Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.2001, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.2001, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. APRÍL 2001 5 frjálsræðis en aðrir ljósmyndarar blaðsins og áttu eftir að starfa meira saman síðar. Á þessum tíma tóku viðhorf Cartier- Bressons gagnvart ljósmyndun að breytast, og stíllinn um leið. Í stað persónulegrar skynj- unar, sem beindist frekar inná við, mátti nú sjá víðsýnna viðhorf gagnvart umheiminum. Ljós- myndirnar vísa til áframhaldandi frásagnar. Viðfangsefnin urðu líka fjölbreytilegri og hann skynjaði heiminn á hversdagslegri hátt en áð- ur. Stíllinn þróast frá hrárri svipmyndum súr- realistans til ljóðrænni tjáningar og oft á tíðum ákaflega fallega formaðra ljósmynda. Þegar heimsstyrjöldin síðari braust út var Cartier-Bresson kallaður í herinn og skipaður höfuðsmaður í kvikmynda- og ljósmyndadeild- inni. Hann var fljótlega handtekinn af Þjóð- verjum og í 35 mánuði vann hann nauðung- arvinnu í fangabúðum. Tvisvar var hann gripinn við flóttatilraun en slapp í þriðju at- rennu, komst til Parísar og var virkur í and- spyrnuhreyfingunni það sem eftir lifði stríðs- ins. Við stríðslok var Cartier-Bresson orðinn 37 ára gamall og lét lítið á sér kræla um hríð. Hann fór þó til Þýskalands og myndaði þegar bandamenn voru að frelsa gísla Þjóðverja. Ár- ið 1946 skipulagði Nútímalistasafnið í New York stóra yfirlitssýningu með verkum hans, en þar á bæ stóðu menn í þeirri trú að Cartier- Bresson hefði fallið í styrjöldinni. En hann birtist sjálfur á safninu nokkrum dögum fyrir opnun sýningarinnar svo hætta varð við að hengja upp spjöld með minningarorðum. En stríðið hafði breytt afstöðu hans til listarinnar: „Ég hafði minni áhuga á því sem kalla mætti „abstrakt“ afstöðu gagnvart ljósmyndun. Ég hafði ekki einungis öðlast aukinn áhuga á mannlegum og mótandi gildum, ég held að nýr andi hafi risið meðal ljósmyndara, í samskipt- um þeirra við fólk og hvern annan.“ Þeir Capa og Chim endurnýjuðu vináttuna, þeir hugleiddu framhaldið og Cartier-Bresson segir að Capa hafi varað sig við því að láta ekki merkja sig sem tilgerðarlegan súrrealískan ljósmyndara. „Í stað súrrealismans skaltu taka upp merki fréttaljósmyndarans,“ sagði Capa. Fyrir stríðið hafði Cartier-Bresson starfað um skeið sem fréttaljósmyndari en vildi ekki láta aðra segja sér hvað hann ætti að gera eða hvernig hann ætti að mynda. Hann vildi vinna sjálfstætt og út frá eigin forsendum – sagðist bera meiri virðingu fyrir raunveruleikanum en ritstjóra sem sæti einhvers staðar bakvið skrif- borð. Þeir þremenningar stofnuðu árið 1947 sameignarfyrirtækið Magnum og fengu fleiri færa ljósmyndara til liðs við sig. Allir höfðu þeir sameiginleg markmið; meðlimirnir höfðu frelsi til að koma með hugmyndir að efni og myndafrásögnum, taka myndirnar og ritstýra þeim sjálfir. Magnum sá um dreifingu og sölu myndanna, ljósmyndararnir einbeittu sér að því að sýna samfélag manna, víða um heim. Þeir vildu bera vitni jafnt um velsæld sem mis- rétti. Þrátt fyrir að Cartier-Bresson hafi ætíð vilja gera lítið úr hlut sínum innan samtak- anna, þá var hann í aðalhlutverkinu. Á þessum fyrstu árum eftir stríðið hafði hann meiri áhrif en nokkur annar á það sem við þekkjum nú sem frétta- og tímaritaljósmyndun. Fólk dáð- ist að formrænum gæðum mynda hans, og því hvernig honum auðnaðist að fanga atburði augnabliksins, ætíð með fullri virðingu fyrir viðfangsefninu. Þrátt fyrir að prenttæknin væri ekki eins góð og í dag, rann á þessum tíma upp gullöld dagblaða og fréttatímarita – og fréttaljósmyndunar. Íbúar Vesturlanda voru sólgnir í fyrirmyndir sem og fréttir af menn- ingu frábrugðinni þeirra eigin. Fjöldinn allur af hæfileikaríkum ljósmyndurum kom fram og ALDARINNAR Pont du Vert-Galand og Pont des Arts, París. 1953. Quai des Tuileries, París. 1956. Henri Cartier-Bresson/Magnum Photos efi@mbl.is í þessari hringiðu gegndi Magnum lykilhlut- verki. Cartier-Bresson ferðaðist mikið og voru Austurlönd honum sérstaklega hugleikin, en þar dvaldist hann samfleytt í þrjú ár í kringum 1950; upplifði meðal annars sjálfstæði Indverja og yfirtöku kommúnista í Kína. Hann virðu- rkenndi þá að nauðsynlegt væri að geta tekið að sér verkefni, þótt hann leysti þau persónu- lega. „Ég er ljósmyndari, rétt eins og aðrir eru húsgagnasmiðir,“ sagði hann. Fjölmargar bækur hafa verið gefnar út með ljósmyndum sem Cartier-Bresson hefur tekið af fólki og fyrirbærum víða um heiminn en þá fyrstu verður að telja þá mikilvægustu fyrir þróun ljósmyndunarinnar. „Images á la Sauv- ette“ nefnist hún og kom út árið 1952. Enskt heiti hennar er „The Decisive Moment“ – hið hárrétta eða hið afgerandi augnablik – og lík- lega er þetta ein frægasta ljósmyndabók sem gefin hefur verið út. Í henni eru 126 ljósmyndir og bókin hefur haft geysileg áhrif á þrjár til fjórar kynslóðir ljósmyndara. Menn hafa hrif- ist af tilfinningunni fyrir myndbyggingu sem birtist þar; hún virðist stundum fullkomin. En kannski er þó mikilvægust sjálf kennisetningin sem ljósmyndarinn opinberaði þar. Það er að- ferð hans við að mynda, að fanga hið hárrétta augnablik, sekúndubrotið þegar samræming forms og fyrirmyndar er alger. Eitt frægasta dæmið um þetta er ljósmyndin „Place de l’Eur- ope“, frá 1932, sem birtist hér á forsíðu Les- bókar. Þar sést myndræn en afkáraleg stelling manns sem reynir að komast hjá því að væta fæturna í polli, en um leið er ljósmyndin mynd- rænt lostæti, matreitt út hreyfingu, skuggum og fjarvídd, lífi og list. Ljósmyndarinn fangar augnablikið áður en maðurinn lendir í eðjunni og splundrar vatnsborðinu, og veggspjaldið í baksýn með fimlegri dansmey er eins og at- hugasemd við klunnalega tilburði hans. Goðsagan Allt fram á áttunda áratuginn ferðaðist Cartier-Bresson um og hélt áfram að mynda. Stór hluti af heildarverki hans er portrett, en í þeim nálgast hann einstaklinginn, þekktan sem óþekktan, með það í huga að tengja hann við umhverfi sitt og spegla í honum stærri heild. Hann segist í portettum leita að þögn innra með fyrirmyndinni. En Cartier-Bresson myndaði mörg stórmenni listalífsins, sérstak- lega í Frakklandi og í Bandaríkjunum, og ann- að þekkt fólk víðsvegar um heiminn. Oft eru þetta frægustu og bestu myndirnar sem voru teknar af viðkomandi einstaklingum og hafa skapað þá ímynd sem lifir í huga fólks að þeim látnum. Má nefna myndir eins og af Sartre, Camus, Matisse og Alberto Giacometti. Á ferli sínum leitaðist Henri Cartier- Bresson ekki eftir því að vera í hringiðu atburða sem þóttu sérlega fréttnæmir. Hann einbeitti sér að mannlífi hversdagsleikans, eðli þess, eymd og upphafningu. Enn í dag er hann aðal fyrirmynd margra ungra ljósmyndara, enda myndir hans á stundum meira lifandi en lífið sjálft! Sumir segja hann mesta ljósmyndara tuttugustu aldar, og tek ég undir það, þótt ekki væri nema fyrir þá staðreynd að eftir hann liggja fleiri meistaraverk í ljósmyndum en eftir nokkurn annan. Hann gerði það sem margir listamenn sóttust eftir en fáir náðu; að spegla fjölbreytileika og reynslu tuttugustu aldarinnar. Í kringum Cartier-Bresson hefur skapast mikil goðsaga – goðsaga sem hann virðist gera sér far um að standa undir. Árið 1973 lagði hann myndavélina á hilluna og sneri sér að æskuástinni, myndlistinni. Hann stendur þó enn fast á því að hann sé götuljósmyndari og sem slíkur megi hann ekki þekkjast, þess vegna leyfi hann engum að taka myndir af sér. Á dögunum kom upp athyglisvert mál þar sem gamall vinur hans – og nú óvinur, stríðsljós- myndarinn David Douglas Duncan, sem er á níræðisaldri, gaf út í Bandaríkjunum bók sem heitir „Faceless“ – Frægasti ljósmyndari í heimi. Hún inniheldur á fjórða tug nærmynda af Cartier-Bresson sem Duncan tók þar sem sátu saman og spjölluðu á Picasso safninu í París í haust sem leið. Cartier-Bresson náði að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar í Frakk- landi en ekki í Bandaríkjunum. Annars lætur meistarinn lítið fara fyrir sér og eyðir tímanum við að teikna, þó hann taki eina og eina ljós- mynd. „Ég er með myndavél í húsinu og ef ég sé skemmtilegt portrett, þá tek ég það kannski,“ sagði hann fyrir nokkrum árum. „En mér líkar ekki við ljósmyndun. Og hefur aldrei líkað. Mig langaði alltaf til að verða málari.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.