Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.2001, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. MARS 2001 3
E
F MARKA má fréttir, sem
bárust af Alþingi um miðj-
an febrúar, halda nokkrir
þingmenn því fram að
Hafnfirðingar ætli að selja
börnin sín. Þeir hafa stór
orð um þetta og tala um
markaðsvæðingu á skóla-
börnum. Tilefnið er að bæjarstjórnin í
Firðinum býður út kennslu við einn
grunnskóla.
Hingað til hefur ekki verið litið svo á
að börn séu seld mansali þótt þau njóti
kennslu hjá stofnunum í einkaeign, enda
mætti þá með sams konar hundalógik
halda því fram að börn séu þjóðnýtt ef
þau eru send í skóla sem eru reknir af
ríki eða sveitarfélögum. Trúlega er fimb-
ulfambið um sölu á börnum lítið annað
en tilraun til að draga athyglina frá
kjarna málsins, sem auðvitað tengist
ekki á nokkurn hátt verslun með fólk.
En hver er þá kjarni málsins?
Í umræðum um útboð á kennslu við
grunnskóla í Áslandi í Hafnarfirði takast
á tvenns konar hugmyndir um hvernig
yfirvöld geti helst stuðlað að framförum,
í þessu tilviki betri menntun. Fylg-
ismenn og andstæðingar einkaframtaks í
skólamálum eru vonandi sammála um að
skólakerfið þurfi stöðugt að þróast og
laga sig að nýjum kröfum og breyttum
aðstæðum. „Það er svo bágt að standa í
stað, og mönnunum munar annaðhvort
aftur á bak ellegar nokkuð á leið“ eins
og Jónas sagði. Þeir sem efast um þetta
og halda að best sé að skólar breytist
sem minnst og verði um allan aldur eins
og þeir eru nú geta hætt lestrinum hér.
Ég er ekki að tala við þá heldur hina
sem álíta að þörf sé að kanna óþekktar
leiðir í menntamálum, prófa nýjar að-
ferðir og öðru vísi vinnubrögð.
Hingað til hefur rekstur nær allra ís-
lenskra grunnskóla verið með líku sniði
og flestallt starfsfólk og stjórnendur haft
svipaða menntun úr einum og sama skól-
anum. Skólaþróun hefur lengst af verið
miðstýrt af menntamálaráðuneyti og fá-
einum stofnunum sem hafa starfað í nán-
um tengslum við stjórnvöld og kenn-
araháskóla. Áherslan hefur verið á
miðstýringu, skipulag, áætlanagerð og
tæknilegar lausnir á vandamálum. Með
nokkurri einföldun má segja að grunn-
skólakerfinu hafi verið stjórnað eins og
einu stóru fyrirtæki. Á þessu varð dálítil
breyting þegar grunnskólinn var færður
til sveitarfélaganna. Enn er skólahald þó
með svipuðu sniði alls staðar á landinu.
Miðstýring, áætlanagerð og skipulag
geta stuðlað að því að menn samstilli
kraftana og nái árangri. En til þess
þurfa mælikvarðar á árangur að vera
þokkalega klárir og umhverfið sæmilega
kortlagt. Stjórnun eins og tíðkast innan
fyrirtækja og stofnana miðar yfirleitt að
því að laga hluti til innan tiltekins
ramma. En stærstu framfaraskrefin eru
oftar en ekki stökk út í óvissu, út fyrir
alla ramma og þekkt landamæri. Þau
eru ekki skipulögð og menn vita iðulega
ekki fyrr en eftir á að um framfarir hafi
verið að ræða.
Ný þekking verður stundum til með
skipulegum rannsóknum sem unnar eru
samkvæmt áætlun. En mikið af þeirri
þekkingu sem menn búa yfir hefði aldrei
orðið til með slíkum hætti. Hún varð til
óvænt þegar menn leituðu út fyrir kunn-
ar leiðir eða fluttu með sér á eitthvert
svið hugsun og vinnubrögð sem mót-
uðust í glímu við annars konar viðfangs-
efni.
Í ljósi þessa getum við greint tvenns
konar orsakir framfara í vísindum,
tækni, verkmenningu og atvinnulífi.
Annars vegar vinna menn að því með
kerfisbundnum hætti að bæta árangur á
sviðum sem eru fyrirfram skilgreind.
Hins vegar grípa þeir tækifæri sem voru
ófyrirsjáanleg, sjá aðstæður í nýju ljósi,
prófa leiðir sem enginn veit hvert liggja.
Til að fyrrnefndu aðferðirnar skili sem
bestum árangri þarf oft þróaða skrif-
finnsku, stofnanaleg vinnubrögð, skipu-
lag, reglu og kerfi. Síðarnefndu aðferð-
irnar blómstra helst við samkeppni,
frelsi og fjölbreytilegt mannlíf þar sem
ólíkar hefðir mætast og menn flytja
reynslu og þekkingu af einu sviði á ann-
að.
Það er fjarri mér að vilja gera lítið úr
vísindalegum aðferðum, nákvæmri mark-
miðssetningu og skipulegum vinnubrögð-
um. En þeir sem halda að eintómar að-
ferðir af þessu tagi dugi til að drífa
áfram framfarir og þróun eru líklega
haldnir einhvers konar einsýni eða oftrú
á að allir möguleikar séu fyrirsjáanlegir.
Þeir sjá ekki, eða vilja ekki sjá, hvað
samkeppni og samspil ólíkra hugmynda,
aðferða og hefða hefur skapað margar
gagnlegar nýjungar með algerlega
óvæntum og ófyrirsjáanlegum hætti.
Þjóðir sem búa við markaðshagkerfi
njóta meiri velmegunar en þær sem búa
við miðstýrt efnahagslíf og ástæðurnar
eru meðal annars að markaðurinn virkj-
ar í senn iðjusemi fólks sem vinnur að
fyrirframsettum markmiðum og hæfi-
leikann til að grípa óvænt tækifæri. Mið-
stýring og áætlanabúskapur hafa alls
staðar leitt til stöðnunar vegna þess að
skipuleg vinnubrögð og vísindaleg hugs-
un eru aðeins helmingur þess sem þarf
til að knýja áfram framfarir og þróun.
Hinn helmingurinn er fjölbreytileiki,
samkeppni, djörfung til að hugsa út fyrir
hefðbundna ramma og frelsi til að fylgja
þeirri hugsun eftir. Allt þetta getum við
kallað einu nafni sköpunarkraft stjórn-
leysisins.
Hvernig tengist þetta svo skólahaldi í
Hafnarfirði?
Margt þarf að laga í skólum hér á
landi. Kannanir hafa til dæmis sýnt að
árangur íslenskra barna í stærðfræði og
raungreinum er með lakara móti. Við
marga skóla hefur líka gengið illa að
stemma stigu við einelti og slæmri hegð-
un. Fleira mætti tína til og eitthvað af
því er vafalaust hægt að laga með skipu-
legri vinnubrögðum og betri stjórnsýslu.
En sum vandamál vita menn ekki hvern-
ig á að leysa og vafalaust eru einhver
þeirra þess eðlis að þau verða ekki leyst
nema mönnum auðnist að sjá aðstæður í
nýju ljósi.
Ef allir skólar eru reknir eins, allir
starfsmenn þeirra hafa sams konar
menntun og þeim er öllum stjórnað af
mönnum með svipaðan sjóndeildarhring
þá er ósennilegt að margir skólamenn
sjái starfsvettvang sinn í nýju ljósi og
finni þannig ný svör og frumlegar lausn-
ir á vandamálum. Þess vegna er vel lík-
legt að tilraunir með ný rekstrarform á
skólum stuðli að framförum. Það er jafn-
slæmt fyrir skólastarf og aðrar atvinnu-
greinar að allt sé á eina bókina lært.
Ég hef nú tilgreint eina veigamikla
ástæðu til að fagna þeirri tilraun sem
Hafnfirðingar eru að gera í skólamálum.
Ég held að flestir sem eru tilrauninni
mótfallnir geri sér annaðhvort óljósa
grein fyrir því hvernig framfarir verða
eða séu einfaldlega hræddir við sköp-
unarmátt stjórnleysisins og þyki ein-
hvern veginn öruggara og tryggara að
búa við stöðnun og steinrunnið skipulag.
Einhverjir halda kannski líka að einka-
fyrirtæki sé líklegra til þess en opinberir
aðilar að svíkja börnin um þjónustu sem
þeim ber lögum samkvæmt, að það muni
reyna að kreista eins mikinn pening og
hægt er úr rekstrinum þótt það verði á
kostnað barnanna. Því er til að svara að
svoleiðis naglaskapur fyrirfinnst ekki
síður hjá ríki og sveitarfélögum. Mun-
urinn er bara sá að einkafyrirtæki líðst
miklu síður að bjóða svikna vöru heldur
en ríki og bæ. Fram undir þetta hafa
skólar komist upp með að hafa of fáa
kennsludaga og sleppa ýmsu sem á að
gera samkvæmt lögum, reglugerðum og
námskrá. Embættismennirnir sem eiga
að hafa eftirlit sem skólahaldinu eru
partur af sama kerfi og skólarnir sjálfir
og hafa kannski fullmikinn „skilning“ á
hversu erfitt er að reka skóla svo vel sé.
Mér þykir trúlegt að þeir taki harðar á
því þegar einkafyrirtæki veitir nem-
endum slaka þjónustu.
Hvort útboð á kennslu í Hafnarfirði er
spor í átt að betri menntun eða ekki get-
ur enginn vitað á þessari stundu. Við vit-
um hins vegar að fjölbreytileiki, sam-
keppni og tilraunir í þeim dúr sem
Hafnfirðingar eru að gera stuðla að
framförum og auka líkurnar á að menn
finni áður ókunnar leiðir til þess að laga
skólastarf að þörfum nýrra tíma.
ÆTLA HAFNFIRÐINGAR
AÐ SELJA BÖRNIN SÍN?
RABB
A T L I H A R Ð A R S O N
STEPHAN G. STEPHANSSON
UPPÖRVUN
Lát óskelfdur heimsku hof
háðs í eldi brenna –
miskunn veldu og manndáð lof,
meðan veldur penna.
Lát óm þinna hljómfalla opna þér dyr
í íslenzku kotin,
og hritt því, að málið, sem hugdirfði fyrr,
sé herlúður brotinn.
Ég skil það, að hann geri heiminum gagn,
sem huggar, en letur –
en skáldsins í valdi er voldugra magn,
sem vekur og etur.
Stephan G. Stephansson (1853-1927) var vestur-íslenskt skáld og bóndi. Hann var
jafnaðarmaður og jafnframt gagnrýninn efahyggjumaður sem og friðarsinni.
Heimur
skáldsögunnar
er yfirskrift viðamikils þings sem haldið
er í Odda nú um helgina. Ástráður Ey-
steinsson prófessor og Matthías Viðar
Sæmundsson dósent sögðu Heiðu Jó-
hannsdóttur frá þeim margbreytilega
heimi sem fjallað er um á þinginu.
Myndasagan
er hægt og hægt að
ávinna sér sterkari
stöðu sem „við-
urkennt listform“,
segir Úlfhildur Dags-
dóttir í grein sem
fjallar um mynda-
sögusyrpuna The
Sandman, en hún er
líklega ein áhrifa-
mesta myndasaga
síðustu tveggja ára-
tuga.
Skapandi skrif
í aldarfjórðung er yfirskrift viðtals Fríðu
Bjarkar Ingvarsdóttur við Andrew Motion,
lárviðarskáld Breta og prófessor í skapandi
skrifum við East Anglia-háskólann í Nor-
wich, en þaðan koma þekktir samtímahöf-
undar á borð við Ian McEwan og Kazuo Ish-
iguru.
Umdæmi tungumála
nefnist grein Kristjáns Árnasonar um stöðu
íslenskrar tungu á alþjóðlegum markaði
tungumála. Gengi tungumála ræðst af því
hversu nýtileg þau teljast og hvernig þau
gagnast einstaklingum og samfélögum og
til hvers hægt er að nota þau í víðum skiln-
ingi, að mati Kristjáns.
FORSÍÐUMYNDIN
Jólahúsið á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Lomo-mynd, unnin fyrir Lesbók
Morgunblaðsins. Listamaður: Guðmundur Oddur.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR
1 2 . T Ö L U B L A Ð - 7 6 . Á R G A N G U R
EFNI