Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2001, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2001, Side 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. MARS 2001 F yrir mörgum árum leigði ég mér vinnuaðstöðu í kjallara við Grettisgötuna. Leigan var lág, staðurinn góður. Ég gekk um- hverfis húsið um dyr á hárri tré- girðingu, opnaði útidyrnar og stóð á ganginum. Inn af honum voru tvö herbergi og klósett. Ég vann í öðru herberginu. Þar var gamalt ferm- ingarskrifborð, tölva sem nú væri álitin forn- gripur og bækur. Í hinu herberginu geymdi ég kassa sem ekki komust fyrir á heimilinu. Á borðplötu var sjálfvirk kaffivél. Nú er það kunnara en frá þurfi að segja hve náið sam- band er á milli kaffidrykkju og ritstarfa. Í Mannkynssögu Ólafs Hanssonar segir í yf- irliti um menningu Frakka: „Balzac var mik- ill rithöfundur. Hann dó úr kaffieitrun.“ Margir hafa hent gaman að þessari sagn- fræði en hún er ekkert verri en hver önnur. Mörgum árum fyrr sótti ég tíma í sagnfræði hjá Ólafi Hanssyni. Á skrifstofu hans var ekki mikið um þykkar fræðibækur en hill- urnar fullar af pappírskiljum, aðallega leyni- lögreglusögum. Fræðiritin geymdi hann inni í sér. Það var stórmerkilegt að kynnast Ólafi Hanssyni, ekki síður en fræðigreininni sem hann kenndi. Þetta var á áttunda áratugnum og menn höfðu ákveðnar skoðanir, ekki síst á sögunni. Heimurinn var að breytast og rétt söguskoðun, það var málið. Nú er frá því að segja að einhverju sinni í tíma hjá Ólafi Hanssyni varpaði hann fram spurningu. Ekki man ég lengur um hvað sú spurning snerist. Hitt man ég að ég átti ekki í neinum vand- ræðum með að svara henni. Skýrt og skor- inort lagði ég minn skilning á borðið og lík- lega í þeirri tóntegund að ekki væri um nein önnur svör að ræða. Ólafur Hansson hlýddi á mál mitt en sagði að því loknu: „Þetta er ein skoðun, en það eru að minnsta kosti til ellefu aðrar.“ ... Stuttu síðar ráðlagði Ólafur Hansson mér að skrifa ritgerð um gríska efahyggjumenn, sófistana, og rek ég upphaf minnar sögulegu efahyggju til þessara daga þótt ekki tæki ég sófistana bókstaflega í afneitun allra al- mennra sanninda. Hitt veit ég æ síðan að gott er að gera ráð fyrir því að alltaf finnist ellefu önnur viðhorf, svipað og skáldskapurinn hefur kennt mér að það er engin mótsögn fólgin í því að vera í mótsögn við sjálfan sig. Það eru mannréttindi og raunar, þegar öllu er á botninn hvolft, hinn margradda tónn skáldskaparins. Krafan um að vera sjálfum sér samkvæmur og sömu skoðunar allt sitt líf líkist meira rétttrúnaði trúarbragða en sátt- fýsi við breytileika tilverunnar. Ég vil eigi að síður halda því fram að hin róttæka lífsskoðun sögulegrar efnishyggju sem í æsku minni sveif um loftin blá standi fyrir sínu þó að hún yrði formúlukennd í höndum misviturra manna, einsog verða vill með alla lífsspeki. Söguleg efnishyggja kenndi mönnum að skoða samhengi hlutanna og það að ekkert gerist í sögulegu tómarúmi. Jafnvel tilviljanir lúta lögmálum, svipað og í sagnaskáldskap þar sem allt öðlast merkingu, samanber þau orð Antons Tsjekhovs að hangi byssa á vegg í upphafi verks verði einhvern tímann að hleypa af henni. Árin í sagnfræðinni, þegar efahyggjan og efnishyggjan vógu salt í höfði mínu, ferðaðist ég með Breiðholtsstrætó og þeir eru ekki margir strætisvagnarnir sem ég hef ort fleiri ljóð í, það er að segja ef ljóð skyldi kalla. Eitt þeirra hét einmitt Samhengi hlutanna I. húsmæður allra bæja hafið hugfast: þó mjólkin sé ekki frá samyrkjubúi er hluti kúbanskrar sykurekru í kaffibollanum Þetta ljóð birtist síðar í ljóðabók sem heitir Er nokkur í kórónafötum hér inni? en hana gaf ég út sjálfur og seldi á götum borgarinnar ásamt öðru kveri, Sendisveinninn er ein- mana. Þá stóð Herrahúsið við Aðalstræti og ég bað þá að styrkja útgáfuna af því að þeir framleiddu kórónaföt og önnur bókin var kennd við þann fatnað. Ég sagðist auglýsa fötin þeirra. Þeir hjá Herrahúsinu tóku er- indi mínu vel en vildu ekki styrkja útgáfuna. Á hinn bóginn buðu þeir mér kórónaföt og sögðu að slíkur fatnaður væri meira við al- þýðuskap en leðurjakkinn sem ég gekk í þá. Ég var hins vegar of stór upp á mig til að þiggja þetta kostaboð og sé mikið eftir því nú. Það er síðan kaldhæðnislegt að þessi þunna ljóðabók standi sem minnisvarði um útdauða fataframleiðslu, en sýnir ef til vill að ekki eru allar iðngreinar jafnlífseigar og ljóðið. II En aftur að sagnfræðinni. Í inngangs- plaggi sem Björn Þorsteinsson sagnfræðing- ur afhenti okkur nemendum um fræðigrein- ina segir: „Eitt af vandamálum sagnfræð- innar eru sagnfræðingar, því að fræðigreinin á allt sitt undir snilli þeirra og trúnaði. Bók- menntir eru og verða til, og njóta vinsælda að mestu óháð bókmenntafræðingum og rit- skýrendum, en sagnfræði er ekki til nema í verkum sagnfræðinga, og þeir eru mjög mis- jafnir eins og annað fólk.“ Hér er ýjað að þessum einkennilegu landa- mærum, landamærum skáldskapar og sagn- fræði, en Jón prímus nefnir önnur í Kristni- haldi undir jökli þegar hann segir: „Ég sé ekki hvernig sköpunarverkinu verður breytt í orð; þaðanafsíður bókstafi; – varla einusinni lygasögu. Saga er einlægt eitthvað alt annað en það sem hefur gerst. Staðreyndirnar eru roknar frá þér áður en þú byrjar söguna. Saga er aðeins staðreynd útaf fyrir sig. Og því nær sem þú reynir að komast staðreynd- um með sagnfræði, því dýpra sökkurðu í skáldsögu. Af því meiri varfærni sem þú út- skýrir staðreynd, þeim mun marklausari fab- úlu veiðirðu úr ginnungagapi. Sama gildir um veraldarsöguna. Munurinn á sagnaskáldi og sagnfræðingi er sá að hann sem ég nefndi fyr lýgur vísvitandi að gamni sínu; sagnfræðing- urinn lýgur í einfeldni sinni og ímyndar sér að hann sé að segja satt.“ Ég tel augljóst að þau viðhorf sem Jón prímus tjáir þarna í skáldsögu hafi leitað mjög á höfund hennar í veruleikanum. Kristnihald undir jökli kemur út eftir langa þögn hjá Halldóri Laxness á sviði skáldsögunnar, en á þeim tíma verða til leikrit og margvíslegar ritsmíðar, þar af nokkrar þar sem hann víkur að þessu sama efni, muninum á sagnfræði og skáldskap. Í einni þeirra, Persónulegar minnisgreinar um skáldsögur og leikrit, segir: „Talsverður tími hefur farið í það fyrir mér að setja skáld- sögur saman, svo ég komst ekki hjá því að fá dálitla sjálfsreynslu af þessum miðli. Ég reyndi að gera það sem ég gat úr því sem mér virtust höfuðkostir þessa forms, sumum að minnsta kosti. Einn þeirra og sá sem mér hefur einlægt fundist nokkuð mikilvægur, ef ekki aðalundirstaða þess, það er annálseðlið: höfundur læst vera að breyta liðnum atburð- um í skrifaða frásögn, breyta mannlegum staðreyndum í bók. Hann fyllir bók að dæmi sagnfræðings með fólki og atburðum. Óþarft er að taka fram að sagnaritun til forna var starfsemi sem liggur fjarri sagnfræði einsog nú tíðkast; mörkin milli staðreyndar og sögu færast úr stað eftir því sem tímar líða. Þó hygg ég að sagnfræði áður fyrr hafi átt fleira sammerkt við skáldsagnagerð vorra tíma en við nútíma sagnfræði; ég á við að Þúkydídes sé fjarskyldari nútímasagnfræði en nútíma- skáldsögu. III Kannski er það kjarni málsins hvernig mörkin á milli staðreyndar og sögu færast úr stað. Skáldverk nútímans eru ef til vill sagn- fræðirit framtíðarinnar, svipað og sagnfræði- rit fortíðarinnar eru bókmenntaverk nú- tímans. Greinarmunur sagnfræði og sagnaskáld- skapar verður alltaf að einhverju leyti ógreinilegur. Á tungu okkar nær orðið saga bæði yfir það fyrirbæri sem við köllum skáldsögu sem og þá sögu sem er viðfangsefni sagnfræð- inga, en flest önnur tungumál greina þarna á milli. Saga getur líka verið frásögn sem hvorki flokkast undir sagnfræði né skáld- skap, og þá er ekki verið að tala um íbúa á Hótel Sögu eða farþega á Saga Class. Og ekki verður greinarmunurinn greini- legri sé hann skoðaður út frá skáldskapnum. Við þekkjum ótal dæmi um hvernig persónur úr bókmenntum hafa tekið sér bólfestu í vit- und manna og orðið raunverulegar. Hamlet Shakespeares verður raunverulegri en Aml- óði Saxos og hver tími skapar sinn Hamlet út frá áhersluatriðum eigin samtíðar. Síðan eru persónur einsog Don Kíkóti sem orðið hafa mælikvarði á athafnir manna og höfundar einsog Franz Kafka sem skapað hafa and- rúmsloft sem við lesum inn í ótal aðstæður. Úr okkar sagnaveröld gætum við nefnt per- AÐ BOÐA SÖGU Morgunblaðið/Kristinn Skáldverk nútímans eru ef til vill sagnfræðirit framtíðarinnar, svipað og sagnfræðirit fortíðarinnar eru bókmenntaverk nútímans. E F T I R E I N A R M Á G U Ð M U N D S S O N T ÍÐARANDI Í ALDARBYRJUN

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.