Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2001, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2001, Page 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. MARS 2001 Ö LLUM fornleifum fylgir sá kostur að þær eru áþreifanlegar og ótví- ræðar að vissu marki. Rituð heimild getur ver- ið tilbúin eða ýkt, en sverð er sverð og spjót er spjót, hvorki meira né minna,“ sagði Kristján Eldjárn í lokaorðum rannsóknar sinnar á íslenskum kumlum og haugfé árið 1956. Það er ekki laust við að það hlakki aðeins í Kristjáni, og í þessum orðum má sjá yfirlýsingu um að fornleifar séu – vegna áþreifanleika þeirra – betri heimildir um fortíð- ina en ritheimildir. Kristján átti að vísu aðeins við að spjót og sverð frá víkingaöld væru betri heimildir um spjót og sverð frá víkingaöld held- ur en ritheimildir frá miðöldum sem geta um slík vopn. Gripurinn er betri heimild um sjálfan sig en lýsing á honum – og held ég að flestir geti fallist á þetta. Sjálfur taldi Kristján að fornleifar gætu ekki orðið undirstaða sjálfstæðrar sögu- ritunar – þær gætu aldrei orðið annað en hjálp- argögn til nánari útskýringar sagnfræðilegum álitamálum. En til hvers grafa menn þá eftir fornleifum og hætta lungum sínum við að handfjalla þær á rykugum söfnum? Hvað er vert að vita um sverð og spjót víkingaaldar annað en það sem fram kemur í ritheimildum: að þau voru til og notuð til að drepa menn? Þurfum við gripinn sjálfan til að skilja það? Nei, það held ég ekki – og um þetta mun ég fjalla meira hér á eftir – en menn hafa fyrir löngu komist að því að af fornleifum er hægt að draga ályktanir um ýmislegt annað en þær sjálfar. Það er að segja sverð er ekki bara sverð það er líka afurð ákveðinnar tækni, járnvinnslu og járnsmíða, það er verslunarvara og það get- ur falið í sér tákn um hugmyndafræði, stétta- skiptingu eða áhuga á ofbeldi til dæmis. Eitt stakt sverð getur gefið okkur ýmislegt til kynna um þessi atriði en mörg sverð frá löngum tíma og stóru svæði eru heimildasafn sem felur í sér möguleikann á sjálfstæðri söguritun. Leifar um fræga menn Á 19. öld áttuðu menn sig á því að í fornleifum væru faldar heimildir um liðna tíð og vildu sporna við því að þær væru bræddar niður af fjárplógsmönnum eða að þær yrðu arinskart smekklausra minjagripasafnara sem ekkert skynbragð báru á íslenska sögu eða menningu. Heimildagildi fornleifa má telja að hafi verið álitið tvennslags á 19. öld. Annars vegar var mikill áhugi á fornleifum sem höfðu verið eign eða á einhvern hátt tengdust frægum einstak- lingum – margir vildu finna öxina Rimmugígi, einn fann steininn sem Ingjaldsfíflið var bundið við og skyr Bergþóru var rannsakað af færustu efnafræðingum Kaupmannahafnarháskóla. Þessi áhugi er auðvitað enn við lýði og er skemmst að minnast leitar að höfuðbeinum Eg- ils Skallagrímssonar. Okkur finnst líka sjálfsagt að geta skoðað skrifpúlt Jóns Sigurðssonar á Þjóðminjasafninu. Ef við leiðum hugann að því þá er auðvitað ólíklegt að það að geta horft á og jafnvel stolist til að snerta þetta skrifpúlt auki skilning okkar á sjálfstæðisbaráttu Íslendinga eða kjörum íslenskra fræðimanna í Kaup- mannahöfn á 19. öld. Gidi skrifpúltsins er fyrst og fremst tilfinningalegt – það færir okkur nær sögupersónunni og tíma hans og er jafnframt tákn fyrir heilmikla sögu sem sögð er á bókum og skiptir okkur máli. Ég myndi hins vegar efast um að það væri í fræðilegum skilningi hægt að líta á skrifpúlt Jóns sem heimild um hann. Skrifpúltið er „curiosum“ um Jón. Sama má segja um steinþró þá sem kennd er við Pál biskup Jónsson og fannst í Skálholti 1954. Sá fundur vakti mikla athygli – ekki endilega af því að mönnum fyndust steinkistur svo æðislegar eða þessi svo óskaplega fín – heldur af því að mönnum fannst – og finnst enn – að kistan stað- festi einhvern veginn frásögn Páls sögu og jafn- vel fornrita almennt. Í Páls sögu er frá því sagt að Páll biskup hafi verið lagður í steinþró við dauða sinn 1211 og hafi verið grafinn í henni. Þegar svo kistan kom í ljós fannst mönnum eins og fengist hefði staðesting á einhverju mikil- vægu: höfundur Páls sögu var sem sagt ekki að ljúga. Þetta gengur hins vegar ekki upp ef grannt er skoðað. Í fyrsta lagi er alveg hægt að efast um að kistan sé sú sem Páll lét setja sig í – eina heimildin um að þetta sé kista Páls er Páls saga – en við vitum auðvitað lítið um grafsiði annara biskupa og er ekkert sem útilokar að fleiri hafi leikið þennan leik. Hitt er líka sjálf- sagt að efast um að líkamsleifarnar séu Páls – annað eins gerðist nú í grafreitum miðalda eins og að skipt væri um lík í góðum kistum. Aðal- málið er hins vegar að jafnvel þótt þróin hefði ekki fundist þá hefði ekki verið ástæða til að efast um heimildagildi Páls sögu. Með öðrum orðum byggist matið á heimildagildi Páls sögu ekki á fornleifum heldur á textafræðilegum og sagnfræðilegum röksemdafærslum. Þær eru nokkuð góðar og geta ekki haggast, alveg sama hvað við finnum eða finnum ekki af fornleifum – ég mun víkja að þessu aftur. Leifar um mikilvæg málefni Hin hliðin á heimildagildi fornleifa sem þró- aðist á 19. öld var af sama meiði en snerist ekki um einstaklinga eða atburði heldur um meira abstrakt hugmyndir, um þjóðfélagsskipan, efnahagsástand, verslunarsambönd og þess háttar. Sem dæmi má nefna rannsókn Þorsteins Erlingssonar á Flókatóftum hjá Brjánslæk. Það er nokkuð ljóst að Þorsteinn taldi ekki að rann- sókn á mannvistarleifum þar gæti varpað nýju ljósi á ferð Hrafna Flóka og vist hans á Íslandi – fyrir Þorsteini var þegar allt vitað sem ástæða var til að vita um það mál og öfugt við marga rómantískari samferðamenn hans var hann ekki uppveðraður yfir því þó leifar fyndust um búsetu frægra forfeðra – hann trúði sögunum betur en svo. Það sem vakti fyrir honum með rannsókninni á Brjánslæk var að afla saman- burðargagna svo hægt væri að bera kennsl á naust og bráðabirgðahúsnæði norrænna land- könnuða í Ameríku. Með öðrum orðum leit hann á mannvirkjaleifarnar á Brjánslæk sem heim- ildir um landkönnun og frumbýlingsháttu og taldi að þær mætti nota sem vísbendingar um slíkt athæfi í öðrum heimsálfum. Sams konar aðferðafræði lá að baki uppgrefti Finns Jóns- sonar og Daniels Bruun á Hofstöðum 1908. Hof- staða er hvergi getið í fornritum en þeir kærðu sig kollótta um það – þeir voru ekki að grafa á Hofstöðum til að varpa ljósi á Hofstaði heldur til að finna gott dæmi um norrænt hof. Skálinn sem þeir grófu upp var fyrir þeim heimild um heiðið helgihald og þjóðfélagsskipan víkingaald- ar. Kristján Eldjárn tilheyrði sama skóla – fyrir honum var haugfé ekki heimild um einstakling- inn sem átti það heldur um tímasetningu land- náms og kristnitöku. Það var jafnframt tákn fyrir ákveðið tækni- og menningarstig, um heiðni og víkingaöld, og skýr vísbending um þjóðerni landnámsmanna. Um miðja 20. öld hafði akademísk fornleifafræði þróast frá ein- faldri þróunarhyggju þar sem forngripum var raðað í tímaröð til að sýna fram á framþróun mannsins frá apa til séntilmanns, í átt að því sem kalla má menningarfornleifafræði. Menn höfðu komist að því að mannskepnan hafði ekki þróast í takt um alla jörð, heldur voru einstakir hópar mislangt á veg komnir á mismunandi tím- um. Fornleifafræðingar fóru þá að leggja áherslu á að skilgreina þessa hópa, safn gripa með ákveðin einkenni sem finnast á sama svæði á sama tímabili, og túlkuðu slík söfn sem mis- munandi þjóðir eða samfélög. Herúlakenning Barða Guðmundssonar er eina markverða framlag Íslendinga á þessu sviði en ljóst er að Kristján Eldjárn var undir sterkum ahrifum af þessum skóla, þótt hann fyndi ekki annan vett- vang fyrir þessar aðferðir en að sýna fram á að Íslendingar væru af norrænu bergi brotnir. Það var kannski tíðindaleysið sem fólst í þeirri niðurstöðu og árangursleysi leitar Krist- jáns að ummerkjum um búsetu papa í Papey sem leiddi til þess að hann var ekki trúaður á að fornleifafræðin gæti bætt neinu nýju eða mark- verðu við Íslandssöguna. Ég held samt að það hafi frekar verið afstaða hans til heimildagildis fornleifa sem kom í veg fyrir að hann sæi að fornleifafræðin gæti orðið að verulegu gagni. Þessi afstaða kemur fram á tvennan hátt: Annars vegar má nota um þetta hið ágæta skandinavíska orð problemstilling. Vandmálin sem Kristján var að reyna að leysa voru sagn- fræðilegs eðlis. Skilgreiningar á því hvað væri áhugavert, hvað væri rannsóknarefni og þess virði að leggja eitthvað á sig til að vita meira um, voru allar komnar úr sagnfræði eða jafnvel bók- menntafræði. Og það eru einfaldlega takmörk á því hvað fornleifar henta til að varpa ljósi á slík mál. Tímasetning landnáms og lok heiðni eru dæmi um álitamál sem má ræða með sagnfræði- legum heimildum og aðferðum, en fornleifar henta í raun betur til að skýra. Það verður hins vegar mjög pínlegt þegar á að fara að nota forn- leifar til að varpa ljósi á Njálsbrennu. Kristján tók sjálfur þátt í að reyna til þrautar hvort ekki væri nú hægt að finna einhverjar brunarústir á Bergþórshvoli og gróf þar fram fjós og hlöðu sem gæti hafa brunnið nokkurn veginn á réttu tímabili, en alveg vantar ennþá brunarústir skálans og hefur þó verið grafið meira á Berg- þórshvoli en flestum íslenskum bæjarhólum. Hér gegnir svipuðu máli og með kistu Páls – hvort sem brunarústir finnast eða ekki þá breytir það í raun engu um Njáls sögu eða það hvernig við notum hana sem heimild eða njótum hennar sem listaverks. Hin afstaðan sem kom í veg fyrir að Kristján sæi fyrir sér að fornleifafræði gæti orðið að miklu gagni er að hann nálgaðist fornleifar eins og ritheimildir, sem einstaklinga sem hægt væri að túlka. Þetta á stundum við og sennilega mun frægðarsól Kristjáns lifa lengst í þeim ritgerð- um hans sem fjalla um einstaka gripi. Þetta á hins vegar aðallega við um staka listmuni, um Valþjófsstaðahurðir, Grundarstóla og Eyrar- landslíkneski. Þessir gripir eru sérstakir og UM HVAÐ ERU FORNLEIFAR HEIMILDIR? E F T I R O R R A V É S T E I N S S O N Til hvers grafa menn þá eftir fornleifum og hætta lungum sínum við að handfjalla þær á rykugum söfn- um? Hvað er vert að vita um sverð og spjót víkinga- aldar annað en það sem fram kemur í ritheimildum: að þau voru til og notuð til að drepa menn? Þurfum við gripinn sjálfan til að skilja það? Þróun íslenska torfbæjarins. Efst er skáli á Ís- leifsstöðum í Borgarfirði, talinn frá 9. eða 10. öld. Næst er bærinn á Stöng, frá 13. öld, þá bær í Gröf í Öræfum sem fór í eyði í Öræfajök- ulsgosi 1362 og er elsta dæmi um gangabæ sem þekkt er á Íslandi. Neðst til vinstri er bær- inn á Fornu-Lá í Eyrarsveit frá 14. eða 15. öld og til hægri endurgerð Harðar Ágústssonar af bænum í Laufási í Eyjafirði eins og hann gæti hafa litið út á seinni hluta 16. aldar. Grunn- myndirnar eru ekki í réttum hlutföllum. Hofstaðir í Mývatnssveit. 1908 grófu Daniel Bruun og Finnur Jónsson þar upp stóra skálatóft sem þeir töldu vera frábært dæmi um hof frá víkingaöld. Teikning Daniels Bruuns og er horft úr „goðastúkunni“ yfir veisluskálann mikla. Öxin Rimmugýgur. Teikning úr eigu Sigurðar Guðmundssonar málara af öxi sem til var í Skálholti á 18. öld og þá var talin vopn Skarp- héðins. Til hennar hefur ekki spurst síðan 1804 en þá var hún gefin jústitsráði Thorkelín eins og fram kemur í texta á axarblaðinu. Hún gæti hafa brunnið með safni hans 1807.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.