Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.2001, Qupperneq 20
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. MARS 2001
T
ÓNLEIKARNIR hefjast kl. 17 á
morgun, sunnudag, og eru
haldnir í tilefni af því að Ragnar
Björnsson hefði orðið 75 ára um
þessar mundir.
Efnisskráin er fjölbreytt og
kemur fjöldi flytjenda fram.
Frumflutt verða verkin Post-
ludium eftir Jón Nordal og Minningar eftir
Atla Heimi Sveinsson í flutningi kammer-
sveitar. Þá verða á efnisskrá verk eftir
Ragnar Björnsson sjálfan, Pál Ísólfsson
læriföður Ragnars og náinn vin, auk er-
lendra verka m.a. eftir Chopin og Buxte-
hude.
Að sögn Sigrúnar Björnsdóttur, ekkju
Ragnars sem jafnframt er einn aðstandenda
tónleikanna, var litið til þess breiða starfs-
vettvangs sem Ragnar kom að í tónlistar-
starfi sínu, við val á verkum og flytjendum á
tónleikunum.Verkin vísa þannig til ólíkra
þátta í starfi hans.
Á efnisskránni er t.d. Tríó fyrir tvær fiðl-
ur og selló sem Ragnar samdi og tileinkaði
nemendum Nýja tónlistarskólans „Þetta
verk er mjög lýsandi fyrir það hversu annt
Ragnari var um nemendur sína, en segja má
að hann hafi þekkt og fylgst náið með hverj-
um nemenda. Ragnar var einnig duglegur að
frumflytja verk eftir okkar íslensku tónskáld
og átti gott samstarf með mörgum þeirra.
Hann var nokkuð naskur á að fylgjast með
því hvað var að gerast í þeim efnum. Hann
átti mjög gott samstarf við Jón Nordal og
Atla Heimi Sveinsson, og er því mjög
ánægjulegt að frumflutt verði verk eftir þá á
tónleikunum,“ segir Sigrún.
Auk þess bendir hún á að margir flytjenda
hafi átt samstarf við Ragnar með einhverj-
um hætti á ferli hans. Árni Arinbjarnarson
orgelleikari mun t.d. leika orgelverk eftir
Ragnar, en þeir hafa verið kollegar allt frá
því að Ragnar var skólastjóri í Tónlistar-
skólanum í Keflavík. „Árni flytur verk sem
Ragnar samdi og frumflutti í minningu Kjar-
vals við útför hans. Verkið var síðar flutt við
minningarathöfn um Ragnar sjálfan í Dóm-
kirkjunnni,“ segir Sigrún og ítrekar að þessi
hluti vísi til starfs Ragnars sem orgelleikara.
„Þá mun Karlakórinn Fóstbræður syngja
lög af ýmsu tagi og er þar minnst starfs
Ragnars sem stjórnanda kórsins.“ Þá vísa
verkin eftir Ragnar á efnisskránni til hans
sem tónskálds. Í hópi flytjenda eru auk ofan-
greindra Marteinn Hunger Friðriksson
dómorganisti og tónlistarmenn úr hópi kenn-
ara Nýja tónlistarskólans, gamalla nemenda
og núverandi nemenda skólans. Þeirra á
meðal eru Bjarni Þór Jónatanssson og Þor-
steinn Gauti Sigurðsson píanóleikarar,
Zbigniew Dubik og Auður Hafsteinsdóttir
fiðluleikarar, Kolbeinn Bjarnason og Áshild-
ur Haraldsdóttir flautuleikarar, Jóhanna
Linnet, Ragnheiður Linnet og Birna Ragn-
arsdóttir söngkonur.
Helmingur ágóða tónleikanna mun renna
til Krabbameinsfélagsins og helmingur til
stofnunar Minningarsjóðs Ragnars Björns-
sonar við Nýja tónlistarskólann. „Ragnar
hafði alla tíð það á stefnuskrá að stofna sjóð
til að styrkja nemendur við Nýja tónlistar-
skólann til framhaldsnáms eftir burtfarar-
próf. Í kjölfar tónleikanna verður sá sjóður
formlega stofnaður,“ segir Sigrún. Hún bæt-
ir því við að ágóði af tónleikunum muni
renna til Krabbameinsfélagsins í framhaldi
af því söfnunarátaki sem félagið stóð fyrir
nýlega. „Ragnar lést úr krabbameini, eftir
að hafa barist við sjúkdóminn í tvö ár. Þótt
lífsvonin hafi verið lítil, lifði Ragnar engu að
síður hamingjusamur með krabbameininu og
var lífsglaður meðan hann fékk að lifa. Þetta
viðhorf Ragnars gagnvart sjúkdómnum er
þess virði að miðla til annarra,“ segir Sigrún
að lokum.
Eftirspil og augnabliksmyndir
„Þetta er fremur stutt verk fyrir orgel
sem ég samdi í minningu Ragnars,“ segir
Jón Nordal tónskáld. „Ég nefni þetta verk
Postludium, eftirspil, þar sem ég leik mér að
ýmsum tónlistarlegum tilvitnunum. Við
Ragnar Björnsson vorum æskuvinir og
skólabræður. Ég samdi fyrir hann orgelverk
m.a. „Forspil að sálmi sem aldrei var sung-
inn“ og Ragnar frumflutti í Skálholti daginn
sem Hekla byrjaði að gjósa 1980.“
Atli Heimir Sveinsson nefnir sitt verk
Minningar. „Þetta eru þrjú smálög eða sakn-
aðarstef fyrir tvær flautur, tvær fiðlur og
tvö píanó. Það má kalla þetta augnabliks-
myndir sem komu upp í huga minn eftir að
Sigrún Björnsdóttir ekkja Ragnars fór þess
á leit við mig að semja verk af þessu tilefni,“
segir Atli Heimir.
„Mér var mikil ánægja að verða við þess-
ari bón því okkur Ragnari var ávallt mjög
vel til vina og hann reyndist mér haukur í
horni þegar ég var hefja minn feril sem tón-
skáld. Hann pantaði af mér tvö verk fyrir
orgel sem hann flutti síðan víða um lönd og
varð til þess að mér bárust pantanir um
verk víða að. Ragnar var mikilhæfur tónlist-
armaður og framúrskarandi organisti,“ segir
Atli Heimir Sveinsson.
Mikilvirkur tónlistamaður
Ragnar Björnsson fæddist árið 1926 að
Torfustaðahúsum, Vestur-Húnavatnssýslu.
Hann hóf níu ára gamall að leysa föður sinn,
Björn G. Björnsson kirkjuorganista af við
jarðarfarir og messur. Þar lék hann jafn-
framt á fiðlu og söng sálma. Um fermingu
hóf hann orgelnám hjá doktor Páli Ísólfssyni
við Tónlistarskólann í Reykjavík en þar nam
hann einnig píanóleik hjá Árna Kristjánssyni
og Rögnvaldi Sigurjónssyni. Að loknum
burtfararprófum hélt Ragnar til Kaup-
mannahafnar, þar sem hann lagði stund á
nám við hljómsveitarstjóradeild Konserva-
torísins og nam auk þess píanóleik við sama
skóla hjá prófessor Haraldi Sigurðssyni. Ári
síðar hóf Ragnar nám við Vínarakademíuna
hjá Hans von Swarovski. Þaðan lauk hann
námi frá hljómsveitarstjóradeild, með píanó-
leik sem hliðargrein árið 1954.
Eftir að hann kom heim úr námi starfaði
Ragnar sem aðstoðarorganisti Páls Ísólfs-
sonar í Dómkirkjunni í Reykjavík, en tók ár-
ið 1969 við starfi dómorganista af Páli.
Ragnar gegndi jafnframt starfi skólastjóra
Tónlistarskólans í Keflavík frá 1956. Eftir að
hann lét af störfum sem dómorganisti, árið
1978 stofnaði Ragnar Nýja tónlistarskólann í
Reykjavík og gegndi starfi skólastjóra til
dauðadags í október árið 1999. Auk þessa
var Ragnar mikilvirkur tónlistarmaður.
Hann stjórnaði Karlakórnum Fóstbræðrum í
26 ár, og vann kórinn m.a. til verðlauna á al-
þjóðlegri kórakeppni árið 1987, auk þess
sem kórinn ferðaðist víða um lönd. Ragnar
var einn stjórnenda Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands, auk þess sem hann stjórnaði óperu-
sýningum í Þjóðleikhúsinu. Þá hélt Ragnar
orgeltónleika erlendis, m.a. í Evrópu, Sov-
étríkjunum og Bandaríkjunum og hlaut víða
lofsamlega dóma. Ragnari var m.a. boðið að
leika á hátíðartónleikum í Notre Dame-
kirkjunni í París og hlaut lofsamlegar við-
tökur. Ragnar starfaði auk þess sem tónlist-
arkennari alla tíð og hafði mikla ánægju af
því starfi að sögn þeirra sem til hans þekktu.
„Tónleikarnir endurspegla
starfsvettvang Ragnars“
Tvö ný tónverk eftir Jón
Nordal og Atla Heimi
Sveinsson tónskáld verða
frumflutt á minningartón-
leikum um Ragnar Björns-
son fyrrum dómorganista
og skólastjóra við Nýja
tónlistarskólann, sem
haldnir verða í Langholts-
kirkju á morgun.
Morgunblaðið/Ásdís
Frá æfingu á nýju verki eftir Atla Heimi Sveinsson sem frumflutt verður á minningartónleikunum.
Atli Heimir Sveinsson. Jón Nordal. Ragnar Björnsson.