Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2001, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2001, Page 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. MARS 2001 MYNDLIST Árnastofnun, Árnagarði: Handritas. opin þri.–fös. kl. 14–16 til 15. maí. Galleri@hlemmur.is: Magnús Sigurð- arson. Til 4. mars. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Kjartan Guðjónsson. Til 11. mars. Gallerí Sævars Karls: Gabríela Frið- riksdóttir. Til 8. mars. Gerðarsafn: Úr einkasafni Sverris Sig- urðssonar. Til 31. mars. Hallgrímskirkja: Kristín Geirsdóttir. Til 20. maí. Listasafn ASÍ: Sigrún Eldjárn. Til 11. mars. Listasafn Borgarness: Tolli. Til 11. mars. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laug- ardaga og sunnudaga, kl. 14–17. Listasafn Íslands: Náttúrusýnir. Til 22. apr. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundar- safn: Páll Guðmundsson og Ásmundur Sveinsson. Til 29. apr. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Frásagnarmálverkið. Sófamálverkið. Til 25. mars. Höggmyndir Roberts Dell. Til 20. mars. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstað- ir: Gullpensillinn – samsýning 14 lista- manna. Til 24. mars. Austursalur: Jó- hannes S. Kjarval. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Til 1. júní. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: Ásgeir Lásusson. Til 4. mars. MAN. Skólavörðustíg 14: Ingunn Ey- dal. Til 11. mars. Norræna húsið: Sex norrænir ljós- myndarar. Til 18. mars. Vatnslitamynd- ir frá Færeyjum. Til 25. mars. Nýlistasafnið: Steingrímur Eyfjörð, Ragna Hermannsdóttir, Finnur Arnar Arnarsson og Hulda Stefánsdóttir. Til 25. mars. Oddi, Háskóli Íslands: Ljósmyndas. Andlit örbirgðanna. Til 16. mars. Skálholtskirkja: Anna Torfadóttir og Þorgerður Sigurðard. Til 31. des. Stöðlakot: Hrönn Eggertsdóttir. Til 11. mars. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Fella- og Hólakirkja: Fjórir kórar. Kl. 16. Salurinn: Una Sveinbjarnardóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir. Kl. 17. Ýmir: Ingunn Ósk Sturludóttir, Guðrún Anna Tómasdóttir og Þórunn Ósk Mar- inósdóttir. Kl. 16. Sunnudagur Háskólabíó: Sinfóníuhljómsveit Tón- listarskólans í Reykjavík. Sex nemend- ur tónfræðid. skólans. Kl. 14. Hafnarborg: Tríó Reykjavíkur. Kl. 20. Salurinn, Kópavogi: Ása Briem píanó- leikari. Kl. 17. Þriðjudagur Salurinn, Kópavogi: Valgerður Andr- ésdóttir píanóleikari. Kl. 20. Fimmtudagur Háskólabíó: SÍ. Hljómsveitarstjóri er Rumon Gamba. Einleikari er Domenico Codispoti. Kl. 19.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Blái hnötturinn, lau. 3., sun. 4. mars. Horfðu reiður um öxl, lau. 3., fim. 8. mars. Með fulla vasa af grjóti, sun. 4., mið. 7., fös. 9. mars. Já, ham- ingjan, lau. 3., fös. 9. mars. Borgarleikhúsið: Öndvegiskonur, 3., 4., 8., 9. mars. Beðið eftir Godot, mán. 5., þrið. 6. mars. Íslenski dansflokkurinn. Krakk een og Kraak twee, lau. 3. frums., sun. 4., fös. 9. mars. Loftkastalinn: Á sama tíma síðar, 4., 9. mars. Sjeikspír... lau. 3. mars. Wake me up... lau. 3., mið. 7.. mars. Íslenska óperan: La Bohéme, lau. 3., fös. 9. mars. Möguleikhúsið: Lóma, sun. 4. mars. Völuspá, þrið. 6. mars. Hafnarfjarðarleikhúsið: Vitleysingarn- ir, fös. 9. mars. Nemendaleikhúsið, Sölvhólsgötu 13: Strætið, sun. 4., þrið. 6., fim. 8., fös. 9. mars. Kaffileikhúsið: Eva bersögull sjálfs- varnareinleikur, sun. 4., fim. 8. mars. Háaloft, þrið. 6. mars. Leikfélag Akureyrar: Sniglaveislan, lau. 3., sun. 4., fös. 9. mars. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U UNDANFARIN tvö ár hafa verið settar upp myndlistarsýningar í Vestmannaeyjum undir heitinu Myndlistarvor Íslandsbanka í Eyjum. Ákveðið hefur verið að hleypa myndlistinni hið þriðja sinn út í vorið í Eyjum og verður fyrsta sýningin opnuð í dag kl. 17, á verkum Sigurðar Örlygssonar. Þeir listamenn sem koma til Eyja á þessu vori eru Sigurður Örlygsson, Birgir Snæ- björn Birgisson, Sigtryggur Bjarni Baldvins- son, Björg Örvar og Daði Guðbjörnsson. Þetta eru einkasýningar utan ein, samsýn- ing þeirra Birgis Snæbjörns Birgissonar og Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar. Hver sýning er opin tvær helgar í röð frá kl. 14–19, en lokað er á virkum dögum. Sýningarnar verða settar upp í gamla Vélasalnum á horni Vesturvegar og Græð- isbrautar. Salurinn er í eigu Vestmannaeyja- bæjar sem lánar hann endurgjaldslaust til starfseminnar og er um leið mikilvægur stuðningur við Myndlistarvorið. Íslandsbanki í Vestmannaeyjum er stærsti stuðningsaðili Myndlistarvorsins. Aðrir stuðningsaðilar eru Eyjaprent/Fréttir, HSH- flutningar og Apótek Vestmannaeyja. Aðgangur að sýningunum er ókeypis. SIGURÐUR ÖRLYGSSON SÝNIR Í EYJUM Morgunblaðið/Sigurgeir Sigurður Örlygsson myndlistarmaður við tvö verka sinna í Eyjum. ÞRIÐJU tónleikarnir í tónleikaröð Tríós Reykjavíkur og Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, verða haldnir á morgun kl. 20. Flutt verður síðrómantísk tónlist frá Frakklandi; sónata fyrir fiðlu og píanó eftir César Franck og tríó fyrir fiðlu, selló og píanó eftir Ernest Chausson, en einnig verður flutt hið sívinsæla smáverk Méditation úr óperunni Thaïs eftir Massenet, fyrir fiðlu og píanó. „Höfundar þeirra verka sem leikin verða á tónleikunum voru samtíð- armenn sem þekktust vel. Verkin eru samin í Frakklandi á síðari hluta nítjándu aldar, og má því segja að þau lýsi frönskum síðrómantískum tíðaranda,“ segir Gunnar Kvaran sellóleikari í Tríói Reykjavíkur. „Þekktasta verkið á tónleikunum er án efa Méditation eða Hugleiðing eftir Massenet. Um er að ræða millispil úr óperu sem hét Thaïs. Óperan er ekki flutt lengur, en millispilið hefur varðveist og má segja að það sé eitt allra frægasta lag fyrir fiðlu og píanó sem um getur. Þetta er ynd- islegt lag og góð byrjun á þeirri miklu rómantík sem heldur síðan áfram með sónötu fyrir fiðlu og píanó eftir César Franck,“ segir Gunnar. „Í þessu stórbrotna verki fer Franck nokkuð ótroðnar slóðir, ekki síst með tilliti til hins klassíska sónötuforms sem hann brýtur upp að hluta til. Verkið var brúðkaupsgjöf Francks til hins fræga belgíska fiðluleikara Ysaye. Franck var vanmetinn í samtíð sinni, þar sem hann féll ekki inn í tónlistarelítuna í París á þessum tíma.“ Chausson, þriðja tónskáldið sem leikið verður verk eftir á tónleikunum, var nemandi bæði Massenets og Francks í tónsmíðum. „Hann þótti snemma mjög efnilegur og samdi þetta stórbrotna tríó aðeins 26 ára gamall, sem er ótrúlegt þar sem um er að ræða fullþroskað verk,“ segir Gunnar og bætir því við að tríóið eft- ir Chausson hafi ekki verið leikið áður á Íslandi, eftir því sem hann best veit. Tríó Reykjavíkur skipa Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Peter Máté píanóleikari. Tríóið hefur reglulega haldið tónleika í samvinnu við Hafnarborg frá árinu 1990, en tónleika- gestum gefst kostur á að skoða myndlistarsýningar safnsins í hléi eða að dagskránni lokinni. Síðustu tónleikar raðarinnar verða 1. apríl en ekki 8. apríl eins og auglýst var, en þar verða flutt verk eftir Beethoven. Áskriftarkort gilda á tónleikana en einnig verða seldir miðar við inn- ganginn. Tríó Reykjavíkur heldur þriðju tónleika sína í vetur annað kvöld kl. 20 FRÖNSK SÍÐ- RÓMANTÍK Í HAFNARBORG Morgunblaðið/Árni Sæberg Peter Máté píanóleikari, Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari skipa sem fyrr Tríó Reykjavíkur. KANADÍSKI brúðugerðarmaðurinn Ronnie Burkett sést hér sitja við hlið leikenda í verki hans „Happy“, sem útleggja má á íslensku sem Hamingjan. Nafn leikverksins er hins vegar öfugmæli, þar sem um er að ræða frek- ar sársaukafullt verk er veltir upp spurningunni um það hvort hamingjan falli einungis í hlut fárra einstaklinga. Með uppsetningu sinni á Hamingju notar Burkett brúðuleikhúsið til nýrra hluta er hann blandar saman al- vörugefnum texta og þessu leikformi sem oftast er kennt við börn frekar en fullorðna. Reuters Hamingja á svið í brúðuleikhúsi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.