Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2001, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2001, Side 9
sónur úr sögum Halldórs Laxness, einsog Jón Hreggviðsson, Árna Magnússon og Ólaf Kárason. ... Hafi menn litið á fornsögurnar sem ein- hvers konar sagnfræði hefur skilningurinn á veruleikanum líka verið annar. Galdrar, furð- ur og yfirskilvitlegir atburðir, einsog víða er að finna í fornsögunum, myndu seint stan- dast próf vísindalegrar sagnfræði. En þá er þess að gæta að hugarheimur manna til forna var annar. Og hér birtist okkur athyglisverð þversögn, nefnilega að þeir skáldsöguhöf- undar sem telja má sögulega sinnaða hverfa oft í heimssýn sinni aftur fyrir daga upplýs- ingar og skynsemishyggju, en án þess að ein- falda margbrotinn nútímaveruleikann. Þeir hverfa aftur fyrir daga skáldsögunnar áður en hún fæddist með sinni einstaklingsvitund en yfirgefa ekki heldur það tilverustig henn- ar eða upplausn þess á síðustu öld. Samt held ég ekki, sé sköpunarferlið skoðað, að slíkar nútímasögur verði til út frá þaulhugsaðri að- ferð. Aðferð skáldsögunnar býr að hluta í dulvitund tímans og öðlast ekki meðvitund um eigin samsetningu fyrr en hún er klædd og komin á ról, ef hún þá öðlast þá meðvit- und. Á yfirborðinu er slík saga skemmtisaga sem vekur til umhugsunar og hittir á mót- tökustöðvar lesandans eða ekki, en þær eru síðan margbreytilegar og ólíkar. ... Í nútímasögunni ryðjast þjóðsögur, goð- sögur og munnmæli inn í hinn smágerða heim sem með sínum hætti er tjáning á öllum heiminum. Og þá er kominn tími til að spyrja: Hver er munurinn á hinni nútímalegu hvers- dagssögu sagnfræðinganna, stundum nefnd einsaga, og hinni margræðu veröld skáldsög- unnar? Ég treysti mér ekki til að svara því, nema hvað hin tilbúna veröld skáldsögunnar er að miklu leyti tilbúningur, sama hve ann- álseðlið er mikið eða hve margar staðreyndir búa að baki, en það er einsaga sagnfræðings- ins væntanlega ekki því að annars væri hún ekki sagnfræði. Nú gildir auðvitað það sama um sagnfræðinga og rithöfunda, að ritleikni þeirra er mismikil, og það að sagnfræðingur bregði á leik í stíl og sviðsetningu, eða jafnvel sjónarhorni, veltur einvörðungu á því hvern- ig til tekst, hvort tilfinningin sem textinn miðlar eigi sér hlutlæga samsvörun, einsog það heitir í bókmenntunum, því að krafan um trúverðugleika er auðvitað enn meiri í rit- verki sagnfræðingsins. Með öðrum orðum má gera ráð fyrir að skáldsaga búi yfir mörgum og mótsagnakenndum þáttum frá sagnfræði- legu sjónarmiði enda sá skilningur oft ríkjandi í skáldskap að tími sé ekki til sam- kvæmt tímatali sagnfræðinnar, að allur tími sé að eilífu til staðar, að verið sé að fjalla um sammannlega þætti og svo framvegis, að sér- hver höfundur búi sjálfur til forvera sína einsog Jorge Luis Borges orðaði það. IV „Sagnaskáld eru annálahöfundar í hjarta sínu en ævintýrasmiðir að íþrótt,“ segir Hall- dór Laxness. „Sannleikur er þeim hugtak úr háspekinni. Jafnvel orðið sannleikur eitt saman felur í sér ógeðfelda rétttrúnaðarhug- mynd sem krefst viðurkenningar í eitt skifti fyrir öll með tilstilli einhvers konar einok- unar. Í þeim tilfellum þar sem sannleikur merkir ekki goðsögn um staðreyndir, merkir hann goðsagnir án staðreynda. Hugtök yf- irleitt, en þó einkum tilbúnar skilgreiningar, eru góðum skáldsagnahöfundi lítt hugarhald- in. Honum fellur ekki að líta á veröldina eins- og hólinn þar sem Opinberunin birtist, held- ur plássið þar sem staðreyndir gerast; og hann gerir sér mat úr staðreyndum eftir því sem þær ber að, einni í senn. Sögumanni sem gleymir staðreyndum vegna áhuga síns á Op- inberuninni eða boðun sannleikans, honum hættir til að lenda í sala með helgisagnarit- urum.“ Já, sannleikurinn er undarlegur leik- ur. Það sem var laukrétt fyrir tíu árum er haugalygi í dag. Skynsemi gærdagsins hljómar sem framandi særingarþula. Kenn- ingar, sem borið hafa uppi heilar aldir, enda sem litlir skýringartextar í alfræðiorðabók- um. Sá hugsunarháttur sem við tengjum fornri sagnalist er að mörgu leyti andhverfur lífsskilningi efnishyggjunnar. Er ekki ís- lenska draugatrúin skyldari austrænum end- urholdgunarkenningum en vestrænni skyn- semishyggju? Hinn sanni vísindamaður lærir jafnmikið af hinum röngu niðurstöðum og þeim réttu en handhafar sannleikans víkja aldrei frá sannfæringu sinni og halda í sína bjargföstu trú sama hvað dynur yfir. Ef kenningin passar ekki við raunveruleikann hefur raunveruleikinn á röngu að standa. Kenningin er ekki epísk. ... Epík er skilgreind sem viðleitni manna til að varðveita eftirminnilega reynslu. Epískur höfundur stendur andspænis viðfangsefni sínu og skoðar það úr fjarlægð. Slíkar frá- sagnir eru vanalega í þátíð og þriðju persónu. Nútímabókmenntirnar eru fyrir löngu búnar að fokka þessu upp, einsog ungling- arnir segja. Blikktromma Günters Grass er til dæmis saga sem varðveitir eftirminnilega reynslu og þar stendur höfundur andspænis viðfangsefni sínu og skoðar það úr fjarlægð. En sagan er bæði í nútíð og þátíð og sögð í fyrstu persónu, af sögumanni sem flestir myndu telja frekar ótrúverðugan. Merkir epík það sama í sagnaskáldskap og sagnfræði? Er sagnfræði kannski sagna- skáldskapur án ævintýris eða fabúlu? Hvað þá með sagnfræðinginn? Hver er staða hans í verkinu? Að hve miklu leyti er miðlunin, tungumálið, stíllinn, hluti af verkinu og þeirri sögu sem það vill koma til skila? Slíkt er auð- vitað óaðgreinanlegt í skáldsögu. Þar er formið hluti af innihaldinu og frásögnin mót- ast af því hvernig hún er sögð. ... „Íslenskir sagnfræðingar hafa fyrir löngu lokað sig inni í fílabeinsturni rannsóknar- sagnfræðinnar,“ segir í grein í Skírni frá árinu 1996 og ljóst er að það sem menn kalla einsögu er tilraun til að brjótast út úr þessum fílabeinsturni, það er að segja sé þetta rétt. Mín skoðun er sú að hvort heldur um er að ræða sagnfræði eða sagnaskáldskap sé engin ein aðferð rétt. Hlið við hlið eru ótal greinar sem allar þurfa að njóta sín. Það eru alltaf ell- efu önnur viðhorf. Svonefnd rannsóknar- sagnfræði og einsaga eiga að vera hvor ann- arri styrkur, fremur en að vegast á í einhverjum aðferðarfræðilegum sparðatín- ingi. Lesandinn bíður eftir fróðleiknum sem sagnfræðingarnir leggja á borðið en vill síður týna sér í einhverri fegurðarsamkeppni að- ferða. Innan skáldsögunnar eru ótal viðhorf og aðferðir á lofti og þegar öllu er á botninn hvolft tel ég að það sýni lífsanda skáldsög- unnar. Hin epíska skáldsaga er einsog svampur sem virðist geta drukkið allt í sig, jafnvel atlögur að sér og uppreisnir gegn sér. Enginn skáldsagnahöfundur í nútímanum kemst framhjá þeim atlögum og uppreisnum. Að fylgja einni stefnu í skáldskap er álíka fá- ránlegt og að styðja sama stjórnmálaflokkinn allt sitt líf. Ef höfundur gerir til að mynda surrealismann eða þjóðfélagsraunsæið að boðskap sem ekki megi víkja út frá er eins víst að saga hans lendi í þröngu einstigi. Þá er aðferðin einungis áhugaverð sakir sinnar eigin tímaskekkju. Nútímaskáldsagan er löngu búin að sprengja af sér allar kreddur einnar aðferð- ar. Í henni hafa allar aðferðir lent í einum hrærigraut, eða réttara sagt, hún þarf að grípa til allra meðala án þess að nokkurt þeirra sé sérstaklega á lyfseðli hennar. ... Á milli hinnar viðurkenndu sagnfræði og skáldsögunnar er sagnaþátturinn einsog barn sem enginn vill kannast við að eiga. Á sviði sagnaþáttarins höfum við átt marga frá- bæra höfunda sem lítillar eða engrar viður- kenningar hafa notið. Þeir hafa verið álitnir annars flokks rithöfundar og þriðja flokks sagnfræðingar. Hér mætti nefna höfunda einsog Brynjúlf frá Minna-Núpi, Gísla Kon- ráðsson, Magnús Björnsson frá Syðra-Hóli og fleiri og fleiri, en sagnaþátturinn lifir góðu lífi, meðal annars hjá virtum skáldum einsog Þorsteini frá Hamri og Hannesi Péturssyni. Sagnaþátturinn er líklega eitt langlífasta formið í bókmenntasögu okkar. Hvatinn á bak við skáldsöguna og hvers- dagssöguna eða einsöguna er ekki ósvipaður: að skilja fólk á eigin forsendum og komast handan almennra sanninda, stofnanaviðhorfa sem oft enda sem tugga, yfirbreiðsla og ein- faldanir. Skáldsagan og einsagan mynda ákveðið sniðmengi í skilningi á mannlífi, að komast hjá stofnanasögu og mikilmennasögu inn í lífskviku atburðanna. ... Það sem kallað er einsaga er rannsókn- araðferð í sagnfræði og breytist seint í skáld- sögu. Hins vegar er ekki útlokað að skáld- saga beri keim af einsögu. Hið smáa samfélag skáldsögunnar sem speglar allan heiminn. Upplýsingagildi skáldsögunnar mun alltaf vera afstætt. Eftir lestur Heimsljóss er þekking okkar á sögu niðursetninga og töku- barna ef til vill lítið meiri en hún var fyrir, en skilningur okkar á tilveru þeirra er allur ann- ar. Skáldsöguhöfundur endurskapar tímann, auðvitað á grunvelli staðreynda, en líka á grundvelli tilfinninga. Auga hans fyrir því hvað er fréttnæmt og hvað ekki byggist fremur á innsýn og lífsskilningi en vísinda- legri natni. Hvort hann fylgir því sem sann- ara reynist er alls ekki víst, því sannleikurinn er sjaldnast hlutlæg staðreynd í skáldskap. Að öllum líkindum er afstaða skáldsagna- höfundar til heimilda og þekkingar önnur en sagnfræðingsins. Skáldsagnahöfundurinn þarf vissulega að kynna sér efnið sem hann er að fjalla um, en verkið verður til á einhverju svæði á milli þess sem hann veit og veit ekki, í öryggi vissunnar, í frjósemi óvissunnar. Höfundur er rithöfundur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. MARS 2001 9 Á áttunda áratugnum bar nokkuð á því sem kall- að er „opið ljóð“ í ís- lenskri ljóðagerð. Í því felst að sneiða hjá svo- kölluðum ljóðrænum tilþrifum svo sem lík- ingum, persónugerv- ingum, myndhverfingum, færslu milli skynsviða eða táknum. Tónninn er nálægt hverdagsmáli, myndmálið einfaldar beinar myndir og stíllinn blátt áfram með eðli- legri orðaröð. Þetta er svo sem hvorki nýtt né nýstárlegt fyrirbæri og má nefna sem dæmi Jacques Prévert í franskri ljóðlist og bók hans Paroles (1945), sem Sigurður Pálsson kallar reyndar Ljóð í mæltu máli í þýðingu sinni (Mál og menning, 1987). Ein- hvern tíma var talað um að rata hið þrönga einstigi milli skáldskapar og leirburðar, en í þessu fyrirbæri snýst galdurinn um að ná fram myndrænni stemningu sem talar til lesandans milli línanna og birtir með því víðari skírskotun en orðin segja til um, – þrátt fyrir einfaldleika í málbeitingu. Þetta kann að sýnast auðvelt, en er í raun mikill vandi. Það er nefnilega næsta torvelt að ganga svo nálægt hversdagsmáli án þess að glata skáldlegum áhrifum. Finnlands- sænska skáldið Lars Huldén er dæmi um útsmoginn meistara í þessari listgrein. Jóhann Hjálmarsson hefur gripið til þessarar aðferðar, einkum í bókunum Myndin af langafa (1975), Dagbók borg- aralegs skálds (1976) og Frá Umsvölum (1977). Af þess konar tagi er mynd Jó- hanns af marsmorgni í Reykjavík sem hér birtist. Þetta er opið ljóð, en þó ekki gal- opið. Þar er ein líking („líkt og á hvíld- ardegi“), og ég þykist greina þar tákn, þótt slíkt sé að sjálfsögðu háð skilningi lesand- ans. Ljóðið er sambland af mynd og atvik- um og felur í sér eins konar frásagnar- kjarna, enda líður nokkur tími frá upphafi þess til loka, – um það bil tvær klukku- stundir. Mælandinn (eða frásagnarröddin) er alvitur, því að hann sér samtímis yfir Reykjavík og nunnu að biðjast fyrir í kap- ellunni í Landakotsspítala, – og heyrir hvað hún segir. Eða réttara sagt, skynjar að bænarmál hennar er framandi, Guð einn skilur það. Í upphafi er dögun, him- inninn rétt farinn að lýsast og lýsandi krossinn á Hallgrímskirkju bjartur, en fölnar í birtunni við sólris. Augljós tengsl eru milli ljóssins í kapellunni, bænar nunn- unnar og ljósakrossins á kirkjunni. Dag- urinn vaknar, borgin vaknar, menn vakna, – en einn maður vaknar ekki. Og einmitt þar, í lokin, finnst mér skáldið segja of mikið og ekki treysta lesanda sínum full- komlega. En að vísu getur aðferð hins opna ljóðs leitt til slíks. Mér finnst sem sé að tveimur síðustu línunum sé ofaukið. Hér ætti að nægja að skilja lesandann eftir með myndina af svörtum bíl, sem ekið er frá Landakotsspítala. Hann hlýtur að skilja strax hvað í því felst. En hversu langt skal ganga í umfjöllun og túlkun? Hægt er að velta ýmsu fyrir sér. Nunnan er að biðja fyrir þeim sem lést, í óeigingjörnum kærleika sínum. Lýs- andi kross kann að vera tákn fyrir von þeirra sem aðhyllast kristna trú. Hann lýs- ir í myrkri nætur og erfiðleika (hér við dauðsfall), en fölnar er menn vakna til starfa sinna og sýnist fjarlægur vegna birtunnar, – gleymist í önn hversdagsins. Lífið heldur áfram, fagur dagur rís, þótt einn sé horfinn úr tölu lifenda. Tónn ljóðs- ins er stillilegur, lýsingar hlutlægar, allt er eðlilegt og óumflýjanlegt, mannsláti verð- ur að taka eins og öllu öðru sem við ráðum ekkert við. PS: Í rauninni má segja að þetta ljóð fjalli um hið sama og Skógarhind Davíðs Stefánssonar sem ég rýndi síðast hér í Lesbók 3. febrúar sl. – um óumflýjanleika endaloka lífsins sem heldur áfram þótt einn sé horfinn. Þar var sjónum beint að hindinni, að þeim sem hvarf, en í lokin dregin upp mynd af öllum hinum. Hér er áherslan ekki eins mikil á hinum látna – og mynd nunnunnar og krossins bendir til trúarlegrar afstöðu (sem gætti reyndar einnig í ljóði Davíðs þótt með öðrum hætti væri). Jón Þ. Björnsson í Borgarnesi hefur bent mér á að hann telji upphafsmynd Davíðs sótta í ljóð eftir Stein Steinarr er birtist í bók hans Ferð án fyrirheits (1942) og heitir Skógur. Þar eru þessar línur: Í vonlausri angist hin helsærða hind inn í skógarins fylgsni flýr. Telur Jón að Davíð velji ljóði sínu nafn með beinni tilvísun í þetta ljóð og finnst honum sem umfjöllun um ljóð Davíðs sé ekki fullgerð „án þess að Steins sé getið“. Ég þakka honum fyrir þessa ábendingu. MARSMORGUNN Í REYKJAVÍK JÓHANN HJÁLMARSSON N J Ö R Ð U R P. N J A R Ð V Í K LJÓÐRÝNI Á sjöunda tímanum loga ljós í kapellunni í Landakotsspítala. Þar er útlend systir að biðjast fyrir á máli sem aðeins Guð skilur. Himinninn er farinn að lýsast í austri. Það er logn og fjögurra stiga frost. Turn Hallgrímskirkju gnæfir yfir hús og fjöll með lýsandi krossi. Í fáum húsum er ljós, fáir eru á ferli og fátt um bíla líkt og á hvíldardegi. En það varir ekki lengi. Þegar sólin kemur upp rétt fyrir hálf níu er borgin vöknuð og krossinn á Hallgrímskirkju sýnist fjarlægur vegna birtunnar. Frá Landakotsspítala ekur svartur bíll með einhvern sem ekki mun fá að sjá þennan fagra dag. (Dagbók borgaralegs skálds, 1976)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.