Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.2001, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.2001, Side 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. MARS 2001 S AMKVÆMT Glermanninum, annarri aðalsöguhetju myndar- innar The Unbreakable (M. Night Shyamalan, 2000), geym- ir myndasagan fölnaðar leifar af goðsagnalegu mynstri um bar- áttu góðs og ills. Í myndasög- unni eru hetjur stöðugt að berj- ast við andhetjur, og þannig er ævafornri baráttu guða og demóna viðhaldið, þarsem ein- staklingar með ofurmannlega eiginleika, guðir eða hálfguðir, forða heiminum frá því að verða kaosinu að bráð. Þrátt fyrir að nútímamaðurinn trúi ekki lengur á þessa baráttu andstæðra afla, þá hefur hann þörf fyrir hana, líkt og mannlegt samfélag þarf enn og ávallt á vernd ofurmenna að halda. Og því eru þessi goðsögulegu átök sí- endurtekin í myndasögunni, sem þá tekur væntanlega á sig form goðsögu. Bókmenntafræðingurinn Harold Schechter hefur skrifað um tengsl sagnahefðar, þjóð- sagna, mýta og afþreyingarmenningar og segir að það sé í gegnum afþreyingarmenningu sem nútímamaðurinn fái fullnægt megninu af þörf sinni fyrir sögur. En afþreyingarmenningin miðlar ekki aðeins sagnahefð heldur skapar sín- ar eigin mýtur eins og Roland Barthes hefur minnt á. Í Mythologies (1957) ræðir Barthes goðsagnasköpun afþreyingarmenningar og tengir hana táknmáli ímyndaframleiðslunnar; dægurmenning er drifin áfram af táknum og ímyndum sem taka á sig goðsögulega mynd, verða að einskonar íkonum. Barthes var á sín- um tíma gagnrýninn á þessa (útþynntu) goð- sagnasköpun nútímans en fyrir Schechter er þetta gott mál og hann leggur einmitt jákvæða áherslu á ánægjuna af hinni gamaldags frá- sögn, sem hann tengir goðsögum og þjóðsög- um. Hugmyndin um ánægju og skemmtun er orðin mjög mikilvæg í menningarfræðum, enda óaðskiljanleg frá öllum hugmyndum um vin- sældir og neyslu, og Schechter leggur áherslu á að afþreyingarmenning höfði oft til tilfinninga fremur en vitræns mats sem er þá byggt á fjar- lægð, öfugt við þá samsömun sem verður við til- finningalega upplifun. Ræðir hann þetta sér- staklega í tengslum við hugmyndina um sjálfa frásöguna, og tengir þetta reyndar alltsaman við hið kvenlega í nútíma menningarumhverfi. Þessi kvenlega áhersla hefur verið útfærð frek- ar af sagnfræðingnum og rithöfundinum Mar- inu Warner, en hún hefur einmitt lagt áherslu á tengsl kvenna og sögumennsku, og einnig rætt hvernig minni úr þjóðfræði, ævintýrum og goð- sögum ganga ljósum logum í afurðum afþrey- ingarmenningar; sem eru jafnframt aðalbirt- ingarform þjóðsagna, ævintýra og mýta í nútímamenningu. Goðsöguleg veröld Sandmans Og þá ætla ég loksins að koma mér að efninu, sem er saga Neils Gaimans, The Sandman, sem einmitt er dæmi um nútímagoðsögu, eða það hvernig afþreyingarafurð eins og myndasagan miðlar goðsögum til nútímans, og hefur að lok- um sjálf tekið á sig mynd – ímynd – goðsögu. Myndasögusyrpan The Sandman er líklega ein áhrifamesta myndasaga síðustu tveggja áratuga, áratuga sem hafa einkennst af miklum breytingum á myndasöguforminu, sérstaklega þó því enskumælandi. Þessar breytingar hafa borið með sér breytt viðhorf gagnvart mynda- sögunni, sem hægt og hægt er að ávinna sér sterkari stöðu sem „viðurkennt“ listform. The Sandman segir, eins og titillinn gefur til kynna, frá Sandmanninum, Morfeusi konungi draumanna, sem er, eins og hin mýtólógíska og skáldlega klisja gefur til kynna, bróðir dauðans – að því leyti sem sandmyndmálið vísar einnig til svefnsins, en flestir muna eftir sögu H.C. Andersen um Óla lokbrá sem dreifir sandi á augnlok barna til að svæfa þau. Reyndar eru þau 7 systkinin, Draumur (Dream), Dauði (Death), Örlög (Destiny), Óráð (Delirium), Tor- tíming (Destruction), Örvænting (Despair) og Þrá (Desire). Öll eru þau, líkt og önnur goð- mögn, persónugervingar þeirra afla sem þau standa fyrir. Í fyrstu bókinni segir frá galdramanninum Roderick Burgess, sem árið 1916 fangar Draum. Hann hafði ætlað sér að ná Dauðanum á sitt vald til að öðlast ódauðleika, en sat uppi með Morfeus og varð hundfúll þegar hann upp- götvaði mistökin, og dó svo síðar í hárri elli. Sonur hans, öllu miður heppnaður galdramað- ur, sleppir Sandmanninum lausum (árið 1988, sama ár og fyrsta Sandman-sagan kemur út) sem hefst strax handa við að lagfæra það sem úrskeiðis hafði farið í ríki draumanna meðan hann var í burtu. En fangavistin hefur breytt honum á óafturkræfan hátt og hann er ekki samur maður – eða guð, eða goð, eftir. Þannig hefst ferðalag gegnum tíma og rúm, þarsem lesendur kynnast ekki aðeins konungi draumanna og systkinum hans, heldur einnig þeim margvíslega goðsögulega félagsskap sem byggir ríki hans; dreymendum, skáldum og álf- um sem tengjast Sandmanninum á ýmsan hátt. Hægt og rólega, sögu fyrir sögu, stein fyrir stein, byggir Gaiman upp heilan heim, drauma- heim, goðaheim, álfaheim og mannheim, helvíti, borg hinna dauðu og heim utan heima, sem birt- ist í gamalli krá á enda veraldar, þarsem allir heimar og allir tímar mætast. Þessi goðsögulega veröld er samsett úr goð- sögum heimsins og því þarf lesandi að vera nokkuð vel að sér í trúarbrögðum mannkyns til að fylgja sögunni eftir. Þarna ægir öllu saman; Kain, Abel og Eva eru meðal þeirra sem hafa búið sér heimili í ríki Draumsins, og goð og mögn úr norrænni goðafræði eru einnig áber- andi, sérstaklega að því leyti sem varhugaver- ðasta fígúra norrænnar heiðni, Loki, hefur lyk- ilhlutverki að gegna í þróun sögunnar. Egypska kattargyðjan Bast birtist þarna einnig, svo og fulltrúar grískra og rómverskra goða, en skáld- gyðjan Kallíope er fyrrum eiginkona Draums. Og í því hjónabandi birtist annar meginþráður sögunnar, en það eru tengslin við skáldskapinn. Því Gaiman teflir ekki aðeins fram gyðjum og guðum, heldur stráir sögurnar bókmenntatil- vitnunum og vísunum, og þættir úr öllu þessu hreint magnaðan vef mynda og orða, skáld- skapar og goðsagna. Athyglisverðasta bók- menntadæmið er þó líklega samskipti Draums og skáldsins Shakespeares, sem mynda eins- konar ramma um söguna. Minnt á tilvist hins annarlega The Sandman kom fyrst út í stökum heftum eins og amerísk myndasöguhefð segir til um og var síðan endurútgefin í 10 bókum. Sagan er nokkuð línuleg í tíma, en flakkar þó annaðslagið til og frá. Mér finnst vafasamt að kalla söguna skáldsögu, því hún ber of mörg einkenni myndasöguseríu til þess, þrátt fyrir að vera nokkuð heildstæð í byggingu og söguþræði. En þessi söguþráður er í raun fjöldi smærri sagna, sem eru einskonar sögur ofnar inní söguna, og stundum er einnig að finna sögur innan þeirra sagna og sem enn aðrar sögur hafa hreiðrað um sig í. Í þriðja bindi er til dæmis að finna þrjár ótengdar „smásögur“ innan „stóru sögunnar“. Í einni sögunni segir frá farandleikhúsi sem fær það verkefni að setja upp nýtt leikrit leikskálds- ins Williams Shakespeares, Draumur á Jóns- messunótt. Shakespeare er sjálfur með í för og leiðir hópinn til fundar við aðalsmann nokkurn, sem glöggir lesendur þekkja strax sem Mor- feus. Áhorfendur er enga að sjá en að boði að- alsmannsins byrja leikararnir að undirbúa sýn- inguna úti á víðavangi, klæða sig í búninga og setja upp leiktjöld. Skyndilega birtast áhorf- endur, og minna þá ekki lítið á þær persónur sem leikararnir eru í óða önn að setja á svið. Draumur hafði gert samning við Shakespeare; ódauðlegan skáldskap í skiptum fyrir tvö leik- rit; annað á að fjalla um hina ævafornu og þverrandi trú á álfa og konungsríki þeirra. Og þarna sitja þessi uppáhaldshjón leikbók- menntanna, Óberon og Títanía, með Bokka við fætur sér og hirðina allt um kring, og horfa með athygli á leiksýningu um Óberon og Títaníu og skemmta sér konunglega. „En hvers vegna?“ spyr Títanía Morfeus, sem svarar: „Svo að þið gleymist ekki.“ Svarið endurspeglar greinilega ætlunarverk Gaimans sjálfs, svo og grunnþráð verksins, sem er einmitt staða goða og guða, álfa og engla í samtíma sem er orðinn guðlaus og efnislegur. Hversvegna að skrifa sögu um goð sem við trú- um ekki lengur á? Til að minna á tilvist hins annarlega í heimi þarsem raunsæi raunvísinda er ríkjandi. Draumur og skáldskapur Í þessari hreint frábæru og ógleymanlegu sögu birtist líka sú þétta samþætting skáld- skapar og trúarbragða sem Gaiman vinnur með. Hjónaband Sandmannsins við skáldgyðj- una Kallíope sýnir að Gaiman álítur að draumar og skáldskapur séu samtvinnuð, að innblástur skálda eigi sér rætur í draumum: Sandmaður- inn er líka prins sagnanna, enda finnast allir draumar sem sögur á bókasafni hans. Að auki þættir Gaiman inn goðafræði, að því leyti sem goðmögn eru skrifuð inn í skáldskap, jafnframt því að birtast sem skáldskapur. Þessi sýn á goð- mögn sem skáldskap birtist einna skýrast í fjórða bindinu, Season of Mists, þegar fulltrúar ÓLI LOKBRÁ: MYNDA- SÖGUR OG GOÐSÖGUR Óráð reynist óhefðbundin og áreiðanlega ógleymanleg bílstýra á ferða- lagi þeirra systkina, Draums og Óráðs, í leit að bróður þeirra Tortímingu. Sagan Brief Lifes er reyndar sérlega skemmtilegt stef við hina klass- ísku vegasögu bandaríkjamanna. Forsíða Dave McKean að fyrstu Sandman bókinni er nokkuð dæmigerð fyrir það útlit sem mótaði bæði seríuna sjálfa og viðtökur hennar. Í dag er orðið æ algengara að sjá óvenjulegar forsíður á myndasögum, nýj- asta dæmið eru forsíðurnar á Spawn seríunni. „Myndasögusyrpan The Sandman er líklega ein áhrifamesta mynda- saga síðustu tveggja ára- tuga, áratuga sem hafa einkennst af miklum breytingum á mynda- söguforminu, sérstaklega þó því enskumælandi. Þessar breytingar hafa borið með sér breytt við- horf gagnvart myndasög- unni, sem hægt og hægt er að ávinna sér sterkari stöðu sem „viðurkennt“ listform.“ E F T I R Ú L F H I L D I D A G S D Ó T T U R

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.