Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2001, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2001, Side 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. MARS 2001 DANSKA forlagið Borgen hefur lengi gefið mikið út af ljóðum. Nú hefur það fyrir nokkru hleypt af stokkunum flokki ljóðaþýðinga sem kallast Heimsljóð (Verdenslyrik). Hver bók er hátt á annað hundrað síður, úrval ljóða sem bæði eru á frummálinu og dönsku. Þessu rit- stýra Erik Skyum Nielsen (sem mikið hefur þýtt af íslenskum bók- um á dönsku, bæði Thor Vilhjálms- son og þó einkum Einar Má Guð- mundsson) og Niels Frank, skólastjóri Rithöfundaskólans. Ýmis dönsk ljóðskáld velja ljóðin og þýða. Virðist mér þessi ljóðaflokkur því einkar aðlaðandi, einnig fyrir Ís- lendinga sem vilja kynnast ljóðum framandi þjóða. Þegar hefur birst úrval ljóða Brasilíumannsins Andrade, Ítalans Ungaretti, Belgans Henri Michaux, Finnans Pentti Saarikoski, og Japanans, Shuntaro Tanikawa, sem hér skal að vikið. Hann fæddist 1931 og vakti athygli með því að dirfast að koma fram á ritvöllinn aðeins 19 ára. Það var í tíma- riti, en tveimur árum síðar birtist fyrsta ljóðabókin. Þær eru síðan orðnar fleiri en sjötíu, en auk þess hefur hann sent frá sér næstum hundrað barnabækur, auk margra ritgerða, leikrita og ýmiss konar lausamálstexta. Þar að auki hefur hann þýtt, hátt á annað hundrað barnabóka, Smáfólkið og fleira. Ljóð hans sjálfs hafa verið þýdd á ýmis tungumál. Danski þýðandinn, Susanne Jorn, segist hafa valið ljóð frá öllum ferli Tanikawa og reynt eft- ir mætti að skila bæði stílbrigðum og hljómi, en auðvitað ekki sjálfri ritmyndinni, sem japönsk skáld leggja sig fram um. Greinarmerki eru ekki notuð í japönsku, og því heldur ekki í þýðingunum, nema hvað oft hefjast ljóðlínur á upphafsstaf. Undirritaður kann ekkert í japönsku en á dönsku eru þessi ljóð einkar aðgengileg, a.m.k á yfirborðinu. Undir niðri eru þau þó margbrotnari, m.a. í líkingum, sem hér skal reynt að skila. Ein- hvern veginn minna þau mig á íslenska skáldið Geirlaug Magn- ússon, og ekki bara vegna þess að persónufornöfnum er sleppt. Lítum þá fyrst á ljóð sem fjallar um ljóð, einkum um viðhorf skáldsins til eigin verka. Að gefa ljóð Get ekki gefið þau neinum því ljóð eru ekki hálsbindi og þau er ekki hægt að eiga frá því augnabliki að orðin eru skrifuð eru þau ekki mín heldur ekki þín heldur allra sama hve fagrar tileinkanirnar eru sama hvernig persónuleg reynsla er samfléttuð er ekki hægt að fela ljóð fyrir augum fólks því ljóð eru ekki einu sinni eign skáldsins sjálfs geta þau verið eign hvers sem er á sama hátt og heiminn er ekki hægt að eiga og er þó eign allra ljóð verða að golu og liðast meðal fólks verða elding og uppljóma andlit sannleikans andartak þótt ég noti griplur feli nafn minnar elskuðu í upphafsstöfum ljóðlínanna dylst það markmið skáldsins flækist alltaf um langt fjarri merkingunni til að forðast að loka ljóðið sjálft inni í ljóðasafni hans sjálfs að reyna að gefa ljóð er eins og að reyna að gefa loft því þá vil ég fá loft til að leka hljóðlaust út milli vara elskendanna af orðum sem enn eru ekki orð og ekki lengur eru orð höldum við áfram að þrá oblátu orð eftir orð haugast upp þannig Þessi ljóð bera auðvitað svipmót japansks uppruna síns. En jafnframt eru þau mótuð af alþjóðlegri menningu, hér ber t.d. mikið á málverkum Paul Klee, tónskáldum sem Mozart og Bach, og stutt ljóð fjallar um mótsagnir út frá öðru tónskáldi. Þar er dregið fram allt neikvætt og fráhrindandi í fari mannsins en auðvitað gert ráð fyrir að lesendur þekki þá unaðslegu tón- list sem þessi „ljóti, heyrnarlausi væskill“ samdi, en glæsimenn- ið aðeins miðlar: Beethoven Var væskill Átti enga peninga Var ljótur Varð heyrnarlaus Svikinn af konum Var ljótur Ritaði erfðaskrá Dó ekki Var ljótur Svo slæm Svo gróf Svo ljót örlög Karajan er glæsilegur Annað ljóð vísar greinilega til Víetnamstríðsins, þegar Banda- ríkjaher kastaði napalmsprengjum yfir þorp, þar sem her- stjórnin taldi skæruliða eiga athvarf. En ljóðið víkkar þá til- vísun út: Fall regn Fall regn á ei elskaðar konur fall regn í stað tára sem ekki renna fall regn leynilega Fall regn á sprungusetta akra fall regn á þornaða brunna fall regn einmitt nú Fall regn á napalmloga fall regn á brennandi þorp fall regn ákaft Fall regn á endalausa eyðimörkina fall regn á hulin fræin fall regn blítt Fall regn á ferskt grænt fall regn á ljómandi morguninn fall regn í dag Lítum loks á ljóð sem byggist á því, að fyrir hundrað árum voru gamalmenni stundum borin út í Japan. Talið um hversdagslega hluti, og yfirborðsleg umhyggjan fyrir móðurinni í 2. erindi, eru til að skerpa myndina af tilfinningaleysinu: Nútímalegt um- hverfið í síðari erindum sýnir að ekkert rúm er þar fyrir gam- almennið. Sel mömmu Bar mömmu á bakinu mamma andaði inn í hárið á mér hélt rófubeini mömmu í lófunum fór út til að selja mömmu Keypti sælgæti og lét mömmu sjúga það spurði hvort mömmu væri kalt fingur mömmu boruðust inn í fór út til að selja mömmu Markaðurinn var fullur af börnum og barnabörnum himinninn léttskýjaður prúttað var um verðið skipst á slúðri Mamma sofnaði á bakinu pissaði smádropa lestin ók eftir hábrautinni elskendur voru þarna enn Hver vill kaupa mömmu á markaðinum með gömlum notuðum geimfarabúningum tómum hljóðsnældum og nokkrum villiblómum Shuntaro Tanikawa: Besat af æbler og andre digte. Borgen 2000. Japaninn Shuntaro Tanikawa hefur sent frá sér fleiri en sjötíu ljóða- bækur, en auk þess hefur hann skrifað næstum hundrað barna- bækur, auk margra ritgerða, leik- rita og ýmiss konar lausamálstexta. ÖRN ÓLAFSSON fjallar um höfundinn og rýnir ljóð. AF JAPANSKRI LJÓÐLIST Shuntaro Tanikawa Ljósmynd/NF UNA Sveinbjarnardóttir fiðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari halda tónleika í Salnum í Kópavogi í dag kl. 17. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Beethoven, Saint-Saëns og Lutoslawski. Una Sveinbjarnardóttir er fædd 1975 og hóf fiðlunám í Tónmenntaskóla Reykjavíkur hjá Kristínu Th. Gunnarsdóttur. Frá 1998 hefur Una stundað nám hjá Thomas Brandis prófessor í Hochschule der Künste í Berlín. Nú í febrúar lauk hún Diplom-prófi í fiðluleik með hæstu einkunn og mun stunda fram- haldsnám til Konzertexamen hjá prófessor Brandis. Una hlaut Jean-Pierre Jacquillat-styrkinn á Íslandi 1999 og vann sama ár keppni um þýska styrkinn á Holland Music Sessions þar sem hún vann með Hermann Krebbers og Jacques Ghettem. Anna Guðný Guðmundsdóttir lauk námi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og nokkrum árum síðar frá Guildhall School of Music í London. Frá árinu 1982 hefur hún starfað sem píanóleikari í Reykjavík og tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi. Frumflutningur á Íslandi Á efnisskránni er Partíta nr. 1 í h-moll fyrir einleiksfiðlu BWV 1002 eftir Johann Sebasti- an Bach og Subito eftir Witold Lutoslavski, en það verk hefur ekki áður verið flutt á Ís- landi. Eftir hlé leika þær Sónötu fyrir píanó og fiðlu í G-dúr nr. 10 op. 96 eftir Ludwig van Beethoven og Introduction et rondo capricc- ioso op. 28 eftir Camille Saint-Saëns. Sónötur og partítur fyrir einleiksfiðlu BWV 1001–1006 eftir Johann Sebastian Bach eru til í handriti með hans hendi frá 1720. Þær eru í fjórum köflum. „Verkið er meðal þess merk- asta sem samið hefur verið fyrir fiðlu,“ segir Una. Subito eftir Witold Lutoslawski er samið 1992. „Þetta er er stutt verk en efnismikið. Eins og nafnið gefur til kynna er það hratt og snaggaralegt en hefur einnig mikla dýpt og áhrifamátt,“ segir Una. Sónata fyrir píanó og fiðlu í G-dúr nr. 10 op. 96 eftir Ludwig van Beethoven var frumflutt 1812. Beethoven samdi verkið skömmu eftir að hann lauk við 8. sinfóníuna. Sónatan er í fjórum þáttum. „Sónatan er gjarnan talin til síðari verka hans, hún er stór í sniðum, með sterkum efnivið þar sem hvergi er gefið eftir í meðferð stefja og andstæðna í blæbrigðum,“ segir Una. TVÍLEIKSTÓN- LEIKAR Í SALNUM Morgunblaðið/Jim Smart Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari. Í forgrunni eru hljóðfærin sem þær stöllur leika á í Salnum á tónleikunum sem hefjast kl. 17 í dag.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.