hljómgrunn meðal andstæðinga vistarbandsins. Þeir litu svo á að leysing þess væri í þágu allra hlutaðeigandi, vinnu- fólksins, bænda og samfélagsins. Skrif Her- manns Jónassonar voru í þessum anda og taldi hann vistarskylduna órökrétta og þjóð- hagslega óhagkvæma. Hann sagði afnám vistarskyldunnar leiða til þess að meira yrði unnið í landinu. Bændur hefðu betri stjórn á því hvenær og hve lengi þeir hefðu fólk í vinnu og þeir gættu þess að vinnufólkið hefði alltaf nóg fyrir stafni á vinnutímanum. Að sama skapi myndi vinnufólkið leggja sig fram því það fengi borgað eftir dugnaði og áreiðanleika. Umræðan um öryggisleysi og nauðsynlega samkeppni vinnufólksins inn- byrðis bar keim af félagslegum darwinisma. Hugmyndafræðingur þeirrar stefnu var enski heimspekingurinn Herbert Spencer (1820–1903). Hann yfirfærði náttúruvals- kenningar Charles Darwins, Uppruna teg- undanna (Origin of Species 1859), yfir á mannfélagið. Setningin fræga, hinir hæfustu lifa af (survival of the fittest), kemur úr smiðju Spencers. Í orðunum grundvallast sú hugmynd að sérhver einstaklingur reyni að koma hagsmunum sínum fram án tillits til annarra. Það leiði til óhjákvæmilegrar kúg- unar þeirra sem betur mega sín á hinum veikari. Spencer áleit því alla samhjálp þýð- ingarlausa. Einasta markmið yfirvalda ætti því að vera það að gera þegnana sem best undirbúna til þess að mæta samkeppninni í samfélaginu. Í þessu ljósi segir Hermann Jónasson mörg vandamál sem koma upp til sveita stafa af því að fólk sé óvant að bjarga sér sjálft þegar út í sjálfstæðan búskap er komið. Viðkomandi hirði hvorki um að til- einka sér ákveðna verklagni né skilji mik- ilvægi þess að sjá sér farborða. Þorlákur Guðmundsson talar í þessum sama tón og segir vistarbandið oft lélegan undirbúning undir lífið. Hjúin séu oft árum saman á af- skekktum stöðum, „þar sem lífið er fáskrúð- ugt og einstrengingslegt með tilliti til at- vinnu og vinnubragða, en getur þar fyrir liðið allvel til fata og matar, en sálin er í nokkurs konar einhýsi“. Það þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart að áhrifa frjálslyndisstefnunnar hafi síður gætt í málflutningi þeirra sem töluðu gegn óheftri lausamennsku. Atvinnufrelsið var einn af hornsteinum stefnunnar. Það má þó lesa ýmislegt út úr málflutningi þeirra þeg- ar betur er að gáð. Þar virðist t.d. gæta áhrifa frá fólksfjöldakenningum Thomasar Róberts Malthuss (1766–1834). Það var svartsýnistónn í því sem Malthus boðaði þar sem hann var undir áhrifum frá hinni vax- andi þéttbýlismyndun í kjölfar iðnbylting- arinnar og fólksfjölguninni sem henni fylgdi. Kenningar Malthusar höfðu áhrif á ýmsa forvígismenn frjálslyndisstefnunnar á 19. öld. Hann kom þeirri hugmynd inn hjá þeim að grunntónn lífsins væri baráttan fyr- ir hinum takmörkuðu lífsgæðum. Málflutn- ingur þeirra sem voru andvígir frjálsum að- gangi að lausamennsku fékk stundum á sig töluverðan malthusarblæ. Guðlaugur Guð- mundsson sagði í þessu sambandi að eftir harðindin 1882 hefði fólk streymt í fiski- plássin austur á landi. Þar hefði það dvalið í 2–3 ár eða þann tíma sem það hafði atvinnu, þá hefði upphafist hið mesta los á fólkinu. Þeir sem þannig töluðu treystu útveginum ekki til að sjá mannfjöldanum farborða. Þar vantaði allt afkomuöryggi og leiddi það til einskis annars en vonlítils flakks um landið. Guðlaugur sagði ábyrgð þeirra þunga sem vildu leysa vistarbandið: „Leysingin mundi því skapa skríl (proletariat) hjer á landi . . .“ Grímur Thomsen (1820–1896) talaði í svip- uðum tón og sagði flakkið ekki gera annað en auka ómagaframfærslu hreppanna. Sér- staklega myndi flakkið fara illa með þá stærri þegar lausamenn leituðu aftur í fæð- ingarhrepp sinn eftir margra ára flakk víðs- vegar um landið. Af þessu má sjá að umræðan í þinginu veturna 1891 og 1893 endurspeglaði vel hræringarnar sem þingmenn kynntust er- lendis eða lásu um. Höfundur er kennari í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu og MA í sagnfræði. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. JANÚAR 2001 13 V ETRARKVÖLD árið 1786 lá gamall maður, sem hafði verið matsveinn greifynju, banaleguna í litlu timbur- húsi í útjaðri Vínarborgar. Það var nú eiginlega ekki hægt að kalla það hús, held- ur var það niðurníddur kofi í garðshorni. Brotnar trjágreinar sem vindur- inn hafði feykt lágu um allan garð. Þær brustu þegar á þær var stigið og gamli varðhundurinn urraði lágt, hann var eins og húsbóndinn, kom- inn að fótum fram og gat ekki gelt lengur. Matsveinninn sem hafði smátt og smátt orð- ið blindur í áranna rás, vegna hitans frá bak- arofnunum, fékk afnot af kofanum ásamt fá- einum krónum af og til sér til viðurværis. Hjá honum bjó dóttir hans, María, átján ára stúlka. Innanstokks var heldur fátæklegt, rúm, nokkrir valtir bekkir, borð, eldhúsáhöld úr leir og síðast en ekki sízt harpsikord, eina eign Maríu. Hljóðfærið var svo gamalt að strengirnir ómuðu þýðlega lengi eftir að einhver hafði hreyft sig í námunda við það. Í gríni kallaði matsveinninn það húsvörðinn. Enginn kom inn í kofann án þess að hljóðfærið heilsaði titrandi tónum. Þegar María hafði þvegið deyjandi mann- inum og klætt hann í hreina skyrtu, sagði hann: „Mér hafa aldrei fallið prestar eða munkar, svo ég get ekki sent eftir skriftaföður, samt get ég ekki dáið án þess að hafa hreina sam- vizku.“ „Hvað á ég að gera?“ spurði María ráðvillt. „Farðu út á götu,“ sagði gamli maðurinn, „biddu fyrstu manneskjuna, sem á vegi þínum verður, að koma innfyrir og hlusta á skrifta- mál deyjandi manns, það mun enginn neita bón þinni.“ „Það er svo fáförult um götuna okkar,“ sagði María, en setti á sig sjal og fór út. Hún fór í gegnum garðinn, opnaði ryðgað hliðið með erfiðismunum og stanzaði. Gatan var auð. Vindurinn sópaði sölnuðum laufum á undan sér og regndropa sleit úr næturhimni. Drjúga stund beið María og lagði við hlustir. Þegar hún heyrði mann koma raulandi með- fram garðinum, gekk hún í veg fyrir hann. Maðurinn stanzaði og spurði: „Hver fer þar?“ María greip í handlegg hans og bar óstyrk fram ósk föður síns. „Jæja,“ sagði maðurinn rólega. „Ég er ekki prestur, en það gerir ekkert. Við skulum sjá.“ Þegar þau komu inn í ljósið í kofanum og maðurinn hafði farið úr blautri yfirhöfninni sá María að hann var lítill og grannur, látlaust en vel klæddur. Kertaloginn glampaði á jakkann og blúnduhálstauið. Sá ókunni virtist mjög ungur. Hann hristi höfuðið og hagræddi púðraðri hárkollunni, færði stól að rúminu, settist og leit ákveðið en glaðlega í augu hins deyjandi manns. „Talaðu!“ sagði hann. „Kannski að ég geti, ekki í nafni Guðs, heldur þeirrar listar sem ég þjóna, auðveldað þér síðustu augnablikin og lyft fargi af sálu þinni.“ „Ég vann alla ævi þar til ég varð blindur,“ hvíslaði gamli maðurinn, hann greip í hönd hins ókunna og dró hann nær. „Sá sem vinnur hefir ekki tíma til að syndga. Þegar konan mín, sem hét Marta, varð veik af tæringu og læknarnir fyrirskipuðu ýmis dýr lyf, ásamt því að hún skyldi fá rjóma, borða fíkjur og drekka volgt rauðvín, stal ég litlum gulldiski úr borðbúnaði greifynjunnar, bútaði hann niður og seldi. Það er erfitt að rifja þetta upp og halda leyndu fyrir dóttur minni, sem ég kenndi að snerta ekki minnstu ögn sem til- heyrði öðrum.“ „Kom þetta niður á einhverju af þjónustu- fólki greifynjunnar?“ spurði sá ókunni. „Nei, það sver ég,“ gamli maðurinn fór að kjökra. „Ég hefði ekki stolið hefði ég vitað að það gagnaðist ekki henni Mörtu minni.“ „Hvað heitirðu?“ spurði sá ókunni. „Jóhann Meyer.“ „Jæja, Jóhann Meyer,“ sagði sá ókunni, og lagði lófann yfir blind augu hans, „þú ert sak- laus. Þú drýgðir enga synd, og ekki var það þjófnaður. Hinsvegar má telja það þér til tekna sem líknarverk.“ „Amen,“ hvíslaði gamli maðurinn. „Amen,“ endurtók sá ókunni.“ „Berðu nú fram hinztu bón þína.“ „Ég vil að einhver hugsi um Maríu.“ „Ég skal sjá um það. Hvað annað viltu?“ Þá brosti sá dauðvona og sagði skýrri röddu: „Mig langar til að sjá Mörtu eins og ég man hana sem unga manneskju. Að sjá sólina og þennan gamla garð þegar hann er í blóma vorsins. En hvernig læt ég, það er ógerlegt, fyrirgefðu óráð deyjandi manns.“ „Gott,“ sagði sá ókunni, og stóð á fætur. „Gott,“ endurtók hann og settist niður við hljóðfærið. „Gott,“ sagði hann í hið þriðja sinn hárri röddu og það var eins og hljómur ótal smábjalla færi um kofann. „Hlustaðu,“ sagði hann, „hlustaðu og horfðu.“ Hann hóf að leika á hljóðfærið. Þegar hann snerti nótnaborðið færðist undarlegur fölvi yf- ir andlitið og kertaloginn speglaðist í dökkum augunum. Hljóðfærið ómaði af öllum sínum styrk í fyrsta skipti í mörg ár. Tónar þess hljómuðu ekki aðeins um kofann heldur líka um allan garðinn. Gamli hundurinn skreið úr bæli sínu, sperrti eyrun og hallaði undir flatt. Það var farið að snjóa, en hann sat og dillaði skottinu. „Ég sé!“ sagði gamli maðurinn og reis upp við dogg, „ég sé, þegar ég hitti Mörtu í fyrsta sinn og hún braut mjólkurkönnuna í fáti. Það var snjór í fjöllum. Himinninn var heiður eins og blátt gler, og Marta var hlæjandi. Hlæjandi“ endurtók hann og hlustaði á flóð tónanna. Sá ókunni lék á hljóðfærið og starði í myrkr- ið fyrir utan. „Núna,“ spurði hann, „hvað sérðu núna?“ Gamli maðurinn þagði og hlustaði af athygli. „Sérðu ekki,“ sagði sá ókunni og hélt leik sínum áfram, „að svört nóttin hefir breyst og frá ljósbláum himni kemur ljós sem vermir og gömlu trén standa í blóma, blómstra stórum hvítum blómum, líkum túlípönum. Sjáðu, fyrstu geislar sólarinnar verma garð- inn og mistur stígur upp af rökum gróðrinum, himinninn verður blárri og blárri, fuglar fljúga til norðurs, yfir borgina okkar gömlu.“ „Ég sé þetta allt saman!“ sagði gamli mað- urinn hrifinn. Það brakaði ögn í fótstiginu og hljóðfærið ómaði líkt og tónarnir kæmu úr fjarlægð, eins og frá hundruðum fagnandi radda. „Nei,“ sagði María við þann ókunna, „þessi blóm eru ekki túlípanar. Það er eplatréð sem hefir blómstrað á einni nóttu.“ „Já,“ sagði hann, „það er eplatréð, en blóm- in eru stór.“ „Opnaðu gluggann María,“ bað gamli mað- urinn. María opnaði gluggann. Kalt loftið flæddi inn. Sá ókunni spilaði hægt og veikt. Gamli maðurinn féll aftur í rúminu. And- ardráttur hans varð ör, hann greip í sængina. María flýtti sér til hans. Hljóðfærið þagnaði. Og sá ókunni sat sem bergnuminn af eigin leik. María tók andköf, hinn ókunni kom að rúminu. Gamli maðurinn sagði andstuttur: „Ég sá allt eins og það var, en ég vil ekki deyja fyrr en ég veit … hver þú ert, hvert nafn þitt er.“ „Nafn mitt er Wolfgang Amadeus Mozart,“ sagði sá ókunni. María hörfaði frá rúminu og laut djúpt hinum mikla tónsnillingi. Þegar hún leit upp hafði gamli maðurinn tekið hinzta and- varpið. Fyrir utan var risinn nýr dagur og í birtu hans lýsti á snjódreifar um allan garðinn. GAMLI MATSVEINNINN Höfundur smásögunnar er fæddur í Moskvu 1891, ólst upp í Úkrainu og barðist með rauða hernum í heimsstyrjöldinni síðari. Hann varð síðan rithöf- undur og yrkisefni hans er Rússland og fólkið sem þar býr. Þýðandinn býr og starfar í Borgarnesi. S M Á S A G A E F T I R K O N S TA N T I N PA U S T O V S K Y Á S G E I R Á S G E I R S S O N Þ Ý D D I . Á MYNDINNI situr Sigurður sem var for-stöðumaður Forngripasafnsins 1874-1892 íöndvegi sem er myndað með útskornu stoð-unum frá Laufási við Eyjafjörð. Stoðirnar voru upphaflega í kirkju sem reist var árið 1260 og því eru þær með merkari húsaviðum sem varðveist hafa hér á landi. Sigurður skartar fornmannabúningi sínum sem hann hefur látið gera fyrir sig en ekkert hefur varðveist af fatnaði frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Þá getur að líta nokkuð af öndvegisgripum safnsins eins og þeim var komið fyrir á sýningu Forngripa- safnsins á lofti Alþingishússins við Austurvöll þar sem safnið var til húsa 1881-1899. Sigurður Vigfússon var fylgismaður rómantísku stefnunnar og átti sinn þátt í því að endurlífga hinn forna sið að blóta þorra undir lok 19. aldar. Hann var formaður Hins íslenska fornleifafélags sem hélt þorra- blót árið 1890 í veitingahúsi í Hafnarstræti sem síðar var þekkt undir nafninu Hótel Alexandra. Við það tækifæri var því tjaldað sem til var og forstöðumaður Forngripasafnsins flutti yfir í veitingahúsið forna gripi úr safninu í því augnamiði að ná fram tilætluðum andblæ á samkomuna eða eins og segir í Norðanfara þá var salurinn tjaldaður fornum tjöldum, skjaldarmerki voru hengd á veggi og fornar öndvegissúlur reistar. Á ÞJÓÐMINJASAFNINU LJÓSMYND AF SIGURÐI VIGFÚSSYNI ÞJMS. MMS. 31969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.