Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2001, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2001, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. MAÍ 2001 I „Styttur bæjarins, sem enginn nennir að horfaá...“ söng Spilverk þjóðanna fyrir aldarfjórðungi. Áhrifamiklar eða tilgerðarlegar, gamaldags eða nú- tímalegar gefa stytturnar – þó „styttur“ sé auðvitað rangnefni í dag – borginni ákveðinn svip sem er óaðskiljanlegur hluti af borgarlandslaginu. Þær segja sitt um menningu og hugarfar, blómaskeið sem og vitsmunalegar þrengingar þess samfélags sem átt hefur sér samastað í borginni í tímanna rás. II Því er ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvaðorðið hafi um starfsemi Listskreytingasjóðs. Fyr- ir margt löngu ákváðu framsýnir menn á Íslandi að hann skyldi stofnaður í því háleita augnamiði að standa straum af opinberum listskreytingum. Sjóðurinn átti að efla þátt listar í nánasta umhverfi almennings, tengja sköpunarferlið hversdagslífinu og skapa listamönnum tryggari starfsgrundvöll. Eitt prósent af byggingarkostnaði opinberra bygg- inga átti að renna til sjóðsins en líklega hefur verið staðið við þær skuldbindingar. Það væri þó áhuga- vert að reyna að gera sér í hugarlund hvernig bær- inn liti út ef svo hefði verið. Kannski hefði myndast eðlilegt jafnvægi á milli fortíðar og samtíðar með nútímalegri vísun til veruleikans. Ef til vill hefðum við öll betri skilning á fagurfræðilegum gildum og forsendum samtímalista. Hvernig væri því að efna loforð okkar við okkur sjálf og koma upp fleiri „stytt- um“ í bænum sem einhver nennir að horfa á? III Það eru ótal þættir sem móta umhverfi okkarog vegna þess hve Reykjavík er enn ung borg er ásýnd hennar stöðugum breytingum háð. Borg- armyndin er ærið sundurleit, en gefur um leið at- hyglisverða mynd af þeim þjóðfélagslegu hrær- ingum sem áttu sér stað á síðustu öld. Mikið hefur verið rætt um hlutverk og endurnýjun mannlífsins í miðborginni og vekja hugmyndir um endur- skipulagningu Skuggahverfisins því að vonum at- hygli nú þegar þær loks spyrjast úr. IVMörgum þykir samt með ólíkindum að í borgsem ekki á sér lengri sögu en okkar, þar sem byggingararfleifðin er af skornum skammti og mörg söguleg hús hafa orðið að víkja í vanhugsuðum til- raunum til að „leiðrétta“ borgarmyndina, skuli eiga að rífa fjörutíu hús í litlu og rótgrónu hverfi. Færa má góð rök fyrir því að eðlileg þróun borga byggist á því að gamalt og nýtt haldist í hendur og að uppbygging þjónustu mótist á löngum tíma í takt við þarfir íbúanna. Það er ekki vanþörf á að taka til hendinni í Skuggahverfinu, en ef til vill væri far- sælla í menningarsögulegu tilliti að gera það án þess að má út öll ummerki um liðna tíð. V Þegar ákvörðun er tekin um svo veigamiklarskipulagsbreytingar í hjarta borgarinnar hlýtur að vera eðlilegt að efna til samkeppni um hönnun svæðisins meðal arkitekta, innlendra sem erlendra. Slík samkeppni gæti verið mikill drifkraftur fyrir ís- lenska hönnuði. Um leið gæfist almenningi og þá ekki síst núverandi íbúum hverfisins kostur á að móta sér skoðun á hvað teldist eðlileg og æskileg þróun í þessu tilliti. Með frekara samstarfi við lista- menn og landslagshönnuði mætti tryggja að sem flest sjónarmið komi fram og svæðið verði ekki of einsleitt. NEÐANMÁLS H VAÐ skyldi það vera stór hóp- ur íslensku þjóðarinnar sem hefur aldrei keypt eintak af Séð og heyrt en gluggað reglulega í þetta tímarit í verslunum eða á öðrum þeim stöðum þar sem það liggur frammi? Í forystugrein fyrir nokkru sakaði annar ritstjórinn þennan hóp um að stunda lymskulegan þjófnað; um að neyta vörunnar án þess að greiða fyrir hana uppsett verð. Í kjölfarið var blaðinu pakkað í plast. Það segir auðvitað sína sögu um ritstjórn- arstefnu tímaritsins að hægt sé að njóta inni- haldsins á meðan beðið er eftir afgreiðslu í stór- markaði. Lesmálið er svo knappt og fyrir- sagnirnar svo langar að í mörgum tilvikum nægir að renna yfir þær augum til að meðtaka efnið. Myndirnar leika líka stórt hlutverk og bera á köflum uppi merkinguna, hvort sem verið er að fjalla um íslenskan listamann í útlöndum, glæsilegt brúðkaup eða erfiðan hjónaskilnað. Reyndar er ekki óalgengt að myndunum sé stefnt gegn textanum þannig að forvitnileg tví- ræðni skapist. Framan á nýlegu hefti má til dæmis sjá mynd af brosandi pari ásamt fyrir- sögninni: „Misstu fóstur í þriðja sinn“. Þegar Séð og heyrt hóf göngu sína hér á landi hafði ég takmarkaða trú á fyrirtækinu. Ég mat það svo að sá veruleiki sem sambærilegir erlend- ir fjölmiðlar gera skil – ævintýri og einkahagir fræga fólksins – væri ekki upp á marga fiska í okkar litla landi. Hann væri að minnsta kosti of fátæklegur og litlaus til að hægt væri að gefa vikulega út litprentað tímarit helgað honum. Áherslan hlyti að vera lögð á þýtt erlent efni en af því var þá þegar umtalsvert framboð í dag- blöðum. En raunin varð önnur. Velgengni Séð og heyrt, sem byggist vafalítið á því að efnið er að mestum hluta innlent, er sönnun þess að fjöl- miðlar endurspegla ekki veruleikann. Þeir búa hann til. Mér sýnist að hægt sé að skipta þeim Íslend- ingum í þrjá hópa sem geta komið við sögu í tímaritinu: 1. Fólk sem hefur unnið sér eitthvað til frægðar. 2. Fólk sem hefur ekki unnið sér annað til frægð- ar en að vera frægt. 3. Fólk sem er enn ekki orðið frægt. Sjálfur hef ég fylgst reglulega með Séð og heyrt en verð að viðurkenna að neysla tímarits- ins hefur lengst af vakið blendnar tilfinningar í brjósti mínu. Einkum valda myndaopnurnar sem helgaðar eru hópi 3 mér ónotum. Ég fæ ekki var- ist þeirri tilhugsun að ég sé að gægjast í fjöl- skyldualbúm hjá fólki sem ég þekki ekki neitt. Þessi tilfinning dofnar reyndar eftir því sem maður sér viðkomandi einstaklinga oftar á síðum tímaritsins; þeir öðlast smám saman þegnrétt í hinum stækkandi hópi 2. En í staðinn verð ég var við annars konar ónot sem stafa af því hve mikið af umfjölluninni um hópa 1 og 2 lýtur frásagnarlögmálum hinnar dæmigerðu kjaftasögu. Í þessum orðum felst ekki áfellisdómur yfir Séð og heyrt. Ólíkt flest- um sambærilegum fjölmiðlum erlendis hefur tímaritið sínar kjaftasögur yfirleitt frá þeim sem sögurnar snúast um. Nei, óþægindin má rekja til þess að ég stend sjálfan mig að því að vera á valdi hnýsninnar. Og það er allt annað en skemmtilegt. Við þetta bætist sektarkennd afbrotamanns- ins. Ég hef aldrei keypt eintak af Séð og heyrt, ekki einu sinni eftir að farið var að dreifa þessum þætti íslensks veruleika í búðir í neytendaum- búðum. Ég læt mér nægja að gjóa augum á for- síðuna á meðan ég tíni upp úr innkaupakörfunni. FJÖLMIÐLAR AÐ GERA LÍFIÐ SKEMMTILEGRA Velgengni Séð og heyrt, sem byggist vafalítið á því að efnið er að mestum hluta innlent, er sönnun þess að fjölmiðlar end- urspegla ekki veruleikann. Þeir búa hann til. J Ó N K A R L H E L G A S O N ( 3 6 ) Þegar ég er beðin um að tjá mig um myndlýsingar í ís- lenskum bókum finnst mér ég þurfa að hefja ræðu mína í anda góðra ævintýra: „Einu sinni var lítið fræ...“ En svo kemst ég ekki lengra með þetta fræ. Íslenskar myndlýs- ingar eru enn á upphafsreit og ég veigra mér við að tala um þessa meri sem við sitjum svo aftarlega. Mér finnst ég þurfa að ræskja mig vel og lengi áður en ég segi eitthvað um þessa yfirséðu listgrein, þögnin í faglegri eyðimörk okkar teiknara er svo alger. Áslaug Jónsdóttir Börn og menning Tónlistarhús fyrir hljómsveitir Frá því að ég hóf afskipti af þessu máli, hefur alltaf legið ljóst fyrir, að salurinn í tónlist- arhúsinu eigi að taka mið af hljómsveitarflutningi en ekki sé um óperusal að ræða. Þessi afstaða byggist á viðtölum við forráðamenn Íslensku óper- unnar á þeim tíma, sem ákvarðanir þurfti að taka um þennan þátt málsins, og á ráðgjöf hljómburðarfræðinga, sem telja mjög óráðlegt, svo að ekki sé meira sagt, að blanda þessu tvennu saman við hönnun hússins með hlið- sjón af hljómburðargæðum þess. Get ég ekki annað en harmað, að þessar forsendur vegna tónlistarhússins skuli hafa farið fram hjá þessum ágætu óperusöngvurum. Björn Bjarnason www.centrum.is/bb Brésneff-tíminn í Guggenheim Ef Duchamp var Lenín sam- tímalistarinnar þá er Buren hennar Bréssneff. Í listheimin- um bíðum við enn eftir Gorb- achev, þó Koons sé nú samt orðinn hálfgerður Yeltsin. Við bíðum enn eftir Gorbachev, vegna þess að í myndlistinni stendur Berlínarmúrinn enn. Við búum semsagt enn við Brésneff-tímann, eins og mað- ur sér svo vel í Guggenheim í Bilbao. Hér er gamla gengið, gamla góða klíkan enn við völd. Nómenklátúran. Hér standa þeir hver í sínum sal, gráir fyrir járnum, rauðir af ryði. Hallgrímur Helgason www.birtingur.is/ hallgrimurhelgason Morgunblaðið/Jim Smart Spjallað undir hækkandi sól. Í FAGLEGRI EYÐIMÖRK BANDARÍSKI rithöfundurinn Anne Tyler hefur sent frá sér nýja skáldsögu sem nefnist Back When We Were Grownups (Þeg- ar við vorum fullorðin). Bókin kom út í Banda- ríkjunum 8. maí og hlýtur já- kvæða dóma. Þar segir frá hinni 53 ára gömlu Rebeccu Davitch sem uppgötvar í byrjun sögunnar að hún er orðin að allt annarri manneskju en hún vildi vera. Leggst hún þá í að rekja slóð sína aftur til þess þegar hún var tvítug og fannst hún vera full- orðin. Þetta er fimmtánda skáld- saga Anne Tyler en hún hlaut Booker-verðlaunin árið 1988 fyrir skáldsöguna Breathing Lessons (Öndunarkennsla). Þyk- ir gagnrýnendum höfundurinn vera upp á sitt besta og skáld- sagan haganlega skrifuð. ERLENDAR BÆKUR Fimmtánda skáldsaga Anne Tyler Anne Tyler Ný skáldsaga eftir Roth í júní Í JÚNÍ er væntanleg 156 síðna skáldsaga eftir bandaríska rit- höfundinn Philip Roth sem ber titilinn The Dy- ing Animal (Hið deyjandi dýr). Þar segir frá menntamann- inum David Kep- esh sem áður komið fyrir í bókum Roth. Kepesh er sjö- tugur þegar hér er komið við sögu, og líkt og með margar per- sónur Roth, má finna þar vísanir í líf og persónuleika höfundar- ins. Spurningar um hrörnun og dauða eru að sögn ofarlega á baugi í sögunni, og vangaveltur um togstreitu skepnunnar og samfélagsverunnar í manninum, sem er kunnuglegt þema í verk- um höfundarins. Philip Roth hefur unnið til margra við- urkenninga fyrir verk sín, þar á meðal Pulitzer-verðlaunanna 1998, fyrir American Pastoral. Philip Roth Viðtalsbók við Primo Levi NÝLEGA kom út á ensku við- talsbók við ítalska rithöfundinn Primo Levi. Ber hún titilinn The Voice of Mem- ory: Interviews 1961-1987. Primo Levi var handtekinn árið 1944 fyrir and- spyrnu við fas- ista og færður í útrýming- arbúðir nasista í Auschwitz. Hann lifði vistina þar og ritaði fræga bók, sem ber enska titilinn Survival in Auschwitz. Levi hefur ritað fjölda bóka um helförina og heimspekileg efni og hefur öðl- ast sess sem einn merkasti hugs- uður síðustu aldar. Bókin felur í sér samantekt á viðtölum úr dagblöðum, tímaritum, útvarpi og sjónvarpi við Levi frá 1961 fram til dauðadags hans 1987. Í bókinni er m.a. viðtal sem rithöf- undurinn Philip Roth tók við Levi, og frægt „sjálfsviðtal“ sem birtist í einni af bókum hans. Marco Belpoliti, sem vinnur að heildarútgáfu á verkum Levi, ritstýrir viðtalsbókinni, en þýð- inguna annaðist Robert Gordon. Primo Levi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.