Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.2001, Síða 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. MARS 2001 17
arstjórar, sem yfirleitt er í þeirri stöðu að
sýna list. Þarna hafa hlutverkin snúist við og
það er sjálft til sýnis sem hluti af listsköp-
uninni,“ segir Karen og hlær. „Mitt hlutverk
er að gefa eitthvað í skyn sem áhorfandinn
getur síðan tekið lengra eða heimfært upp á
sitt eigið umhverfi. Ég er samt ekkert endi-
lega að reyna að móta hugmyndir áhorfand-
ans. Þegar ég t.d. lyfti upp gólfi í galleríi og
bý til eins konar svið er mér alveg sama þótt
enginn komi til með að standa á því. Verkið
er til á sínum eigin forsendum og eigindi
þess eru hin sömu hvort sem einhver skoðar
það eða ekki. Skyldleiki slíks verks við litlu
stytturnar í i8 er þó óneitanlega fyrir hendi
og áhorfandinn stendur frammi fyrir sínum
eigin væntingum. Hann kemur til að horfa á
eitthvað en stendur í staðinn sjálfur mitt í
því sem er til sýnis.“
Miðillinn ræðst af hugmyndinni
Karin hefur lagt á það mikla áherslu þeg-
ar hún ræðir um listsköpun sína að hug-
myndin komi alltaf fyrst, efniviðurinn eða sú
tækni sem notuð er til útfærslu ráðist af
hugmyndinni en ekki öfugt. „Maður hugsar
sér eitthvað sem hlutgerist síðan í gegnum
ákveðið ferli. Ég myndi aldrei hugsa með
mér; tölvur eru frábærar, hvað get ég gert
með þeim? Eða mér finnst gaman að mála,
hvernig mynd ætti ég að mála? Slíkar að-
ferðir eru orðnar frekar útþynntar núna á
21. öldinni. Ég hef fremur kosið að vinna út
frá forsendum ákveðinnar hugmyndar sem
síðan tekur á sig þá mynd sem þjónar henni
best. Í gegnum tíðina hef ég unnið mikið
með hugmyndir er tengjast rými. Í einu til-
felli bjó ég til verk sem fyllti eiginlega alveg
út í rými gallerísins. Hlutlaust sýningarrým-
ið varð þannig að hlutgerðu rými – að sýn-
ingunni sjálfri sem samanstóð af fjórum risa-
stórum kössum sem hægt var að ganga á
milli. Þannig var áhorfandinn neyddur til að
ganga í kringum það rými sem hann myndi
venjulega ganga inn í,“ segir Karin.
„Ég vann einnig verk fyrir Museum of
Modern Art í Bandaríkjunum þar sem ég
notaði mér aðstæður sem þar skapast og fel-
ast í skilgreiningum á ólíku rými, þ.e.a.s.
sýningarrými, útirými, náttúru, manngerðu
umhverfi o.s.frv. Safnið hefur ákveðið fjár-
magn til að skapa „náttúru“ úti fyrir, sem er
auðvitað þversögn í sjálfu sér því náttúran
er á afmörkuðu svæði og hefur þannig verið
„tamin“. Ég bjó til svæði úr gervigrasi sitt
hvorum megin við glervegg, svo helming-
urinn var inni og hinn helmingurinn úti. Með
því að tengja rými sem eru ætluð til ólíkra
nota með gervigrasinu gat ég á einhvern
hátt raskað eða afhjúpað þetta skipulag og
þá þversögn sem í því felst. Enda var mjög
athyglisvert að fylgjast með því hvernig sýn-
ingargestir notuðu grasið. Inni í bygging-
unni litu þeir á það sem listaverk og þorðu
tæpast að stíga á það, en hinum megin við
gluggann, úti í sólinni, var það notað eins og
hver önnur glasflöt; fólk fór í sólbað, borðaði
nestið sitt og slappaði af. Þetta var því eins
konar tilraun um manngerðan raunveruleika
náttúru og listar.“
Mörk hins sýnilega og ósýnilega
Iðulega er eins og Karin leiki sér með
mörk hins sýnilega og ósýnilega í verkum
sínum. Hún segist meira að segja hafa unnið
verk af því tagi sem lýsa mætti sem and-
stæðu málverks. „Í stað þess að búa til mynd
með því að mála fjarlægi ég málningu með
því að pússa yfirborð sjálfs veggjarins þang-
að til hann er orðinn eins og spegill. Verkið
endurspeglar umhverfið og áhorfendur
hverju sinni. Á þann máta er það síbreytilegt
og um leið tímalaust eða hafið yfir stöðnun.
Eðli sínu samkvæmt endurspeglar verkið
ekki einungis það sem er fyrir framan það,
heldur einnig sögu og þróun málverksins, því
málverk hafa alltaf þjónað því hlutverki að
endurspegla samfélagið að einhverju leyti,
hlutlægt eða huglægt,“ segir Karin.
Karin Sander hefur ekki bara slípað veggi
til að rannsaka hlutverk málverksins. Hún
hefur einnig tekið sjálft yfirborð veggjanna
og sett það í ramma. Á þann hátt tekst henni
að búa til „málverk“ úr veggnum í stað þess
að setja málverk á vegginn. Þegar hún er
spurð um þetta ferli segir hún: „Já, ég tók
ljósmyndir af veggjunum og setti þær í
ramma, svo það er eins og sýningargest-
urinn horfi á vegginn í gegnum síu. Ég not-
aði allar stærðir tilbúinna ramma sem fram-
leiddar eru, en þær eru 27, til að hengja
myndirnar á veggina. Sem heild mynda
rammarnir eins konar huglægt burðarvirki
því þeir líta út eins og vegghleðsla. Í gamla
daga var ekki óalgengt að myndir væru
hengdar upp á þennan hátt. Endurtekningin
gegnir líka ákveðnu hlutverki því um leið og
búið er að fjarlægja einn rammann breytast
tengslin við vegginn. Sá hluti veggsins sem
ekki er lengur hulinn er ekki bara hlutlaus
veggur lengur heldur þáttur í flóknu ferli.“
Endurtekningin skapar
ótrúlega fjölbreytni
Karin hefur unnið fleiri verk sem byggjast
á slíkum endurtekningum. Meðal annars inn-
setningu þar sem hún límdi mannshár í
ramma svo þau mynduðu eins konar teikn-
ingar. „Sú sýning tengist að nokkru leyti
litlu sjálfsmyndunum sem ég sýni hér núna,“
segir hún, „því það hefur vísun í eiginleika
portrettsins. Ég fæ tíu hár af hverjum ein-
staklingi og ramma þau inn, eitt og eitt í
ramma. Þannig myndast tíu teikningar sem
saman gefa ákveðna mynd af persónunni.
Allt í allt voru þetta 776 myndir og þegar
þær eru skoðaðar hver fyrir sig eru „teikn-
ingarnar“ ótrúlega fjölbreyttar. Það er eins
og í þeim megi finna alla hugsanlega mögu-
leika af kroti og formum; sumt er mjög fíg-
úratíft, annað mjög abstrakt, sumt er eins og
skopteikningar eða landslagsmyndir og
nokkrar „teikningarnar“ eru jafnvel erótísk-
ar. Endurtekningin varð því reyndar til þess
að skapa óendanlega fjölbreytni í þessu
verki á sama hátt og litlu sjálfsmyndirnar í
i8.“
Hér var samtal okkar Karin Sander eig-
inlega komið í hring þótt enn væri ekki búið
að gera skil öllum þeim hugsanatengslum
sem vakna við að skoða verkin hennar. Þau
byggjast á ólíkum hugmyndum en eiga þó
sameiginlegan þráð sem auðvelt er að rekja
sig eftir. Öll eru þau tilraun til að rannsaka
tengsl listarinnar við umhverfi sitt, sem er
auðvitað hefðbundin hugmynd. En í verkum
Karin felst oftar en ekki óhefðbundin upp-
lausn þessa umhverfis fyrir tilstuðlan sjálfr-
ar listarinnar, eins og t.d. þegar hún hengir
vegg í ramma á vegg. Það sem Karin nefnir
„fáránleika“ slíkra tilrauna afhjúpar sam-
bandið á milli áhorfandans, sýningarrýmisins
og gefinna gilda, sem allir þekkja án þess þó
að geta skilgreint þau. Í þeim frumleika felst
styrkur hennar og hugmyndafræðilegur
ferskleiki sem vissulega á brýnt erindi við
samtímann og þá ekki síður mótun sjálfsvit-
undar okkar.
Í þessu rými leikur Karin með viðsnúning hefðarinnar; veggurinn er hengdur upp eins og málverk
í stað þess að málverk séu hengd á vegginn.
Í Museum of Modern Art kaus Karin að leika sér að stöðluðum hugmyndum um hlutverk,
takmarkanir og notkun rýmis.
Hér má sjá hvernig sýningarrýmið sjálft er hlutgert í stórum kössum þannig að áhorfandinn get-
ur aðeins fetað sig í kringum það, í stað þess að ganga inn í það eins og hann á von á.
Eitt verka Karin Sander sem hún lýsir sem „andstæðu við málverk“. Þar fægir hún hluta veggjar
þar til hann fer að spegla umhverfi sitt.