Vísir - 19.05.1978, Blaðsíða 16
20
Föstudagur 19. maí 1978 VISXR
Kosningasjá Vísis
UM HVAÐ ER KOSIÐ Á
SIGLUFIRDI?
Sömu flokkar bjóða fram
nú til bæjarstjórnar Siglu-
fjarðar og 1974, en nokkrar
mannabreytingar hafa orðið
á listunum, einkum þó iista
Sjálfstæðisflokksins.
Þeir, sem nú bjóða fram,
eru Alþýðuflokkur, Fram-
sóknarflokkur, Sjálfstæðis-
flokkur og Alþýðubandalag.
Kosnir eru niu rnenn i bæjar-
stjórn, og er svo að heyra á
frambjóðendum, að óvissa
riki fyrst og fremst um ni-
unda sætið.
í siðustu kosningum, 1974,
voru úrslit sem hér segir:
A-listi Alþýðuf lokksins
hlaut 270atkvæði og 2 bæjar-
fulltrúa kjörna, Sigurjón Sæ-
mundsson, prentsmiðju-
stjóra, og Jóhann G. Möller
verkstjóra.
B-listi Framsóknarflokks-
ins fékk 291 atkvæði og tvo
menn kjörna, Boga Sigur-
björnsson, skrifstofumann
og Skúla Jónasson forstjóra.
D-listi Sjálfstæðisflokksins
fékk 320 atkvæði og þrjá
menn kjörna, Knút Jónsson,
framkvæmdastjóra, Þormóð
Runólfsson, skrifstofúmann
og Björn Jónasson banka-
mann.
G-listi Alþýðubandalags-
ins fékk 270 atkvæði og tvo
menn kjörna, Kolbein Frið-
bjarnarson, framkvæmda-
stjóra og Gunnar R. Sigur-
björnsson, skólastjóra.
—ESJ
Jóhann G. Möller,
efsti maður A-listans:
„Atvinnu-
ástandið er
mikilvœgast"
„Gott atvinnuástand er mikil-
vægast hverju bæjarfélagi. Það
er gundvöllurinn, sem allt
annað byggir á, og þvi frumskil-
yrði velferðar. Þess vegna ber
sveitarstjórnum að beita ölium
ráðum tílað stuðla að traustu og
heilbrigðu atvinnulifi”, sagði
Jóhann G. Möller, efsti maður
A-listans á Siglufirði.
„Við Siglfirðingar þekkjum
löng atvinnuleysistlmabil”,
sagði hann, „og viljum alls ekki
fá þau aftur.
Uppbygging hafnarinnar og
aðstööu við hana er eitt af brýn-
ustu verkefnum okkar næstu 2-4
árin .útgerðog nýting þessafla,
sem berst hér að landi, er
grunnurinn að áframhaldandi
atvinnuuppbyggingu bæjarins.
Iþróttirnar eru viðfangsefni
æskunnar. Þeim tlma er vel
variö hjá ungu fólki, sem fer I
Jóhann G. MöUer: ,,Við Sigl-
firðingar þekkjum löngatvinnu-
leysistimabil og viljum alls ekki
fá þau aftur”.
iðkun iþrótta og holla útiveru.
Það er skylda bæjarfélagsins að
búa þessu fólki góö skilyrði.
Skipulag byggðar er mjög i
ólestri hjá okkur i dag, og
vöntun á húsnæði stendur vexti
bæjarins fyrir þrifum. Hús-
byggingar á félagslegum
grundvelli verður að auka.
Málefni aldraðra, öryrkja og
ekkna, þ.e.a.s. þeirra sem
minna mega sin, verðum við
ávallt að hafa i huga.
Vatnsmál okkar Siglfirðinga
eru I ófremdarástandi. Ný
vatnsveita verðkur að koma á
kjörti'mabilinu.
Umhverfis- og hollustuhættir
á vinnustöðum verða án efa
ofarlega á baugi hjá komandi
bæjarfulltrúum.
Auka þarf tengsl sveitar-
stjórnarmanna við ibúa bæjar-
ins. Eins og nú er komið i dag
vita aðeins fáir útvaldir hvað
gerist á bæjarstjórnarfundum”.
Jóhann sagði, að þriðja sætið
væri baráttusætiö hjá Alþýðu-
A-LISTI
1. Jóhann G. Möller,
verkstjóri.
2. Jón Dýrfjörð, vélvirki.
3. Viktor Þorkelsson,
verslunarmaður.
4. Anton Jóhannsson,
kennari.
5. Arnar ólafsson, raf-
magnseftirlitsmaöur
6. Hörður Hannesson,
sjómaður.
7. Björn Þór Ilaraldsson,
verkstjóri.
8. Sigfús Steingrímsson,
verkamaður.
9. Erla ólafsdóttir, húsfrú.
ílokknum eins og öðrum flokk-
um á Siglufirði.
Jóhann hefur setið i bæjar-
stjórninni fjögur kjörtimabil.
—ESJ
Bogi Sigurbjörnsson,
efsti maður B-listans:
„Mikil upp-
bygging
síðasta
kjörtímabil"
,,Ég tel að bæjarmálaforusta
hvers bæjarfélags þurfi að vera
þróttmikil markviss og ákveðin.
Ég vil fullyrða að bæjarmála-
forystan i Siglufirði á þvi kjör-
timabili sem nú er að ljúka
hefur unnið i þeim anda”, sagði
Bogi Sigurbjörnsson efsti
maður á lista Framsóknar-
flokksins.
„Eg get ekki látið hjá liða að
drepa á það allra helsta sem
gert hefur verið á síðasta kjör-
timabili.” sagði Bogi. „1 fyrsta
lagi lagning hitaveitu sem nú er
að mestu lokið ,viðbótarvirkjun
Skeiðsfoss . gerð aðalskipulags
sem stefnt er að að lokið verði á
næsta ári, varanleg gatnagerð
en senn er lokið að steypa allar
götur i miðbænum og frágangi
gangstétta og byggingu leigu-
ibúða.
„Stærsta málið á næsta kjör-
timabili hlýtur aö vera um-
Bogi Sigurbjörnsson: „Úthlutun
lóða á Leirunum forgangsverk-
efni.”
hverfismál og fegrun bæjarins.
Bæjarfulltrúar Framsóknar-
flokksins munu leggja rika
áherslu á þennan málaflokk.
B-LISTI
1. Bogr Sigurbjörnsson,
ska ttendurskoðandi.
2. Skúii Jónasson,
byggingameistari.
3. Sveinn Björnsson,
sjómaður.
4. Sverrir Sveinsson, raf-
veitustjóri.
5. Bjarni Þorgeirsson, mál-
arameistari.
6. Hrefna Hermannsdóttir,
húsfrú.
7. Skarphéöinn
Guðmundsson, bygginga-
meistari.
8. Hermann Friðriksson,
múrarameistari.
9. Oddur Vagn Hjálmarsson,
vélstjóri,
Samkvæmt tiu ára áætlun sem
gerðhefur verið eiga allar götur
i Siglufirði að verða lagðar
bundnu slitlagi og að þvi máli
munum við vinna. Þá er hafin
könnun á viðunandi sorpeyðingu
fyrir kaupstaðinn sem áreiðan-
lega verður unnið mikið að á
kjörtimabilinu. Niðurrif gam-
alla skúra og sildarbryggja er
þegar hafin og mun stórátak
gert i þeim málum. Allt þetta
má i einu orði flokka undir um-
hverfismál, sem verður höfuð-
mál Framsóknarflokksins.”
„önnur mál verða uppbygg-
ing hafnarinnar skipulagning og
undirbúningur nýs bygginga-
svæðis undir einbýlishús á einni
hæð á Leirunum verður einnig
forgangsverkefni. Vatnsmál
bæjarbúa þurfa einnig mikilla
úrbóta við. Anæsta kjörtimabili
verður það tryggt að efsti hluti
bæjarins verði ekki vatnslaus
eins og komið hefur oft fyrir.”
„Baráttan stendur um þriðja
mann á okkar lista og þriðja
manns á lista Sjálfstæðisflokks-
ins. Við siðustu kosningar
munaði sáralitlu og réðu utan-
kjörstaðaatkvæði mestu um
muninn á flokkunum sem ég tel
i hæsta máta óeðlilegt.”
Bogi er fæddur að Nefstöðum i
Fljótum árið 1937. Hann flyst til
Siglufjarðar á fermingaraldri
og hefur verið þar siðan. Hann
hefur átt sæti i bæjarstjórn i
átta ár en áður var hann vara-
fulltrúi. —KS
Björn Jónsson, efsti
maður D-listans:
„Leggjum
mesta áherslu
á umhverfis-
málin"
„A næsta kjörtimabili munum
við leggja lang mesta áherslu á
það umhverfi, sem við búum i —
bæinn sjálfan og næsta nágrenni
hans”, sagði Björn Jónasson,—
efsti maöur D-listans á Siglu-
firði.
„Við erum t.d. hér með óviö-
unandi sorpeyðingu, sem spillir
mjög umhverfi i og kringum
bæinn. Gerð gatna og
gangstétta hefur setið á hakan-
um hjá okkur á þessu kjörtima-
bili, eins ogreyndar til stóð, þar
sem við höfum staðið i öðrum
stórframkvæmdum — þ.e. að
D-LISTI
1. Björn Jónasson,
bankaritari.
2. Vigfús Þór Arnason,
sóknarpr^stur.
3. Runólfur Birgisson, full-
trúi.
4. Árni V. Þórðarson, iðn-
verkamaður.
5. Steingrimur Kristinsson,
verkamaður.
6. Ómar Hauksson, skrif-
stofustjóri.
7. Markús Kristinsson, verk-
smiðjustjóri.
8. Steinar Jónasson,
hótelstjóri.
9. Páll G. Jónasson, bygg-
ingameistari.
virkja hitaveitu og stækka
raforkuverið, sem er i eigu
kaupstaðarins. Þau mál eru nú I
höfn, og þá er raunhæft að fara
að tala um að leggja varanlegt
slitlag á göturnar og bæta um-
hverfi okkar á ýmsan annan
hátt.
Uppbygging hafnarinnar er
mikið verkefni, en hún er úr sér
gengin. Hér hefur t.d. aukist
mjög smábátaútgerð og menn
verka gjaman sjálfir aflann, en
fyrir þessa menn vantar mjög
aðstöðu.
Skipulags-og ibúðamálin eru
einnig mikilvæg. Ætlunin er að
byggja tvær sex ibúða blokkir i
sumar á vegum framkvæmda-
nefndar um byggingu leigu-
ibúða, en á siðasta kjörtimabili
byggðum við átta slikar ibúðir.
Þá er mikil eftirspurn eftir lóð-
um, og okkur hefur nokkurn
veginn tekist að anna henni. Við
erum nú langt komnir með að
skipuleggja næsta ibúðahúsa-
svæði og ætti að vera hægt að
hefja þar byggingafram-
kvæmdir i haust eða i siðasta
lagi næsta vor.
Iþrótta- og félagsmál eru
einnig i brennidepli hjá okkur.
Þar eru stórverkefni á dagskrá I
sumar, t.d. við að skipta um
jarðveg i iþróttavellinum. Þá er
verið að gera heitan pott i sund-
laugina, og uppbygging fer
fram i iþróttamiðstöðinni á
Hóli”.
Björn sagði, að Sjálfstæðis-
flokkurinn legði áherslu á að
halda þriðja sætinu, sem flokk-
urinn vann af Alþýðubandalag-
inu siðast. Það var einmitt
Björn, sem vann það sæti, og
hefur hann þvi setið i bæjar-
stjórn eitt kjörtlimabil. —ESJ.
Björn Jónasson: „Sjálfstæðis-
flokkurinn ieggur áherslu á ab
halda þriðja sætinu”.
G-LISTI
1. Kolbeinn Friðbjarnarson
formaður Vöku.
2. GunnarR. Sigurbjörnsson
skólastjóri.
3. Kári Eðvaldsson
byggingameistari.
4. Kristján Rögnvaldsson
skipstjóri.
5. Sigurður Hlöðversson
tæknifræðingur.
6. Hafþór Rósmundsson
sjómaður.
7. Kristján Eliasson, sjó
maöur.
8. Flóra Baldvinsdóttir
starfsmaður Vöku.
9. Tómas Jdhannsson, verk
stjóri.
Kolbeinn Friðbjarnarson
efsti maður G-listans:
„Atvinnumálin
skipta mestu"
„Allar framkvæmdir og
framfarir byggjast á þvf, að
framleiðslan og atvinnuvegirnir
séu I góðu horfi hér sem annars
staðar á iandinu, og þvi skipta
atvinnumálin mestu fyrir okk-
ur”, sagði Kolbeinn
Friðbjarnarson, efsti maður
G-listans á Siglufirði.
Við urðum fyrir miklu
skakkafalli i atvinnumálum
þegar sildin hvarf á sinum
tima, og það tók okkur ótrúlega
mikið erfiði og langan tima að
koma þeim málum i þokkalegt
horf. Aðalverkefni bæjarstjórn-
ar á hverjum tima er þvi að
minu mati að tryggja næga at-
vinnu, og þar eru mörg verk ó-
unnin.
Atvinnulífið hér byggist að
verulegu leyti á fáum, stórum
fyrirtækjum, sem eru að mikl-
um hluta i opinberri eigu, og
með það erum við ánægðir, þvi
að ástæðan fyrir þvi, hvernig fór
fyrir atvinnulifi okkar á sinum
tima, var fyrst og fremst sú að
það var byggt svo til einvörð-
ungu á einkarekstri, um leið og
hagnaðarvonin hvarf var fjár-
magnið flutt til annarra staða”.
Kolbeinn sagði, að
Alþýðubandalagsmenn teldu
nauðsynlegt að Þormóður
Rammi h.f þyrfti að eflast og
styrkjast. Fullklára þyrfti nýja
frystihúsið, helstá þessu ári, og
eins væri nauðsynlegt að fyrir-
tækið eignaðist þriðja skuttog-
arann svo samræmi væri á milli
Koibeinn Friðbjarnarson: Nú er
komið að Aiþýðubandalaginu að
vinna þriðja sætið.
hráefnisöflunar og afkastagetu
nýja frystihússins.
„Til lengri tima litið er ákaf-
lega mikilvægt fyrir Siglufjörð,
og reyndar fyrir niðurlagning-
ariðnaðinn i landinu, að gengið
verði úr skugga um, hvort
möguleiki er að stunda með
árangri reknetaveiðar á sQd
fyrir Norðurlandi, eins og ýmsir
sjómenn telja. Bæjarstjórnin
hlýtur að leggja mikla áherslu á
að þetta verði kannað.
Þá er mikilvægt að gera
atvinnullfið hér fjölbreyttara
t.d. með þvi að koma hér á fót
ýmsum smáiðnaði, en einhæft
atvinnulif leiðir til þess að ungt
fólk leitar suður.”
Af öðrum mikilvægum málum
nefndi Kolbeinn sérstaklega
höfnina, þar sem þörf væri úr-
bóta sem kosta myndi hundrúð
milljóna króna.
Þá hefði ekki verið staðið
nægjanlega vel að skipulags-
málunum, og þyrfti að standa
mun betur að þvi á næsta kjör-
timabili.
Kolbeinn sagði, að Alþýðu-
bandalagsmenn litu á þriðja
sætið sem baráttusætið, en und-
anfarin fjögur kjörtimabil hefði
þaðgengiðá vixlað Sjálfstæðis-
flokkurinn eða Alþýðubanda-
lagið hefðu þrjá bæjarfullrúa,
og væri nú komið að
Alþýðubandalaginu.
Kolbeinn hefur átt sæti i
bæjarstjórn siðan 1966.