Vísir - 19.05.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 19.05.1978, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 19. mal 1978 vism VÍSIR útgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson , Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. > • ólafur Ragnarsson , RitstjórnarfullfKii: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund- ur Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Árni Þórarinsson. Blaðamenn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrín Pálsdóttir, Kjartan Stefáns- son, Öli Tynes, Sæmundur Guðvinsson, Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Björgvin Pálsson, Jens Alexandersson. Útlitog hönnun: Jón Öskar Hafsteinsson, Magnús Ölafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. símar 86611 og 82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Jlitstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 línur 1 Askriftargjald erkr. 2000 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu kr. 100 eintakið. Prentun Blaðaprent h/f. HUGM YNDA FRÆÐI, FRAMKVÆMDIR OG KJARABARÁTTA Sjónvarpsumræðurnar á miðvikudagskvöld mörkuðu greinilega upphaf að lokaspretti kosningabaráttunnar vegna borgarstjórnarkosninganna. Að sumu leyti báru umræðurnar þó merki þeirrar deyfðar, sem ríkt hefur í þessum efnum að undanförnu og virðist hafa valdið nokkrum taugatitringi i herbúðum stjórnmálaflokk- anna. Eigi að síður urðu nokkur þáttaskil með þessum sjón- varpsumræðum. Segja má, að kosningabaráttan hafi með þeim færst nær hinu hefðbundna formi eða þeim umræðuvenjum, sem menn eiga að venjast. Minnihluta- flokkarnir hafa t.d. alveg látið það vera þangað til í þessum umræðum að stæla um það, hver þeirra hefði mesta möguleika á að hnekkja veidi meirihlutans, en þetta hef ur jafnan verið snar þáttur kosningabaráttunn- ar. I annan staðsýndu þessar sjónvarpsumræður skarpari grundvallarágreining en oftast nær áður hefur komið fram við borgarstjórnarkosningar. Flokkarnir hafa yfirleitt látið við það sitja að þrátta um, hvernig óska- listunum hafi verið fullnægt. Að undanförnu hafa á hinn bóginn farið fram umræður í ríkari mæli en áður á grundvelli ólíkrar hugmyndafræði. Að því leyti eru átökin í þessum kosningum fyrst og fremstá milli Sjáifstæðisf lokksins og Alþýðubandalags- ins. Sósíalistar boða nú miklu ákveðnari hópmennsku en áður. Þeir vilja t.d. einkabílinn feigan, þeir boða um- fangsmikinn atvinnurekstur í höndum borgarstjórnar, hafna uppbyggingu í gömlum hverfum og boða leigu- íbúðastefnu í stað eiginhúsnæðisstefnu. Á móti þessu tef la meirihlutamenn fram einstaklings- sjónarmiðum varðandi uppbyggingu borgarsamfélags- ins. Þeir leggja áherslu á að skapa svigrúm fyrir fólk til þessað nota eigin bila samhliða almenningsvagnakerf i. Þeir hafna auknum opinberum atvinnurekstri, en leggja fram áætlun um ef lingu f rjálsrar atvinnustarfsemi. Og í húsnæðismálum leggja þeir áherslu á eiginhúsnæðis- stefnu. Þetta eru aðeins örfá dæmi, sem sýna grundvallar- ágreining. Við þessar nýju aðstæður verður Fram- sóknarflokkurinn svolítið utan gátta. Afstaða hans til einstakra f ramkvæmdaatriða skiptir minna máli f hug- myndafræðilegu uppgjöri eins og nú er á döfinni. Það verður einfaldlega erfitt fyrir Framsóknarflokkinn að komast inn í átökin. Alþýðuf lokkurinn er í sókn á landsmálasviðinu og mun að öllum líkindum njóta ávaxta hennar í borgarstjórnar- kosningunum, þrátt fyrir heldur veikt f ramboð. Fulltrú- ar flokksins höguðu málflutningi sínum í sjónvarpinu augljóslega í samræmi við það. Til hliðar við hugmyndaf ræðilega ágreininginn töluðu höf uðandstæðingarnir á ská og skjön, þegar þeir höfðuðu til kjósenda í lokin. Alþýðubandalagið lagði áherslu á að ekki yrði kosið um borgarmálefni, heldur kjaramál. Kjósendur yrðu að fella kaupránsflokkana, fyrst í borgarstjórn og svo á Alþingi. Meirihlutamenn með borgarstjórann í broddi fylking- ar telja sig á hinn bóginn hafa sterkari málef nalega víg- stöðu en ríkisstjórnin og segja því: Dæmið okkur af verkunum. Þeir benda í því sambandi á framkvæmdir við umhverfis- og útivistaráætlunina, miklar fram- kvæmdir í þágu aldraðra, fleiri dagvistunarpláss en í öðrum sveitarfélögum, þrátt fyrir skort, og áætlun um bætta aðstöðu fyrir framleiðslustarfsemina í borginni. Þetta eru í stórum dráttum þær línur, sem f ram komu í þessum sjónvarpsumræðum. Enöll þessi barátta stend- ur ekki um f jöldann, heldur þá fáu, sem enn eru óráðnir. Agnar Guðnason viðhaföi ýmis stóryrði i grein, sem hann ritaöi i tilefni af pistlinum „Lif og heilsa”, sem birtist i laugardags- blaði Visis þann 6. mai sl. undir nafninu „ágreiningur um mata- ræði”. Þessir pistlar hafa birst reglulega i blaöinu, en þeir eru byggðir á erlendum greinum um heilsurækt. 1 greininni var mælt með minnkaðri sykurneysiu og fituneyslu, en aukinni neyslu á jurtaafurðum og mögrum dýra- afurðum. t tilefni af grein Agnars sneri Vfeir sér til dr. Jóns Óttars Ragnarssonar, matvælaverk- fræðings og spurði hann álits á fullyrðingum Agnars. Telur þú, að i greininni i Visi um daginn hafi komið fram „fáránlegar fullyrðingar” um mataræði? Þessuér fljótsvaraö. Ég tel svo ekki vera. Manneldisfræðingar eru furðu sammála um þessi mál þegar tekið er tillit til þess hve þau eru viðamikil og flókin. Agn- ar Guðnason hefur enga f ormlega þekkingu á næringarfræði að þvi hann hefur sjálfur tjáð mér og það er augljóst af skrifum hans, að þessi fræðigrein er honum al- gjörlega ofviða. Finnst þér þá skjóta skökku við þegar aðili, sem nefnir sig ,,upp- lýsingaþjónusta landbúnaðarins” fer að senda frá sér álit á máli, sem þú telur hann bera litið skyn- bragð á? Éghefi ekki farið dult með, að ég tel að hlutlaus upplýsingamiðl- un um landbúnað þjóni hagsmun- um bænda mun betur en einhliða áróður fyrir ákveðnum fæðu- tegundum. Til þess að afla hlut- lausra upplýsinga um manneldis- mál verður að leita til sérfræð- inga á sviði næringarfræði eða annarra aðila, sem hafa þekkingu á þessum málum. 1 grein Agnars er farið niðrandi orðum um bók tveggja hús- mæörakennara fyrir að gefa ráð- leggingar um mataræði.sem Vegna komandi byltingar I fjarskiptum standa þjóðir frammi fyrir þeirri staðreynd, að innan fárra ára verði hægt að sjá sjónvarpsútsendingar meö jafn- auðveldum hætti og nú er hlustaö á útvarpssendingar hvaðanæva að. Þessi staðreynd hefur valdið nokkru fjaðrafoki, og þó einkum i þeim löndum, sem telja einangrun hvers konar til varna sinna, ogmega varla sjá af manni i annað land öðru visi en tryggt sé að hann komi til baka. *Lókalpatriótar” Norðurlöndin hafa nokkuð rætt komandi breytingar á fjar- skiptum sin i milli. Hafa Sviar og Finnar einkum haft uppi gagn- rýni á þær fyrirætlanir Norður- landamanna að skjóta upp sjónvarpshnetti — meira til bjargar sér en að þau telji að málum væri ver komið eins og þau eru hvað snertir sjónvarps- hann telur ekki eiga rétt á sér. Éger alveg undrandi á Ágnari. Þessar konur hafa unnið merki- legt brautryðjendastarf með rit- un bókarinnar ,,Viö matreiðum”, sem Isafoldarprentsmiðja gaf Ut árið 1976. Ég hvet alla, sem hafa áhuga á umbótum f matreiðslu til þess aðútvegasér þessabók. Þær ráðleggingar um mataræði, sem þær gefa eru að visu ekki alveg eftir minu höfði, en þær ganga i rétta átt. Hvers konar ráðleggingar myndir þú gefa um mataræöi fyr- ir almenning? Þessu er erfitt aö svara í stuttu máli en i grófum dráttum myndi ég skipta neytendum eftir aldri og kyni. Börneiga t.d.aö taka lýsi og drekka mjólk ef kostur er og sneyða sem mest hjá sælgæti og sykurvörum. Konur fá miklu sið- ur hjartasjúkdóma en karlar og þurfa sjaldan að gætasin á fitunni nema til þess að foröast offitu. Karimönnum yfir tvitugu svo og konum, sem vinna andlega erfið störf ráðlegg ég eindregið að stilla fituneyslu i hóf, einkum neyslu á mettaðri fitu svo og auð- vitað sykurneyslu. Yfirleitt skiptir mestu að stílla fæðuneyslu i hóf, gæta þyngdar- innar og borða fjölbreytt fæði i hófi. Með fjölbreytni á ég við að neyta daglega fæðu Ur öUum fæðuflokkunum, þ.e. kjötafurða, mjólkurmatar, kornmetis og garðávaxta. Hins vegar er ekki æskUegt að fituneyslan verði of naum. Fitan gefur að jafnaði um 40% af orkunni og má neyslan helst ekki fara undir 25%. Æski- legasta hlutf.allið er liklega 30-35%. En geturðu ekki gefið almenn- ari ráðleggingar um fæðuval? Það er erfitt að gera það. Senni- lega verður það hlutverk Mann- eldisráðs tslands og Manneldisfé- lags íslands að koma sér saman um slUcar ráðleggingar. Þær verða að taka mið af aðstæðum sendingar. Sviar eru miklir „lókalpatriótar” bæöi fyrir sig og Norðurlöndin i heUd og hafa vanið sig á það að þrýsta sjónar- miðum sinum upp á grann- þjóðirnar. Hvað norrænan sjón- varpshnött snertir — Nordsat — eiga þeir þó ekki allir skylt mál. Finnskir kommúnistar öðru máU gegnir með Finna. Þeir, sem helzt mótmæla Nordsat á norrænum fuUtrúafundum um gervihnöttinn, eru finnskir kommúnistar. Þeir halda uppi stöðugu málþófi gegn norrænum gervihnetti og siðast þegar ég frétti var ekkert lát á þeim. Kemur það heim við sjónarmið grannanna i austri, sem eru mjög harðvitugir andstæöingar þess, að farið verði að nota gervihnetti til sjónvarpssendinga með þeim hætti, sem nú er fyrirhugað. Má vera að reynsla Sovétrikjanna af útvarpsstöðvum, eins og Voice of innanlands, þvi, sem framleitt er i landinu og heilbrigðisástandinu áhverjum tima. Hins vegar hafa margar þjóðir sent frá sér slikar ráðleggingar og ber þeim yfirleitt furðurvel saman. 1 stuttu máli eru þær eitthvað á þessa leið: • Aukið neyslu á grænmeti, grófu korni og ávöxtum « Aukið neyslu á mögrum dýraafurðum « Dragið úr sykurneyslu • Dragið úr neyslu á fitu, eink- um mettaðri fitu. Þetta eru raunar svipaðar ráö- leggingar og komu fram i pistlin- um, sem þú spurðir mig um hér að framan. En hvað um kólesteról I blóði? Það má ekki leggja of mikla áherslu á blóðfitu. Það er svo margt annað sem máli skiptir og margar ástæður fyrir þvi að það er æskilegt að draga úr fitu- neyslu. Mestu skiptir, að fitan er svo orkurik og inniheldur fá eða engin bætiefni. Með þvi að draga úr fituneyslu verður rúm fyrir annan mat og hollustugildi fæð- unnar ætti að aukast. Nákvæm- lega sömu sögu er að segja um sykurinn. Hvað varðar blóðfituna þá er margsannað, að aukin neysla mettaðrar fitu eykur blóðfituna og aukin neysla á fjölómettaðri fitu dregur úr henni og þarf ekki sjúkling til. Áhrif kólesterols i fæði eru aftur á móti lítil. Hins vegar er ekki réttað leggja mikla áherslu á fjölómettaða fitu vegna þess að hún er ekki framleidd inn- anlands. Mest er um vert að draga úr fituneyslunni og þá sér- staklega neyslu á mettaðri fitu. Hvað varðar mjóikurfituna verð- ur þó að fara með gát þvi að hún er aðaluppspretta A-vitamins i fæði Islendinga. En kjötfitu ættu allir fullorðnir karlmennað nota i hófi. Ágnar lætur að því liggja í grein America, eða hvað þær nú heita, sem miða starfsemi sina við að koma útvarpssendingum til austantjaldslanda, eigi nokkurn þátt i þvi aö Rússar þykist þurfa menningarhelgi að verja. Mikið fyrirtæki peningalega séð Og auðvitað er margt til I þvf, að komið hefur fram sem gagn- rýniá norrænan sjónvarpshnött. í fyrsta lagi, þá er þetta mikið fyrirtæki peningalega séð og kostar endurnýjun stofn- kostnaðar á nokkurra ára fresti. Vandamál munu risa vegna höfundarréttar á þvi efni, sem sent verður yfir Norðurlönd frá þessum hnetti, kannski einar sjö dagskrár i einu. Og þótt það kunni aðgleðja einstaka háttstemmdan talsmann norrænnar samvinnu, þá getur orðið nokkuð erfitt að umbera möguleikann sem felst i þvi að geta valið á milli sjö rása

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.