Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.2001, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.2001, Qupperneq 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. MARS 2001 13 um sem hann dreifði átti eftir að skipta sköpum fyrir ritskoðunarlög í Bandaríkj- unum en það var Kraftaverkið eftir Roberto Rosselini. Myndin vakti heift kaþólska Vel- sæmissambandsins sem sakaði hana um trú- spjöll. Velsæmissambandið fékk því fram- gengt að kvikmyndaeftirlit New York-borgar bannaði myndina en Burstyn hóf málarekstur gegn sambandinu og rak það alla leið til hæstaréttar. Fyrri úrskurði réttarins frá árinu 1915, en þá hafði kvik- myndum verið meinað um réttindi málfrels- isákvæðis stjórnarskrárinnar, var hafnað ár- ið 1952 og það staðfest að kvikmyndir nytu sömu réttinda og aðrir upplýsinga-, afþrey- ingar- og fjölmiðlar. En það fylgdi þó úr- skurði hæstaréttar að þótt ritskoðun á trúarlegum forsendum eða sökum almennr- ar óánægju samræmdust ekki stjórnar- skránni mætti ritskoða klámefni. Ári síðar olli mynd Otto Premingers, The Moon is Blue, álíka hneykslan en tilraunir til að fá myndina bannaða mistókust. Meðal þess sem fór fyrir brjóstið á siðgæðisvörðunum var að orðið „jómfrú“ var þar notað í fyrsta skipti á hvíta tjaldinu. Kynlífsbyltingin Oft er fjallað um sjötta áratuginn sem þann frjálslyndasta á öldinni og margir vilja einmitt meina að það hafi verið „ameríski“ áratugurinn. Að öllum líkindum er þetta rétt, sérstaklega hvað við kemur fjölda- menningu og tónlist. En á þessum tíma eiga sér einnig stað mikilvægar breytingar á við- horfi og framsetningu á kynlífi, sérstaklega átti sér stað ákveðin færsla í átt frá hjóna- bandssinnuðum kynferðisviðhorfum. Að mati þeirra John D’Emilio og Estelle B. Freed- man voru þar hvorki pólitískir né menning- arlegir róttæklingar í brautryðjendahlut- verkinu heldur athafnamenn. Fremstur í flokki var Hugh Hefner en hann lagði grunninn að Playboy-veldinu árið 1953 með fimm þúsund útgefnum eintökum af tímariti sínu. Maður skyldi varast að vanmeta fram- lag Hefners til breyttra kynferðisviðhorfa í Bandaríkjunum. Tímaritið varð landsþekkt og helsta umræðuefni þeirra sem voru „með á nótunum“. Það var hæfileg blanda af smekklegri nekt og hámenningarlegri af- þreyingu (frá upphafi hafa rithöfundar á borð við John Updike og Kurt Vonnegut skrifað fyrir blaðið). Ritstjórnarstefna þess hélt líka á lofti frelsi í kynferðismálum (en þó frá mjög karllægu sjónarhorni). Ári síðar var þó röðin komin að Howard Hughes á nýjan leik, en hann hafði einmitt borið sigur úr býtum í baráttu sinni gegn kaþólska Velsæmissambandinu nokkrum ár- um fyrr þegar hann dreifði upp á eigin spýt- ur kvikmyndinni The Outlaw sem naut mik- illar velgengni. Enn nýtti hann sér aðdráttarafl leikkonunnar Jane Russell sem þá var á hátindi frægðar sinnar eftir Gentle- men Prefer Blondes (1953) þar sem hún fór með aðalhlutverkið ásamt Marilyn Monroe. Og í þetta sinn voru heillandi eiginleikar Russell framsettir í þrívídd! Erkibiskupinn í St. Louis, séra Ritter, sagði kaþólikkum að þeir fremdu dauðasynd ef þeir færu að sjá The French Line (1954), en það þýddi að fjárfesting í bíómiða var jafnalvarlegur glæpur í augum kaþólsku kirkjunnar og manndráp. Jafnvel ritskoðara hjá PCA-emb- ættinu fannst þetta of langt gengið: „Það var einum of langt gengið að örlög manns- sálarinnar skyldu velta á brjóstunum á Jane Russell.“ Aðrir aðilar innan Velsæmissambandsins höfðu þó lært af fyrri mistökum sínum og gerðu sér grein fyrir því að velgengni ým- issa mynda átti í mörgum tilvikum þeirra eigin viðbrögðum mikið að þakka. Í tilfelli The French Line leituðust þeir því við að fá markmiðum sínum framgengt án fjölmiðla- umfjöllunar og reyndu því að sannfæra kvik- myndahúsaeigendur í kyrrþey um að taka myndina ekki til sýninga. Í fyrstu reyndist ekki einu sinni vera þörf fyrir íhlutun kirkj- unnar því bíóin sýndu myndinni lítinn áhuga, ekki einu sinni fyrrum bíókeðja RKO-kvikmyndaversins vildi taka hana til sýninga en Hughes hafði keypt RKO til að framleiða myndina. Orðspor hennar var ein- faldlega of slæmt, í þeim skilningi að hún væri vond auk þess að vera djörf. Eins og áður sagði einkenndist sjötti ára- tugurinn af innflutningi evrópskra mynda í auknum mæli. Hvort þar var um listamyndir eða sóðamyndir að ræða var eilíft deilumál og ákvarðaðist í raun á sjónarhorni þess sem á horfði og hvar hann horfði því að sama myndin var oft sýnd í listabíói í New York en síðan í sóðabíói í minni borgum. Erótískt vægi myndanna náði þó smám sam- an yfirhöndinni og var það sérstaklega skýrt í tilviki frönsku myndanna með Brigitte Bardot í aðalhlutverki. Fáar leikkonur hafa valdið sambærilegum usla og Bardot gerði á þessum tíma. Kvikmyndin Og guð skapaði konuna í leikstjórn Rogers Vadim gerði bók- staflega allt vitlaust þar sem hún var sýnd. Kvikmyndahúsaeigandi í Ohio var handtek- inn fyrir að sýna hana og í fjölda fylkja var hún bönnuð. Aðrar franskar myndir voru fluttar inn í kjölfarið. Ástarmálið frá 1962 er mikilvægust þar sem hún leiddi til mála- reksturs í hæstarétti en þá féll sá tímamó- taúrskurður að aðeins efni sem hefði ekkert listrænt gildi væri hægt að banna sem ósæmilegt. Ný viðhorf og nektarnýlendur Bandarískir kvikmyndagerðarmenn voru þó ekki á þeirri skoðun að útlendum mynd- um ætti að vera gefinn eftir einkaréttur á því að hala inn peningum á nekt og árið 1956 datt Walter Bibo í hug að búa til kvikmynd í raunverulegri nektarnýlendu. Og sýna þar með hvítt fólk að fullu nakið í fyrsta skipti. Á endanum gekk hann að vísu ekki svo langt. Kynfæri sjást aldrei en gestir nýlend- unnar finna sér furðulegustu ástæður og hluti til að hylja þau. Þá var það óskrifuð regla á stöðum sem þessum að erótískt and- rúmsloft skyldi aldrei skapast en það skilaði sér í myndina sem ekki þótti ýkja æsandi. Hún var þó vitanlega bönnuð þegar hún var frumsýnd í New York fylki árið 1957. Í áfrýjunarrétti féll síðan annar mikilvægur úrskurður, en þar var sagt til um að nekt sem slík væri ekki ósæmileg. Markaðurinn fylltist af nektarnýlendumyndum í kjölfarið. Þetta reyndist þó skammlíf tískubylgja því fljótt kom í ljós að „Rita Hayworth var meira kynæsandi þegar hún fór aðeins úr hönskunum í Gilda heldur en allar þessar nektarnýlendumyndir samanlagðar“ eins og Eddie Muller og Daniel Fairs orða það. Nektarnýlendumyndirnar ruddu þó braut- ina fyrir aðrar myndir sem voru ekki alls ólíkar en áttu eftir að njóta mun meiri vin- sælda. Ókrýndur konungur „nudie-cutie“- myndanna var leikstjóri að nafni Russ Meyer en allt frá hans fyrstu mynd, The Im- moral Mr. Teas sem hann gerði árið 1959, mátti ljóst vera að hér var kominn ný „rödd“ í bransann. Eina ástæðan fyrir tilvist þess- ara mynda var naktir kvenlíkamar og það var ekkert verið að fara í grafgötur með þá staðreynd. Enginn feluleikur á bak við fræðslugildi eða heimildarmyndir. Mayer var líka fyrsti leikstjóri mynda í þessum flokki sem skýrlega hafði einhverja hæfi- leika til að bera. The Immoral Mr. Teas hafði aðeins kostað ríflega 20.000 dali í framleiðslu og hún sló ærlega í gegn, enda sýndi hún meiri nekt en nokkur bandarísk mynd fram að þeim tíma. Á innan við þremur árum voru 150 eft- irlíkingar framleiddar. Söguþráðurinn var ávallt hinn sami. Klaufalegur karlmaður þvældist um og lenti í óhöppum en gat ómögulega komist hjá því að sjá naktar kon- ur hvert sem hann fór og hvað sem hann gerði. Þessi kvikmyndategund varð síðar meir vettvangur fyrir unga leikstjóra til að þreyta frumraun sína og má m.a. benda á að fyrsta mynd Francis Coppola, Tonight for Sure, tilheyrir þessari kvikmyndagrein. Heimildir: Black, Gregory D.: The Catholic Crusade Against the Movies, 1940–1975. Cambridge University Press. Cam- bridge, 1998. D’Emilio, John og Freedman, Estelle B.: Intimate Matters. A History of Sexuality in America. University of Chicago Press. Chicago og London, 1997. Klein, Andy: „Censorship and Self-Regulation“. Flesh and Blood. The National Society of Film Critics on Sex, Violence, and Censorship. Ritstj. Peter Keough. Mercury House. San Fransisco, 1995. Krutnik, Frank. In a Lonely Street. Film Noir, Genre, Masculinity. Routledge. New York og London, 1991. Kuhn, Annette. Cinema, Censorship and Sexuality. Routledge. New York og London, 1988. Muller, Eddie og Fairs, Daniel: Grindhouse. The Forbidden World of ’Adults Only’ Cinema. St. Martin’s Press. New York, 1996. Sklar, Robert: Movie Made America. A Cultural History of American Movies. Revised and Updated. Vintage Books. New York, 1994 (fyrsta útgáfa 1975). Russo, Vito: The Celluloid Closet. Homosexuality in the Movies. HarperCollins. New York, 1987. Marlene Dietrich var eitt helsta kyntákn Hollywood um margra áratuga skeið. Hér er hún ásamt Cary Grant í myndinni Blonde Venus. Á sjötta áratugnum eignaðist ungt fólk ný átrúnaðargoð. Rokkstjörnur og leikarar á borð við James Dean fóru þar fremst í flokki. Frumskógarmyndin var vinsæl kvikmynda- grein á fimmta áratugnum. Lítil virðing var borin fyrir mannfræðilegum staðreyndum. Höfundur er bókmenntafræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.