Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2001, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2001, Qupperneq 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. FEBRÚAR 2001 H ÖRÐUR fer lotningarfull- um höndum um umfangs- miklar nótur Hafliða að verkinu, og bendir á fínlega handskriftina. „Hann er einnig myndlistarmaður hann Hafliði, hann er al- hliða listamaður og fagur- keri,“ segir Hörður og bætir því við að hann telji Hafliða Hallgrímsson að mörgu leyti falla inn í hina rómantísku ímynd listamannsins. „Sköpunin er honum glíma, og hann er í þessu af mikilli ástríðu. Þannig held ég að í þessu verki, Passíu, sem setur boðskap píslarsög- unnar að mörgu leyti inn í samhengi nútímans, sé Hafliði alveg hreint staddur í kviku sinnar eigin þjáningar.“ Í nýlegu viðtali segir Hafliði að fegurðin muni bjarga heiminum í þeirri vaxandi nautnahyggju og tölvuvæðingu sem einkenni vestrænt samfélag, og segir Hörður að í því samhengi megi líta á tónverkið sem nokkurs konar nútímafagnaðarerindi. Hörður Áskelsson hefur unnið að undirbún- ingi fyrir frumflutning verksins síðan í haust. Hann segir það vera í senn krefjandi og stór- kostlegt að sökkva sér ofan í vinnu við tón- verkið. „Þetta er spennandi vinna, en leiðin er einnig gríðarlega löng að svona frumflutningi. Í svo flóknu verki er mikið í höndum stjórn- andans.“ Hörður segir tónverkið vera hreint meistarastykki og að vandi flytjenda við að svara kröfum verksins sé gríðarlegur. „Satt að segja erum við á nálum yfir því sem við erum með í höndunum og ég vona að við reynumst vandanum vaxin. Ég hef sagt við kórinn að gamni mínu að við séum búin að setja í þann stóra, en nú verðum við að leggjast á eitt með að landa honum,“ segir Hörður og brosir. Framlag Hallgrímskirkju Passía ópus 28 er umfangsmesta verk Haf- liða Hallgrímssonar til þessa. Það tekur um 75 mínútur í flutningi en flytjendur eru banda- ríska messósópransöngkonan Mary Nessin- ger, Mótettukór Hallgrímskirkju og Kamm- ersveit Hallgrímskirkju. Konsertmeistari er Gerður Gunnarsdóttir. Tónverkið er tileinkað Herði Áskelssyni og er samið sérstaklega fyrir Mótettukórinn í til- efni þúsund ára afmælis kristnitöku á Íslandi. Verkið var pantað af Listvinafélagi Hallgríms- kirkju með styrk frá kristnihátíðarnefnd og verður flutningur þess stærsti listviðburður í sögu félagsins. „Flutningur verkins er fram- lag sóknarkirkjunnar til Kristnitökuhátíðar- innar, en það stóð til að flytja það í tengslum við Hallgrímsdaginn, 27. október, en þá er dánardagur Hallgríms Péturssonar haldinn hátíðlegur. Sköpunarferli tónverksins tók hins vegar lengri tíma en reiknað hafði verið með og því verður verkið frumflutt nú,“ segir Hörður. Verkið var pantað með þeim óskum að Passíusálmar Hallgríms Péturssonar yrðu eins konar kjarni í verkinu, en að ljóð 20. aldar skálda kæmu líka við sögu. Þannig koma fyrir brot úr ljóðum eftir Matthías Johannessen, Hannes Pétursson, Baldur Óskarsson og Stein Steinarr í inngangi verksins sem smátt og smátt leiða að erindum úr Passíusálmun- um. Hlutur hljómsveitarinnar í verkinu er stór, en alls leika þar 35 hljóðfæraleikarar, margir á fleira en eitt hljóðfæri. „Gert er ráð fyrir 22 strengjaleikurum, tréblásarakvintett, tveimur málmblásurum og hörpuleikara. Þá er einnig gert ráð fyrir tveimur orgelum í verkinu, en það útfærum við með því að skipta stóra org- elinu milli tveggja organista, sem spila sam- tímis frá tveimur hljómborðum hljóðfærisins. Síðan er heilmikið slagverk, en þrír slagverks- menn leika á alveg hreint mýgrút af hljóð- færum, s.s. klukkur, marimbur, víbrafón, klukkuspil, pákur, trommur af ýmsum gerð- um. Allt gefur þetta verkinu lit,“ segir Hörður. Textaflutningur skiptist milli kórsins og einsöngsraddarinnar. Í verkinu eru engin Morgunblaðið/Jim Smart Frá æfingu á Passíu ópus 28 í Hallgrímskirkju. ÚR KVIKU EIGIN ÞJÁNINGAR „Það er þjáningin sem verið er að fjalla um í þessu verki,“ segir Hörður Áskelsson, organisti Hallgríms- kirkju, um Passíu ópus 28 eftir Hafliða Hallgrímsson sem frumflutt verður í Hallgrímskirkju á morgun kl. 17. Hörður mun stjórna tónleikunum og var hann önnum kafinn við undirbúninginn þegar HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR hitti hann að máli. Morgunblaðið/Jim SmartHörður Áskelsson stjórnandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.