Vísir - 19.05.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 19.05.1978, Blaðsíða 9
VTSIR Föstudagur 19. mal 1978 c { Umsjón: Guðmundur Pétursson Belgískt fall- hlífalið stefn- ir til Kolwezi Námabærinn Kol- wezi sem uppreisnar- menn i Zaire hafa haft á valdi sinu, nötraði i gær- kvöldi undan sprenging- um frá sprengjuvörp- um. Stjórnarherinn hefur hinsvegar náö flugvellinum á sitt vald, og voru fréttamenn komnir þangaö I gærkvöldi til aö bera vitni átök- unum. Fóru þeir meö flugvél, sem Mobutu Sese Seko, forseti Zaire, flaug sjálfur til Kolwezi. Ekki varö séö I nótt, hvort stjórnarherinn heföi náö bænum Ur höndum uppreisnarmanna, og allt var í óvissu um örlög fleiri en 2000 hvitra útlendinga, sem dval- ist hafa I Kolwezi. Franskir og belgiskir fallhlifa- hermenn eru á leiö til Shaba- námuhéraösins til þess aö bjarga útlendingunum burt. Fréttamenn lýstu þvi svo viö komuna á flugvöllinn i Kolwezi, að hann bæri greinilega merki mikilla átaka. Þar gat að lita brak niu flugvéla og tveggja þyrla. Flugstöövarbyggingar höföu greinilega veriö skotmörk. Þvi kviöa menn, aö uppreisnar- mennirnir, sem réöust inn i Shaba frá Angóla i siöustu viku, láti sókn stjórnarhersins og belgisku fall- hlifahermannanna bitna á hvitum gislum. Mönnum er ekki úr minni uppreisnin i Shaba 1964, þegar uppreisnarmenn skutu um 30 hvita fanga sina til bana (þar á meðal konur og börn) um leið og belglskir fallhlifahermenn birtust i Stanleyville (sem heitir nú Kis- angani) til aö bjarga þeim. táta til skarar skríða aean Rauðu herdeildinni Loksins er kominn skriður á leit itölsku lögreglunnar að félög- um úr Rauðu herdeild- inni, ræningjum og morðingjum Aldos Moros. ■ Tiu félagar úr þessum hryöju- verkasamtökum voru hand- teknir i gær og tveir til viðbótar i nótt. Meöal þessara fanga er ljóshærð stúlka, sem likist lýs- ingu á manneskju sem sást yfir- gefa bilinn, þar sem lik Moros fannst falið 9. mai. Lögreglustjóri Rómar sagði fréttamönnum, að lögreglan heföi á siðustu dögum fundiö tvö fylgsni Rauöu herdeildarinnar I Róm. Annaö var ibúð, en hitt prentsmiðja. Meðal annars sem fannst i þessum fylgsnum var ritvél af sömu gerö og yfirlýs- ingar ræningja Moros voru vél- ritaðar á. í gær hófust i italska þinginu umræður um Moromáliö og tók fyrstur til máls Guilio Andreotti, forsætisráðherra. Sagði hann, aö öryggislið lands- ins væri ekki búið undir þá hryðjuverkaskeflu, sem skolliö heföi á landinu. Hann sagöi, aö hryöjuverkum heföi fjölgaö um 78% I fyrra. Frá janúar og fram i aprfl á þessu ári hefur verið til- kynnt um 769 hryðjuverkaárás- ir. Andreotti kvað 616 hryöju- verkamenn sitja i fangelsum i dag og þar af tilheyröu 152 sam- tökum Rauðu herdeildarinnar. í Torino I gær var Renato Cur- cio og Alberto Franceschini dæmdir i 18 mánaöa fangelsi fyrir aö segja I réttinum, að moröiö á Moro heföi veriö „rétt- læti byltingarinnar”. Þeir svara þar til saka fyrir stofnun glæpa- samtaka. SOVÉTSTJÓRNIN FORDÆMD FYRIR DÓMINN YFIR DR. YURI ORLOV Dómurinn yfir Yuri Orlov er „hrikaleg af- bökun á þvi, sem þjóðir heims viðurkenna al- mennt, að séu mann- réttindi”, sagði i yfir- lýsingu bandariska ut- anrikisráðuneytisins, sem Carter forseti lagði sjálfur blessun sina yfir. Leiðtogar Bretlands, Frakk- lands og Vestur-Þýskalands voru meðal þeirra, sem for- dæmt hafa dóminn yfir dr. Or- lov. Hann var dæmdur til sjö ára refsivistar i þrælkunarbúö- um.ogsiöanfimm ára útlegöar, fyrir undirróöursstarfsemi og áróöur. Rúmlega 200 bandariskir lagaprófessorar sendu frá sér yfirlýsingu um réttarhöldin i Moskvu yfir Orlov: „Viö mót- mælum þessari neitun á grund- vallarréttlæti og þessari klæm- ingu á réttarfari og réttvisi I So- vétrikjunum”. James Callaghan forsætisráö- herra Bretlanas sagöi i neöri málstofunni I gærkvöldi, aö ekk- ert gæti réttlætt þennan dóm, ef hann væri fyrir þá sök eina að hafa haft gát á mannréttinda- brotum. Kommúnistaflokkar Frakk- lands og Bretlands hafa for- dæmt dóminn. Bresku blöðin fóru mjög hörö- um oröum um réttarhöldin og dómsniðurstöðuna. 1 leiöara „The Times” sagöi i morgun: „Þessi ferlegi dómur yfir al- gjörlega imyndaða glæp sýnir, hve litið réttarfarið i Rússlandi hefur breyst frá dögum Stal- ins”. „Daily Telegram” skrifaöi i sinum leiðara, aö „dómurinn yfir Orlov væri brot á alþjóða- samningum”. Blaöiö skoraöi á bresku rikisstjórnina aö slíta menningarsamskiptum viö So- vétrikin til aö mótmæla rétt- arhöldunum: „Ekkert Helsinki- frelsi I Moskvu, enginn Bolshoi- ballett I London.” — Blaöiö leggur loks til, aö lánstraust So- vétrikjanna i Vesturlöndum veröi látiö haldast i hendur viö frjálsræði I Rússlandi og Austur-Evrópu. Myrti kennara sinn Þrettán ára gamall son- ur fyrrverandi blaðafull- trúa Lyndon Johnsons Bandaríkjaforseta gekk inn i kennslustofu í skólan- um sinum i gær með rif fil í hendi og skaut enskukenn- arann til bana. Annar kennari handsamaði piltinn, þegar hnn hljóp burt úr skólanum, sem er i Austin i Tex- as. Náöi hann skotvopninu af drengnum. Drengurinn, John Christian, er sonur George Christian, sem v.ar blaöafulltrúi Hvita hússins 1966 til 1968 i forsetatið Lyndon Johnsons. George Christian á tvo syni aöra og rekur auglýsingafyrirtæki I Austin. John hafði komiö seint i kennslustund og haföi engin um- svif heldur skaut þegar i stað þrem skotum aö enskukennara sinum. Ekkert er vitaö um.hvaö réö þessum geröum drengsins. Pampers PAPPIRSBLEIUR MEÐ ÁFÖSTUM PLASTIKBUXUM Undramjúkt efni PAMPERS hvílir næst hörundinu, en rakinn dreifist í pappirslög sem taka mikla vœtu. Ytrabyrði er úr plasti. Rúm og ytri- buxureru því ávallt þurr. PAMPERS eru sem tilsniðnar fyrir barnið og gefa mikið frelsi til hreyfinga. Límbönd á hliðum gera ásetningu einfalda. E17X777^,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.