Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2001, Side 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 31. MARS 2001
MYNDLIST
Árnastofnun, Árnagarði: Handrit. Opin
þri.–fös. kl. 14–16. Til 15. maí.
Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Vagna Sól-
veig Vagnsdóttir. Til 8. apr.
Gallerí Reykjavík: Derek Mundell. Til
31. mars.
Gallerí Sævars Karls: Sigríður Erla
Guðmundsdóttir. Til 19. apr.
Gerðarsafn: Úr einkasafni Sverris Sig-
urðssonar. Til 30. mars.
Gerðuberg: Drasl 2000. Til 29. apr.
Grafarvogskirkja: Og sjá – fimm lista-
konur. Til 1. júní.
Hafnarborg: Steinunn Helgadóttir og
Sveinn Lúðvík Björnsson. Alice Olivia
Clarke. Fimm færeyskir listamenn. Til
23. apr.
Hallgrímskirkja: Kristín Geirsdóttir. Til
20. maí.
i8, Klapparstíg 23: Karin Sander. Til 29.
apr.
Íslensk grafík: Ragnar Óskarsson. Til 1.
apr.
Listasafn ASÍ: Guðrún Gunnarsdóttir.
Til 1. apr.
Listasafn Einars Jónssonar: Opið laug-
ardaga og sunnudaga, kl. 14–17.
Listasafn Íslands: Náttúrusýnir. Til 22.
apr.
Listasafn Reykjavíkur – Ásmundar-
safn: Páll Guðmundsson og Ásmundur
Sveinsson. Til 29. apr.
Listasafn Reykjavíkur: Kjarvalsstað-
irAustursalur: Jóhannes S. Kjarval.
Hafnarhús: John Isaacs. Til 29. apríl.
John Baldessari. Til 17. júní
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: 30 ár í
list Sigurjóns. Til 1. júní.
MAN: Jóna Thors. Til 11. apr.
Mokkakaffi: Ragnar Stefánsson. Til 8.
apr.
Norræna húsið: Fimm myndlistarmenn
frá Svíþjóð. Til 13. maí.
Sjóminjasafn Íslands: Jón Gunnarsson.
Til 2. apr.
Skálholtskirkja: Anna Torfadóttir og
Þorgerður Sigurðard. Til 31. des.
Slunkaríki, Ísafirði: Ragnhildur Stef-
ánsdóttir. Til 1. apr.
Þjóðarbókhlaða: Elsa E. Guðjónsson.
Til 30. apr.
Upplýsingamiðstöð myndlistar:
www.umm.is undir Fréttir.
TÓNLIST
Laugardagur
Digraneskirkja, Kópavogi: Kór Víkur-
kirk. og kór Digranesk. Kl. 17.
Kirkjuhvoll, Garðabær: Vilbergsdagar.
Kl. 17.
Laugardalshöllin: Carmen. Kl. 17.
Salurinn, Kópavogi: Tveir Strengjasext-
ettar. Sex tónlistarmenn. Kl. 17.
Salurinn: Jón Múli áttræður. Kl. 20:30.
Sunnudagur
Bessastaðakirkja: Tónlistardagskrá. Kl.
20:30.
Hafnarborg: Tríó Reykjavíkur. Kl. 20.
Mánudagur
Neskirkja: Reynir Jónasson og Hjörleif-
ur Valsson. Kl. 17.
Salurinn, Kópavogi: Jónas Ingimundar-
son. Kl. 20.
Fimmtudagur
Háskólabíó: SÍ. Söngleikjatónlist. Kl.
19:30.
Hjallakirkja, Kópavogi: Kór Hjalla-
kirkju.Tryggvi Valdimarsson og Loftur
Erlingsson. Orgel: Lenka Matová. Kl.
20:30.
Föstudagur
Háskólabíó: SÍ. Söngleikjatónlist. Kl.
19:30.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið: Horfðu reiður um öxl, 31.
mars. Blái hnötturinn, 1. apr. Með fulla
vasa af grjóti, 1. apr. Já, hamingjan, 31.
mars.
Borgarleikhúsið: Blúndur og blásýra,
31. mars. Móglí, 31. mars. 1. apr. Kontra-
bassinn, 5. apr. Öndvegiskonur, 1. apr.
Íslenski dansflokkurinn: Kraak een og
Kraak twee, 1., 5. apr.
Loftkastalinn: Á sama tíma síðar, 6. apr.
Sjeikspír.., 31. mars.
Iðnó: Sniglaveislan, 31. mars. 1., 4., 5.
apr.
Gamla bíó: Fífl í hófi, lau. 31. mars. Fim.
5. apr.
Möguleikhúsið: Langafi prakkari, 1., 4.
apr. Skuggaleikur, 31. mars. 2., 5. apr.
Lóma, 3. apr.
Kaffileikhúsið: Eva, 1., 3. apr.
Hafnarfjarðarleikhúsið: Vitleysingarn-
ir, 31. mars. 6. apr.
Hugleikur: Víst var Ingjaldur í rauðum
skóm, frums. 31. mars. 5., 6. apr.
MENNING
LISTIR
N Æ S T U V I K U
SÝNING á verkum breska listamannsins
Johns Isaacs verður opnuð í Listasafni
Reykjavíkur – Hafnarhúsi í dag.
„Viðbrögð áhorfenda við verkum Isaacs
eru ýmist hlátur eða hrollur,“ segir Soffía
Karlsdóttir, kynningarstjóri Listasafns
Reykjavíkur, en víst er að listamaðurinn
leggur mikið upp úr því að hreyfa við fólki, á
hvorn veginn sem er. Isaacs býr að jafnaði
til tvær stórar innsetningar á ári og blandar
þá gjarnan saman ólíkum miðlum eins og
skúlptúrum, myndböndum og ljósmyndum.
Útkoman þykir oftar en ekki ögrandi.
Á sýningunni í Listasafni Reykjavíkur –
Hafnarhúsi gefur m.a. að líta sláandi ná-
kvæma sjálfsmynd listamannsins, sem þar
skyggnist undir eigið yfirborð í orðsins
fyllstu merkingu. Um er að ræða höggmynd
úr plasti þar sem bæði húð og bein hafa ver-
ið fjarlægð og eftir stendur líkaminn sem
virðist í fyrstu eiga meira sameiginlegt með
læknisfræði og vísindum en list.
Allt frá því Isaacs vakti fyrst athygli í
Lisson Gallery í London hefur hann sýnt
verk sín á alþjóðavettvangi í ýmsum gall-
eríum og söfnum. Nokkur verk eftir hann
voru m.a. sýnd í Charles Saatchi-safninu á
sýningunni Young British Artist nr. 6 árið
1996. Eftir það hefur hann sýnt með lista-
mönnum á borð við Hirst, Emin og Coll-
ishaw, sem eru þekkt nöfn meðal yngri lista-
manna í bresku listalífi. Síðar á þessu ári
mun Isaacs sýna verk sín í Þýskalandi, Pól-
landi, Grikklandi, Bandaríkjunum og Belgíu.
„Sýning Isaacs gefur Íslendingum kær-
komið tækifæri til að upplifa listræna sýn
eins fremsta listamanns Breta af yngri kyn-
slóðinni án þess, eins og hann sjálfur segir,
að eiga á hættu að smitast af kúariðu eða
bera með sér heim gin- og klaufaveiki,“ segir
Soffía.
Hlátur
eða
hrollur?
Morgunblaðið/Þorkell
Sjálfsmynd listamannsins Johns Isaacs í Hafnarhúsinu.
TVEIR sextettar fyrir strengi verða fluttir í
Salnum í Kópavogi í dag, laugardag, kl. 17.
Tónleikarnir eru í Tíbrár-röð Salarins. Sá
fyrri, Souvenir de Florence, er eftir Tsjajk-
ovskíj, en sá síðari er B-dúr sextett Brahms.
Flytjendur eru Sigrún Eðvaldsdóttir,
Zbigniev Dubik, Ásdís Valdimarsdóttir, Helga
Þórarinsdóttir, Michael Stirling og Bryndís
Halla Gylfadóttir. Ásdís og maður hennar,
Michael Stirling, eru búsett í London. Hún er
víóluleikari í Chilingirian-strengjakvartettin-
um en hann spilar með ýmsum kunnum kamm-
erhópum og hljómsveitum. Hin fjögur leika öll
með Sinfóníuhljómsveit Íslands en stunda að
auki einleiks- og kammertónbókmenntirnar.
„Það hefur verið hugmynd hjá okkur lengi
að halda strengjasextettstónleika. Það var
ekki fyrr en með tilkomu hinnar góðu aðstöðu
Salarins að þeir gátu orðið að veruleika. Það er
ánægjulegt að svo hafi loks orðið,“ segir Ásdís
Valdimarsdóttir víóluleikari. „Við Sigrún Eð-
valds vorum í Miami-kvartettinum fyrir um
tólf árum, og höfum ekki spilað mikið saman
síðan. Það er því mjög gaman að spila saman
aftur. Þá hefur eiginmaður minn, Michael
Stirling, ekki leikið á Íslandi áður,“ bætir hún
við.
Efnisskráin hefst á sextett op.18 í B-dúr eft-
ir Brahms. Verkið var skrifað vorið 1860 í
Bonn og var strax mjög vel tekið. Það er fullt
af æskufjöri og er stundum kallað „vor“-sext-
ettinn. „Þetta er eitt af fallegustu verkum
strengjabókmenntanna. Það er uppáhald
margra og við hlökkum öll mikið til að flytja
það,“ segir Ásdís. „Brahms skrifaði tvo sext-
etta og er þetta sá fyrri. Scherzóið í verkinu er
strákslegt og fjörugt og jaðrar við að fara úr
böndunum í animato miðhlutans. Rondóið ber
kannski keim af Mozart. Sellóið fær að skína í
fallegum laglínum en í síðasta animato kaflans
skemmta allir sér með pizzicato nema 1. víóla
sem spilar eins og hún eigi lífið að leysa.“
Sextettinn samdi Tsjajkovskíj á 17 dögum
meðan hann dvaldi í Flórens á Ítalíu árið 1890.
Þótt hann hafi verið ánægður með verkið
breytti hann því nokkuð og gaf því nafnið
Souvenir de Florence áður en það var frum-
flutt tveimur árum seinna í Pétursborg. „Þó er
ekki margt ítalskt við verkið nema e.t.v. syngj-
andi laglínur og sólrík stemmning. Tsjajk-
ovskíj sýnir sinn rússneska karakter eins og
svo oft, til dæmis í 3. kaflanum sem ber sterkan
þjóðlegan keim. Þetta er ákaflega flott verk.
Það er hressilegt, en hefur einnig mjög fal-
legar melódíur. Bæði verkin eru í raun tónbók-
menntir eins og þær gerast bestar fyrir
strengjaleik,“ segir Ásdís að lokum.
Tveir sextettar fyrir strengi í Salnum kl. 17 í dag
Morgunblaðið/Árni SæbergStrengjasextettinn á æfingu í Salnum.
„Tónbókmenntir eins og þær
gerast bestar fyrir strengi“