Vísir - 19.05.1978, Blaðsíða 8
Föstudagur 19. mal 1978 vism
[ Umsjón: Guðmundur PéturssorT
3
Kúbanskir hermenn f Angóla sem varö stikilsteinn áhrifa Sovétstjórnarinnar og Kúbu f Afrfku.
TÍMAKAPPHLAUPIÐ í AFRÍKU
Stjórnum Sovétrikjanna og
Kúbu þykir greinilega nokkufi
til um þafi samkomulag, sem
hvitir menn og blakkir hafa gert
mefi sér um lausn á afialvanda
Ródesiu. Til viðbótar komu
svo fréttir um, aO Suöur-
Afrikustjórn hefOi fallist á til-
lögu vesturveidanna fimm um
framtiO Namibiu.
I þessum staöreyndum lesa
þeir teiknin á veggnum. Timinn
er oröinn naumur. Ef finnast
viðunandi pólitiskar lausnir á
vandamálum þessara tveggja
Afrlkurikja, má búast viö aö
gufi fljótt upp möguleikar
Sovétstjórnarinnar til þess aö
auka frekar áhrif sin I hinni
svörtu álfu.
I þessum staðreyndum lesa
þeir teiknin á veggnum. Timinn
er oröinn naumur. Ef finnast
viöunandi pólitlskar lausnir á
vandamálum þessara tveggja
Afrikurikja, má búast viö að
gufi fljótt upp möguleikar
Sovétstjórnarinnar til þess aö
auka frekar áhrif sin i hinni
svörtu áflu.
Ef horft er á þetta frá annarri
hlið, fæst svipuð niöurstaða.
Það er ekki langt siðan mönnum
I Afriku þótti Rússagrýlan
fjarlæg draugasaga. Fáum
fannst liklegt að Sovétrikin ættu
eftir að láta verulega aö sér
kveöa þar, eða að sovéskt herlið
fengi þar fótfestu. Á'allar við-
varanir um slikt var litið sem
hentugan áróður fyrir
„aprartheid” stjórnirnar I Suð-
ur-Afrlku og Ródeslu.
Og á vissan hátt var það svo.
Minnihlutastjórnir hvitra I
Ródesiu og S-Afriku skirskotuðu
til þess i stuðningsleit sinni á
Vesturlöndum, að þær væru þeir
brimbrjótar, sem kommúnista-
bylgjan mundi brotna á. Þær
neituðu að viðurkenna þá stað-
reynd, að kynþáttamisréttis-
stefna þeirra, sem Vesturlanda-
menn gátu ekki fellt sig við, var
einmitt sá akur, sem
kommúnisminn hlaut að þrifast
best á.
Að þessar stjórnir spyrntu svo
lengi fótum við meirihlutastjórn
var einmitt það, sem veitti
kommúnistum besta tækifærið i
Afriku, Tækifæri, sem þeir
höfðu lengi beðið eftir, og hefðu
óliklega nokkurn tima fengið, ef
hvitu stjórnirnar I Ródesíu og S-
Afriku hefðu samið sig að
lýðræðislegri háttum um svipað
leyti og nýlendurnar voru að fá
sjálfstæði.
En nú er svo komið, að
kommúnisminn er ekki lengur
imynduð Grýla þessara
„apartheid” stjórna, heldur
áþreifanlegur veruleikt Og það
er einmitt sá veruleiki, sem hef-
ur knúið hvita menn á
suðurhorni Afriku til þess að
setjast að viðræðum við
hófsamari samtök blökku-
manna og finna leiðir til þess að
deila með þeim völdunum. Nú
er allt kapp lagt á að hraða þvi,
að meirihlutinn (og þar með
blökkumenn) fái stjórnina i
hendur.
Hraðinn er orðinn fyrir öllu i
þessu máli. Það er álitamál
hvort það er um seinan. Sovét-
menn hafa fengið sitt tækifæri. 1
gegnum Angóla og Mozambique
hafa þeir læst klónum i þennan
heimshluta. Og sagan hefur
margsannaö að Kremlherrun-
um leikur ekki laust i hendi það,
sem þeir einu sinni hafa læst
krumlunum um. Þeim verður
að minnsta kosti ekki auðveld-
lega ýtt út aftur. — Sovétmenn
gera sér fyrir sitt leyti grein
fyrir, að timinn er að renna út.
Þeir eiga sitt undir þvi, að
samningar takist ekki meö hvit-
um og blökkumönnum I Ródesíu
og S-Afriku.
Sovétstjórnin hefur lýst þvi
yfir, að hún muni láta jafnvel
enn frekar að sér kveða i Afriku.
Sameiginleg yfirlýsing
Brezhnevs og kúbanska utan-
rikisráðherrans i heimsókn þess
siðarnefnda til Moskvu gekk út
á það að þessi lönd styddu
„baráttuna fyrir fullkominni og
endanlegri útrýmingu nýlendu-
stefnunnar, aðskilnaðarstefn-
unnar og fyrir frelsi og
sjálfstæði”. — Þessu var lýst
fyrir örfáum dögum fyrir heim-
sókn Vance, utanrikisráðherra
Bandarikjanna, til Moskvu.
Það er talið að um 40.000
kúbanskir hermenn séu núna i
Afriku. Aðalathafnasvið þeirra
um þessar mundir er I Eþíópiu.
En þeir hafa jafnframt þjálfað
og vopnað (með sovéskum her-
gögnum) skæruliðahreyfingar
annarra landa, eins og i Zaire
og Ródesiu ( hinar siðarnefndu
meö milligöngu Mozambique).
Fréttir siðustu daga greina frá
liðsflutningum Kúbuhermanna
og skriðdreka til Mozambique,
sem greinilega sé stefnt að
landamærum Ródesiu. Enginn
gengur að þvi gruflandi, hvað
þar liggur að baki.
Ef kommúnistar ætla að
tryggja sér, að þeirra menn
komist til valda i Ródesiu —
sem opna mundi svo áfram leið-
ina að landamærum Suður-
Afriku — verða þeir senn að láta
til skarar skriða. Hin hófsamari
öfl blökkumanna i Ródesiu hafa
myndað með hvitum bráða-
birgðastjórn sem er að undirbúa
frjálsar kosningar. Kosningar,
þar sem skæruliðar
kommúnista fá ekki að standa
yfir kjörkössunum með rúss-
neska hriðskotariffla og stýra
úrslitunum. Rikisstjórn, sem
mynduö veröur upþ úr þeim
kosningum, á visa viðurkenn-
ingu Vesturlanda, hugsanlegan
stuðning og vernd gegn valda-
rðnstilraunum kommúnista eða
annarra minnihlutahópa, og þá
væri tækifærið gengið Sovét-
stjórninni og Kúbumönnum úr
greipum.
TILKYNNING TIL ÍBÚA
í BREIÐHOLTI III
Stofnsett hefur verið heilsugæslustöð i Breiðholti. Þjónustusvæði
stöðvarinnar (heilsugæslusvæði) nær til Fella- og Hólahverfa, þ.e.
Breiðholts III.
Heilsugæslustöðin er til húsa að Asparfelli 12,2. hæð.
Fyrst um sinn verður aðeins unnt að veita hluta af íbúum hverfisins al-
menna læknisþjónustu og heilsuvernd á vegum stöðvarinnar, en þar
munu i byrjun starfa tveir læknar.
Þeir ibúar i Breiðholti III, sem óska að sækja læknisþjónustu til stöðv-
arinnar, þurfa að koma þangað til skráningar og hafa meðferðis per-
sónuskilriki. Fyrstu þrjá dagana verða eingöngu skráðir þeir ibúar
hverfisins sem ekki hafa heimilislækni, og njóta þeir þvi forgangs.
Skráning hefst mánudaginn 22. mai og verður opið kl. 10-12 og 13.30-15
til 31. mai.
Læknar stöðvarinnar hefja störf 1. júni.
Tekið verður á móti timapöntunum i sima 75100.
Reykjavflk, 17. mail978.
Heiíbrigðismólarcð Reykjovíkurborgor
Borgarlœknirinn í Reykjavík
Sjúkrasamlag Reykjavíkur
waHusgóq
frá okkur
sterkogstdhrein
stálhúsgögn
komtö oéo hpitiQiÖj
w gerum tilboö ^
>—^
Xirkjusandi sími 35005