Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2001, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2001, Blaðsíða 18
18 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. JANÚAR 2001 Fyrir skömmu birtust í ljósvakamiðlum og á Netinu tveir gamlirkarlar og ræddu vandamál sín. Þetta voru eigandi Himnaríkisehf. og eigandi Helvítis hf. Annar pikkaði með staf sínum ígólfið dálítið æstur, en hinn klóraði sér í höfðinu og tók í nef- ið. Þeir hafa lengi rekið sitt fyrirtækið hvor í sömu starfsgrein, þ.e. móttöku fólks eftir dauðann. Handan tjaldsins stóra hafa svo lengi sem vitað er verið tvær hraðbrautir og hefur önnur legið upp en hin niður. Báðir kvörtuðu þeir undan erfiðum rekstri og nefndi annar m.a. áróðurskostnað en hinn einkum hátt orkuverð. Nú hafa þær fregnir verið staðfestar að eigandi Himnaríkis ehf. og eigandi Helvítis hf. hafi ákveðið að sameina fyrirtækin undir nafninu Helvítis ríkið hf. Eiga þeir sinn helminginn hvor í fyrirtækinu og verður eigandi Himnaríkis ehf. stjórnarformaður hins nýja fyr- irtækis og eigandi Helvítis hf. verður framkvæmdastjóri. Haft er eft- ir þeim að sameiningin hafi í för með sér mikinn sparnað og hagræð- ingu einnig fyrir viðskiptavinina. Hér eftir getur fólk sparað sér blessunarorð öll og bölbænir og eftirleiðis verður aðeins ein braut að baki tjaldinu mikla og liggur hún beint inn. Sérstaka áherslu leggja þeir á það báðir að með þessari breytingu losni þeir undan hinu erf- iða oki samkeppninnar. HIÐ ENDANLEGA MARKMIÐ Ö R S A G A E F T I R J Ó N F R Á PÁ L M H O LT I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.