Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2001, Qupperneq 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. MARS 2001 11
skipti sköpum í listasögunni, listin varð aldrei
söm eftir að hann setti hversdaglega hluti í list-
rænt umhverfi og gaf þeim þar með listrænt
gildi, og áttu nafngiftirnar þar hluta að máli.
Þá er auðvitað fyrst og fremst átt við pissu-
skálina sem hann sýndi undir nafninu gos-
brunnur, það eina sem gerði pissuskálina að list
var að hann sýndi hana sem slíka og varla hefur
nokkrum tekist að leika slíkt hneyksli eftir síð-
an. Notkun Duchamps á orðum og orðaleikjum í
list sinni er bæði flókin og einföld, en hann var
bæði ljóðrænn og prakkaralegur. Þekkt er krot
hans á Mónu Lísu, yfirvararskegg er teiknað á
eftirmynd af Mónu Lísu, og undir myndinni
stendur LHOOQ. Þegar bókstafirnir eru bornir
fram á frönsku hljóma þeir eins og setningin
„elle a chaude au cul“. Bókstaflega þýðir þetta
„henni er heitt á rassinum“. Kannski er þetta
líka eitthvað franskt orðatiltæki sem ég þekki
ekki og hefur dýpri merkingu? En þó að sum
verka Duchamp hafi verið hálfgerð prakkara-
strik var hann auðvitað alvarlegur listamaður.
Duchamp reyndi sífellt að fá fólk til þess að
hugsa og eins og hann orðaði það, beina hugs-
unum þess inn á brautir tungumálsins, í stað
forma og lita. Eða eins og hann sagði líka, – í
hvert sinn sem Picasso málar málverk, – þá
sleppi ég því. Duchamp var eins manns hreyfing
og enginn hefur getað fetað í fótspor hans þó
margir hafi reynt og viljað.
Einn er sá sem ekki má gleymast í þessu
samhengi og það er þýsk-svissneski listamað-
urinn Paul Klee sem starfaði frá upphafi aldar
og fram að dauða sínum 1940. Verk hans skipta
kannski ekki sköpum í listasögunni en hann var
engu að síður einstakur og skemmtilegur lista-
maður. Hann var undir áhrifum frá frumstæðri
list, sem í upphafi aldarinnar var mikill áhrifa-
valdur og frá kúbisma, en hann var líka afar
hrifinn af myndum barna. Undir þessum áhrif-
um tókst honum að skapa sér sinn eigin stíl.
Hann gerði mikið af málverkum og teikningum
þar sem mynd og titill kallast á, og innlimaði
letrið í myndir sínar á einstæðan hátt. Hann var
á þeirri skoðun að list væri tungumál byggt upp
af táknum, formum sem eru ímyndir hugmynda
eins og lögun bókstafs gefur til kynna ákveðið
hljóð. Hann rannsakaði til dæmis egypskt
myndletur og hellaristur. Myndljóð hans „Mán-
inn hátt...“ sem birt er hér er dæmi um sam-
runa leturs og myndar í verkum hans. Paul
Klee var líka eins manns hreyfing, eða einskis
manns hreyfing öllu heldur, hann var sér á parti
og verk hans óvenjuleg á sínum tíma.
Blekking og draumar
Eiginlega má segja það sama um allar þrjár
stefnurnar, fútúrismann, dada og súrrealism-
ann; að ljóð og bókmenntir gegndu mikilvægu
hlutverki. Hið súrrealíska málverk var nokkurn
veginn laust við orð eða letur, orðin og mynd-
irnar undu sér hlið við hlið, þekktustu fulltrúar
súrrealismans eins og Max Ernst og Salvador
Dalí studdust lítið við orð í verkum sínum. Ljóð
súrrealistanna voru hins vegar oft afar mynd-
ræn og brugðu gjarnan upp óvæntum myndum
eða voru sett fram á myndrænan hátt og teikn-
ingar og orð mynduðu oft en ekki eina heild,
einnig skapaði samsetning orða og mynda eitt-
hvað óvænt og nýtt. Þeir voru afar frumlegir og
margir sem hafa haldið merki þeirra á lofti æ
síðan. Spurningin sem listasögukennarinn minn
í MHÍ lagði fyrir nemendur sína þegar hún
fjallaði um súrrealistana var alveg í þeirra anda.
Hún sýndi okkur skuggamynd af nokkrum
þeirra í hóp og spurði svo hver þeirra okkur
fyndist vera sætastur. Ég man að ekki var það
Breton og ekki Dali, en ég man ekki lengur
hver naut mestrar hylli. Hinir alvarlegu lista-
sögunemendur höfðu reyndar engan húmor fyr-
ir svona léttvægu hjali.
Það er svo með tilkomu Magritte í Belgíu að
samsetning orða og mynda er notuð á afdrifa-
ríkan og markvissan hátt í málverki í anda súrr-
ealismans. Eins og pissuskál Duchamps er mál-
verk Magritte af pípunni vel þekkt. „Svik
myndanna“, kallar hann verkið þar sem hann
málar mynd af pípu og skrifar undir, „Þetta er
ekki pípa“. Enda er engin pípa á staðnum, að-
eins mynd af einni slíkri. Michel Foucault hefur
skrifað bók um Magritte sem hann nefnir
„Þetta er ekki pípa“ og þar segir hann fjálglega
meðal annars þetta: „Myndin gildir ekki um
orðin og orðin gilda ekki um myndina – þá má
álykta sem svo að orðin gildi aðeins um orð og
myndir aðeins um myndir, ...“, og einnig „... –
myndin og textinn falla hvor til sinnar hliðar,
eftir því þyngdarlögmáli sem þeim er eiginlegt.
Þau eiga engan sameiginlegan samastað, engan
stað þar sem þau gætu átt samskipti, þar sem
orðin gætu verið móttækileg fyrir mynd eða
myndin fallið undir lögmál letursins.“ Foucault
heldur svo áfram í þessum dúr og fer að tala um
þoku, himin og jörð í þessu sambandi. En Ma-
gritte málaði einnig myndir af ýmsum hlutum
og skrifaði eitthvað allt annað undir, – til dæmis
mynd af skó og skrifaði undir „tunglið“, eða
mynd af kúluhatti og skrifaði undir „snjórinn“.
Myndina kallaði hann „lykil draumanna“, og
vísar þá enn í súrrealismann sem notaði drauma
sem uppsprettu nýrra hugmynda. Súrrealism-
inn var helst við lýði milli stríða, leið undir lok
fyrir seinni heimsstyrjöld, en hefur oft verið
endurvakinn síðan. Á svipuðum tíma hurfu líka
flest orð úr myndlistinni og voru útlæg að
mestu leyti fram á sjöunda áratuginn þegar þau
fyrst komu fram af alvöru og hafa ekki gefist
upp síðan.
Kræklingar
En ég get ekki hlaupið yfir uppáhaldið mitt,
sjálfan kræklingakónginn Marcel Broodthaers
(1924–1976). Hann var nokkurs konar arftaki
Magritte og var einnig frönskumælandi Belgi,
búsettur í Brussel. Hann var heillandi blanda af
rómantísku nítjándu aldar skáldi og afar fram-
sýnum og framsæknum listamanni á sjöunda og
áttunda áratugnum. Hann dó fyrir aldur fram
og var að gera áhugaverðustu verk sín allt fram
á dauðadag. Hann hóf feril sinn sem ljóðskáld
en 1964, þá fertugur að aldri sneri hann við
blaðinu og gerðist myndlistarmaður. Á boðs-
korti fyrstu sýningar hans var eftirfarandi texti:
„Ég hef líka velt því fyrir mér hvort ég gæti
ekki selt eitthvað og notið velgengni í lífinu. Um
nokkurt skeið hef ég verið einskis nýtur. Ég er
orðinn fertugur... Mér flaug í hug að búa til eitt-
hvað óeinlægt og ég hófst handa þegar í stað.
Eftir þriggja mánaða starf sýndi ég Ph. Éouard
Toussaint, eiganda Saint-Lauernt gallerísins
framleiðslu mína. En þetta er list, sagði hann,
og ég vil gjarnan sýna þetta allt saman. Sam-
þykkt, svaraði ég. Ef ég sel eitthvað tekur hann
30%. Það virðast vera venjuleg skilyrði; sum
gallerí taka 75%. Og hvað er þetta? Þetta eru
hlutir.“
Í upphafi ferilsins má líta á sum verka Brood-
thaers sem svar við pop-listinni sem þá tröllreið
listaheiminum, með Andy Warhol, súpudósirnar
og Brillopakkana í fararbroddi. Broodthaers
hélt m.a. fyrirlestra og skrifaði um list á þessum
árum, í kringum 1965. En í list sinni notaði
hann ekki fjöldaframleidda vöru heldur sótti í
Belgíska hefð og notaði kræklingaskeljar en
Belgar borða mikið af kræklingum. Einsog flest
verka hans hafa skeljarnar þó dýpri merkingu
og hann skrifaði um þær ljóð og lék sér mjög
með þá staðreynd að „la moule“ þýðir krækling-
ur og „le moule“ þýðir form, eða mót. „Ég, ég
segi ég, ég, ég segi ég / konungur krækling-
anna, þú, þú segir þú / Ég klifa. Ég varðveiti.
Ég er félagsfræðingur. /Ég sanna sannlega. Í
sömu sjávarhæð og haf kræklinganna, hef ég
glatað hinum glataða tíma.“ Kræklingur, eða
mót, mót þjóðfélagsins sem mótar einstak-
lingana og formar þá í sömu mót, og hinn glat-
aði tími, sem aldrei kemur aftur, sem mann
grunar að hann hafi kannski saknað, þó aðhann
hafi aldrei þekkt hann í raun, en hann hlýtur að
vísa til stórverks Marcel Proaust, „Í leit að glöt-
uðum tíma“. Frá upphafi var Broodthaers mjög
meðvitaður um hlutverk listamannsins og
hæddist miskunnarlaust að bæði hinni róman-
tísku hugmynd um nítjándu aldar listamanninn
sem gerir verk sín óháður samfélaginu, er heið-
arlegur og einlægur og „selur sig ekki“, – eins
og hann var sjálfur í upphafi ferils síns sem
ljóðskáld, – sem og þeirri staðreynd að lista-
menn eru hluti af markaðsþjóðfélagi og selja
vörur sínar eins og aðrir. Hann skipaði sér auð-
vitað klárlega á þeirra bás eins og fram kom í
textanum á boðskortinu. En það er eins og hann
hafi gert það með vissum trega og víst er að
verk hans urðu aldrei einföld söluvara eins og
mikið af poplistinni. Broodthaers var sér afar
meðvitaður um lögmál listaheimsins og tókst að
koma með nýtt innlegg í listina í kjölfar Du-
champ og Magritte. Árið 1968 stofnaði hann hið
ímyndaða listasafn sitt „Nútímalistasafn – Arn-
ardeildin“, og sýndi verk sín innan þess ímynd-
aða ramma næstu árin. Hann gerði mikið úr
umgjörðinni, en verkin voru sambland af hlut-
um, póstkortum, verkum sem notuðu til dæmis
kræklingaskeljar og eggjaskurn, sem og texta-
verkum ýmiss konar og hann gerði líka stutt-
myndir. Stærsta sýning „Nútímalistasafnsins –
Arnardeildin“ sýndi 250 hluti sem allir voru ein-
hvers konar eftirgerð af örnum, – málverk,
styttur, myndir o.s.frv. Þessir hlutir voru
fengnir að láni úr söfnum alls staðar að úr heim-
inum. Við hvern hlut var miði þar sem stóð á
þremur tungumálum „Þetta er ekki listaverk“,
– þar með var Duchamp alveg kominn í hring.
Ernirnir voru einhvers konar staðgenglar lista-
verkanna, en umgjörðin skapaði verkin. Brood-
thaers var þar með líklega orðinn einn sá fyrsti
sem gerði sér grein fyrir ókostum stórra þema-
sýninga þar sem verk listamanna eru sýnd úr
öllu samhengi og öllu ægir saman undir ein-
hverju nafni eins og „líkaminn“ eða „hið
óþekkta“, „list og vísindi“ eða eitthvað álíka
sem hafa verið vinsælar á síðasta áratug og
lengur. Í lok ævi sinnar gerði hann röð verka
sem hann kallaði „décor“, – eða umgjörð, sviðs-
mynd þar sem hann sýndi háðslega hvernig
heimsmynd nútímaþjóðfélags kom honum fyrir
sjónir. En þrátt fyrir háðið sem sjá má í verkum
hans var Broodthaers alla tíð ljóðskáld og verk
hans oft torræð, hann var alveg á móti einföld-
um skilaboðum, ekkert var honum fjær skapi en
einfaldur áróður. Verk hans eru þannig alltaf
fyrst og fremst ljóðræn og hann orti ljóð allt sitt
líf. Hann var maður Mallarmés og Baudelaire
og mann grunar að hann hafi í raun orðið fyrir
vonbrigðum með það að „mistakast“ sem ljóð-
skáld, að hann hafi einhvern veginn verið
neyddur út á þessa braut vegna tíðarandans.
Eitt þekktari verka hans er meðferð hans á
ljóði Mallarmés, „Un coup de dés...“ þar sem
hann litar svart yfir orðin svo ekkert stendur
eftir nema svartar línur, ljóðið orðið að abstrakt
mynd.
Broodthaers hefur síðasta orðið.
„Hvað er málaralistin?
Nú, hún er bókmenntir.
Hvað eru þá bókmenntirnar?
Nú, þær eru málaralistin.
Og já, og jamm – og jæja.
En hvað er þá allt hitt?
Allt hitt – það er umbreyting tunglsins.
Þegar það er fullt og hálfvitarnir trúa á það.
Þegar það er aðeins örmjótt hveitihorn,
og upphefur tilfinningarnar.
Þá er myrk nóttin aðeins getgátur.“
DIR
Höfundur er myndlistarmaður og rithöfundur.
nni Berlín eða draumar með rjóma, 1974.
Máninn hátt á himni skín; Paul Klee (1916–1920), Beyerler safnið, Bâle.
Blekking myndanna, René Magritte, 1929.
Los Angeles County Museum of Art.