Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.2001, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.2001, Qupperneq 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. APRÍL 2001 V AMPÝRAN hefur í gegnum tíð- ina verið einn helsti merkis- beri ódauðleikaþrár mann- skepnunnar. Nú í upphafi nýrrar aldar á vampýran enn að fagna endurvöktum eða uppvöktum vinsældum, sem eru að sjálfsögðu til merkis um ódauðleika þessarar þjóðsagna- og goðsagna- veru. Enn á ný er verið að skrifa vampýrumynda- sögur og skáldsögur og framleiða vampýrumynd- ir. Nýjasta vampýrumyndin, Shadow of the Vampire (E. Elias Merhige, 2000), fjallar um gerð frægustu vampýrumyndar allra tíma, Nosferatu F.W. Murnau, frá árinu 1922. Í mynd- inni er því gert skóna að aðalleikarinn Max Schreck (!) hafi í raun verið vampýra og fékk leik- arinn Wilhelm Dafoe, sem lék þann leikara, til- nefningu til Óskarsverðlauna fyrir hlutverkið. Þetta er sönn vampýrulykkja í ætt við ættartölu vampýrunnar, en hún nærist á slíkum lykkjum og flækjum, og endurframleiðir sjálfa sig stöðugt í nýjum og nýjum myndum. Hugmyndin um að raunveruleg vampýra stígi á stokk og leiki sjálfa sig er í sjálfu sér ekki ný, en það eru alltaf til leiðir til að hleypa í hana fersku blóði. Sköpun frægustu vampýru allra tíma, Drak- úla, hélst í hendur við upphaf kvikmyndarinnar. Leikstjórinn Francis Ford Coppola notar sér þetta óspart í mynd sinni Bram Stoker’s Dracula (1992) og setur sína útgáfu af skáldsögu Stokers í samhengi við kvikmyndasöguna, meðal annars með vísunum til fyrirrennara sinna í gerð Drak- úlamynda; sérstaklega þeirra F.W. Murnau og Tod Browning sem leikstýrði hinum ódauðlega Bela Lugosi í Dracula, 1931. En Coppola gengur lengra en þetta og lætur sinn Drakúla skoða hreyfimyndasafn Lundúnaborgar og þar birtist eitt andartak á skjánum myndskeið úr upphafi eigin myndar – Bram Stoker’s Dracula – sem lýsti þeim 15. aldar bardaga sem varð úrslitavald- ur í lífi hans, og dauða. Þannig er tíminn felldur saman inn í sjálfa kvikmyndina, miðilinn, og formið sjálft verður hinn sögulega viðmiðun, þar sem vampýran er römmuð inn af kvikmyndinni frá upphafi og þannig sýnd sem kvikmyndaleg sköpun, sem ber í sér sjálfa kvikmyndasöguna. Þessi leikur með sögu kemur líka fyrir í skáldsög- um Anne Rice, þar sem dekadent vampýrur hennar verða að fyrirmyndum skáldskaparlegra vampýrna nítjándu aldarinnar. Slík söguleg samfella, eða söguleg vísun er al- geng í bókmenntalegum eða kvikmynduðum út- gáfum vampýrunnar, en vampýruna má sjá sem einskonar líkamning sögunnar. Nú á tímum, þeg- ar sögulegar kvikmyndir og bækur vaða uppi, verður vampýran aftur vinsæl sem dægurmenn- ingarfígúra sem skoðar með okkur söguna í hlut- verki einskonar leiðsöguveru. Í sjálfri vampýr- unni speglast nútíð í fortíð og öfugt, og þannig séð getur vampýran líka verið birtingarmynd end- urmats eða endurtúlkunar mannkynssögunnar, og sem slík einskonar viðbragð dægurmenningar við póstmódernískum hræringum í nálgunum á sögu. En vampýruna má líka sjá sem „pótent“ tákn fyrir sjálfa söguna, og sögulegt samhengi og þró- un. Í vampýrunni líkamnast það sögulega sam- hengi sem póstmódernísk fortíðarhyggja reynir svo örvæntingarfullt að endurskapa í bókmennt- um sínum og kvikmyndum, auk þess sem þróun- arkenningin er oftar en ekki „sönnuð“, því vamp- ýran aðlagar sig stöðugt nýjum aðstæðum og nýrri sögu, og getur þannig skoðast sem draum- sýn eða tálsýn mannsins um að hefja sig yfir örar breytingar og ná valdi á sögunni og sjálfum sér, eða eigin sjálfi. Vampýran sjálf á sér langa sögu, sem er sam- sett úr mörgum minni sögum. Ein af þeim er saga Nosferatu: Eine Symphonie Des Garuens sem er orðin að hálfgerðri goðsögu, en Murnau byggði mynd sína á Dracula Abrahams Stoker, en hafði ekki haft fyrir því að fá tilskilinn rétt. Ekkja Stokers (en hún gat sér það helst til frægðar að vera fyrrum kærasta Oscars Wilde, vampýran ber með sér fullt af svona smásögum innan sagna) brást hin versta við og fór í mál gegn Murnau, vann og fékk allar filmurnar brenndar. Sem betur fer björguðust einhver eintök og Nosferatu lifir enn. Allt er þetta náttúrlega mjög skemmtilegt með tilliti til sögu vampýrunnar sjálfrar, en bruni er helsta leiðin til að koma henni fyrir; en dugir þó samt aldrei alveg til, því alltaf spretta upp nýjar vampýrur. Það að Nosferatu hafi orðið að svo ríkri fyr- irmynd í vampýrumyndum er einnig mjög tákn- rænt fyrir vampýrumýtuna en vampýrismi er smitandi, og berst með bitum, filmubitum í þessu tilfelli, þeim bitum sem Florence Stoker tókst ekki að brenna á báli. Það er einnig áhugavert að það sé þessi grót- eska mynd vampýrunnar sem fylgir okkur inn í nýja öld, en ímynd Greifans Orlok í Nosferatu er ekki sú mynd sem flestir myndu tengja við vamp- ýruna. Orlok er ófrýnilegur mjög, kroppinbakur með oddmjó eyru og gríðarlanga fingur sem minna á klær. Hann er sköllóttur en þeim mun loðnari í lófunum, og minnir eiginlega helst á leð- urblöku, enda er ekki ólíktlegt að hugmyndin hafi verið fengin þaðan. Þannig er vampýran annað og meira en að- alsmaður í kvöldklæðnaði, vampýran á sér mörg andlit og margar birtingarmyndir og það eftir- tektarverða er hvað þetta forna fyrirbæri nær stöðugt að aðlaga sig nýjum tímum. Þannig mætti kannski ímynda sér að vampýran sé eins- konar skuggi mannsins, hvert sem maðurinn fer, þar fylgir vampýran, en skugginn er einmitt ein af birtingarmyndum vampýrunnar. „Sagan er þess eðlis, að taugaveikluðu fólki er ráðlagt að lesa hana ekki“ Skuggalegt var heitið á íslensku þýðingunni á Dracula sem kom út fyrir réttum hundrað árum, Makt myrkranna. Hér var þó ekki um eiginlega þýðingu að ræða heldur frekar einkonar umskrif- un; Drakúla sá er í Makt myrkranna birtist var satanískur galdramaður sem stefndi að heims- yfirráðum og hélt galdramessur fyrir hið hnign- aða aðalsfólk Lundúnaborgar. Það er eitthvað viðeigandi við þessa „þýðingu“ Valdimars Ás- mundssonar því að Drakúla sjálfur í meðförum Stokers er ekkert annað en „þýðing“ og umskrif- un á þeim margvíslegu myndum sem vampýran hefur tekið í goðsögum, þjóðtrú og skáldskap. Annað sem gerir þessa þýðingu merkilega er að Stoker skrifaði sjálfur formála að henni, þarsem hann lýsti því yfir að sagan sé byggð á sönnum at- burðum og ber þá saman við morð Jack the Ripp- er. Hann segist hafa breytt nöfnum til að vernda hina saklausu, en efist ekki um að áður en langt um líður munu atburðir sem þessir verða út- skýrðir á röklegan hátt. Þessi formáli varð fræg- ur og þarsem frumútgáfa hans fannst hvergi, var hann þýddur yfir á ensku og þykir hið merkasta plagg meðal vampýrufræðimanna. Dracula, skáldsaga Írans Abrahams Stokers um greifann frá Transylvaníu sem þyrsti í enskt blóð en tók of mikið upp í sig, kom út árið 1897. Með henni skýst vampýran upp á stjörnuhim- ininn fyrir alvöru og gerist hálfgerður heimilis- vinur. Dracula hefur orðið að einskonar biblíu vampýrumenningar, og er óspart notuð sem heimild um vampýrufræði, hversu „rétt“ sem hún hefur síðar reynst. Skáldsagan varð strax feiki- vinsæl og hefur verið alla tíð síðan, og breiddist hróður hennar enn víðar því hún var strax tekin og leikgerð og leikin um alla Evrópu og Banda- ríkin, enda er talið líklegt að leikhúsmaðurinn Stoker hafi haft leikhúsið sterklega í huga við samningu sögunnar. Síðarmeir var Dracula kvik- mynduð, og eftir það voru eilífar vinsældir tryggðar. Skáldsagan segir frá transylvaníska greifanum Drakúla sem er vampýra. Hann er búinn að tappa nóg af heimalandi sínu og ákveður að kaupa sér hús í London í von um nýtt blóð. Hann sendir eftir lögmanni, Jónatan Harker, en sá kemst að því hvernig á stendur og flýtir sér heim að vara liðið við, en veikist og kemst ekki langt, þannig að Drakúla nær til Englands og byrjar þar að bíta konur á háls og drekka blóð þeirra. Enginn trúir á vampýrur lengur, en á endanum, þrátt fyrir nútímarökhugsun, fær læknirinn Van Helsing Harker og fleiri í lið með sér, Drakúla er hrakinn heim með riddaralið Van Helsings á hæl- unum, þeir slátra honum og greifinn endar til- veru sína í duftformi. Hvað sem segja má um bókmenntaleg gæði skáldsögunnar sem slíkrar, þá er ljóst að áhrif hennar hafa verið mikil og margvísleg. Í Dracula dregur Bram Stoker saman hinar ýmsustu og ólíkustu hugmyndir sem fólk hafði um vampýrur. Stoker sótti bæði í skáldskap og þjóðtrú og sögu- legar heimildir og fléttar þetta í eina heild. Frægasta fyrirmyndin er hinn rúmenski Vlad the Impaler, sem kenndur er við uppáhalds af- tökuaðferð sína, stjaksetninguna og var uppi á árunum 1431–1476. Önnur fyrirmyndin er líka aðalsættuð, en talið er víst að Stoker hafi líka sótt sér hugmyndir í ævi og áhugamál 16. aldar greif- ynjunnar Elizabeth Bathory, 1550–1614, sem dundaði sér við að drepa og pynta yfir 600 ungar stúlkur, og baða sig í blóði þeirra. Bæði þessi fyr- irmenni eru sögð hafa smakkað á blóði sér til ánægju og yndisauka, en þó sögurnar af stjak- setjaranum séu líklega orðum auknar má það teljast nokkuð víst að Beta hafi ekki aðeins bergt á blóði heldur hafi haft tilhneigingar til mannáts líka. Og vildi þá helst bíta stúlkurnar meðan þær voru enn á lífi. Vampýrur í flokkum Mannát er að sjálfsögðu náskylt vampýrisma, þarsem það að drekka blóð úr fólki er nokkuð svipað því að snæða af öðrum hlutum líkamans. Þó Beta hafi hætt að borða fólk þá datt mat- aræðið ekki úr tísku og fjölmargir morðingjar hafa gert garðinn frægan í gegnum tíðina með mannáti og blóðdrykkju. Nægir þar að nefna Ed Gein og Jeffrey Dammers. Þetta fólk telst til einu sannanlegu vampýrutegundarinnar í flokkun Jan Perkowskys, en hann skiptir vampýrunni í 4 flokka í bók sinni The Darkling: A Treatise on Slavic Vampirism (1989). Flokkun Perkowskys er mjög strúktúralísk og fremur takmörkuð, en það má hafa gaman af henni. Þess má geta að Perkowsky er af slav- neskum ættum og mjög upptekinn við að hreinsa þjóðsagnavampýrur Slava af öllu aðalsmanna- og bókmenntalegu blóði, þessutan er hann mjög pólitískur og er mjög umhugað að sjá vampýruna í ljósi blórabögguls eða fórnarlambs, sem er nátt- úrulega ákaflega smart viðsnúningur á hinu hefð- bundna viðhorfi til vampýrunnar sem skrímslis. Vampýran er þá utangarðsmaðurinn sem hentar mjög vel sem blóraböggull þegar eitthvað fer illa, dráp vampýrunnar, uppgröftur hennar og mis- þyrming á líkinu eru þá róttækar aðgerðir sem virka eins og einskonar hreinsun eða skýrsla. Í skandinavískum þjóðsögum er að finna svipuð minni, sérstaklega tengd vampýrískum nornum – blóraböggulsminnið hefur almennt verið tengt nornum – svo mér finnst heilmikið til í kenningu Perkowskys, því eins og ég kem að síðar þá er ljóst að fyrirkoma vampýrunnar er ákaflega táknræn. Flokkar Perkowskys eru: Sálsjúka vampýran, Sálræna vampýran, Þjóðsagna-vampýran og Bókmenntalega vampýran. Beta og félagar teljast til Sálsjúku vampýr- unnar. Þetta er fólk sem af geðrænum ástæðum ræðst á annað fólk og étur það og/eða drekkur úr því blóðið. Sálsjúka vampýran er ein af fáum vampýrum sem er alvöru blóðdrykkjumanneskja eða blóð-suga. Sálræna vampýran er sú tegund fólks sem sýg- ur orku úr öðru fólki, líf þess, heilsu og geðheilsu. Það má segja að þessi vampýra sé skyld þjóð- sagnavampýrunni, að því leyti sem þjóðsagna- vampýran var aldrei beint staðin að blóðdrykkju, heldur virtist soga í sig lífskraft fórnarlambanna, en blóð hefur alltaf verið tákn lífs, og þegar það flæðir úr líkamanum, dauða. Klassískt dæmi um blóð sem tákn um líf er að finna í Ódysseifskviðu, þarsem Ódysseifur fær upplýsingar hjá hinum dauðu með því að hella nautsblóði í síki sem skuggar Hadesar baða sig síðan í. Vampýrur finnast í þjóðsögum um allan heim, sérstaklega í Austur-Evrópu og Grikklandi, en einnig í Tyrklandi og víða í Asíu, auk afrískra zombía. Helsti fræðingurinn um þjóðsagnavamp- ýrur er presturinn Montague Summers, sem skrifaði hina merku bók The Vampire: his Kith and Kin (1928). Summers var á allan hátt hinn furðulegasti maður og átti ábyggilega í miklum vandræðum með sjálfan sig og sérstaklega kyn- BLÓÐÞYRSTIR BERSERKIR EÐA VAMPÝRAN, VINIR OG ÆTTINGJAR Hér er vampýran kynnt til sögunnar og því lýst hvernig hún er ekki endilega sú sem við höldum – þ.e. Drakúla greifi – heldur birtist hún í ýmsum gervum og hlutverkum. Meðal annars á vampýran sér bæði vini og ættingja á Íslandi. Síðari hluti greinarinnar birtist Í Lesbók eftir viku. E F T I R Ú L F H I L D I D A G S D Ó T T U R VAMPÝRUR ALLRA LANDA SAMEINIST (OG FAGNIÐ)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.