Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.2001, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.2001, Qupperneq 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. MARS 2001 L JÓÐSKÁLDIÐ Andrew Motion tók við titli sínum sem lárviðarskáld Breta snemma árs 1999 eftir andlát Ted Hughes forvera síns. Áður en Motion féll sá heiður í skaut hafði hann tekið við annarri og án efa enn áhrifameiri virðingarstöðu í bresku bókmenntalífi, er hann tók við prófessorsembætti Malcolm Bradbury við East Anglia-háskólann (UEA). Ýmsir hafa haldið því fram að í kjölfar þeirrar frjóu bókmenntaumræðu sem átti sér stað í Norwich hafi komið fram tímamótakyn- slóð rithöfunda í Bretlandi eftir áralangt tíma- bil sem öðru fremur markaðist af íhaldssamri og gamaldags skáldsagnagerð, öfugt við það sem var að gerast í Bandaríkjunum og á meg- inlandi Evrópu á sama tíma. Meðal þeirra frægu rithöfunda sem komið hafa við sögu í Norwich og sett mark sitt á samtímabók- menntir í Bretlandi eru þau Angela Carter, Clive Sinclair, Rose Tremain, Ian McEwan og Kazuo Ishiguru, Michele Roberts, Russell Ce- lyn Jones og Mick Jackson, svo aðeins fáeinir séu nefndir. Tengsl tveggja lárviðarskálda Rúmu ári eftir að Andrew Motion tók við stöðu sinni af Bradbury, gafst blaðamanni tækifæri til að sækja hann heim þar sem hann býr í norðurhluta Lundúna. Tilefni heimsókn- arinnar var rannsókn á því sem nefnt hefur verið skapandi skrif – þ.e.a.s. á sköpunarferl- inu eins og það tengist ritun bókmenntatexta. Eftir töluvert klifur, upp á rishæð í stóru húsi hans í Islingtonhverfinu komum við í hlýlega vinnustofu sem minnti fremur á vel skipulagt nítjándu aldar bókaherbergi en þá tölvuvæddu óreiðu sem yfirleitt einkennir skrifstofur há- skólamanna. Bækur þöktu alla veggi og á gull- saumuðum flauelspúða á skrifborði hans hringaði sig kettlingur sem Motion sagði mér brosandi að hann hefði skírt Annette í höfuðið á franskri ástkonu ljóðskáldsins Willilam Wordsworth. Wordsworth varð reyndar lárvið- arskáld bresku krúnunnar árið 1843, rétt eins og Motion átti sjálfur eftir að verða þótt okkur renndi ekki í grun um það þetta síðdegi. Hann dró fram bók sem er í miklu uppáhaldi hjá honum; fyrstu útgáfu af verki þeirra Auden og McNeice um Ísland sem hann vissi að myndi vekja áhuga minn. Eftir nokkrar umræður um bókina og þær hraðfara breytingar sem Ísland hefur gengið í gegnum síðustu áratugi sett- umst við niður – Motion með kettlinginn Ann- ette í kjöltu sér – og talið barst að náminu í UEA eins og það var þegar hann tók við um- sjón þess. „Það hefur myndast sterk hefð fyrir kennslu í skapandi skrifum á BA-stigi í UEA svo þegar á heildina er litið er UEA háskóli þar sem sjálfsmynd skólans markast mjög sterkt af því að skapandi skrif eru eins konar kjölfesta,“ segir Andrew Motion, „en það er fremur óvenjulegt. Malcolm Bradbury og Angus Wil- son fengu frábært fólk í lið með sér við kennsl- una. Þegar tímar liðu fram og námið þróaðist fór það einnig fram í náinni samvinnu við þann rithöfund sem bjó á staðnum hverju sinni, en háskólinn hefur lengi boðið áhugaverðum höf- undum að búa þar eina vorönn og sinna rit- störfum sínum, ásamt því að halda fyrirlestra og vinna með þeim sem stunda nám í skapandi skrifum. Rithöfundurinn á ekki beinan þátt í mótun námsins, eins og kennararnir, en hann eyðir óhjákvæmilega talsverðum tíma í sam- ræður við nemendurna. Þar að auki hafa heim- sóknir annarra rithöfunda hingað alltaf verið mjög tíðar því heimsþekktir rithöfundar, bæði breskir og erlendir, halda fyrirlestra og lesa úr verkum sínum á hverju ári.“ Námið mætti mikilli andstöðu „Þetta nám mætti mikilli andstöðu hér í Bretlandi þegar Malcolm og Angus voru að leggja upp með það,“ heldur Motion áfram. „Að hluta til var það vegna þess að þetta var fyrsta nám sinnar tegundar hér þó fyrirmynd- ir hafi auðvitað verið til í Bandaríkjunum, en Malcolm var þar við kennslu um skeið. Fólk fann náminu ýmislegt til foráttu, hélt því fram að ekki væri hægt að kenna skáldskap. Að skáldskapur væri fólginn í flæði sem verður til af sjálfu sér og að ef einhver finni hjá sér þörf til að skrifa þá muni hann skrifa hvort sem er. Að allt sem rithöfundur þarfnast sé rólegt horn á kaffihúsi þar sem hann hefur frið til að koma sér að verki – og þar fram eftir göt- unum.“ „Stór hluti fólks hugsar enn á þessum nót- um. Ef ég hefði fengið pund fyrir hvert einasta samtal sem ég hef átt síðan ég tók við af Mal- colm, um að ekki sé hægt að kenna skáldskp, þá væri ég ríkur maður,“ segir Motion og hlær. „En mín skoðun er þessi; jú það er ekki hægt að búa eitthvað til úr engu. Það er ekki hægt að taka við nemanda sem hefur enga hæfileika og gera úr honum rithöfund á einu ári sem kemur öllum á óvart og slær í gegn. Til þess er engin von. En því má ekki gleyma að allir þeir sem hér stunda nám eru þegar orðnir rithöfundar. Þeir eru að hefja feril sinn og það sem við áorkum saman tengist að stórum hluta ritstýringu og því að setja hugs- anir í samhengi við umhverfið og í hugmynda- fræðileg tengsl. Það rýfur einangrun þess sem skrifar, er uppörvandi, gefur hugmyndum hans nýjan brennipunkt og svo fram eftir göt- unum. Í kennslunni finnst mér ég oft eyða mestum tíma í að segja; ekki fara þessa leið heldur hina. Ég reyni með öðrum orðum að móta þann farveg sem mér sýnist nemandinn hafa valið sér, fremur en að beina honum í nýjan farveg. Um leið reyni ég að hvetja nem- endur til að vera metnaðarfulla, gera tilraunir, leita nýrra leiða og þess háttar. Og ég verð að viðurkenna að jafnvel áður en ég byrjaði að kenna var ég viss um að þetta yrði sérstaklega skemmtilegt og gefandi, enda hefur það orðið raunin. Nemendurnir eru hæfileikaríkir og skarpir og reynast hvor öðrum ákaflega vel þegar á heildina er litið. Enda geri ég mjög eindregna kröfu um slík heilindi þar sem vinn- an er þess eðlis að auðvelt er að koma auga á veikleika annarra – eða jafnvel styrk þeirra. Vertu slyngur, skarpskyggn, glöggur og um- fram allt vinsamlegur, er það sem ég hamra stöðugt á frá upphafi fyrstu námsannar.“ Ný námsbraut í ljóðagerð „Þær breytingar sem hafa orðið á náminu frá því að ég tók við af Malcolm stafa einkum af því að ég hef fyrst og fremst unnið við ljóð- formið en hann skáldsagnaformið,“ útskýrir Motion. „Ég ýtti því úr vör nýrri námsbraut í ljóðagerð stuttu eftir að ég tók til starfa. Að öllu jöfnu eru nemendurnir um tuttugu talsins, en þeir eru valdir úr hópi um það bil fjögur hundruð umsækjenda. Námið er því ákaflega eftirsótt. Ég lít aldrei svo á að þeir einstak- lingar sem hefja hér nám eigi eftir að gera það upp við sig hvort þeir vilji vera rithöfundar eða ekki, í mínum augum eru þau öll að hefja feril sinn sem atvinnumenn á sviði ritlista.“ SKAPANDI SKRIF Í ALDARFJÓRÐUNG Andrew Motion tók við af Malcolm Bradbury sem pró- fessor í skapandi skrifum í Norwich fyrir nokkrum árum. FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR ræddi við Motion um hvernig námið hefur þróast og hvernig hægt sé að virkja hæfileikaríka nemendur á þessu sviði sem öðrum. Associated Press Skáldið Andrew Motion sem nú gegnir prófessorsstöðu í skapandi skrifum við UEA háskólann í Nor- wich. Hann var einnig þess heiðurs aðnjótandi að verða lárviðarskáld Breta við andlát Ted Hughes. Í SÍÐUSTU Lesbók birtist viðtal við rithöfund- inn og fræðimanninn sir Malcolm Bradbury, sem lést seint á síðasta ári. Í lok viðtalsins sagði hann blaðamanni frá upphafsárum nám- skeiðs í skapandi skrifum sem hann stjórnaði um aldarfjórðungsskeið við UEA-háskólann í Norwich og fer sú frásögn hér á eftir. „Við byrjuðum með þetta nám í skapandi skrifum tveir saman árið 1970,“ segir Brad- bury, „ég og Angus Wilson, sem var stórkost- legur rithöfundur. Hann hafði mikil áhrif á kynslóð breskra rithöfunda, m.a. á Margaret Drabble sem skrifaði ævisögu hans. Þekktasta skáldsaga Angus er eflaust „Anglo-Saxon Atti- tudes“ („Engilsaxnesk viðhorf“), sem einnig rataði á sjónvarpsskjái fólks. Ég fékk Angus til að koma og kenna við UEA-háskólann sem var þá nýstofnsettur. Þar var hægt að hrinda óvenjulegum hlutum í framkvæmd vegna þess að enn var verið að móta framtíðina svo við Angus gátum í raun gert það sem okkur sýnd- ist. Við fundum strax á okkur að við vorum með óvenju hæfileikaríka nemendur í nám- skeiðum í skapandi skrifum á BA-stigi, m.a. Rose Tremain og Clive Sinclair. Það rann því upp fyrir okkur að ef skólinn og þær nýju hug- myndir sem hann stóð fyrir laðaði að sér nem- endur á borð við þessa, þá væri vel þess virði að koma á formlegu námi helguðu skapandi skrifum. Við vorum sammála um að það yrði að miðast við MA-stig og yrði helgað skáld- sagnaritun – aðallega vegna þess að það var það sem við kunnum best. Við ákváðum sömu- leiðis að hafa skilyrði fyrir inngöngu ákaflega ströng og á fyrsta árinu vorum við því einungis með einn nemanda. Sem betur fer var sá nem- andi enginn annar en Ian McEwan. Hann var afburðasnjall frá fyrsta degi og skrifaði 24 sög- ur á þessu ári sem hann vann undir okkar handleiðslu. Þegar náminu lauk var hann með efnivið í tvö smásagnasöfn í höndunum; tvær fyrstu bækurnar sem voru gefnar út eftir hann og þær vöktu strax mikla athygli. Við vorum svo ánægðir með það sem hann var að gera,“ segir Malcolm og hlær af dæmigerðu bresku lítillæti, „að í rauninni kenndum við honum ekki neitt.“ „Á þessum tíma var námskeiðið eiginlega rekið í frístundum okkar því við Angus vorum báðir í fullri kennslu við annað í háskólanum,“ heldur hann áfram og er þetta fyrsta ár greini- lega minnisstætt. „Við hittum því Ian yfirleitt á kránum hérna í Norwich og ræddum sögurnar sem hann skilaði inn fram og til baka yfir bjór- glasi. Síðan fór hann heim og endurskrifaði. Angus og ég sendum margar þeirra til útgef- enda hér í Bretlandi og Bandaríkjunum svo í lok ársins var hann orðinn rithöfundur að at- vinnu og búinn að gefa út verk. Vegna þess hversu vel þetta gekk, varð verkefnið enn KENNSLAN HÓFST Á KRÁM Í NORWICH

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.