Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.2001, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.2001, Page 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. MARS 2001 MYNDLIST Árnastofnun, Árnagarði: Handritasýn- ing opin kl. 14-16. Til 15. maí. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Vagna Sól- veig Vagnsdóttir. Til 8. apr. Gallerí Reykjavík: Derek Mundell. Til 31. mars. Gallerí Sævars Karls: Katrín Sigurð- arsdóttir. Til 29. mars. Gerðarsafn: Úr einkasafni Sverris Sig- urðssonar. Til 31. mars. Hafnarborg: Barbara Vogler. Til 26. mars. Hallgrímskirkja: Kristín Geirsdóttir. Til 20. maí. i8: Karin Sander. Til 29. apr. Íslensk grafík: Ragnar Óskarsson. Til 1. apr. Listasafn ASÍ: Guðrún Gunnarsdóttir. Til 1. apr. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laug- ardaga og sunnudaga, kl. 14-17. Listasafn Ís: Náttúrusýnir.Til 22. apr. Listasafn Reykjavíkur - Ásmundar- safn: Páll Guðmundsson og Ásmundur Sveinsson. Til 29. apr. Listas. Rvík - Hafnarh.: Frásagnarmál- verkið og Sófamálverkið. Til 25. mars. Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstað- ir: Austursalur: Jóhannes S. Kjarval. Gullpensillinn. Til 24. mars. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: 30 ára í list Sigurjóns, 1930-1960. Til 1. júní. MAN: Jóna Thors. Til 11. apr. Mokkakaffi: Ragnar Stefáns. Til 8. apr. Norræna húsið: Vatnslitamyndir frá Færeyjum. Til 25. mars. Nýlistasafnið: Steingrímur Eyfjörð, Ragna Hermannsd., Finnur Arnar Arnarsson og Hulda Stefánsd. Til 25. mars. Ráðhús Rvíkur: Sri Chinmoy. Til 8. apr. Sjóminjas. Ísl.: Jón Gunnars. Til 2. apr. Skálholtskirkja: Anna Torfadóttir og Þorgerður Sigurðardóttir. Til 31. des. Slunkaríki, Ísafirði: Ragnhildur Stef- ánsdóttir myndhöggvari. Til 1. apr. Þjóðarbókhlaða: Elsa E. Guðjónsson. Til 30. apr. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Salurinn: Himnastigatríóið. Kl. 17. Seltjarnarneskirkja: Samkór Mýra- manna. Kl. 16. Ýmir: Karlakór Reykjavíkur. Kl. 16. Sunnudagur Hallgrímskirkja: Hulda Guðrún Geirs- dóttir sópran, Sigríður Jónsdóttir alt og Douglas A. Brotchie orgel. Kl. 17. Kirkjuhvoll, Gbæ: Vilbergsdagar. Kl. 17. Langholtskirkja: Minningatónleikar um Ragnar Björnsson. Kl. 17. Langholtskirkja: Gradualekór Lang- holtskirkju. Kl. 20. Salurinn: Sigríður Aðalsteinsdóttir og Jónas Ingimundarson. Kl. 20. Þriðjudagur Kirkjuhvoll, Gbæ: Vilbergsd. Kl. 20. Miðvikudagur Kirkjuhvoll, Gbæ: Vilbergsd. Kl. 20. Fimmtudagur Áskirkja: Gunnar Spjuth gítar. Kl. 20. Föstudagur Laugardalshöllin: Carmen. Kl. 19:30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Með fulla vasa af grjóti, 25., 29., 30. mars. Blái hnötturinn, 24., 25. mars. Horfðu reiður um öxl, 24. mars. Laufin í Toskana, 30. mars. Já hamingjan, 24., 29. mars. Borgarleikhúsið: Blúndur og blásýra, 30. mars. Skáldanótt, 24., fim. 29. mars. Móglí, 24., 25. mars. Öndvegiskonur, 25. mars. Íslenski dansflokkurinn: Kraak een og Krak twee, Pocket Ocen, sun. 25. mars. Loftkastalinn: Á sama tíma..., 25. mars. Iðnó: Sniglaveislan, .24., . 25., þrið. 27., 28., 29., 30. mars. Íslenska óperan: La Boheme, lau. 24. mars. Hafnarfjarðarleikhúsið: Vitleysing- arnir, lau. 24., fös. 30. mars. Möguleikhúsið: Skuggaleikur, lau. 24., 25., 26. mars. Lóma, 25. mars. Kaffileikhúsið: Bannað að blóta í brúð- arkjól, lau. 24. mars. Ég var beðin að koma, sun. 25. mars. Nemendaleikhúsið: Stræti, 24., fim. 29. mars. Leikfélag Akureyrar: Gleðigjafarnir, lau. 24. mars. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U Á BOÐUNARDEGI Maríu á morgun, sunnu- dag, verða tónleikar í Hallgrímskirkju kl. 17 með yfirskriftinni „Magnificat“ – Lofsöngur Maríu. Flytjendur eru Hulda Guðrún Geirs- dóttir sópran, Sigríður Jónsdóttir alt og Douglas A. Brotchie orgel. „Þegar engillinn hafði vitjað Maríu söng hún lofsönginn sem birtist í Lúkasarguðspjalli og hefst á orðunum „Önd mín miklar Drottin“. Þessi lofsöngur, sem er einn þriggja þekktra lofsöngva úr Biblíunni, hefur verið yrkisefni tónskálda gegnum aldirnar. Á tónleikunum gefst áheyrendum tækifæri til að heyra ýmsar túlkanir á honum og atburðum dagsins. Þetta eru orgelverk eftir Buxtehude og og söngverk eftir Bach, César Frank, Merikanto og Gór- ecki auk sálms úr Grallaranum. Magnificat, orgelfantasía eftir Buxtehude er önnur af tveimur sem hann samdi um Lofsöng Maríu. Hún samanstendur af tveimur samfelldum þáttum sem báðir sækja tónefni sitt í greg- órska tónsetningu Magnificat sem er í fyrstu kirkjutóntegundinni,“ segir Erla Elín Hans- dóttir umsjónarmaður tónleikanna sem eru á dagskrá Listvinafélags Hallgrímskirkju. „Hugsanlegt er að þessir orgellofsöngvar hafi verið hugsaðir sem forspil að hátíðarflutningi á Magnificat með kór og hljóðfæraleikurum. Sálminn „Guð þann engill sinn Gabriel“, sem tileinkaður er boðunardegi Maríu, er að finna í Grallaranum 1594. Lagið er þýskt að uppruna og textinn eftir Erasmus Alberus. Þýðingin fylgir upprunalega textanum mjög náið, er ef til vill eftir síra Ólaf Guðmundsson í Sauðanesi. Arían „Schäme dich, o Seele nicht“ er úr 147. Kantötu eftir Johann Sebastian Bach. Hún er þekkt í tveimur gerðum og var síðari útgáfa frumflutt í Leipzig árið 1723,“ segir Erla Elín. Þrjár Maríubænir Síðar á efnisskrá koma þrjár Maríubænir. „Ave Maria“ eftir Cesar Franck fyrir einsöng eða kór er ekki sérlega þekkt eða hátt skrifað af tónlistarfræðingum. Hann skrifaði þrjú tón- verk við þessa frægu. Önnur Ave Marian er eftir finnska tónskáld- ið Oskar Merikanto. Hann er þekktur meðal Finna fyrir vinnu sín við menntun kirkjutón- listarmanna í heimalandi sínu og fyrir að hafa frumkvæði í óperuflutningi. Hann samdi m.a. fyrstu óperuna á finnsku, „Pohjan neiti“, 1899. Síðasta og jafnframt langyfirgripsmesta verkið er „O Domina nostra“ eftir pólska tón- skáldið Henryk Górecki. Hann er kaþólskur og er trúin honum afar mikilvæg auk þess sem hann leggur mikla rækt við menningararf þjóðar sínar. Verkið var samið 1982 í tilefni af 600 ára afmæli hinnar frægu Svörtu meyjar frá Jasnogora-klaustrinu. Hún hefur lengi ver- ið tákn sjálfstæðishugsjóna Pólverja auk þess sem þeir beina bænum sínum til hennar á neyðartímum,“ segir Erla Elín. HALLGRÍMSKIRKJA LOFSÖNGVAR MARÍU Á TÓNLEIKUM Morgunblaðið/Jim Smart Sigríður Jónsdóttir, Douglas A. Brotchie og Hulda Guðrún Geirsdóttir við æfingar í Hallgríms- kirkju. GRADUALEKÓR Langholtskirkju heldur tónleika í Langholtskirkju annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20. Undirleikari á píanó og orgel er Lára Bryndís Eggertsdóttir og nokkrir einsöngvarar úr röðum kórfélaga koma fram. Stjórnandi er Jón Stefánsson. Á efnisskránni eru bæði þekkt lög sem fylgt hafa kórnum frá upphafi og nýrri verk. Má nefna m.a. Sálm 100 eftir Tryggva E. Baldvinsson, Verk eftir kanadíska tónskáldið Ruth Watson Henderson og þætti úr „Lapsi- messu“ (barnamessu) eftir Einohuhani Rautavaara. Að sögn Jóns Stefánssonar hefur á sl. tveimur árum enn verið aukin áhersla á raddþjálfun. Til viðbótar reglulegri radd- þjálfun hópsins hefur Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir kennt kórfélögum í þriggja til fjög- urra manna hópum og munu þessir hópar koma fram á tónleikunum og syngja. Miðaverð er kr. 1.000 og í hléi mun for- eldrafélag Gradualekórsins selja veitingar til styrktar Finnlandsferð kórsins, sem fyr- irhuguð er í júní, þar sem hann tekur m.a. þátt í kórakeppni í Tampere. Þá verður einn- ig komið við í Danmörku. Tónleikarnir eru ein helsta fjáröflunarleið kórsins vegna far- arinnar. Ljósmynd/Anna Fjóla Gísladóttir. Gradualekór Langholtskirkju. TÓNLEIKAR GRADUALEKÓRS LANGHOLTSKIRKJU NÝVERIÐ kom út hjá Like-forlaginu í Helsinki finnsk út- gáfa af Svaninum eftir Guðberg Bergs- son í þýðingu Tapio Koivukari. Guðbergi var boð- ið til Finnlands í til- efni af útgáfunni og kom hann fram í mörgum stærstu fjölmiðlum Finna af þessu tilefni. Meðal annars gerði Rás 1 50 mínútna þátt um Guðberg sem sendur verður út tvisar í maí auk þess sem tekið var sjónvarpsviðtal við hann. Like-forlagið hefur áður gefið út bækur eftir íslenska höfunda en meðal erlendra höfunda forlagsins má nefna Kjell Askild- sen, Karin Fossum, Erlend Loe, Marguerite Duras, Jean Genet og Primo Levi. Svanurinn hlaut á sínum tíma Íslensku bókmenntaverðlaunin og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Hún hefur verið gefin út víða um heim og hlotið mjög góðar viðtökur lesenda og gagnrýn- enda. Þetta er tíunda erlenda útgáfan á bók- inni en JPV útgáfa annaðist samninga vegna útgáfunnar. SVANURINN GEFINN ÚT Á FINNSKU Guðbergur Bergsson SÝNINGARGESTUR í Royal Academy of Arts listasafninu í London hlýðir hér áhugasamur á segulbandsleiðsögn um Víti Dantes á sýningu á myndlýsingum við Hinn guðdómlega gleðileik. Myndir ítalska endurreisnarlista- mannsins Sandro Botticelli við Hinn guð- dómlega gleðileik Dantes eru alls 92 að tölu. Þær eru nú allar til sýnis í Royal Academy of Arts, en Botticelli er aðeins einn fjölmargra listamanna sem í gegnum tíðina hafa myndskreytt þetta þekkta verk. Eins og Morgunblaðið sagði frá í vik- unni hefur Vatikanið hætt við sýningu á myndunum í Metropolitan safninu í New York af ótta við að myndirnar verði bit- bein í málaferlum sem höfðuð hafa verið gegn því í Kaliforníu. AP VÍTI BOTTICELLIS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.