Vísir - 19.05.1978, Blaðsíða 12

Vísir - 19.05.1978, Blaðsíða 12
( r Föstudagur 19. mal 1978 VTSIR í leikriti Hrafns eru fjórar per- sónur, þrir karlar og ein kona. Höfundur segir sjálfur um þetta verk: Þetta er grár gamanleikur er gerist á biðstofunni hjá læknin- um, i skólanum, hjá banka- stjóranum, eða alls staðar þar sem litilmagninn i þjóðfélaginu þarf að sækja eitthvað undir eða beygja sig fyrir stóra bróður”. I leikriti Þorsteins eru sex per- sónur tveir karlar og fjórar kon- ur. Það fjallar um hjón sem vilja fá að vera i friði fyrir öðrum. Þau I Úr sýningu Ungmennafélags Skallagrims á Flugurnar i glugganum, eftir Hrafn Gunn- laugsson. Borgnesingar í heimsókn ó Nesi Leikdeild UMF Skalla- gríms i Borgarnesi sýnir tvo einþáttunga í Félags- heimili Seltjarnarness á laugardag kl. 21. Hér er um að ræða Flugurnar i glugganum eftir Hrafn Gunnlaugsson og Friður sé með yður eftir Þorstein Marelsson. búa i rammbyggðu steinhúsi og hafa reist háan múrvegg i kring um það. Leikurinn hefst er þau hafa verið i algjörri einangrun i fimm mánuði. Bæði þessi verk eru frumflutt á sviði, en leikrit Þorsteins er sam- ið upp úr samnefndu útvarpsleik- riti sem flutt var i april 1975. Leikrit Hrafns var birt i Eimreið- inni árið 1975, en hefur ekki feng- ist flutt i Reykjavik, hvorki i út- varpi eða á sviði. Leikurinn hefur þótt of nærgöngull og ofsafenginn. Leikstjóri er Theodör Þórðar- son, en þetta er siðasta sýning leikdeildarinnar. — KP. Firma- keppniFáks Hestamannafélagið Fákur heldur sina árlegu firma- keppni á laugardag og hefst keppnin kl. 3. Hún fer fram á félagssvæðinu á Viðivöllum. Að vanda eru fjölmörg fyrirtæki skráð til keppninnar, eða um 170. Eigendur hestanna fjöl- menna með gæðinga sina nokkru áður en keppnin hefst og verða þeir komnir á Viði- velli um klukkan 2. Þeir sem mestan áhuga hafa geta þvi komið timanlega og séð knap- ana undirbúa hesta sina undir keppnina, sem hefst eins og áður segir kl. 3. — KP./mynd Björgvin BbÓMA- FRíE SÓLBLÓMAFRÆ ERU HOLL FÆÐA EN EINNIG TILVALIN í STAÐ SÆLGÆTIS Góó feeilsa ep öasfa fevers iwaRRS Langholtsvegi 82 Sími: 37550 Höfum fengið Rokoko stóla með útsaumi og i lérefti. Rokoko skammel og kolla i hnotu og mahony. Stóla i leðri og áklæði (Sjá mynd) Einnig nýtt mjög fallegt sófasett Viðgerðir og klæðning- ar á bólstruðum húsgögnum. trrval af áklæðum. Sjáum um viðgerðir á tréverki. iAJT DAIHATSU Ármúla 23 — sími 85870 ^ Opið frá kl. 9-7. Einnig á laugardögum. “------------------------\ Toyota Mark II órg. '73 Toyota Mark II órg. '72 Toyota Carina órg. '74 Toyota Carina órg. '71 Toyota Carolla órg. '74 Toyota Corolla árg. '72 Comet Custom árg. '74 Maveric árg. '74 Duster 6 cyl. árg. '70 Sunbeam 1600 árg. '75 ^yantar nýiegc bila á skrá/ EVAN PARKER SPINNUR JASS — leikur í Norrœna húsinu á laugardag og Kjarvalsstöðum á sunnudag Breski saxófónleikarinn Evan Parker mun halda hér tvenna tónleika um helgina. Þeir fyrri verða I Norræna húsinu á laugardag kl. 16. Siðari tónleik- arnir verða á Kjarvalsstöðum á sunnudag kl. 21. Þar sýnir Sig- urður örlygsson nú verksin, en tónleikar Parkers verða siðasta dag sýningarinnar. Evan Parker er talinn með merkilegri tónlistarmönnum sem komið hafa fram hin síðari ár. Hann er sprotinn út frá bandariskum frijassi, en sú tón- list hefur verið nefnd spuni á is- lensku. Tónlistin þarf ekki að hafa neina melódiu, heldur er leikin af fingrum fram. Þess má geta að á siðasta ári kusu bresk- ir gagnrýnendur hann besta sópransaxófónleikara heims. —KP Stjórnandinn Guðjón Böðvar Jónsson Asamt hluta af kórnum. Myndin er tekin á æfingu. MyndBjörgvin. Syngjandi trésmiðir — samkór Trésmiðafélagsins með vortónleika Samkór Trésmiðafélags Reykjavikur býður velunnurum sinum á vortónleika kórsins á sunnudag kl. 16 i Hamrahliðar- skóla. Sex ár eru siðan kórinn var stofnaður,en þá voru kórfélagar 15 talsins. Nú eru þeir nær fimm- tiu. 1 fyrstu var starfið nær ein- göngu bundið við félagsstarf Tré- smiðafélagsins,ennúerþað orðið mun viðameira. í fyrrasumar var mikil starf- semi hjá kórnum og þá var ma. haldið utan til Noregs og tekið þátt i norrænu alþýðutónlistar- móti sem haldið var i Osló. Einnig tók kórinn þátt i samnorrænni Ut- varpsdagskrá sem haldin var 1. mai. Þetta var i fyrsta sinn sem islendingar taka þátt i þessu nor- ræna samstarfi. A tónleikunum i Hamrahliðar- skóla verður fjölbreytt efnisskrá ogskiptisthúniþrjámegin kafla: Islensk kórlög, þjóðlög frá ýms- um löndum og erlend klassisk kórlög. Guðjón Böðvar Jónsson stjórn- ar kórnum eins og undanfarin ár og undirleikarar eru Agnes Löve og Jósef Magnússon. — KP.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.