Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.2001, Qupperneq 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. MARS 2001 9
Þ
VÍ ER oft haldið fram, og með
réttu, að tungumál séu valda-
tæki, jafnvel kúgunartæki. Mað-
urinn drottnar yfir heiminum í
krafti orðsins og þeirra hug-
takakerfa sem hann hefur búið
sér til á grundvelli þess, svo sem
stærðfræði og rökfræði. Hann
skilgreinir tilveruna á sínum forsendum, en
ekki kjúklingsins, svínsins, þorsksins eða
hvalanna, og kristin trúarbrögð réttlæta þetta
vald mannsins yfir öðrum skepnum. Það vald
sem fylgir mannlegu máli tengir það við
stjórnmál eins og Íslendingar vita manna
best. Íslensk málpólitík snýst annars vegar
um form íslenskunnar, ræktun hennar og
góða notkun, og hins vegar um stöðu hennar
(sbr. grein Ara Páls Kristinssonar í Lesbók-
inni fyrir viku). Þótt umræðan snúist e.t.v. oft-
ast um að rækta tunguna sem tæki, um að
fegra hana eða „verja“ gegn skemmdum og
skaða, er það einkum staða tungunnar sem er
hið pólitíska mál. Í þessari grein langar mig að
huga að stöðu íslensku gagnvart öðrum tungu-
málum og umdæmi hennar, sem svo má kalla.
Tungumál hafa umdæmi, sem skilgreina má
landfræðilega eða félagslega. Umdæmi ís-
lensku er eða hefur verið Ísland, íslenskt sam-
félag og menning. Íslendingar nota íslensku á
Íslandi og hún er ekki notuð annars staðar eða
af öðrum svo heitið geti. Þetta umdæmi ís-
lensku hefur verið betur afmarkað en um-
dæmi flestra annarra tungumála. Raunar er
það fremur undantekning en regla að ríki séu
eintyngd, eins og hið íslenska hefur verið talið
(allt að því með réttu) fram að þessu. Við þurf-
um ekki að fara lengra en til Færeyja til þess
að finna dæmi um fleirtyngi. Færeyjar eru
eða hafa verið tvítyngdar því að bæði danska
og færeyska hafa verið notaðar. En þótt hér
muni talsverðu hefur Ísland sjaldnast verið al-
gerlega eintyngt, því latína var mál katólsku
kirkjunnar og hins alþjóðlega lærdóms fyrr á
öldum, og eftir siðaskiptin jukust ítök þýsku-
skotinnar dönsku smám saman. Á síðari hluta
20. aldar hafa ensk-bandarísk áhrif og aukinn
innflutningur á þekkingu og fólki tekið við
sem spennuvaldur í íslenskri málpólitík. Og nú
er svo komið að stungið hefur verið upp á því
að gera Ísland að „tvítyngdu samfélagi“ í ein-
hverjum skilningi, þótt vafamál sé að þeir sem
slegið hafa þessu fram átti sig á því hvað í því
felst að samfélag sé tvítyngt eða fjöltyngt.
Tvítyngi eða fjöltyngi er nefnilega langt frá
því að vera einfaldur hlutur til skilnings og
enn síður í framkvæmd. Félagsmálfræðingar
hafa rannsakað sambúð fleiri en einnar tungu
í samfélögum og ríkjum víða um heim. Meðal
þess sem þessar rannsóknir sýna er það lög-
mál, að alls staðar þar sem fleiri en eitt tungu-
mál búa saman skipta þau með sér verkum á
einhvern hátt og hefðir skapast um umdæmi
þeirra. Tungumál sem búa saman geta t.d.
skipt með sér verkum þannig að eitt er notað á
heimili og annað við trúarathafnir. Í Kampala,
höfuðborg Úganda, þar sem ægir saman
ólíkustu tungumálum, gilda flóknar (óskrif-
aðar) reglur um það við hvaða aðstæður hvert
tungumál er notað. Meðal mála sem þar eru
notuð eru enska, swahili og ganda (eða
luganda). (Þetta eru ensk heiti á tungumál-
unum, en swahili mætti kalla svahílsku á ís-
lensku og hitt málið gæti e.t.v. heitið
gandska.) Gandska og svahílska eru af ætt
bantú-mála, sem er ein aðalmálaættin í Afr-
íku, en eru þó ekki skiljanlegar innbyrðis og
enskan er auðvitað til komin vegna nýlendu-
stjórnar. Þegar að því kemur að fólk, sem hef-
ur þessar ólíku Afríkutungur að móðurmáli,
fer að tala saman er það oftar en ekki enska
sem notuð er, en einnig verða til reglur sem
skilgreina umdæmi fyrir Afríkumálin. Þannig
kom fram í rannsókn sem gerð var í Kampala
fyrir nokkrum áratugum að í einu hverfi borg-
arinnar var venja að nota svahílsku í bland við
ensku á mannamótum en í hinu að nota
göndsku við hliðina á ensku. Því verða til af-
mörkuð svið eða umdæmi þar sem félagsregl-
ur segja til um málnotkunina. Og einnig getur
það ráðist af umræðuefninu, hvort notuð er
svahílska, gandska eða enska. Ekki þarf mikla
spádómsgáfu til að sjá að við þessar aðstæður
geta spurningar um tungumál og notkun
þeirra blandast inn í valdabaráttu og pólitísk-
ar deilur, enda er tungumálum óspart beitt í
stjórnmáladeilum víða um heiminn.
Gengi tungumála
Auk þess að vera talin valdatæki sem hafa
afmörkuð umdæmi er tungumálum stundum
líkt við gjaldmiðla og margt er líkt með pen-
ingum og tungumálum. Gjaldmiðlar eru gjald-
gengir hér eða þar, krónan gildir á Íslandi, en
dollarinn í Bandaríkjunum. Hið sama gildir
um tungumál; franska er gjaldgeng í Frakk-
landi en rússneska í Rússlandi. Gildi pening-
anna er samkomulagsbundið og háð trú á þá,
eins og gildi tungumála. Ef enginn vill nota
peningana missa þeir verðgildi sitt, og ef eng-
inn vill nota tungumálið fellur það dautt.
Enskan og dollarinn eru taldir öruggastir
gjaldmiðlar í heiminum í dag, en svo hefur
ekki verið alla tíð og spurning hvort svo verð-
ur um aldur og ævi. Og nú telja íslenskir
poppsöngvarar móðurmál sitt ekki gjaldgengt
í söngvakeppni sjónvarpsstöðva. Íslenska á
líka undir högg að sækja í atvinnulífinu, eins
og sjá má af hugmyndum athafnamanna um
að gera Ísland tvítyngt land í einhverjum
skilningi.
Samkeppni og valkostir eru lausnarorð tím-
ans. Í menntakerfinu eru valkostir í boði.
Skólar og námsbrautir keppa hver við aðra og
menntun telst fjárfesting, sem á að borga sig.
Menn taka lán til að greiða fyrir námið, og
eiga svo að greiða skuldirnar með ágóðanum
af vinnunni; menntaður einstaklingur er verð-
mætari en ómenntaður og getur selt sig dýr-
ara verði á vinnumarkaðinum. Í þessu sam-
hengi standa þeir sem hyggja að framtíð sinni
og barna sinna frammi fyrir „menntunarval-
kostum“ og nú síðast tungumálavalkostum.
Foreldrar og ungmenni hljóta að hyggja að
því við val á uppeldisleiðum og menntabraut-
um, hvaða menntun og hvaða tungumál muni
koma að bestum notum fyrir hinn ómótaða
einstakling. Í þessu ljósi verður líkingin milli
tungumála og peninga enn meira sannfær-
andi. Gengi tungumála ræðst af trú manna á
þau. Hafi menn trú á tungumáli er það sterkt,
og þá sækjast menn eftir að leggja rækt við
það eða ná tökum á því, en hafi menn ekki trú
á því er gengið lágt.
Mat á gengi tungumála
En hvað ræður verðgildi eða gengi tungu-
máls? Hvað stendur á bak við íslensku og hvað
stendur á bak við ensku? Einnig má spyrja
hvað stendur á bak við keltnesku tungumálin
gelísku og velsku á Bretlandseyjum. Örlög
hinna síðar nefndu sýna að ekki dugir að setja
lög um að gelíska sé opinbert mál á Írlandi og
velska í Wales. Það er eins og opinber, „hand-
stýrð gengisskráning“. Þótt málin séu í orði
kveðnu jafnrétthá enskunni hefur það ekki
haft nein áhrif á gengi þeirra. Írar og Wales-
búar velja sér ensku til að komast áfram í líf-
inu þótt einhverjir þeirra noti keltneskuna
heima hjá sér. Þeir setja traust sitt til frama
og frægðar á enskuna. Samfélagið velur sjálft
og löggjöfin ræður litlu sem engu um raun-
gengi málanna, frekar en opinbert gengi rúbl-
unnar á sovét-tímanum. Enskan var búin að
sigra þegar lög og reglur um opinbera notkun
velsku og gelísku voru settar og ekkert gat
breytt því.
Gengi tungumála ræðst af því hversu nýti-
leg þau teljast og hvernig þau gagnast ein-
staklingum og samfélögum og til hvers hægt
er að nota þau í víðum skilningi. Hér ráða
gríðarlega flókin öfl og tungumál hafa margs
konar hlutverk.
Þau hafa félagslegt hlutverk. Í Kampala,
höfuðborg Úganda, sem áður var á minnst,
eiga þeir sem hafa bantu-málin, svahílsku eða
göndsku, að móðurmáli það til að sýna sam-
hygð sín á milli með því að tala saman á öðru
hvoru málinu, líkt því þegar norrænir menn,
jafnvel Íslendingar og Færeyingar, hafa til-
hneigingu til að nota skandinavísku þegar þeir
hittast í enskumælandi umhverfi. Í fyrirlestri
á málræktarþingi í haust lýsti Matthew
Whelpton, lektor í ensku, sýn útlendings á
þetta hlutverk íslensku í íslensku samfélagi.
Það að tala íslensku er sérstakt, segir hann,
og menn nota það sem tákn um það að heyra
til íslensku samfélagi. Það telst viðeigandi að
tveir Íslendingar tali saman á íslensku, frekar
en t.d. ensku, og um leið skera Íslendingarnir
sig frá öðrum sem ekki tala íslensku. Það að
vera Íslendingur er aftur á móti margslungið
hugtak eins og oft hefur verið bent á.
Annað hlutverk mannlegs máls, sem margir
myndu segja að sé frumhlutverk þess, er boð-
skiptahlutverkið. Menn nota tungumál til að
tjá sig hverjir við aðra. Hér ræðst gengið ekki
síst af fjölda þeirra sem tala málið. Því fleiri
sem nota tungumálið, því nytsamara kann það
að virðast. Hér gæti íslenska virst standa höll-
um fæti, en er þó langt frá því að vera með
þeim tungumálum sem verst eru sett í heim-
inum. Og rétt er að benda á að íslenska hefur
fulla burði til þess, ef svo má segja, að fást við
hin ólíkustu svið mannlífsins, ekki síst vegna
sterkrar menningar og þeirrar málræktar
sem unnið var að kerfisbundið á síðustu öld og
þeirri 19.
Tungumál hafa líka menningarlegt gildi og
Íslendingar hafa löngum lagt mikið upp úr
því. Þeir líta á íslensku sem mál Íslendinga-
sagna og talað er um að varðveita verði tengsl
við menningararfinn. Menn vilja halda sam-
henginu í íslenskri málþróun, þannig að ekki
komi til þess að þýða þurfi Íslendingasögur
fyrir skólaæsku nútímans. Ég átti einu sinni
orðastað við (enskumælandi) Skota sem alinn
var upp í nánd við gelískt málsvæði og var ég
að undrast hvað hann sýndi gelískunni lítinn
áhuga. Ég hafði orð á því að menningarverð-
mæti færu forgörðum, ef hún glataðist. Hann
svaraði því til að sú menning sem enska byði
upp á, með Shakespeare og önnur öndvegis-
skáld, væri miklu áhugaverðari en sú sem gel-
ískan byði upp á og þess vegna sæi hann ekki
mikla ástæðu til þess að leggja sig eftir henni.
Hér má tala um menningarlega innistæðu
tungumáls, sem þessi Skoti taldi að væri lítil
hjá gelísku.
Mikilvægt atriði í mati á gengi tungumáls
hlýtur að vera notkunarsvið þess eða um-
dæmi, eins og vikið hefur verið að. Er hægt að
nota tungumálið við allar aðstæður? Tungu-
mál sem ekki er gjaldgengt í vísindum má sín
lítils. Þetta vissu þeir sem mótuðu þá stefnu
að smíða íslensk orð í hinum ólíku fræði- og
tæknigreinum. Þeir vissu að ef ekki er til
orðaforði um eitthvert svið er ekki hægt að
skrifa um það á íslensku. Frændþjóðirnar eru
farnar að hafa miklar áhyggjur af því að mál
þeirra nái ekki til alls mannlífsins. Skandinav-
ar óttast að tungur þeirra verði einungis not-
aðar heima við og tala um „domæne-tab“. Þeir
tali dönsku bara við hundinn sinn. Íslenska
umræðan um málrækt og málpólitík hefur til-
hneigingu til að snúast fyrst og fremst um
formgerðarvandann, um óttann við of mikil er-
lend (fyrst og fremst ensk) áhrif á málið og
form þess. En óvissan um umdæmi íslensk-
unnar er sá stóri vandi sem Íslendingar
standa nú frammi fyrir ef enska tekur að
leggja undir sig tiltekin svið mannlífsins. Síð-
asti þátturinn sem hér verður talinn meðal
þeirra sem hafa áhrif á gengi tungumála er sú
þýðing sem tungumál hafa í stjórnmálum því
að ótvírætt er að tungumál hafa pólitískt gildi
og eru notuð í hagsmunabaráttu. Ekki er
neinum blöðum um það að fletta að málstefna
var veigamikill þáttur í stjórnmálasögu Ís-
lands á 19. og 20. öld og á án efa eftir að verða
það, jafnvel enn meira, þótt e.t.v. verði það
með öðrum hætti. Ein af grundvallarrökunum
fyrir íslensku sjálfstæði voru auðvitað menn-
ingarrökin, og þar kom tungan mjög við sögu.
Menn hafa ýjað að því að pólitískt mikilvægi
tungunnar hafi minnkað með aukinni hnatt-
væðingu og hugmyndum um afnám þjóðríkja.
Jafnvel heyrast nú þær raddir að efnahagsleg
rök mæli heldur gegn því en með að halda
tungunni mjög á lofti eða reyna að standa und-
ir sjálfstæðri íslenskri menningu. Ýmsir virð-
ast sjá ofsjónum yfir þeim kostnaði sem fylgir
því að laga nútímann að íslenskum aðstæðum,
t.d. með því að þýða alþjóðleg fræði og tækni
yfir á íslensku. Íslenskur markaður er skop-
lega lítill og ekki talið svara kostnaði að taka
tillit til hinna mállegu sérþarfa. Hér eru þó
ekki öll kurl komin til grafar, því líklegt er að
enn eigi eftir að reyna á pólitískt inntak tung-
unnar þegar að því kemur að verja ýmsa efna-
hagslega hagsmuni sem Íslendingar telja sig
eiga tilkall til, hversu viðfelldin sem mönnum
kann að þykja sú röksemdafærsla um þessar
mundir. Gildi eða gengi tungumáls ræðst af
því hvernig það svarar þeim kröfum sem lýst
er hér að framan. Ef hægt væri að taka allar
þessar breytur og sameina í einni vísitölu, sem
gæfi okkur vísbendingu um raungengi ís-
lensku tungunnar, gætum við e.t.v. hagað mál-
pólitík okkar eftir því. En engu skal hér spáð.
MÁLPÓLITÍK 21. ALDAR OG GENGI ÍSLENSKU TUNGUNNAR
UMDÆMI TUNGUMÁLA
„Mikilvægt atriði í mati á
gengi tungumáls hlýtur
að vera notkunarsvið
þess eða umdæmi. Er
hægt að nota tungumálið
við allar aðstæður?
Tungumál sem ekki er
gjaldgengt í vísindum má
sín lítils. Þetta vissu þeir
sem mótuðu þá stefnu að
smíða íslensk orð í hinum
ólíku fræði- og tækni-
greinum.“
Teikning/Andrés
„Gildi peninganna er samkomulagsbundið og háð trú á þá, eins og gildi tungumála. Ef enginn vill
nota peningana missa þeir verðgildi sitt, og ef enginn vill nota tungumálið fellur það dautt.“
Höfundur er prófessor í málfræði
við Háskóla Íslands.
E F T I R K R I S T J Á N Á R N A S O N