Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2001, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2001, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. JANÚAR 2001 E NGUM blöðum er um það að fletta að Hillebrandtshús er elzta hús á Blönduósi. Það stendur á syðri bakka Blöndu, þar sem Friðrik Hillebrandt faktor reisti það 1877 á vegum Hólanesverzlunar. Sagn- ir eru um að húsið sé allt að 130 ár- um eldra og hafi þau árin staðið á Skagaströnd. Endurgerð hússins leiddi í ljós, að ekki er um eitt og sama húsið að ræða, en hins vegar var Hillebrandtshús byggt úr viðum eldra húss eða húsa að miklu leyti. Viðskipti og ást Blönduós varð löggiltur verzlunarstaður árið 1875. Fyrstu húsin risu við ósinn sunnan Blöndu og þar reisti Hillebrandt útibú Hólanesverzlunar vorið 1877. Á ljósmynd frá þeim tíma sést hús- grindin af Hillebrandtshúsi, en nokkur hús eru fullbyggð í kaupstaðnum, þar á meðal verzlunar- hús Thomsens kaupmanns og íbúðarhúsið Möll- ershús. Þau hús urðu eldi að bráð 1914 og 1913, en Hillebrandtshús hefur lifað af og stendur nú uppi í sparifötunum, elzta hús Blönduóss. Upphaf verzlunar á Blönduósi var bæði harð- vítugt og örlagaþrungið. Ragnar Arnalds hefur skrifað um það leikritið Hús Hillebrandts, sem Leikfélag Blönduóss sýndi í tilefni 120 ára verzl- unarafmælis staðarins. Thomsen, sem hafði kom- ið á Blönduós með skip og farm strax árið 1875, varð árið eftir fyrstur til að reisa verzlunarhús á nýja kaupstaðnum. En fleiri kaupmenn sáu sér leik á borði og Hillebrandt Hólaneskaupmaður kom og setti upp útibú. En líf þessara tveggja frumherja tengdist ekki bara gegnum viðskipti heldur tengdust þeir og fjölskylduböndum. Í leikriti Ragnars Arnalds er Thomsen nýkom- inn til Blönduóss á gangi með Lucindu systur sinni, þegar húsgrunnur verður á vegi þeirra: „Thomsen: . . . En hvað með þennan grunn? Ekki á ég hann? Lucinda:Hillebrandt á hann. Thomsen: Hillebrandt?! Hvern fjandann er hann að vilja hér? Lucinda: Hann keypti hús út á Skagaströnd, hundrað og þrjátíu ára gamalt, og reisir það hér. Thomsen: Til hvers? Lucinda: Auðvitað til að versla! Thomsen: Lucinda! Þú ert að stríða mér! Lucinda: Þetta er satt Tommi minn. Hann fór að versla hér fyrir tveimur vikum. Thomsen reiðist heiftarlega. Thomsen: Og ég sem er að fjárfesta fyrir tugi þúsunda. Hann rífur frá mér hálfa verslunina. Ég er glataður! Lucinda: Tommi, láttu nú ekki svona! Thomsen: Þetta er satt! Það má engu muna hjá mér. – Nú er hann að hefna sín, helvítis beinið. Lucinda: Auðvitað vill hann græða rétt eins og þú. Er það einhver synd? Thomsen: Þeir eiga hundrað sinnum meiri peninga en ég! En nú á að kæfa mig strax í byrj- un, ganga frá mér! Lucinda: Þetta eru nú ýkjur! Thomsen: Og þú tekur málstað Hillebrandts gegn bróður þínum? En ég segi ykkur strax: fjöl- skyldan Thomsen talar aldrei framar orð við þann óþokka. Lucinda: Ekki orð? Thomsen: Ekki eitt einasta orð! Þótt við kúrum hér hlið við hlið lengst út á hjara veraldar mán- uðum saman í norðan stórhríð, þá yrðum við ekki á hann. Þó hann komi til að betla mjólk út í morg- unkaffið, þá skellum við á hann. Þekkjum hann ekki! Frystum hann úti!“ En þótt Thomsen bæri svo þungan hug til Hillebrandts felldu systir hans og Hillebrandt hugi saman og gengu í hjónaband. Urðu samfarir þeirra skammvinnar og Lucinda Thomsen dó af barnsförum. Þau urðu svo endalok Thomsens að hann fór í útreiðartúr með mági sínum. Hillebrandt náði heim útúrdrukkinn, en hestur Thomsens skilaði sér mannlaus og fannst lík Thomsens í flæðar- máli nokkuð upp með Blöndu. Lánið lék ekki við Hillebrandt frekar en fyrri daginn. Fjármálin urðu honum þung í skauti og hjónaband, sem hann stofnaði til með auðugri ekkju um sjötugt, Þórdísi frá Vindhæli, bjargaði þeim ekki. En ást hennar veitti honum skjól í Vindhæli. Þar lézt hann 41 árs. Öldungur í byggingarsögunni Margar sagnir herma, að Hillebrandtshúsið sé mun eldra en frá 1877, þegar það var reist á Blönduósi, og er í ýmsum rituðum heimildum, m.a. lóðaskjölum Blönduóssbæjar, sagt, að húsið hafi verið flutt frá Skagaströnd 1877, en talið reist þar um miðja 18. öld. Hafi Hillebrandtshús áður staðið á Skaga- strönd og verið tekið þar niður og flutt á Blöndu- ós er það eitt af húsum einokunarverslunar á Skagaströnd og þá jafnframt elsta timburhús landsins. Hrefna Róbertsdóttir sagnfræðingur leiðir í grein um Hillebrandtshúsið í Árbók fornleifa- félagsins 1992 rök að því að Hillebrandtshús sé að stofni til sama húsið og fyrsta krambúð Félags lausakaupmanna á Skagaströnd, byggð árið 1733. „Þá var það eina timburhús þeirra á verslunar- staðnum. Tuttugu árum síðar var því breytt í „kokkhús“, þegar ný krambúð var reist. Það var ekki fyrr en kom fram um miðja 18. öld, að vet- urseta einokunarkaupmanna fór að tíðkast, og var hún ekki gerð að skyldu fyrr en 1777. Varla er því hægt að búast við að til séu eldri hús úr timbri á Íslandi en frá fyrri hluta 18. aldar.“ Grein sinni lýkur Hrefna svo: „Full ástæða er því til að huga vandlega að framtíð Hillebrandtshúss. Það er öldungur í byggingarsögu Íslendinga, minnis- merki um langt tímabil í sögu þjóðarinnar, auk þess að vera vísir að upphafi þéttbýlis á Blöndu- ósi.“ Hjörleifur Stefánsson arkitekt skrifar í Ár- bók fornleifafélagsins 1993 þar sem hann leiðir rök gegn því að Hillebrandtshús og gamla kram- búðin á Skagaströnd séu eitt og sama húsið. En mitt í þessum skoðanaskiptum kvaddi Hillebrandtshús sjálft sér hljóðs. Hjörleifur get- ur þess í viðauka, að eftir að hann lagði grein sína inn til birtingar hafi viðgerð á Hillebrandtshúsi hafizt og þá komið í ljós að það er byggt úr viðum eldra húss eða húsa að mestu leyti. Yfirgnæfandi hluti húsgrindarinnar er tilhöggvinn viður og því nokkuð gamall. Hluti grindarinnar er nýrri. „Sagan um flutning hússins frá Skagaströnd virðist af þessu geta verið sönn í sjálfu sér. Hún hefur bara verið oftúlkuð og skilin á þann veg að Skagastrandarhúsið hafi verið endurreist á Blönduósi. Sú er ekki raunin (eins og segir hér að framan) heldur var Hillebrandtshús reist sem ný- bygging úr viðum eldra húss og svolitlu bætt við af byggingarefni.“ Hjörleifur bendir á að Langa- búð á Djúpavogi sé reist um 1850, en hafi verið byggð upp úr eldri húsum og nái saga hennar allt aftur til 1640. „Líklegt má telja að fleiri hús finn- ist hér á landi, sem byggð séu úr viðum sér miklu eldri húsa og séu lík þeim að stærð og lögun.“ En þótt uppruni Hillebrandtshúss sé tvíræður er staða þess á Blönduósi ótvíræð. Eldurinn eyddi „SPÁI ÉG ÞVÍ, AÐ HILLEB Mikið var um dýrðir þegar Hillebrandtshús var komið í upphaflega gerð á nýjan leik. Hillebrandtshús var rifið Ljósmynd/Jón Sigurðsson eftir ljósmynd Arnórs Egilssonar í Héraðsskjalasafni A-Hún. Hillibrandtshúsið árið 1891. Ein elsta mynd sem til er af húsinu eftir að það var fullreist. L Þannig leit Hillibrandtshús út á Blönduósingar hafa fært sitt elzta timburhús, Hillebrandtshús, til upphaflegrar gerðar. FREYSTEINN JÓHANNS- SON fór á Blönduós. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Hillibrandtsh

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.