Vísir - 19.05.1978, Blaðsíða 27

Vísir - 19.05.1978, Blaðsíða 27
vtsra Föstudagur 19. mal 1978 Bandarískur | 31 $6s íalisti í heimsókn Dough Jenness, einn af for- ystumönnum Sósialiska verkamannaflokksins i Bandarikjunum, er væntan- legur hingab til lands og mun hannhalda fyrirlestur á fundi á vegum Fylkingarinnar i Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut laugardaginn 20. maf kl. 14, segir I fréttatil- kynningu frá Fylkingunni. Þar segir, að á fundinum muni Janness „fjalla um póli- tiska ástandið i Bandarikjun- um, áhrif verkfalls kolanámu- manna i vetur, vinstri hreyfinguna i Bandarikjun- um, ofsóknir lögreglunnar o.n”. Fullyrter I fréttatilkynning- unni, að flokkur Jenness hafi staðið i „umfangsmiklum málaferlum gegn bandarisku alrfkislögreglunni (FBI), vegna innbrota lögreglunnar inn i skrifstofur flokksins og ólöglega skráningu á meðlirn- um flokksins”. — ESJ. Hljóöfæraverslun Pálmars Árna h/f, í Reykjavík, hélt hljóö- færasýningu í Kristalssal Hótel Loftleiða dagana 13. 14 og 15. maí. Á sýningunni voru 22 gerðir af hljóðfærum, orgel, píanó og flygill, öll fram- leidd af bandaríska fyrir- tækinu BALDWIN. Við opnun sýningar- innar hélt organistinn Howard Beaumont klukkutíma hljómleika á nýtt rafmagnsorgel frá BALDWIN. Hann lék á hin ýmsu orgel alla sýn- ingardagana við mjög góðar undirtektir áheyr- enda. Um 1500-2000 manns sóttu sýninguna. Arne Bennike, fram- kvæmdastjóri BALDWIN i Evrópu, kom hingað í tilefni sýningarinnar. Askrift er ekki aðeins þægilegri fyrirþig, heldur og einnig hagkvæmari, auk þess aðgefa glæsilega vinningsvon. 1. júní verður dreginn út Simca GLS frá Chrys/er í áskrifendagetraun Vísis, /éttum og skemmtilegum leik sem þú tekur að sjá/f- sögðu þátt í gerist þú áskrifandi. VÍS/R KEMUR ALLTAF E/NS OG KALLAÐUR! með áskrift! Simirurer86611 Já, svo sannarlega. Vísir veitir þér innsýn í fréttnæmustu atburði dagsins, og er notaleg afþreying hvort sem þú ert heimavinnandi eða grípur hann til /estrar þegar heim kemur að loknum vinnudegi. i i i i i i i i liTÍÖ Ólafur: Engar sálir frá Nes-I kaupstaö? SÁLASTRÍÐ Stjórnmálamenn eiga I miklu sálastriði þessa dag- ana. Það verða stundum dá- litið skemmtiiegar deilur um sálirnar. Fréttamaður Tim- ans heimsótti Neskaupstað á dögunum og komst að þeirri niðurstöðu að plássið væri eitt stórt monjúment um ólaf, dómsmálaráðherra og þræi- góða byggðastefnu hans. Neskaupstaður hefur lengi veriö kommabæli og Þjóðvilj- inn brá þvi hart við þessar _ yfirlýsingar Timans. I gær var I hann með heilt aukablaö um I „Bæinn rauða i landinu bláa”. | Þykir Þjóðviljanum ótrúlegt að dómsmálaráðherra sæki þangaö margar sálir. • Myrkraverkin „upplýst" | t kosningabaráttunni er | mörgum brögöum beitt til að klekkja á andstæðingunum. ,,Tóm torg — fögur borg?” segir f Þjóðviljagrein eftir ■ einn af frambjóðendum Al- I þýðubandalagsins og er þar I ráðist á borgarstjórn ihalds- I ins, eins og vera ber. Frambjóðandinn segir að borgarstjóra hafi gersamlega mistekist aö gera Austurstræti að hjarta miðbæjarins, þar sem verði mikiö af fólki. Þvi til sönnunar er birt mynd af nær mannlausu Austurstræti. En sólin kemur upp um myrkraverk komm- anna. Skuggarnir á hliö Útvegs- bankans sýna að myndin er tekin eldsnemma um morgun, áður en borgarbúar erukomn- ir á kreik. Samskonar mynd hefði veriö hægt að taka mjög seint um kvöld. Vfet vill borgarstjórnin að Ausiurstræti laði að sér fólk. En iæplega að það sé þar að þvælast allan sólarhringinn. DÓMINÍSKA | OGVIÐ | Þegar það kom I ljós i kosningum i Dóminikanska Ilýðveldinu að stjórnarand-1 staðan var að sigra og útkom-1 an alls ekki eins og ráðamenn I vildu, var herinn látinn stöðva " talningu. Þetta minnir dálitið á þegar Iýmsar rannsóknastofnanir ■ hérlendis (hafrannsóknar, I landbúnaðar) komast aö| niðurstöðum sem ekki falla i| kramið. Þá eru þær niöurstöö- ur ómerkar. Eins og einn af fiski- Ifræðingunum okkar sagði:l „Niöurstöður rannsókna okk-l ar voru nógu góðar til aðl hrekja Breta úr landhelginni. Þegar friöunaraögeröir áttu að ná til islenskra skipa, voru m þær hinsvegar orðnar hin ■ I mesta vitleysa."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.