Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.2001, Qupperneq 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. APRÍL 2001
U
PPHAFSMAÐUR þessa
risaverkefnis er Michael
Colgan, sem er eini leik-
stjórinn í veröldinni sem
sett hefur saman á svið öll
19 leikrit Becketts. Það
gerði hann í Gate-leikhús-
inu í Dublin. Hann varð
staðráðinn í að færa verk þessa helsta leik-
skálds Íra á 20. öld yfir í hið aðgengilega og
áhrifamikla kvikmyndaform á árþúsundamót-
um. Hann fékk til þess leyfi rétthafa Becketts
og myndirnar voru samstarfsverkefni Channel
4 á Englandi, írska ríkissjónvarpsins, Blue An-
gel Films og Gate-leikhússins í Dublin.
19 bíómyndir eftir 19 leikstjóra tók 18 mán-
uði að fullgera. Leikstjórarnir fengu sjálfir að
velja hvaða leikrit Becketts þeir vildu kvik-
mynda og með hvaða leikurum. Ætlunin var
ekki að kvikmynda leiksýningu á sviði; þvert á
móti var markmiðið að flytja verkin milli for-
ma, aðlaga þau kröfum og lögmálum mynd-
málsins, gera úr þeim bíómyndir, en þess má
geta að þótt þessar myndir verði nú sýndar ein
af annarri næstu vikur til 13. maí í Sjónvarpinu
hér hafa sumar þeirra verið víða sýndar í kvik-
myndahúsum undanfarið og á kvikmyndahá-
tíðum. Þetta var hins vegar ekki venjulegt
kvikmyndaverkefni. Við gerð bíómynda leyfist
leikstjóranum jafnan töluvert frelsi í meðferð
fyrirliggjandi handrits; hann getur yfirleitt
breytt samtölum og senum og uppröðun
þeirra, jafnvel spunnið á tökustað og tök-
ustund. Ekkert af þessu var leyfilegt við gerð
Beckettmyndanna. Beckett þykir ofurná-
kvæmur höfundur og gaf skýr fyrirmæli um
útlit sýninga og sviðshreyfingar. Rétthafar
verka hans halda fast við þessi fyrirmæli. Allt
varð að ákveða fyrirfram, allar tökuhreyfing-
ar, sjónarhorn, smáatriði leikmynda og bún-
inga. Gott dæmi er gerð Rough For Theatre 1,
sem Kieron J. Walsh leikstýrði með David
Kelly og Milo O’Shea. Verkið er samtal tveggja
gamalla manna í nöturlegu borgarlandslagi og
Walsh vildi taka það á raunverulegu götuhorni
en ekki tilbúinni leikmynd. Hann þurfti að
berjast vel og lengi fyrir þeirri hugmynd en
fékk að lokum leyfið.
Um verkefnið segir framleiðandinn og upp-
hafsmaðurinn Michael Colgan: „Við urðum að
vera anda Becketts trú, sem var auðvitað ná-
kvæmasti höfundur í heimi. Hann var líka
mjög myndrænn höfundur. Jafnvel þótt fólk
muni ekki nöfnin á leikritum hans man það
myndir þeirra – náungana í pokunum, fólkið
sem var grafið upp að hálsi, persónurnar í
öskutunnunum. Hann skapaði einfaldar, spar-
samar en sterkar myndir sem lifa í minninu.“
Karel Reisz: Act Without Words 1
Reisz, sem nú er 75 ára að aldri, fæddist í
Tékkóslóvakíu en gerðist einn helsti kvik-
myndaleikstjóri Bretlands á 7., 8. og 9. ára-
tugnum með myndum á borð við Night Must
Fall, Morgan, Saturday Night And Sunday
Morning, Who’ll Stop the Rain og The French
Lieutenant’s Woman. Hann kveðst hafa valið
þetta verk, sem er 16 mínútna langt, „vegna
snjallrar beitingar á meðulum leikhússins og
þess hvernig Beckett blandar saman gaman-
semi og ömurleika“. Verkið er látbragðsleikur
þar sem maður nokkur (Sean Foley) situr í
auðninni og rembist við að ná í vatnspela og
önnur úrræði til að gera sér vistina bærilegri
og gefst ekki upp þótt illa gangi.
Enda Hughes: Act Without Words 2
Þessi 10 mínútna látbragðsleikur sýnir tvær
persónur, sem kallast A og B (Pat Kinevane og
Marcello Magni), og eru í tveimur stórum
sekkjum á sviðinu og bregðast með andstæð-
um hætti við hlutskiptinu þótt niðurstaðan sé
sú sama, vítahringur endalausra og tilgangs-
lausra endurtekninga. Leikstjórinn, Enda
Hughes, sem kunnur er af stuttmyndum, seg-
ir: „Beckett var svo upptekinn af forminu að ég
held að hann myndi hafa notað lögmál kvik-
myndarinnar af sömu hugvitssemi og hann
beitti við lýsingu og leiksvið, þ.e. sem lifandi
nærveru, jafnvel dramatískar persónur. Það
vildi ég reyna að gera sjálfur.“
Damien Hirst: Breath
Knappasta verk Becketts, aðeins 45 sekúnd-
ur, birtir lífið sem skímu milli tveggja ópa og
tvenns konar myrkurs fæðingar og dauða og
sviðið er ruslahaugur. Hirst segir: „Á meðan
ég undirbjó tökuna las ég textann aftur og aft-
ur og leiðarljós mitt var sú leiðbeining Bec-
ketts að „bíða í um það bil fimm sekúndur“. Þá
áttaði ég mig á að Beckett bjó yfir þessari
rosalegu kímnigáfu.“
David Mamet: Catastrophe
Mamet, eitt þekktasta leikskáld, handrits-
höfundur og leikstjóri Bandaríkjanna, stýrir
óvenjulegum úrvalsleikhópi í þessu 6 mínútna
verki, Sir John Gielgud, en þetta er síðasta
hlutverk hans, Harold Pinter, sem er þekktari
sem eitt fremsta leikskáld Breta en leikari, og
Rebecca Pidgeon, sem áður hefur leikið í
mörgum leikritum og bíómyndum Mamets.
Catastrophe þykir sérstætt meðal verka Bec-
ketts að því leyti að það hefur pólitískan brodd.
Pinter leikur alráðan leikstjóra á æfingu, Pid-
geon undirgefna aðstoðarkonu hans og Giel-
gud er leikarinn, strengjabrúða leikstjórans.
John Crowley: Come and Go
Þessi 8 mínútna stuttmynd er fyrsta mynd
Crowleys, sem er reyndur sviðsleikstjóri, og
sýnir þrjár eldri konur (Anna Massey, Paola
Dionisotti og Sian Phillips) sitjandi á bekk
minnast lönguliðinna skóladaga. Hver þeirra
yfirgefur sviðið stutta stund og á meðan af-
hjúpa hinar tvær leyndarmál viðkomandi í
hvísli sem áhorfandinn heyrir ekki. Crowley
kveðst hafa gert myndina í anda handmálaðra
andlitsljósmynda frá aldamótunum 1900 sem
svar við fallegri formfestu verksins og óvenju-
sterkri litanotkun Becketts á búningum.
Conor McPherson: Endgame
Beckett var mikill skákáhugamaður og titill-
inn Endatafl á bæði við lok lífs og skákar. Stór-
leikararnir Michael Gambon og David Thewlis
leika Hamm og Clov og spurning leiksins er
hvort Clov yfirgefur Hamm en samband þeirra
er í senn samband þræls og húsbónda og sonar
og föður. Endgame er talið meðal helstu verka
Becketts og jafnan borið saman við Waiting
For Godot – Beðið eftir Godot; sjálfur mat
Beckett það mest allra verka sinna en taldi það
bölsýnna en „Godot“. Gagnrýnandi einn hefur
sagt að Beðið eftir Godot sé örvæntingarfullt
leikrit um von en Endatafl örvæntingarfullt
leikrit um örvæntingu. Verkið er 1 klst. og 24
mínútur og leikstjórinn McPherson, sem einn-
BECKETT-BÍÓ
Í SJÓNVARPI
Annað kvöld hefjast í Sjónvarpinu sýningar á nýjum kvikmyndum sem gerðar
hafa verið eftir öllum 19 leikritum Samuels Becketts. Margir af þekktustu leik-
stjórum og leikurum samtímans koma að gerð myndanna, s.s. Atom Egoyan, Neil
Jordan, David Mamet, Anthony Minghella, John Gielgud, John Hurt, Jeremy Irons
og Harold Pinter. ÁRNI ÞÓRARINSSON fjallar um þetta einstæða framtak.
Act Without Words 1: Ekki gefist upp þótt illa gangi.