Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.2001, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. MARS 2001 15
nefndur og bendir það til að greinin sé eftir rit-
stjórann séra Matthías Jochumsson. Í upphafi
segir m.a.: „... nú á dögum standa sem hæst þau
sólhvörf, sem breyta gömlum gangi fleiri hluta
en nokkurn áður óraði fyrir. Við margar nýung-
ar má kenna þessa öld... Nú hefir tíminn svo að
segja á svipstundu umsteypt nálega öllu; er sú
skoðun alls þorra manna, að efling alþýðu-
menntunarinnar sé sjálfsagt lífs- og framfara-
skilyrði nú á dögum. Og meðalið eru skólarnir.“
Ennfremur segir: „Kirkjur og kirkjuleg upp-
fræðing er ekki lengur einhlýtt hjá oss, því veld-
ur breyting tímanna og hugmyndanna; með
nýju þjóðfrelsi þurfum vér nýja þjóðmentun;
með nýju þjóðlífi þurfum vér nýja þjóðkrapta;
til nýrra framkvæmda þurfum vér nýja kunn-
áttu, nýjan undirbúning, nýtt uppeldi, ný sam-
tök, nýjan anda. Oss vantar skóla.“ (Undirstrik-
að í Þjóðólfi).
Nokkrar helstu ritgerðir Channings
Í bréfum sem til eru frá hendi Matthíasar
nafngreinir hann þrjá fyrirlestra eftir Channing
sem hann hafði þýtt og sent Bókmenntafélaginu
(hann sendi því raunar fjóra) til útgáfu árið
1887, þeir eru On Temperance, The Present
Age og On Religion. Einhverju sinni (1875) get-
ur hann þess að hann hafi nýlokið við að þýða
On Selfculture eftir W. E. Channing. Í bréfi sem
séra Matthías ritaði frá Odda til Hannesar
Hafstein 27. mars ‘85 segir: „Ég hef þessa daga
þýtt dr. Channings masterpiece, Remarks on
Napoleon – ætla að reyna að fá styrk í Englandi
til að gefa hans ágætustu ritgerðir út. Odda
21.2.1887 til séra Valdimars Briem: „... ég hef
þýtt 3–4 fyrirlestra dr. Channings – On
Temperance, – The Present Age, – On Relig-
ion.... Reyndu að lesa Chr. Life of Channing, eða
áttu hann ekki?“ [Christian Life kallar Matthías
í sama bréfi „uppáhaldið“ sitt].
Þótt hér séu aðeins fáein rit tilgreind leikur
enginn vafi á því að Matthías hefur oft lesið verk
Channings á langri ævi sinni og aldrei virðist
áhugi hans dvína á ritum þessa guðfræðings.
Eitt þeirra rita sem nefnt er hér að ofan, On
Selfculture, er raunar meðal helstu rita Chann-
ings; þar kemur hinn bjartsýni mannskilningur
hans vel í ljós. Hugtakið selfculture átti eftir að
hafa veruleg áhrif m.a. á áhrifamikla menn eins
og skáldið Ralph Waldo Emerson (1803–1882),
sem var um skeið prestur í Boston og aðdáandi
Channings.
Af þessum ritum hefur On Selfculture (Sjálfs-
menntun) verið prentað á íslensku, tvö eru í
handriti á handritadeild Landsbókasafns (On
Temperance og Remarks on the Character and
Writings of Fénelon). Ritgerðirnar On Religion
og Remarks on Napoleon hefur mér ekki tekist
að finna á íslensku, hvorki í handriti né á prenti.
Ritgerðina On Selfculture frá 1838, sem er
ein merkasta ritsmíð Channings, þýddi séra
Matthías og birti í Tímariti Bókmenntafélags-
ins árið 1886 undir heitinu Sjálfsmenntun. Í
þessari ítarlegu ritgerð (rúmar 60 prentaðar
bls.) kemur mann- og þjóðfélagsskilningur
Channings vel fram. Hugsun hans grundvallast
á þeirri sannfæringu að manninn megi bæta,
hann trúir á „ljós skynseminnar, samviskunnar,
elskunnar“. Hann trúir á manneðlið: „Látum
oss eigi gjöra lítið úr sameiginlegu manneðli.
Enginn hugur megnar að mæla þess mikilleik.
Það er ímynd guðs, jafnvel ímynd hans óend-
anlegleika, því engin takmörk verða sett þess
vexti og framförum.“ Þess vegna er sjálfs-
menntun „möguleg; hún er enginn draumur;
hún er grundvölluð á eðli voru“.
Í ritgerðinni um inntak sjálfsmenntunar
flokkar hann efnið í fimm meginflokka þar sem
sjálfsmenntun er a) siðferðisleg, b) trúarleg, c)
vitsmunaleg, d) félagsleg og e) verkleg (prakt-
ísk). Hún er siðferðisleg vegna þess að í eðli
mannsins er „uppspretta máttugrar hugmynd-
ar sem kemur þvert í bága við síngirni hans,
hugmyndar um skyldu, að í honum talar rödd...“
Þetta óeigingjarna afl í mannsins eðli köllum
vér stundum skynsemi, stundum samvizku og
stundum hina siðferðislegu tilfinningu. Þá er
hún trúarleg vegna þess að í manninum er „afl
sem sækist eftir hinni óendanlegu ósköpuðu or-
sök“. Hún er vitsmunaleg vegna þess að „ég
hlýt að velja hið sanna án þess að spyrja hið
minnsta hvaða áhrif það hafi mér til handa. Ég
verð að fylgja því hvert sem það leiðir mig,
hvaða hagsmuni sem það truflar fyrir mér,
hvaða ofsóknir og tjón sem af því kunna að
leiða“.
Í síðari hluta ritgerðarinnar fjallar Channing
um leiðir til þess að efla sjálfsmenntun hinna al-
mennu borgara. Þar kemur skýrt fram að
grundvallarhugsjón hans er frelsi og menntun
handa alþýðunni, verkalýðnum. Með það í huga
að ritgerðin var skrifuð 1838 eru þessi orð auð-
skilin: „Hver getur borið saman ástand Evrópu
fyrir fáum árum við ástand heimsins nú án þess
að lofa guð fyrir umskiptin? Hin miklu batn-
aðarskipti vorra daga eru fólgin í upprisu alþýð-
unnar frá dýrslegri niðurlægingu í dagvaxandi
þekkingu hennar á réttindum sínum, í meiri og
meiri útbreiðslu menntunar og farsældarmeð-
ala, í uppkomu þess valds í ríkjunum sem heitir
alþýðuvald.“ Channing hefur ekki gleymt hin-
um trúarlega þætti sjálfsmenntunar: „Það var
trúin sem kenndi mönnum að þekkja skyldleika
sinn við guð og vakti með því meðvitund þeirra
um hvers einstaks manns gildi og ágæti. Það
var baráttan fyrir réttindum trúarinnar sem
opnaði augu manna fyrir öllum þeirra réttind-
um.“
Í ritgerðinni Remarks on the Life and Char-
acter of Napoleon Bonaparte (1827–28) eru
svipaðar kenningar um vald alþýðunnar. Í loka-
orðum ritgerðarinnar segir Channing: „Vér
höfum reynt að afhjúpa ástríðu valdsins, löng-
unina til þess að stjórna mannkyninu. Vér höf-
um reynt að sýna að siðferðislegt afl og áhrif er
sterkara því yfirráðaafli sem hrifsað hefur verið
um aldir með blóðugum höndum. Vér höfum
leitast við að afhjúpa grimmd og ómennsku þess
sem reyndi að stofna heimsveldi með því að
beita skynsemi gæddar verur grimmdarvaldi.“
Í ritgerðinni Address on Temperance (1837),
Um bindindi, er Channing í essinu sínu. Fyrst
leiðir hann huga hins fjölmenna áheyrendahóps
að því hvers vegna þeir beri í brjósti umhyggju
vegna þeirra sem helst hafa úr lestinni af
félagslegum ástæðum, fátæktar eða annars.
„Höfum vér lært hana í skólum hinnar fornu
heimspeki eða fengið hana frá helgihofum
Grikkja og Rómverja? Nei. Vér höfum erft hana
eftir Jesúm Krist. Vér höfum meðtekið hana af
vörum hans, frá lífi hans, frá krossi hans.
Ættum vér að komast fyrir upptök þessa fundar
yrðum vér að fara til Betlehems og Golgata.“
Channing segir að drykkjumaðurinn sé „reið-
innar teikn meðal sinna félagsbræðra... kennari
hvar sem hann birtist, kennari sem sýnir með
svipnum og með hverjum legg og lið sem hann
hreyfir hversu voðaleg sök það sé að fyrirfara
skynseminni“. Hegningin sem hann kallar yfir
sig, ofdrykkjan og allt sem henni fylgir, er að
dómi Channings sálarböl í sýnilegri mynd.
Meðal vondra afleiðinga ofdrykkjunnar er fá-
tæktin. Channing segir að skattleggja eigi þjóð-
félagið til þess að hjálpa fórnarlömbum of-
drykkjunnar: „Ég tek alls eigi til þess þó
mannfélagið borgi skatt sakir ofdrykkjumanns-
ins. Ég vildi að sá skattur væri þyngri. Ég vildi
að framfærslubyrði hans væri svo þung að hún
neyddi oss til að vakna við og spyrja hver ráð
væri til að frelsa hann frá glötun... Þjáist einn
limur mannfélagsins hljóta aðrir einnig að
kenna sviða; og þetta er vel.“
Í ritgerðinni um bindindi skilgreinir Chann-
ing ekki aðeins hinar ýmsu orsakir ofdrykkju
heldur einnig leiðir til þess að komast hjá þess-
um vanda – sem var vissulega gífurlegur. Hér
grípur hann til hugmyndanna um sjálfsmennt-
un. Allt byggist á því að mennta fjöldann, kenna
honum að meta það sem er fagurt, veita honum
aðgang að menningarlífinu. „Það sem þannig er
nú eytt [í óþarfa og lúxus], mætti nægja ekki
einungis til fræðslustofnana í vísindum heldur
og í fagurlistum. Sönglist mætti gjöra hér eins
almenna eins og á Þýskalandi svo hún yrði að
létti við strit manna, upplífgun í margmenni,
dægrastytting í einveru og huggun í hvíld.“ Og
síðan heldur hann áfram og tekur dæmi frá
Evrópu, m.a. bendir hann á hina fögru garða
Parísar. Það þarf að efla menntun og kennslu:
„Það að kenna öðrum hvort heldur er í orði eða
verki er hin æðsta starfsemi á jörðinni. Menn
þurfa að eiga aðgang að hinum fögru listum,
læra að meta bókmenntir, leiklist, danslist.“ Um
það fjallar Channing í þessari ritgerð. Enginn
efi er á því að þessar hugmyndir hafa talað beint
til séra Matthíasar.
Dómur sögunnar
Skömmu eftir áföllin sem Matthías varð fyrir
þegar hann sat í Móum hvarf hann frá prests-
skap um nokkurra ára skeið. Tók hann þá við
ritstjórn þjóðmálablaðsins Þjóðólfs (1874–81)
og ritaði að staðaldri um þjóðmál. Þegar hann
settist í ritstjórastólinn hafði hann um nokkurt
skeið lesið verk Channings dyggilega.
Vel er hugsanlegt og raunar afar líklegt, að
hinn mikli áhugi Matthíasar á þjóðmálum eigi
rætur sínar að rekja til áhrifa frá Channing. En
eitt megineinkenni únitara vestanhafs á
nítjándu öld – og enn – var mikil virkni í þjóðlíf-
inu og þátttaka í stjórnmálum.
Það er augljóst að andi séra Matthíasar
nærðist af verkum Channings alla starfsævina
og raunar enn lengur. Þar náði hann fyrst
sambandi við guðfræðilegar hræringar samtím-
ans. Því er þó ekki gleymt að hann kynntist
einnig evrópskri guðfræði, bæði hinni klassísku
lúthersku guðfræði (Grundtvig) og frjálslyndu
guðfræðinni (m.a. Adolf von Harnack). Auk
þess dróst hann að hinni stundum guðlausu
heimspeki aldamótanna svo sem kenningum
Brandesar.
Í þessari ritgerð hef ég reynt að draga fram
ákveðinn þátt í ævi séra Matthíasar Jochums-
sonar sem ég tel að menn hafi ekki gefið gaum
sem skyldi til þessa, það eru hin sterku og rót-
tæku áhrif sem hann varð fyrir frá William Ell-
ery Channing og þar með frá hinum áhrifamiklu
kirkjumönnum á f.hl. nítjándu aldar í Boston.
Þar voru guðfræðingar, prédikarar, skáld og
listamenn sem gerðu sér grein fyrir hinni menn-
ingarlegu og þjóðfélagslegu skírskotun sem býr
í kristnum boðskap. Hinn sterki, lýðræðislegi
arfur í kirkjulífi Nýja-Englands kemur skýrt
fram í því að frelsi alþýðunnar er sett á oddinn.
Það var meðal annars þetta sem höfðaði sterkt
til séra Matthíasar. Það er svo önnur saga
hvernig jarðvegurinn var hér á landi fyrir hinar
framsæknu hugsjónir. Séra Matthías virðist
ekki hafa átt marga sálufélaga um hinar rót-
tæku þjóðfélagsskoðanir og framsæknu guð-
fræði.
Hér urðu þessi viðhorf til þess að gera hann
að hálfgerðum einfara í kirkjunni. Þær fram-
sæknu skoðanir í guðfræði, menningu og þjóð-
félagsmálum almennt áttu langt í land hér á
landi þegar eldmóður séra Matthíasar var hvað
mestur og væntanlega hefur honum þegar frá
leið fundist baráttan tilgangslítil í fásinni og fá-
menni. Hann á það jafnvel til að líkja sér við
hrópandann í eyðimörkinni. Kannski var það
þess vegna sem hann dróst að Channing og
Brandesi, siðbótarmönnunum. Þannig rödd
vildi séra Matthías áreiðanlega vera í íslensku
þjóðlífi, í það minnsta í kirkjunni.
Hann fær þann dóm sögunnar að hann hafi
ásamt séra Páli Sigurðssyni í Gaulverjabæ rutt
brautina fyrir hina frjálslyndu guðfræði alda-
mótanna innan kirkjunnar, en sú guðfræði var
ríkjandi hér á landi fram yfir miðja tuttugustu
öld þegar aftur var horfið til íhaldssamrar
kirkjuguðfræði. Enginn ryður nýjum hugsjón-
um braut án þess að hafa til þess eldmóð. Þann
eldmóð hafði séra Matthías þótt hann hafi með
aldrinum lagað sig hægt og sígandi að ríkjandi
aðstæðum eins og skynsamlegt var og honum
var unnt samvisku sinnar vegna. Í vitund flestra
er hann því ekki sá siðbótarmaður sem hann
vildi vera og var í hjarta sínu, heldur fulltrúi
mildrar guðfræði þar sem „ljóssins Faðir vakir
yfir hverju mannsins barni um tíma og eilífð“.
Í elli sinni ritaði séra Matthías mörg bréf,
m.a. til Brandesar – sem ritaði Matthíasi einnig
nokkur bréf. Í bréfi til Brandesar 29. okt 1906
ritar Matthías á þessa leið: „Ég er maður líð-
andi stundar, allt sem nýtt er vekur áhuga minn
og ég nýt þess, ég trúi litlu, vona allt og elska
mikið.“ Og tæpum áratug síðar ritar hinn 75 ára
aldni skáldprestur í bréfi til Brandesar (29. nóv.
1915): „... aðeins fáir hinna mörgu vina minna
hafa skilið mig, t.d. meðfædda velvild mína og
umhyggju fyrir öllum mönnum... Eitt hef ég tal-
ið mig skilja, að maðurinn er mikilvægari en
hann heldur: “We are greater than we know“,
segir Wordsworth.“ Á tímum séra Matthíasar
var leitað að stórmennum. Í huga séra Matth-
íasar Jochumssonar var enginn efi: Channing
var stærstur!
Heimildaskrá
Matthías Jochumsson, Sögukaflar af sjálfum mér,
Reykjavík 1959.
Matthías Jochumsson, Bréf til Matthíasar Jochumsson-
ar, Akureyri 1935.
Matthías Jochumsson, Bréf Matthíasar Jochumssonar til
Hannesar Hafstein, Reykjavík 1959.
Matthías Jochumsson, Bréf til Hornafjarðar, Skírnir
1972, bls. 89–124.
Matthías Jochumsson, „Dr.Kjanning (W. E. Channing)“,
Eimreiðin 1901, bls. 181–187.
Adams, James Luther, The Prophethood of all Believers,
Boston 1986.
Brandes, Georg, Taler, Kbh 1920.
Brandes, Georg, Bréfasafn (3.bd).
Chadwick, John White, William Ellery Channing, Boston
and New York 1903.
Channing, William Ellery, The Works of William E.
Channing, D.D. With an Introduction. New and complete
edition, rearranged to which is added The Perfect Life, Am-
erican Unitarian Association, Boston 1886.
Channing, W.E., „Sjálfsmenntun“. Fyrirlestur, sem
Dr.W. E. Channing hélt í Boston í Ameríku 1838 [Self-
Culture], þýðing séra Matthíasar, Tímarit Bókmennta-
félagsins 1886, bls. 106–169.
Skáldið á Sigurhæðum. Safn ritgerða um þjóðskáldið
Matthías Jochumsson. Davíð Stefánsson tók saman. Ak-
ureyri (Bókaforlag Odds Björnssonar) 1963.
Gudmundsson, V.Emil, The Icelandic Unitarian Conn-
ection, Winnipeg 1984.
Gunnar Kristjánsson, „Lífsviðhorf séra Matthíasar“,
Skírnir vor 1987, bls. 15–40.
Jón Hjaltason, „Matthías Jochumsson og Þjóðólfur“,
Skírnir vor 1987, bls. 41–58
Marty, Martin E., Pilgrims in their own Land, Grand
Rapids 1982.
Mendelsohn, Jack, Channing. The Reluctant Radical,
Boston 1986 (3rd printing).
Madeline Rice, Federal Street Pastor. The Life of Will-
iam Ellery Channing, New York 1961.
Sigurður Bjarnason, „Trúarhugmyndir Matthíasar Joch-
umssonar“, Skírnir 1982, bls. 140–158.
Tillich, Paul, Perspectives on Nineteenth and Twentieth
Century Protestant Theology, London 1967.
Theologische Realenzyklopädie, Band VII, Berlín, New
York 1981.
The New Schaff-Herzog Encyclopedia of Religious
Knowledge, New York, London 1903 vol. IV.
Þjóðólfur 1879 og 1880, 31. og 32. árg.
Handrit
Prédikanir eftir séra Matthías í handriti á Landsbóka-
safni. Tveir pakkar, Lbs 2931 og 2980.
Channing, William Ellery, „Um ofdrykkju [On Temper-
ance]“, þýðing séra Matthíasar. Lbs 2813,4to
Channing, W.E., „Trúin og lífið [Faith and Life]“, þýðing
séra Matthíasar. Lbs. 2812,4to
Á nítjándu öld voru únitarar framsækinn og frjálslyndur kristinn trúflokkur, ekki hvað síst í Boston sem löngum hefur verið höfuðborg únitara og
hinn virti Harvardháskóli var löngum höfuðvígi þeirra. Myndin er tekin í Harvard.
Höfundur er sóknarprestur á Reynivöllum í Kjós.
Presslink