Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.2001, Síða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. APRÍL 2001
Í Gljúfrasteini býr hann
ljúfastur manna
öðlingurinn mikli
sei sei jú
mikil ósköp
Heim ég hann sótti
með vini mínum
í 14 stiga gaddi
Inn var oss boðið
spjölluðum saman
sei sei jú
mikil ósköp
Betri mann
hvar er að finna
stórskáldið góða
Hundurinn minn er orðinn gamall
og hættur að bíta
og trén í garðinum eru orðin stór
sei sei jú
mikil ósköp
Gaf okkur kaffi
vindla og kökur
brosti svo blíður
og sagði okkur sögur
sei sei jú
mikil ósköp
Þ
ANNIG orti bróðir minn heitinn
Pálmi Örn Guðmundsson um
Halldór Laxness. Ljóð þetta heit-
ir einfaldlega Halldór Laxness og
byggist á raunverulegum atburð-
um ef svo má segja: Bróðir minn,
sem átti við andleg veikindi að
stríða, og einn vinur hans í sömu
stöðu heimsóttu eitt sinn skáldið. Mig minnir að
það hafi verið um jólaleytið. Allavega var stund-
in hátíðleg og oft rifjuð upp. Halldór Laxness sat
lengi á spjalli við þá félagana og furðuðu sig nær-
staddir á heimilinu hve náið samband við gestina
var.
„Skáldið er tilfinning heimsins,“ segir í
Heimsljósi. Á vissan hátt minnir þessi heimsókn
félaganna mig á þá staðreynd, því fáir höfundar
hafa lýst fólki utan alfaraleiðar þjóðfélagsins af
meiri næmni en einmitt Halldór Laxness. Menn
þurfa hvorki titla né búninga til að manneskjan í
þeim komi í ljós. Það er heldur enginn mæli-
kvarði á menn hvar þeir búa eða hve mikla pen-
inga þeir eiga. Það var helst að Halldór Laxness
léti drukkna menn fara í taugarnar á sér eða
menn sem sannanlega voru dónar.
Þegar miklir menn hverfa af sjónarsviðinueftir langa og starfsama ævi hugsarmaður um allt sem þeir skildu eftir og lif-ir áfram með okkur; kannski ekki út frá
ósvipuðu sjónarmiði og maðurinn sem sagðist
aldrei biðja guð um að gera neitt fyrir sig af því
hann hefði ekki við að þakka honum fyrir allt
sem hann þegar hefði gert.
Hvað er stórvirki?
Ég get ekki hugsað mér neinn æðri mæli-
kvarða stórvirkis en þann, að ekki sé hægt að
hugsa sér heiminn án þess. Allt höfundarverk
Halldórs Laxness fellur auðveldlega undir þá
mælistiku. Verk hans eru greypt í huga okkar:
Það er ekki hægt að hugsa sér heiminn án
þeirra. Ella væri hugurinn undir fátækramörk-
um, fegurðarskynið þrengra og kímnin á annan
veg.
Myndin af sjávarþorpinu, myndin af sveitinni,
myndin af landinu, konunni, ástinni, allt er þetta
samgróið verkum Halldórs Laxness; með mót-
sagnakenndum hætti þó. Landið tók margvís-
legum breytingum í huga hans; og sveitirnar og
sjávarþorpin, konurnar og ástin.
Eða persónuleikarnir, hinir hrjúfu og hinir
blíðu, þeir sem töluðu með augunum eða þeir
sem sögðu allt með orðum, eða tilsvörin, hvernig
heimurinn rúmast í einni setningu, jafnvel fá-
ránlegum útúrsnúningi; og það allt af þeirri ein-
földu ástæðu, sem þó er ekkert einföld, að lífið
er margbrotið.
Halldór Laxness lifði næstum því í heilaöld. Engu að síður hermir sagan aðhann hafi ekki verið nema sjö ára þeg-ar hann fékk vitrun þess efnis að hann
myndi deyja á sautjánda aldursári sínu. Fyrst
svo var í pottinn búið var hann staðráðinn í að
láta liggja eftir sig eina skáldsögu og fyrsta
skáldsagan hans, Barn náttúrunnar, kom út árið
1919. Var það ástarsaga sem þótti lofa góðu.
Hann hafði að vísu skrifað sexhundruð síðna
reyfara nokkrum árum fyrr, þrettán ára gamall,
en af honum finnst hvorki tangur né tetur.
Vitrun hins sjö ára drengs reyndist sem betur
ekki fer ekki rétt og Halldór Laxness átti eftir
að skrifa margar sögur, svo margar að Barn
náttúrunnar og næstu bækur, teljast nú
bernskuverk þó furðumikils þroska gæti víða í
þeim; en það verður að teljast sérkenni þegar
skáldverk Halldórs Laxness eru skoðuð í heild
hve mörg meistaraverk eða stórvirki þar er að
finna.
Margir höfundar á þessari öld hafa komið sér
upp góðu höfundarnafni með tveimur, þremur
eða fjórum úrvalsverkum og þá gjarnan einu
sem stendur upp úr. Slíkt er í sjálfu sér fínt og
afrek á bókmenntasviðinu verða seint mæld í
magni. Eitt ljóð sem lifir er nóg. En það hve af-
SEI SEI
JÚ MIKIL
ÓSKÖP
NOKKRAR HUGLEIÐINGAR
UM HALLDÓR LAXNESS OG VERK HANS
E F T I R E I N A R M Á G U Ð M U N D S S O N
Ólafur K. Magnússon
Halldór kemur til landsins eftir að hafa fengið Nóbelsverðlaunin.
Halldór Laxness
„Við sem sýslum með sömu verkfæri og Halldór Lax-
ness, skrifum á sama tungumáli og komum úr sama
menningarheimi: hvaða máli skiptir hann okkur? Ég
hef stundum verið spurður að því, einsog aðrir ís-
lenskir höfundar, hvernig sé að skrifa í skugga jafn-
mikils höfundar. Svar mitt hefur verið einfalt: Ég hef
aldrei séð neina skugga, bara sólargeisla.“