Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2001, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2001, Side 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. FEBRÚAR 2001 EYDÍS Franzdóttir óbóleikari, Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagottleikari og Unnur Fadila Vilhelmsdóttir píanóleikari halda tríótón- leika í Hafnarborg annað kvöld, sunnu- dagskvöld, kl. 20. Á efnisskránni eru verk eftir Michael Head, Alun Hoddinott, Hróð- mar Inga Sigurbjörnsson og André Previn. Hljóðfæraskipan tríósins, óbó, fagott og píanó, er heldur óhefðbundin, og segir Ey- dís að lengi vel hafi mjög lítið verið til af verkum fyrir slík tríó. Til að mynda mun verk Hróðmars Inga, sem hann samdi að beiðni tríósins sumarið 1999, vera fyrsta verkið sem íslenskt tónskáld hefur samið fyrir þessa hljóðfærasamsetningu. Mikið skrifað fyrir alþjóðaráðstefnu tvíblöðunga Eydís, Kristín og Unnur hafa starfað saman sem tríó frá því í október 1997. Þær hafa haldið fjölda tónleika víða um landið, í Bandaríkjunum og í Kanada, þ.á m. haldið tónleika á alþjóðaráðstefnu tvíblöðunga, þ.e. óbó- og fagottleikara, í Madison, Wis- consin í Bandaríkjunum 1999. „Þetta eru svolítið merkilegar samkundur. Þangað koma óbó- og fagottleikarar víðsvegar að úr heiminum, bera saman bækur sínar og spila hverjir fyrir aðra. Það var náttúru- lega mikill heiður fyrir okkur að fá að taka þátt í þessari ráðstefnu en þetta var í fyrsta sinn sem Íslendingar spiluðu þar á tónleikum,“ segir Eydís. Það var einmitt fyrir ráðstefnuna og tónleikana þar sum- arið 1999 að þær fengu Hróðmar Inga til að semja fyrir sig. „Okkur langaði svo mik- ið til að fara með íslenska tónlist og kynna á ráðstefnunni,“ segir Eydís. Hin verkin sem þær spila á tónleikunum í Hafnarborg eru einmitt verk sem þær kynntust á téðri ráðstefnu. Verkið eftir Michael Head er elst, samið á fyrri hluta áttunda áratug- arins. „Það er mikið skrifað fyrir þessa ráðstefnu, sem er haldin á hverju ári,“ seg- ir Eydís og fagnar því að smátt og smátt bætist í safnið. „Svo er það svolítið skemmtilegt að eftir að Hróðmar skrifaði fyrsta íslenska verkið þá er Sveinn Lúðvík Björnsson farinn að skrifa fyrir okkur. Við gerum okkur vonir um að í framtíðinni verði til meira af íslenskri tónlist fyrir þessa hljóðfæraskipan. Hver veit nema við getum farið með alíslenskt prógramm á næstu ráðstefnu.“ Tónlist tveggja tíma Fyrst á efnisskrá tónleikanna er verk eftir enska tónskáldið Michael Head en hann var fæddur árið 1900 og lést 1976. Verkinu lýsir Eydís sem tónlist glaums og gleði, milli syngjandi fallegra laglína. Jafn- framt því að vera tónskáld var Michael Head bæði píanóleikari og söngvari og hélt gjarnan tónleika þar sem hann lék undir eigin söng. „Hann hafði því einstaka til- finningu fyrir laglínum sem tónsmíðar hans bera glöggt vitni,“ segir Eydís. Annað verkið á efnisskránni er tríóið Masks eða Grímur eftir Alun Hoddinott, sem fæddur er árið 1929. „Þar er brugðið upp ýmsum grímum í tónlistinni og píanistinn endar í hringekju á ofsahraða í miklum fingurbrjót lokakaflans,“ segir Eydís. Alun Hoddinott hefur á ferli sínum verið í fararbroddi tón- skálda í Wales. Hann hefur samið fjöldann allan af tónverkum; hljómsveitarverk, kammerverk, kórverk o.fl. og hlotið fjölda viðurkenninga fyrir. Þá er komið að verki Hróðmars Inga Sigurbjörnssonar sem áður var getið. Verkinu lýsir Eydís sem „einskonar tónlist tveggja tíma, þar sem skiptist á tif tölvu- aldar og líðandi rómantík.“ Leikur með hryn og hljóma Lokaverk tónleikanna er eftir André Previn, sem fæddur er árið 1930, en hann er þekktari fyrir að vera bæði hljómsveit- arstjóri og píanóleikari en tónskáld. Hann hefur stjórnað flestum helstu hljómsveitum heims, leikið sem einleikari, flutt kamm- ermúsík, auk þess að vera djasspíanisti. Engu að síður liggja eftir hann allmargar tónsmíðar, svo sem píanókonsert sem hann samdi að beiðni Ashkenazys, sellósónata, ljóðaflokkur fyrir söngrödd og hljómsveit og leikhústónlist. Í tríói Previns fyrir óbó, fagott og píanó frá árinu 1994 gætir að sögn Eydísar mikilla áhrifa frá djassinum, þar sem hann leikur sér með hryn og hljóma í kraftmiklum rytmískum leik og angurværum laglínum. ÓBÓ, FAGOTT OG PÍANÓ Í HAFNARBORG Í HRING- EKJU Á OFSA- HRAÐA Unnur Fadila Vilhelmsdóttir, Kristín Mjöll Jakobsdóttir og Eydís Franzdóttir. MYNDLIST Árnastofnun, Árnagarði: Handritasýn- ing opin þri.–fös. kl. 14 og 16. Til 15. maí. Galleri@hlemmur.is: Magnús Sigurðar- son. Til 4. mars. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Magnús Þorgrímsson. Til 18. feb. Gallerí Sævars Karls: Gabríela Frið- riksdóttir. Til 8. mars. Gerðuberg: Eggert Magnússon næfisti. Til 18. feb. Hafnarborg: Sveinn Björnsson. Rut Re- bekka Sigurjónsdóttir. Til 26. feb. Hallgrímskirkja: Kristín Gunnlaugs- dóttir. Til 19. feb. Íslensk grafík: Frumherjar í grafík. Til 25. feb. Listasafn Akureyrar: Margmiðlunar- sýningin DETOX. Til 2. mars. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laug- ardaga og sunnudaga, kl. 14–17. Listasafn Íslands: Gerhard Richter, Rúrí og Jón Stefánsson. Til 18. feb. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundar- safn: Páll Guðmundsson og Ásmundur Sveinsson. Til 29. apr. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsi: Robert Dell í útiprotinu. Til 20. mars. Sófamálverkið. Frásagnarmálverkið. Verk frá 1961–1999: Valerio Adami, Pet- er Klasen, Jacques Monory, Hervé Tél- emaque, Bernard Rancillac og Erró. Til 25. mars. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstöð- um: Austursalur: Jóhannes S. Kjarval. Gullpensillinn – samsýning 14 lista- manna. Til 24. mars. Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Grófar- húsi.: Nökkvi Elíasson og Brian Swee- ney. Til 1. mars. Mokkakaffi: Páll Banine. Til 11. mars. Norræna húsið: Sex norrænir ljósmynd- arar. Til 18. mars. Vatnslitamyndir frá Færeyjum. Til 25. mars. Nýlistasafnið: Samræður við safneign. Til 18. feb. Stöðlakot: Jón A. Steinólfsson. Til 18. feb. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Grafarvogskirkja: Karlakórinn Stefnir og Gunnar Guðbjörnsson. Kl. 16.30. Listasafn Íslands: Myrkir músíkdagar: Íslensk gítartónlist. Hinrik D. Bjarna- son, Laufey Sigurðardóttir, Páll Eyjólfs- son, Pétur Jónasson, Rúnar Þórisson, Símon H. Ívarsson og leynig. Kl. 17. Salurinn, Kópavogi: Daníel Þorsteins- son, Sigurður Halldórsson og Finnur Bjarnason. Kl. 16. Sunnudagur Hafnarborg: Ásdís Franzdóttir, Kristín Mjöll Jakobsdóttir og Unnur Fadila Vil- helmsdóttir. Kl. 20. Hallgrímskirkja: Myrkir músíkd: Passía op. 28 eftir Hafliða Hallgrímsson. Kl. 17. Mánudagur Listasafn Sigurjóns: Myrkir músíkdag- ar: Stelkur – Gestir að austan. Flytjend- ur Charles Ross, Suncana Slamnig, Jón Guðmundsson, Maria Gaskell og Páll Ív- ar Pálsson. Kl. 20. Þriðjudagur Salurinn, Kópavogi: Gunnar Kvaran og Selma Guðmundsdóttir. Kl. 20. Miðvikudagur Gerðuberg: Myrkir músíkdagar: Ís- lenska einsöngslagið. Kl. 20. Fimmtudagur Háskólabíó: SÍ. Stj. Gary Brain. Einl. Miklós Dalmay. Kl. 19.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Antígóna, lau. 17. feb. Horfðu reiður um öxl, fös. 23. febr. Blái hnötturinn, sun. 18. febr. Með fulla vasa af grjóti, lau. 17., sun. 18., fim. 22. feb. Já, hamingjan, lau. 17., fös. 23. feb. Borgarleikhúsið: Skáldanótt, fös. 23. febr. Abigail heldur partí, fös. 23. Önd- vegiskonur, lau. 17., sun. 18., fim. 22. febr. Móglí, sun 18. febr. Íslenska óperan: La Boheme, lau. 17., fös. 23. febr. Loftkastalinn: Á sama tíma síðar, lau. 17. Sjeikspír... fös. 23. febr. Iðnó: Medea, fim. 22., fös. 23. febr. Hafnarfjarðarleikhúsið: Vitleysingarn- ir, lau. 17., fös. 23. febr. Kaffileikhúsið: Háaloft... lau. 17., þrið. 20. febr. Leikfélag Akureyrar: Sniglaveislan, lau. 17., sun. 18. febr. Möguleikhúsið: Lóma, þrið. 20., fim. 22., fös. 23. febr. Völuspá, sun. 18. feb. Snuðra og Tuðra, sun. 28. feb. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U SKOSKA listakonan Joanne Tatham kemur hér gaddavír fyrir í kringum neonljós er hún stillir upp verki sínu „The Glamour“, sem útleggja má á íslensku sem Töfraljómi. Verkið er hluti af ARCO, alþjóðlegri nútímalistasýningu, sem nýlega var opnuð í Madríd á Spáni og stendur fram í næsta mán- uð. AP Töfraljómi Joanne Tatham

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.