Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2001, Síða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2001, Síða 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 31. MARS 2001 17 A NDREAS Gursky er á sí- felldum faraldsfæti og sækir sér myndefni um víða veröld. Titlar verk- anna eru vísanir í staði allt frá Tókýó til New York, frá Frakklandi, Brasílíu, Kaíró, Shanghai, Los Angeles, Stokkhólmi og Hong Kong auk heimalandsins, Þýskalands, þar sem ferill hans hófst fyrir tæpum tveimur áratugum. Þessi fyrsta stóra sýning á verkum Gurskys vestan hafs hefur vakið verðskuldaða athygli. Á henni eru að finna 45 ljósmyndir sem spanna feril listamannsins frá upphafi 9. ára- tugarins til verka frá síðasta ári. Áhrif úr ólíkum áttum Líkt og nafnarnir Thomas Ruff og Thomas Struth var Andreas Gursky nemandi ljós- myndaranna Bernds og Hillu Bechers við Listakademíuna í Düsseldorf í byrjun áttunda áratugarins. Þau vöktu fyrst athygli hug- myndalistamanna á sjöunda áratugnum fyrir það sem nú er orðið áratugalangt heimild- arverk sitt, ljósmyndir af vatnsturnum sem draga í senn fram sérkenni og einkenni slíkra strúktúra, og þar sem hlutleysi ljósmyndar- ans er framar öllu. Andreas Gursky hafði kynnst ljósmyndun frá unga aldri í foreldrahúsum en faðir hans var þekktur auglýsingaljósmyndari. Þá hafði hann einnig lokið námi í blaðaljósmyndun í Essen áður en leið hans lá til Dusseldorfs og má lesa áhrif þessa alls úr verkum hans. Þar fara saman ströng vinnubrögð agaðs lista- manns sem lætur ekki nema fáar myndir frá sér fara á hverju ári og er myndefnum sínum fylginn um leið og hann hefur auga fyrir því óvænta líkt og sannur blaðaljósmyndari. Með- an á námi stóð framfleytti Gursky sér með auglýsingaljósmyndun sem hann var þegar vel kunnugur og má sjá áhrif þessa í litanotk- un og hárbeittri skerpu myndanna, stærð þeirra og ekki síst því hversu snemma Gursky fór að tileinka sér tölvutækni við vinnslu verka sinna. Hversdagsglys Myndefnið er fjölbreytt en sameiginleg ein- kenni eru hinir alheimsvæddu heimar háhýsa og einsleitra fjölbýlishúsahverfa stórborg- anna; skrifstofu- og hótelbyggingar, ráð- stefnusalir, kauphallir og uppskipunarsvæði hafna, hillur tískuverslana og bónusbúða, íþróttakappleikir, rokktónleikar og reifpartý í risavöxnum vöruskemmum. Í verkum Gurskys er gjarnan iðandi mann- þröng sem tekur á sig mynd óreiðukenndra litaskella. Þannig má sjá samsvörun milli verka á borð við mynd sem tekin var í kaup- höllinni í Japan, þar sem fjöldi hamslausra verðbréfamanna æða um gólf, og verks án tit- ils og úr sölum MoMA, af málverkinu Haust- rythma eftir Jackson Pollock. Linsa myndavélarinnar stendur klárlega utan við sjónarspil verkanna. Sjónarhorn myndavélalins- unnar er upphafið, nánast guðleg yfirsýn á heiminn. Gursky hindrar þannig bein- an aðgang áhorfandans að myndefninu sem verður í senn ofur raunsætt og fjar- rænt. Heimur Gurskys minn- ir okkur á smæð okkar gagn- vart umhverfinu. Að þrátt fyrir allan mann- fjöldann, allar tæknilegar umbyltingar og stórvirki, menningu og siði, neyslu og framleiðslu, þá erum við ekki annað en maurar á þúfu jarð- arinnar. Hverfipunktar eru ýmist dregnir fram með hjálp myndvinnslu í tölvu, með tilvísun í málverk frá tímum endurreisnarinnar á Ítalíu, eða að íbúðarblokkir eru flattar út sem módernísk strangflatarmálverk þar sem skurður mynd- arinnar nemur við framhlið byggingarinnar. Á stundum er myndhlutum speglað og þeim skeytt saman til að magna dýptaráhrif verk- anna og mikilfengleik, s.s. í ljósmyndum úr hótelanddyrum í Atlanta, New York og Shanghai. Stærð verkanna getur verið allt að 5 metrum að lengd og 2 metrum að breidd en skerpa þeirra er slík að í senn er óhætt að rýna í smáatriði og að njóta verkanna úr fjar- lægð. Meðal þeirra áhrifavalda á list Andreas Gurskys sem hvað oftast eru nefnir eru málararnir Gerhard Richter og Sigmar Polke sem auk Bernds og Hillu Becher og Josephs Beuys kenndu öll við akademíuna í Düsseldorf og áttu stóran þátt í að ávinna henni það orð- spor sem hún nýtur í dag. Þá má ekki vanmeta áhrif dagblaða- og auglýsingaljósmyndunar. Sjálfur hefur Gursky lýst yfir hrifningu sinni á verkum 17. aldar málarans Kasper Davids- Friedrichs og áhrifum kanadíska ljósmynd- arans Jeff Wall á verk sín. Augljós tengsl eru einnig á milli verka Gurskys og Thomasanna Struths og Ruff, auk hins fjórða sem fylgdi á eftir snöggri heim- frægð hinna stuttu eftir að námi lauk, ljós- myndarans Thomas Demand. Sýningin á verkum Gurskys í New York stendur yfir til 15. maí nk. en fyrirhugað er að setja hana einnig upp í Reina Sofia í Madríd, Pompidou-listamiðstöðinni í París og sam- tímalistasafninu í Chicago. Rín II, frá 1999. Byggingar sem stóðu hinum megin við árbakkann voru þurrkaðar út í tölvuvinnslu myndarinnar. MEÐ HEIMINN AÐ FÓTUM SÉR Yfirþyrmandi stærðir ásamt ríkulegu og fallegu litasamspili eru nokkur af einkennum ljósmynda- verka þýska listamannsins Andreas Gurskys. HULDA STEFÁNSDÓTTIR segir frá yfirlitssýningu á verkum hans sem stendur yfir í Nútímalista- safninu, MoMA, í New York. Times Square frá 1997. Eitt af eldri verkum Gurskys, Rínardalurinn, frá 1989. Verk þar sem mörgum þykir kenna áhrifa frá rómantískum landslagsmálverkum 18. aldar málarans Kaspers David-Friedrichs. Ljósmynd/ Matthew Marks Gallery, New York, 2001

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.