Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.2001, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.2001, Page 12
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. MARS 2001 F RÁ öndverðum fimmta áratugn- um til loka hins sjötta voru framleiddar á annað hundrað kvikmyndir sem vegna sterkra stílkenna og þematískra ein- kenna hafa hlotið nafnbótina film-noir eða noir-kvikmyndir. Þetta voru sálfræðilegar spennumyndir sem birtu myrka afkima þjóðfélagsins og fjölluðu öðrum þræði um firringu einstaklingsins frá umhverfi sínu. Því hefur verið haldið fram að kvikmynda- greinin tjái öðru fremur ofsóknar- og inni- lokunarkennd, glötun og siðferðislega upp- lausn, að þær lýsi mannlegri tilveru á tímum uppflosnaðra samfélagsgilda í kjölfar heims- styrjaldar. Sú gildiskreppa sem þannig er talin endurspeglast í noir-kvikmyndum er samofin spurningum um kynferði og þá einkum hinnar kynferðislegu konu, en hið háskalega, seiðandi tálkvendi, „femme fatale“, sem freistar karlhetjunnar og leiðir hann í glötun er miðlægur þáttur í noir- hefðinni. Segja má að ímynd tálkvendisins sé skýr holdgerving þeirrar ógnar og óvissu sem einkenndi bandarískt samfélag á fimmta og sjötta áratugnum. Ógnun kvení- myndarinnar við karlhetju kvikmyndanna speglar kreppu sem karlmaðurinn, máttar- stólpi samfélagsins í karlmiðuðu gildiskerfi, átti við að etja. Uppstokkun átti sér stað á hefðbundnum kynhlutverkum í Bandaríkj- unum á þessum tíma sem tengdust sókn kvenna inn á vinnumarkaðinn í kjölfar íhlut- unar þjóðarinnar í síðari heimsstyrjöldinni. Konur voru hvattar til að ganga í störf karl- manna sem sendir voru í herinn. Í stríðslok náði fjöldi kvenna á vinnumarkaðnum tutt- ugu milljónum og horfði til stórvandræða að stríði loknu þegar karlmenn kæmu úr stríð- inu að vitja stöðugilda sinna. Ekki bætti úr skák fyrir ímynd karlmanna að konur í þeirra störfum stóðu sig jafnvel betur, þær þurftu minni leiðsögn, unnu hraðar, færri vinnuslys áttu sér stað og færri verkfæri voru skemmd. Konur sneru aftur inn á heimilin í stríðs- lok, margir vilja reyndar segja að þeim hafi verið þröngvað aftur inn á heimilin, en þær höfðu þó sýnt fram á hæfni sína til að ganga í störf karlmanna og jafnvel gera betur en þeir. Þetta leiddi til hugmyndafræðilegs endurmats á forræði kynhlutverka auk þess sem sókn kvenna inn á vinnumarkaðinn var ógnun við hagfræðilegan stöðugleika sam- félagsskipunar sem helgaði karlmanninum svið vinnumarkaðarins en konunni svið heimilis og umönnunar fjölskyldu. Tálkvendi noir-hefðarinnar er ímynd hinn- ar sjálfstæðu konu sem ógnar karlmann- inum með því að stíga yfir mörkin í tvennd- arkerfi kynerðis sem tengir karlmanninn virkni en konuna óvirkni. Í myndum á borð við Mildred Pierce (1945) og Laura (1944) birtist kvenhetjan sem framakona sem tekur eigin starfsferil fram yfir stofnun fjölskyldu og þjónustu við eiginmenn en í öðrum mynd- um er sjálfstæði hennar táknað með full- kominni sjálfhverfu þar sem hún notar karl- manninn aðeins til að svala eigin fýsnum, líkt og í Double Indemnity (1944) og Scar- lett Street (1945). En hún er ávallt virk, metnaðarfull og kynferðislega ágeng. Hún stendur jafnfætis karlmanninum en ekki í skugga hans, dálítið eins og kvenhetja „screwball“ gamanmyndanna og ólíkt heið- virðu eða heimiliskæru konunni sem myndar andhverfu tálkvendisins í noir-myndum. Þetta gerir kvikmyndagreinina afar sér- stæða, og er vísir að þeim breytingum sem áttu eftir að verða á framsetningu kvenna í Hollywood-myndum, en í öðrum minna þekktum undirgreinum kvikmyndanna birt- ast allt önnur viðhorf. Frumskógarmyndin Allsérstök kvikmyndategund sem naut vinsælda á fimmta áratugnum var frum- skógarmyndin svokallaða, eða „the goona- goona movie“. Sérstaða þessarar kvik- myndagreinar lá í umfjöllunarefninu en lífi fjarlægra ættbálka var lýst og sérstök áhersla lögð á frumstæða hegðun þeirra og takmarkaða spéhræðslu. Notast var við myndefni frá þriðja áratugnum þegar fjöldi tökumanna ferðaðist um heiminn í leit að óvenjulegu myndefni til að sýna í kvik- myndahúsunum heima fyrir. Þar var fetað í fótspor Roberts Flaherty en mynd hans Nanook of the North (1922) er lykilverk í mannfræðilegri kvikmyndagerð. Myndefnið var síðarmeir endurunnið, klippt á nýjan leik og sett í nýtt samhengi svo úr varð frumskógarmyndin. Þar var hins vegar eng- in virðing borin fyrir landafræði eða mann- fræðilegum staðreyndum en hvoru tveggja var á tryllingslegan hátt varpað fyrir róða. Ekkert skipti máli svo lengi sem brjóstin sem beruð voru frammi fyrir myndavélunum voru raunveruleg. Efnistökunum má líkja við æsiblaðamennsku, markmiðið var alltaf að vekja forvitni og sterkar tilfinningar án þess þó að misbjóða alvarlega. Yfirleitt áttu þessir dularfullu ættbálkar að vera frá Afr- íku en framleiðendurnir svifust einskis og notuðu dulbúna Los Angelesbúa óspart sem uppfyllingarefni ef svo bar undir. Það er hins vegar ekki ýkja skemmtilegt umhugsunarefni hvernig frumskógarmynd- irnar komust hjá ritskoðun Velsæmissam- bandsins og Hays-embættisins þar sem langtum meira kvenmannshold var opinber- að í þessum myndum en almennt var leyfi- legt. Ástæðan fyrir áhugaleysi ritskoðunar- sambandanna liggur sennilega í þeirri staðreynd að um „frumstæða ættbálka“ var að ræða. Það var ekki litið á skrælingjana sem fólk, þeir voru ekki jafnmennskir í huga þeirra sem dæmdu og hvítar aðalpersónur þeirra mynda sem verst urðu úti hjá ritskoð- unarnefndunum. Það má reyndar enn sjá örla fyrir þessu viðhorfi. Í nýlegri kvikmynd Stevens Spielbergs, Amistad (1997), sem segir frá eftirköstum þrælauppreisnar um borð í skipinu La Amistad, sést í kynfæri blökkumannanna. Vissulega má færa rök fyrir því að um raunsæja endursköpun lið- inna atburða sé að ræða en það er ekki laust við að maður velti fyrir sér hvort jafnmikil áhersla hefði verið lögð á „raunsæi“ ef um hvíta karlmenn hefði verið að ræða. Tvöfalt siðgæði af þessu tagi átti sér reyndar langa sögu í Hollywood. Á fyrstu áratugum kvikmyndagerðar í Bandaríkjun- um var framsetning á blökkumönnum ekki einungis fordómafull heldur var þeim bók- staflega haldið utan við kvikmyndaferlið nema þeir væru nauðsynlegir söguþræðin- um. Og ef svo bar undir voru hvítir leikarar farðaðir með svörtum lit og notaðir sem staðgenglar blökkumannanna. Tvöfalt sið- gæði Hollywood birtist einnig í myndum Er- ichs von Stroheim og Valentinos þar sem kynferðislegar ástríður voru eignaðar Evr- ópubúum meðan bandarísku persónurnar voru skírlífar og saklausar allt þar til þær lentu í klónum á evrópsku flögurunum. Frumskógarmyndir fimmta áratugarins voru hins vegar forverar hinna vinsælu „mondo“ mynda sjöunda og áttunda áratug- arins, sem og samtíma sjónvarpsefnis á borð við þætti Jerry Springer sem einmitt lofa áhorfendum „bláköldum raunveruleikanum“. Hollywood riðar til falls Enda þótt Hollywood hafi gengið allt í haginn við lok seinni heimsstyrjaldarinnar voru ýmsar blikur á lofti. Ný uppfinning, sjónvarpið, var að ná útbreiðslu og mátti teljast víst að vinsældir þess hefðu áhrif á aðsókn í kvikmyndahús, sem varð svo sann- arlega raunin. Framboð á afþreyingarmögu- leikum jókst líka á flestum sviðum mannlífs- ins, unglingar eignuðust nýjar hetjur í formi tónlistarmanna og rokkstjarna og hermenn- irnir sem sneru aftur úr seinni heimsstyrj- öldinni einbeittu sér að starfsframa sínum eða menntun. Barneignarsprenging eftir- stríðsáranna leiddi líka til þess að fjöldi ný- bakaðra foreldra sat heima hjá sér á kvöld- in. Þá fluttist fólk í auknum mæli í úthverfi þar sem færri kvikmyndahús var að finna. Til viðbótar settu flestar ríkisstjórnir í Evr- ópu viðskiptahömlur á innflutning kvik- mynda. Uppbyggingarstarf var í miðjum klíðum eftir stríðshörmungarnar og nauð- synlegt var að takmarka flæði fjármagns úr landi. Skatturinn sem lagður var á tekjur er- lendra mynda í Bretlandi var til að mynda 75%. Þetta hafði allt saman alvarleg áhrif á kvikmyndaverin sem í örvæntingu leituðu nýrra leiða til að auka tekjur sínar. Þetta átti allt saman eftir að hafa langvar- andi áhrif á kvikmyndaiðnaðinn sem í raun hefur ekki enn rétt úr kútnum. Aðsókn í kvikmyndahús féll úr 90 milljónum á viku í 60 milljónir á sama tíma og sjónvarpið náði vinsældum, og hefur bíóaðsókn stöðugt minnkað síðan. Ofan á þetta bættist lögsókn bandarísku ríkisstjórnarinnar gegn kvik- myndaiðnaðinum sem endaði árið 1948 með mikilvægum úrskurði. Kvikmyndaverin voru fundin sek um einokun og skipað að losa sig við kvikmyndahúsin sem þau áttu. Þar með voru dagar stúdíókerfisins taldir, þar sem þriðja þættinum var kippt út úr hinu hefð- bundna ferli kvikmyndaveranna: Fram- leiðsla, dreifing og sýning. Það sem mestu máli skiptir í samhengi við ritskoðun yf- irvalda er að nú höfðu kvikmyndahúsin frelsi til að sýna hvaða mynd sem þau vildu, hvort sem hún bar opinbert samþykki PCA og Velsæmissambandsins eður ei. Í reynd höfðu kvikmyndahúsin alltaf löglega getað gert það en ef þau vildu fá stjörnumprýddar stórmyndir þurftu þau að vera samnings- bundin MPPA, sem aftur þýddi að bíóin samþykktu að sýna ekki myndir sem bann- aðar voru af ritskoðunarnefndunum. Kraftaverkið Innflutningur á erlendum myndum hafði farið vaxandi allan fimmta áratuginn. Í fyrsta skipti voru bandarískir áhorfendur að kynnast erlendum leikstjórum á borð við Vittorio De Sica, Akira Kurosawa, Ingmar Bergman og Federico Fellini. Margar hverj- ar fjölluðu þessar myndir á opinskárri hátt um kynferði en tíðkaðist í þeim bandarísku og þar með kviknaði sú langlífa hugmynd að evrópskar listamyndir væru fyrst og fremst dulbúnar kynlífsmyndir. Franska nýbylgjan og Brigitte Bardot ýttu enn frekar undir þá hugmynd, en Og guð skapaði konuna (1956) varð vinsælasta erlenda mynd sem fram að því hafði verið sýnd í Bandaríkjunum. Maður að nafni Joseph Burstyn sérhæfði sig í innflutningi og dreifingu á ítölskum ný- raunsæismyndum eins og Hjólreiðaþjófun- um (1948) eftir De Sica. Ein af þeim mynd- FORBOÐNAR ÍMYNDIR HV ÍTA TJALDSINS – ÞRIÐJ I HLUTI MÖRKIN KÖNNUÐ „Oft er fjallað um sjötta áratuginn sem þann frjáls- lyndasta á öldinni og margir vilja einmitt meina að það hafi verið „ameríski“ áratugurinn. Að öllum lík- indum er þetta rétt, sérstaklega sem við kemur fjölda- menningu og tónlist. En á þessum tíma eiga sér einnig stað mikilvægar breytingar á viðhorfi og framsetn- ingu á kynlífi, sérstaklega átti sér stað ákveðin færsla í átt frá hjónabandssinnuðum kynferðisviðhorfum.“ Rita Hayworth sem tálkvendið Gilda vefur Glenn Ford um fingur sér. Sagt hefur verið að Hay- worth hafi verið meira kynæsandi þegar hún fór úr hönskunum í Gildu en allar nektarnýlendu- myndirnar samanlagðar. E F T I R B J Ö R N Þ Ó R V I L H J Á L M S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.