Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.2001, Page 19

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.2001, Page 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. APRÍL 2001 19 ÞEGAR maður les viðtöl í erlendum tón- listartímaritum berst talið gjarnan að þeirri tónlist sem menn geta ómögulega hugsað sér að vera án – því sem kallast „desert-island- discs“ á ensku. Þótt sú tilhugsun að manni gæti hugsanlega skolað upp á eyðieyju líkt og Róbinson Krúsó sé nokkuð fjarlæg er ég þess fullviss að flestir hafi leitt hugann að hvaða tónlist sé órjúfanlegur þáttur í lífi þeirra. Þurfi maður að svara slíkri spurningu er eins gott að vanda sig því að fátt kemur betur upp um hinn innri mann en einmitt tónlistar- smekkurinn og þá sérstaklega hvað er hug- stæðast. Það skal játað hér og nú að Píanó- tríó Tsjajkovskíjs verður með í farangrinum hjá mér. Þessi tilfinningaþrungna og ofur- rómantíska tónsmíð hefur einhverja skírskot- un sem erfitt er að skilgreina eða henda reiður á. Nema þá helst hve ómótstæðilega einlæg hún er. Tsjajkovskíj lauk við verkið árið 1882 en það var samið til minningar um góðan vin hans, Nicolai Rubinstein, enda er undirtitill þess „Til minningar um mikinn listamann“. Pennavinkona Tsjajkovskíjs, Nadezsha von Meck, hvatti Tsjajkovskíj til að semja tríó en hann sýndi því þó lítinn áhuga. Sérstaklega hugnaðist honum illa að semja verk fyrir píanó og strengi. En þegar tilefnið kom minntist Tsjajkovskíj orða vinkonu sinn- ar og þá var einsýnt að píanóið, hljóðfæri Rubinsteins, varð að vera með. Það er engum vafa undirorpið að Tsjajkovskíj er mikið niðri fyrir í þessu áhrifamikla og persónulega verki. Uppbygging tríósins er óvenjuleg að því leyti að það er í tveimur löngum köflum, „Harmljóði“ og „Stefi með tilbrigðum“. Sá síðarnefndi er glæsilegur kafli sem ætlað er að sýna hinar ýmsu hliðar á persónuleika Rubinstein. Undir lok verksins birtist aðals- tef upphafskaflans í breyttri og ívið drama- tískari mynd uns tónlistin fjarar út undir takti sorgarmarsins í mögnuðum lokatónun- um. Þau Richter, Kagan og Gutman spila „Pí- anótríóið“ af fáheyrðum ástríðuþunga og til- finningahita. Reyndar hef ég sjaldan heyrt annað eins og ég er ekki alveg viss um að ég vilji hafa þetta svona. Hiti, sviti og tár bók- staflega spretta út um allt. Þremenningarnir neita sér ekki um neitt. Richter lúber píanóið sem aldrei fyrr (og hefur litlar áhyggjur af feilslögum) og fiðla Kagans syngur með of- boðslegu víbratói. Jafnvel Heifetz færi hjá sér. Natalia Gutman fer einnig mikinn og stundum á kostnað inntónunar. En það er samvinnan og andríkið sem er styrkur þess- arar áhrifaríku tónleikauppfærslu. Svona lag- að heyrir maður sjaldan í stúdíóupptökum. Oleg Kagan Edition vol. XXII ! Gott og vel. Ef Kagan væri ekki merkilegur tónlistarmað- ur væri varla ráðist í svona viðamikla útgáfu- röð. En hver er maðurinn? Ekki er orð um það í bæklingi. Og ekki heldur hvort hann sé lífs eða liðinn. Það einasta sem tengist efni disksins er umsögn tónskáldsins Alfred Schnittke um tónleikana (í sjálfu sér fróðlegt) en að öðru leyti eru engar upplýsingar um flytjendur eða verk. Ekki einu sinni hvaða fólk er á myndunum. Svona aumir pésar eru pirrandi því að það er svo óendanlega auðvelt og hlýtur að vera ódýrt að gera þetta miklu betur. Í uppflettiriti fann ég að Oleg Kagan (1946–1990) var Letti og vann á æskuárum til verðlauna í fiðlukeppnum sem kenndar eru við Enescu, Sibelius, Tsjajkovskíj og Bach. Hann stundaði framhaldsnám hjá David Oistrakh og hljóðritaði alla fiðlukonserta Mozarts undir stjórn hans. Árið 1969 hóf hann samstarf við Sviatoslav Richter sem hann lék með á tónleikum víða um heim. Hljóðritanir frá tónleikum þeirra hafa nú ver- ið gefnir út á geisladiskum og þar koma einn- ig við sögu aðrir félagar þeirra, eiginkona Kagans, Natalia Gutman sellóleikari og víólu- leikarinn Yuri Bashmet. Kagan féll frá langt fyrir aldur fram árið 1990, aðeins 44 ára að aldri. Þessar lágmarksupplýsingar hefðu ver- ið kærkomnar og sjálfsagðar í bæklingi. Þessi nýi diskur kemur að mínu mati ekki í staðinn fyrir útgáfu þeirra Ashkenazys, Perl- mans og Harrells (EMI CDC7 47988-2) sem ég er löngu búinn að ákveða að taka með á eyðieyjuna. En diskur þeirra Kagans, Rich- ters og Gutmans er líka í hæsta gæðaflokki, á því leikur enginn vafi. Hér er leikið af hjart- ans lyst og miklum innblæstri. HVAÐ er kvikmyndatónlist án hins mynd- ræna miðils? Má líkja henni við leiktjöldin á sviði leikhússins eftir að leikarar og leik- húsgestir eru farnir heim? Er hún sjálfstætt listform sem „gerir sig“ án kvikmyndarinnar? Ef taka á afstöðu til þess hversu góð kvik- myndatónlistin sem slík er verður maður þá ekki að hafa séð viðkomandi kvikmynd? Get- ur tónlist í kvikmynd átt sér sjálfstætt líf? Nýútkominn diskur sem inniheldur kvik- myndatónlist eftir Bandaríkjamanninn Aaron Copland (1900–1990) vekur þessar hugsanir. Tónlist Coplands var ávallt ákaflega „amer- ísk“ þótt franskur elegans ættaður frá Nadiu Boulanger í París ein- kenndi einnig tónlist hans. Hið al- þýðlega tónmál sem svífur yfir vötnum í ballettverkunum „Ro- deo“, „Billy the Kid“ og „Appa- lachian Spring“ gæti hvergi komið annars staðar að en frá Bandaríkj- unum. Mörg einkenni þessa „gresj- ustíls“ má heyra í kvikmyndatón- listinni sem fyllir þennan ágæta TELARC-disk. Eins má vel greina hugmyndir sem tónskáldið notaði seinna í þekkt verk. Tvö verkanna voru samin fyrir Heimssýninguna í New York árið 1939–40, annað þeirra, The City, fyrir kvikmynd um ímyndað borgarsamfélag fram- tíðarinnar. Tónlist Coplands við The City er framúrskarandi lýs- andi og ein sér stendur hún fyrir sínu og gott betur. From Sorcery to Science var samið við brúðuleik sem sýndur var á Heimssýning- unni og átti að segja sögu lyfjavís- indanna. Þegar Copland lýsir kín- verskum læknavísindum, galdralækningum og ættjarðarást- inni í „March of the Americas“ í tónum er allt frekar einfeldnings- legt og ekki Copland eins og hann gerist bestur. Tónlistin við The Cummington Story er hins vegar mjög áhugaverð, en þar bregður fyrir hlutum úr hæga þættinum úr Klarínettukonsertinum. Lokaverkið, The North Star, er samið við samnefnda leikna stríðskvikmynd frá árinu 1943 sem fjallaði um árás nasista á rússneskt sveitaþorp. Þetta er glæsileg hljómsveitarsvíta og ekki kæmi manni á óvart ef John Williams hefði kynnst handverki Copland í þessu verki þegar hann var að læra fagið. Seinna gerði Ira Gershwin söngleik upp úr efni myndarinnar að beiðni framleiðandans Samuels Goldwin og notaði í hann talsvert af tónlist Copland. Eftir stríð var kvikmyndin svo gefin út á ný undir öðru nafni, „Armoured Attack“. Tónlist Coplands er hér hin glæsilegasta. Hún hefur hvassara yfirbragð en hin verkin á diskinum en er, eins og við er að búast, unnin af mikilli fag- mennsku og andagift. Eos-hljómsveitina og stjórnanda hennar þekki ég ekki. En hér er greinilega á ferðinni áhugasamur og fær hópur hljóðfæraleikara sem skilar reglulega góðu verki undir sérlega snarpri hljómsveitarstjórn Jonathans Sheff- er. Hljóðritun TELARC er framúrskarandi að vanda og bæklingurinn sem fylgir er mjög upplýsandi og aðgengilegur. Góð tónlist stendur alltaf fyrir sínu og kannski er það merki um góða kvikmynda- tónlist að hún geti staðið ein og óstudd án hins myndræna miðils. Það finnst mér flest það sem hér heyrist gera. TÓNLIST S í g i l d i r d i s k a r Pjotr Íljítsj Tsjajkovskíj: Píanótríó op. 50. Flytjendur: Sviatoslav Richter (píanó), Oleg Kagan (fiðla) og Natalia Gutman (selló). Tón- leikaupptaka frá desember 1986. Útgáfuröð: The Oleg Kagan Edition vol. XXII. Útgef- andi: Live Classics LCL 194. Heildartími: 54’19. Verð: 1.800 kr. Dreifing: 12 tónar. TSJAJKOVSKÍJ Aaron Copland: From Sorcery to Science, The City (svíta), The Cummington Story (svíta í úts. Jonathans Sheffer), The North Star (svíta). Hljómsveit: Eos Orchestra. Hljómsveitarstjóri: Jonathan Sheffer. Út- gáfa: TELARC CD 80583. Heildartími: 59’24. Verð: 1.800 kr. Dreifing: 12 tónar. KVIKMYNDATÓNLIST COPLANDS Valdemar Pálsson Pjotr Tsjajkovskíj Veisla í farangrinum MYNDLIST Árnastofnun: Handritasýning opin þri.– fös. kl. 14–16. Til 15. maí. Edinborgarhúsið, Ísafirði: Hulda Leifs- dóttir. Til 26. apr. Galleri@hlemmur.is: Erla S. Haralds- dóttir og Bo Melin.Til 6. júní. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Gunnella. Til 6. maí. Gallerí Sævars Karls: Mömmumyndir. Til 3. maí. Gerðarsafn: Carnegie Art Award 2000. Til 6. maí. Gerðuberg: Drasl 2000. Til 29. apr. Hafnarborg: Steinunn Helgadóttir og Sveinn Lúðvík Björnsson. Alice Olivia Clarke. Fimm færeyskir listamenn. Til 23. apr. Hallgrímskirkja: Kristín Geirsdóttir. Til 20. maí. i8, Klapparstíg 23: Karin Sander. Til 29. apr. Íslensk grafík, Hafnarhúsinu: Ljósmyn- daætingar. Til 29. apr. Listasafn Akureyrar: Henri Cartier- Bresson. Til 3. júní. Listasafn ASÍ: Olga Bergmann og Anna Hallin. Til 29. apr. Listasafn Borgarness: Hrefna Harðar- dóttir. Til 4. maí. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laug- ardaga og sunnudaga, kl. 14–17. Listas. Ísl.: Náttúrusýnir. Til 22. apr. Listas. Rvk. – Ásmundarsafn: Páll Guð- mundsson og Ásmundur Sveinsson. Til 29. apr. Listas Rvk. – Hafnarhús: John Isaacs. Til 29. apr. John Baldessari. Til 17. júní. Listas. Rvk. – Kjarvalsstaðir: Odd Nerdrum. Til 27. maí. Austursalur: Jó- hannes S. Kjarval. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: List Sigurjóns. Til 1. júní. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: Sess- elja Tómasdóttir. Til 25. apr. Norræna húsið: Ljósmyndir frá Kiruna. Til 13. maí. Fimm myndlistarmenn frá Svíþjóð. Til 13. maí. Skálholtskirkja: Anna Torfad. og Þor- gerður Sigurðard. Til 31. des. Stöðlakot: Sigríður Rósinkarsdóttir. Til 22. apr. Þjóðarbókhlaða: Elsa E. Guðjónsson. Til 30. apr. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Langholtskirkja: Skagfirska söngsveitin í Reykjavík. Kl. 17. Ýmir: Léttsveit Reykjavíkur. Kl. 17. Sunnudagur Bústaðakirkja: Kvennakór Hólmavíkur. Kl. 16. Fríkirkjan í Reykjavík: Söngsetur Est- herar Helgu. Kl. 14. Borgarkórinn. Kl. 17. Hjallakirkja: Sigrún Þórsteinsdóttir organisti. Kl. 17. Salurinn: Magnea Tómasdóttir og Gerr- it Schuil. Kl. 20. Tónlistarsk. Garðab.: Elena Denisova og Alexei Kornienko. Kl. 17. Tjarnarbíó: Terje Isungset slagverk og Helena Jónsdóttir dans. Kl. 21. Ýmir: Kór Menntaskólans við Hamra- hlíð. Kl. 20.30. Þriðjudagur Hjallakirkja: Hljómeyki. Kl. 20. Vídalínskirkja: Landsbankakórinn og Borgarkórinn. Kl. 20.30. Ýmir: Léttsveit Reykjavíkur. Kl. 20. Miðvikudagur Fossvogskirkja: Kór Skálholtskirkju. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran. Kl. 20. Fimmtudagur Háskólabíó: SÍ. Stjó.: Rico Saccani. Ein- leikarar eru Adele Anthony og Tsuyoshi Tsutsumi.Kl. 19.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Syngjandi í rigningunni, 27. apr. Með fulla vasa af grjóti, 21., 22., 25., 26. apr. Blái hnötturinn, 22. apr. Laufin í Toskana, 22., 25., 26. apr. Já, hamingjan, 21. apr. Borgarleikhúsið: Skáldanótt, 21., 27. apr. Móglí, 22. apr. Öndvegiskonur, 22., 26. apr. Íslenski dansflokkurinn: Kraak een og Kraak twee, 22. apr. Loftkastalinn: Sniglaveislan 21. og 26. apr. Á sama tíma síðar 22. og 28. apr. Sjeikspír … 27. apr. Íslenska óperan: Fífl í hófi 21. og 26. apr. Kaffileikhúsið: Eva lau. 21. og 27. apr. Leikfélag Akureyrar: Ball í Gúttó 21. apr. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.