Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.2001, Síða 9
Ef ekki, mun þá byltingin éta börnin sín í ör-
væntingarfullri uppreisn hinna vonarsnauðu
gegn misréttinu? Eða hvernig hafa vonir og
væntingar hinna bestu manna ræst í tímans
rás á liðinni öld?
Hvaða Evrópumaður hefði t.d. trúað því,
þar sem hann naut friðar og framfara (raf-
lýsing, talsímakerfi, járnbrautir, eimskip) á
miðju belle epoque við dagsbrún 20stu aldar,
þegar tækifærin til betra lífs virtust tak-
markalaus, að fáeinum árum síðar yrði
æskulýður Evrópu leiddur til slátrunar í
skotgröfum fyrri heimsstyrjaldarinnar og
heygður í fjöldagröfum? Og að þar með væri
leyst úr læðingi óstjórnleg sjálfseyðingar-
hvöt, sem virðist heltaka mannskepnuna
með reglulegu millibili og endaði í annarri
heimsstyrjöld, sem eins og sú fyrri breiddist
út um allan heim – frá Evrópu?
Hefði það hvarflað að Karli Marx, þar sem
hann setti saman tyrfnar kenningar um
„óhjákvæmilegt hrun kapítalismans“ (flestar
að vísu úreltar þegar fyrir fyrra stríð), að
fræði hans yrðu notuð sem hugmyndafræði-
legt fíkjublað af valdránsmönnum í frum-
stæðum lénsveldum (Rússland, Kína, Víet-
nam og Kúba), þar sem kapítalismi
fyrirfannst varla nema sem útlent skamm-
aryrði? Og að ótíndir fjöldamorðingjar ynnu
fólskuverk sín í nafni hans?
Hefði það hvarflað að bandarískum banka-
stjórum, sem vissu ekki aura sinna tal, og
höfðu ekki undan að fjárfesta í framförunum
undir lok þriðja áratugarins, að einn góðan
veðurdag spryngi blaðran með kauphallar-
hruni á Wall Street? Og var lýst þannig, að
milljónamæringar gærdagsins væru spurðir,
þegar þeir leituðu gistingar í hótelháhýsum
Manhattan: Er það til að gista eða stökkva?
Og að við tæki heimskreppa, sem stóð í heil-
an áratug og lyfti til valda, eða festi í sessi,
mannkynsfrelsara sem boðuðu járn og blóð
undir alræði heimskunnar? Og að það þyrfti
nýja heimsstyrjöld til þess að „hjól atvinnu-
lífsins færu að snúast af fullum krafti á ný“?
Hver hefði trúað því að óreyndu að sturl-
aður ofstækismaður næði alræðisvaldi í landi
Goethes, Schillers, Bachs og Beethovens,
með stuðningi eða þegjandi samþykki þjóð-
arinnar og beitti valdi til að bera eld að
heimsbyggðinni og til að breyta Þýskalandi
– landi evrópskrar hámenningar – í útrým-
ingarbúðir? Og hver hefði trúað því meðal
þeirra hermanna, sem stóðu yfir höfuðsvörð-
um þýska nasismans og japanska nýlendu-
veldisins árið 1945, að fáeinum árum síðar
teldust þessar óvinaþjóðir til nánustu banda-
manna lýðræðisríkjanna? Og að þær söfnuðu
auði langt umfram þá, suma hverja, sem þó
töldust í hópi sigurvegaranna?
Hver hefði trúað því á miðri gullöld Evr-
ópu eftirstríðsáranna (1950–1970), þegar
flytja þurfti inn milljónir til að manna störf,
sem Evrópumenn vildu ekki vinna, að fáein-
um árum síðar væri fjöldaatvinnuleysi (sem
sums staðar mælist í hærri tölum en á sjálf-
um kreppuárunum) orðið að viðvarandi þjóð-
félagsböli í Evrópu?
Hver hefði trúað því, þegar Gorbachev
hinn gerski boðaði „glasnost og perestroiku“
á seinni hluta 9. áratugarins, að fáeinum ár-
um síðar væri sovéska nýlenduveldið horfið,
þegjandi og hljóðalaust og án valdbeitingar
af yfirborði jarðar (þótt það að vísu skildi
eftir sig sviðna jörð)? Eða að Mao Tse-Tung
hefði ekki fyrr verið kominn í gröfina en eft-
irmaður hans, Deng Xiaopeng, hefði virkjað
kapítalismann í Kína til að lyfta meira en
200 milljónum manna úr örbirgð til bjarg-
álna?
Sameining Þýskalands? „Ekki á meðan ég
lifi,“ sagði Helmut Kohl, kanslari, árinu áð-
ur, sem segir allt sem segja þarf um, hversu
spámannlega hann var vaxinn. Og hver hefði
trúað því fyrir fáeinum árum, þegar afgang-
urinn af heiminum stóð á öndinni af undrun
og aðdáun á „efnahagskraftaverkinu“ í Asíu
og spekingar og spámenn höfðu þegar skýrt
21. öldina „Öld Asíu“, að hagvaxtarvillidýrin
lægju eins og hráviði við vegarkantinn frá
haustdögum 1997 og vissu ekki hvað hefði
hent þau?
„Sic transit gloria mundi“ – þannig fer um
heimsins dýrð.
IV Er eitthvað hægt að læra afþessu? Að svo miklu leyti semmenn læra bara af eigin reynslu
en ekki annarra, er vandséð, hvernig nýjar
kynslóðir geta lært af mistökum forveranna.
En ef þær mega vera að því að leggja við
hlustir má slá einu föstu um lærdóma af
20stu öldinni: Framfarirnar eru ekki bein
lína upp á við á áferðarfallegu línuriti. Það
verða áföll, afturhvarf og brot á leiðinni;
öldugangur flóðs og fjöru, eins og þeir vita
best, sem siglt hafa um heimsins höf. Og eitt
er víst: Þeir spámenn, sem boða áfallalausa
siglingu eftir beinu striki inn í framtíðina og
hafa ekki veður af fellibyljum framundan,
hafa áreiðanlega rangt fyrir sér. Öld falsspá-
mannanna ætti a.m.k. að hafa kennt okkur
það. Hitt er svo annað mál, hvort við höfum
lært lexíuna? Ecce homo: Maðurinn sjálfur
er vandamálið. Vonandi getur hann með
Guðs hjálp átt hlut að lausninni.
Morgunblaðið/Kristinn
„Fáir eru vitrir – fyrr en eftirá. Og þótt Ein-
stein hafi verið vitur – en U.S. Patent Office
ekki – reyndist hann ekki vera spámaður í
eigin föðurlandi.“
Höfundur var formaður Alþýðuflokksins (1984–96)
og er nú sendiherra Íslands í Washington, D.C.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. APRÍL 2001 9
Gott alheimsverkið – undrið mest
með öll sín flóknu lögmál,
gat Almættið vort unnið best,
sem annast skal hver mannssál.
Vor Guð er forsjón framtíðar
og faðir alls, sem lifir.
Hans sól er tilurð samtíðar,
er sjáum jörðu yfir.
Góð dæmisaga sólskin er,
vor sólin – geislinn – varminn.
Sú þrenning ofan þaðan fer,
er þrí-einn sólar bjarminn.
Guð, Faðir – Sonur – Andi er
um eilífð guð-dóms-þrenning.
Sem sólar glóð í grasrót fer,
svo grær ein ljóssins menning.
Frá himni komið hér á jörð
er heimsins ljós Guðs sonar,
og sæl er Guðs þar sáttargjörð,
er sálin iðrast, vonar.
Sjá Krist í nær-mynd, næst oss hjá
í Nýja testamenti.
Hvar lærisveinar líf hans tjá,
þar ljós er mynd á prenti.
Hann geislar! Læknir Guðs son er,
sem græðir mannlífs sárin.
Nær helsorgin að höndum ber,
eins harma þerrar tárin.
Vér Andans bestu ávexti
á akri guðdóms fáum,
þá níu greinir Guðs-texti.
Hér góðs til friðar sáum.
Kunn óhlýðni og ágirnd var
með orsök vorrar syndar,
því synjar er Guð sann helgar
og siðvit mannsins blindar.
Samt afbrot ekki tilreiknar
af elsku Guð í Kristi.
Það orðfar Páll svo uppteiknar.
Án aga heill þó brysti.
Vel sinnaskiptin skynjum nú.
Ný sköpun hjartans vari
í Jesú bæn og Jesú trú
með Jesú hugarfari.
Öll signingin er sögð og gerð
á sama andartaki
að yfir vorri ævi-ferð
og eilífð Drottinn vaki.
Já, vissulega verði svo
(Amen á Hebresku).
PÉTUR SIGURGEIRSSON
SIGNINGIN
OG SÓLSKINIÐ
Höfundur er biskup Íslands.