Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.2001, Qupperneq 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.2001, Qupperneq 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. MARS 2001 K ARIN Sander, sem nú vígir ný húsakynni gallerísins i8 við Klapparstíg, er einn þeirra listamanna sem tölu- vert hefur kveðið að í sam- tímalist beggja vegna Atl- antshafsins undanfarin ár. Hún sýndi fyrst hér á landi í galleríinu Annarri hæð, en í þetta sinn kom hún hingað til að vera viðstödd opnun sýn- ingar sinnar í i8 og halda fyrirlestur í Listaháskóla Íslands. Hún gaf sér einnig tíma til að setjast niður með blaðamanni og segja frá verkum sínum og þeim hugmynd- um sem liggja þar að baki. Karin hefur gjarnan tekið hversdagslega hluti á borð við veggfóður, mannshár, gólf- teppi, egg eða jafnvel fólk, eins og í verkinu 1:10 sem nú er sýnt í i8, og sett þá í listrænt samhengi þar sem þeir fá nýtt og afhjúpandi hlutverk. Það lá því beint við að spyrja hana í upphafi hvort þessir hversdaglegu hlutir væru e.t.v. kveikjan að hugmyndum hennar? „Já, ég held að það sé alltaf þannig að listamenn reyni að skilja það sem býr í um- hverfinu og rannsaka kjarna þess sem er rétt við nefið á þeim. Oft er mun erfiðara að komast að einfaldri og tærri niðurstöðu í listrænum skilningi en að skapa óskaplega flókið verk. Það sem virðist liggja í augum uppi er iðulega mest ögrandi viðfangsefnið vegna þess að það setur ákveðna hugmynd í sitt hnitmiðaðasta form. Með því t.d. að breyta yfirborði venjulegs eggs er hægt að búa til úr því eitthvað sem er alveg nýtt og hefur aðrar vísanir en áður,“ útskýrir Karin. Persónuleikinn, efnið og andinn Sýningin í i8 á skylt við þessa endur- skoðun á hversdagslegum hlutum því hún samanstendur af mörgum litlum skúlptúrum sem eru tölvuunnar eftirmyndir raunveru- legs fólks. Þær eru sláandi líkar fyrirmynd- unum enda hefur þessum þrívíddarmyndum Karin verið líkt við ljósmyndir. Þær hand- sama ákveðið augnablik, ákveðinn sannleika á sama máta og ljósmynd, án þess að lista- maðurinn leggi túlkun sína í efniviðinn eins og t.d. málari myndi gera. „Þetta er raunverulega eins og þrívídd- arljósmyndun,“ segir Karin, „því vélin skrá- setur allt yfirborð líkamans eins og ljós- mynd. Það sem er svo athyglisvert þegar maður fer svo að skoða hverja styttu fyrir sig er hversu mikið af innri manni ein- staklingsins virðist liggja í þessu yfirborði. Það er eins og persónuleikinn felist ekki síð- ur í efninu en andanum, öfugt við það sem maður vill ímynda sér. Kannski mótast innri maður af yfirborðinu, ekki síður en yfirborð- ið af persónuleikanum. Í þessu ferli kemur fram athyglisvert samspil á milli hins mann- lega og tækninnar. Tæknin sem ég nota er hlutlaus að því leyti að hef engin áhrif á út- komuna. Ég hvorki les í persónurnar né reyni að draga fram það sem vekur áhuga minn á þeim. Þetta er túlkun hlutlausrar vél- ar og það er eins og hún segi meira um fólk- ið en ef ég hefði sjálf reynt að koma skýrum skilaboðum um það á framfæri án tækni- legrar íhlutunar. Þrátt fyrir þá bjögun sem óhjákvæmilega fylgir tækninni er það mann- eskjan sjálf sem lætur allt það uppi sem áhorfandinn skynjar og það er miklu áhuga- verðara en ef ég væri milliliður.“ Karin kallar skúlptúrana „sjálfsmyndir“ og hún segir að það hafi vakið áhuga sinn að þessar eftirmyndir séu ekki einungis upplýs- andi um einstaklinginn og hans innri mann, heldur einnig um tíðaranda okkar og það hvernig við kjósum að stilla okkur upp gagn- vart umheiminum. „Hver einstaklingur hefur verið tekinn úr samhengi við ákveðið augna- blik í lífi sínu og það er augnablikið sem við skoðum. Eitt sinn voru þessar styttur sýnd- ar á safni þar sem portrettmyndir frá ní- tjándu öld voru til sýnis á veggjunum. Lík- amsstaða, svipbrigði, klæðaburður og um- hverfi var svo ólíkt því sem fólk myndi álíta eðlilegt í dag að það var sláandi. Hugmyndir fólks um sjálfsmynd sína hafa breyst jafn mikið á þessum tíma og allt annað. Sjálfsvit- undin er því breytingum háð ekki síður en ytra umhverfi,“ útskýrir hún. Hið einstaklings- bundna og hið almenna Í flestum verkum Karin Sander má finna þessa hugmynd um samruna eða samspil þess einstaklingsbundna og þess almenna. Verkið 1:10 byggist ekki síður á hugmyndum um „pars pro toto“ eða hluta fyrir heild en á sjálfsímynd einstaklingsins. Karin stillir „venjulegu“ fólki upp á stall í stað hefðbund- inna minnisvarða af stórmennum og skapar þannig minnisvarða um hversdagsleikann. „Verkin eru eins konar þverskurður af samfélaginu,“ segir Karin. „Einstaklingarnir eru þarna á sínum eigin forsendum, en svo eru þeir hluti af heildinni líka. Þegar horft er yfir salinn virðist sem það sé ekki bara sýn- ingargesturinn sem er að skoða fólk. Stytt- urnar virðast líka vera að skoða hver aðra og endurspegla því ferlið. Annars konar spegl- un er fólgin í því að meðal styttanna er fólk úr listheiminum, bæði listamenn og sýning- YFIRBORÐ OG INNRI MAÐUR Verk þýska listamannsins Karin Sander hafa verið kennd við póst-naum- hyggju og hugmyndalist og hverfast iðulega um flókin tengsl áhorfandans, sýningarrýmisins og þess sem er til sýnis. FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR tók hana tali í tilefni sýningar hennar í i8 sem nú stendur yfir. Kristján Guðmundsson, myndlistarmaður einsog hann birtist sýningargestum í i8. Morgunblaðið/Þorkell Hér sést yfir sýningu Karin Sander sem nú stendur yfir í galleríi i8.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.