Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2001, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2001, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. MAÍ 2001 15 MYNDLIST Árnastofnun, Árnagarði: Handrita- sýning, þri.–fös. kl. 14–16. Til 15. maí. Grófarhúsinu: Kliðmúk ljóssins kröfuganga. Til 21. maí. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Harry Bilson. Lýður Sigurðs. Til 27. maí. Gallerí Sævars Karls: Hlíf Ásgríms- dóttir. Til 23. maí. Gerðuberg: Ljósmyndasýning grunn- skólanema. Til 1. júní. Hafnarborg: Jón Gunnarsson. Jean Posocco. Til 14. maí. Hallgrímskirkja: Kristín Geirsdóttir. Til 20. maí. Handverk og hönnun: Borðleggjandi. Til 20. maí. i8, Klapparstíg 23: Hrafnkell Sig- urðsson. Til 6. júní. Íslensk grafík: Iréne Jensen. Til 20. maí. Listasalurinn MAN: Anna Þ. Guð- jónsdóttir . Kl. 16. Listaháskóli Ís- lands: Útskriftarsýning listnema. Til 20. maí. Listasafn Akureyrar: Henri Cartier- Bresson. Til 3. júní. Listasafn ASÍ: Jón Reykdal og Jó- hanna Þórðardóttir. Til 20. maí. Listasafn Borgarness: Bjarni Þór. Til 18. júní. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14–17. Listasafn Íslands: Andspænis nátt- úrunni. Til 2. sep. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: John Baldessari. Til 17. júní. Norskir teiknarar. Til 17. júní. Innsetning Patricks Marold. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvals- staðir: Odd Nerdrum. Til 27. maí. Austursalur: Jóhannes S. Kjarval. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: List Sigurjóns. Til 1. júní. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: Berglind Björnsdóttir. Til 16. maí. Mokkakaffi: Gisle Nataas. Til 30. maí. Norræna húsið: Fimm myndlistar- menn frá Svíþjóð. Ljósmyndir frá Kiruna. Til 13. maí. Nýlistasafnið: Ólöf Nordal, Anna Lín- dal og Valborg S. Ingólfsdóttir. Til 3. júní. Sjóminjasafn Íslands: Ásgeir Guð- bjartsson. Til 31. maí. Skálholtskirkja: Anna Torfadóttir og Þorgerður Sigurðard. Til 31. des. Stöðlakot: Kristján Jóns. Til 13. maí. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Bústaðakirkja: Barna- og unglinga- kórar Bústaðakirkju. Kl. 16. Salurinn, Kópavogi: Þóra Einarsdótt- ir sópransöngkona. Kl. 17. Sunnudagur Gerðuberg: Dagur slagverksins. Kl. 14. Hjallakirkja, Kópavogi: Lára Bryn- dís Eggertsdóttir. Kl. 17. Íþróttaskemman Akureyri: Hátíðar- tónleikar á Kirkjulistaviku. Kl. 16. Laugarneskirkja: Kvennakórinn Kyrkjur. Kl. 17. Seltjarnarneskirkja: Vox Academica, Símon Ívarsson, Guðni Franzson. Kl. 21.30. Varmárskóli, Mofellsbæ: Reykjalund- arkórinn. Kl. 16. Ýmir: Karlakór Keflavíkur. Kl. 17. Miðvikudagur Salurinn: Carole Davis, sópran og Harold Brown, píanó. Kl. 20. Fimmtudagur Háskólabíó: SÍ. Stj. Dmitri Kitaj- enko. Einl. Vadim Gluzman. Kl. 19.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Syngjandi í rigning- unni, 11. maí. Með fulla vasa af grjóti, 12., 13. og 16. maí. Blái hnötturinn, 13. maí. Borgarleikhúsið: Skáldanótt, 12. maí. Móglí, 13. maí. Kontrabassinn, 18. maí. Píkusögur, 12., 13., 15., 16., 17., 18. maí. Loftkastalinn: Sniglaveislan, 13. maí. Á sama tíma síðar, 18. maí. Iðnó: Feðgar á ferð, 12., 13., 16. og 18. maí. Íslenska óperan: Fífl í hófi, 18. maí. Hafnarfjarðarleikhúsið: Platanof, 13., 17. og 18. maí. Leikfélag Akureyrar: Ball í Gúttó, 12. og 18. maí. Sígaunabaróninn, 13. og 17. maí. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U ER ástæða til að óttast um framtíð óperunn- ar? Eru menn tilbúnir til að horfa framhjá aug- ljósum göllum formsins um ókomna framtíð bara vegna þess að tónlistin getur verið góð? Varla. Hætt er við því að formið lifi ekki af sjálfu sér nema á því verði endurnýjun og þró- un. Og víst er að það eru ekki stórsöngvararnir sem halda óperuforminu lifandi, hversu há- værir sem þeir eru. Af einhverjum ástæðum er takmörkuð hlutverkaskrá og sífelld endur- tekning á sömu lummunum úr topp-tíu-óperu- listanum vænlegri til vinsælda og peninga- gróða. Þannig fer þegar gróðinn er orðinn listinni yfirsterkari. Skyldi José Carreras ætla að syngja margar 20. aldar aríur fyrir Íslendinga í sumar? Hins vegar er hægur vandi að öðlast trú á óperuforminu þegar maður heyrir að hægt hafi verið að fylla óperuhúsið í Brussel ellefu sinnum á síðasta ári með nýju óperuverki Phil- ippe Boesmans, Wintermärchen (Vetrarsögu). Þá getur óperan ekki verið dauð. Og víst er að það leika ferskir vindar um þessa splunkunýju óperu. Philippe Boesmans (f. 1936) nam tónsmíðar hjá Henri Pousseur í Liege. Hann hefur mikið unnið að raftónlist og telst til helstu framúr- stefnutónskálda Belga. Wintermärchen er þriðja ópera Boesmans og er hún byggð á leik- riti Shakespeares, A Winter’s Tale (1611). Óperan fjallar í höfuðdráttum um afbrýðisem- ina og heilunarmátt tímans sem í verkinu er persónugerður sem umrenningur. Í þessari nýju hljóðritun má finna mikla nánd og andrúmsloft leikhússins. Hér er um að ræða frumsýningu verksins með tilheyrandi fótataki, umhverfishljóðum úr leikhúsinu og misjafnlega heilsuhraustum áhorfendum. Sem allt skapar stemmningu sem sjaldnast má merkja á stúdíóupptökum. Áhrifamikil og há- dramatísk tónlist Boesmans undirstrikar einn- ig þessa stemmningu óperuhússins með sinn þurra hljóm og litla enduróm. Þótt hljómsveit Boesmans sé greinilega stór er hún notuð sparlega og fyrst og fremst til þess að skapa litbrigði í tónlistinni. Til marks um þetta er upphafsatriðið, sem er sérlega áhrifaríkt og fallegt og minnir helst á upphaf 3. þáttar La Bohéme. Í tveimur atriðum 3. þáttar er hljóð- færaslátturinn óvænt í höndum djasstríós og poppsöngvari, Kris Dane, er þar í stóru hlut- verki. Söngstíll Danes á margt skylt við stíl Bjarkar okkar Guðmundsóttur. Hver hefur heyrt nokkurn söngvara „stæla“ Björk? Er það yfirleitt hægt? Þekktum tónskáldum (Monteverdi, Mozart, Wagner, Stravinsky) bregður stundum fyrir eins og skuggum sem líða hjá. Síðast en ekki síst heyrist brot úr Sal- ome eftir Richard Strauss í fjórða þætti – þótt Boesmans neiti því staðfastlega í viðtali í með- fylgjandi bæklingi að hann noti það! Flutningur verksins er ágætur í alla staði. Stjórnin er í höndum hins dýnamíska Antonios Pappanos (verðandi óperustjóra Covent Gard- en-óperunnar) og tekst honum vel að halda ut- an um hraða atburðarásina. Í einsöngvaralið- inu er enginn veikur hlekkur. Hér er komin ný ópera fyrir áræðna óperuunnendur. LAUFAKÓNGURINN á í vanda. Ríkisarf- inn, sonur hans prinsinn, er ímyndunarsjúkur aumingi sem er svo þunglyndur að hann er ófær um að erfa konungsríkið. Og þá mun krúnan falla í skaut illmennisins Klarissu, frænku konungs, sem hefur það markmið eitt, ásamt ráðherranum Leander, að koma prins- inum fyrir kattarnef svo að hún nái völdum. Þó á kóngsi einn möguleika. Fáist prinsinn til að hlæja einu sinni mun hann læknast af þung- lyndinu. Með hjálp hirðfíflsins Truffaldinos er stofnað til mikillar hátíðar með það að mark- miði að skemmta prinsinum. Sem gengur væg- ast sagt illa þangað til galdrakerlingin Fata Morgana, vitorðsmaður Klarissu, dettur óvænt á rassinn. Þá hlær prinsinn dátt en kerl- ingin reiðist svo að hún leggur á prinsinn þau álög að hann muni verða ástfanginn af þremur risavöxnum appelsínum. Að hver um sig skuli innihalda 1 stk. prinsessu kemur svo í ljós þeg- ar þorsti knýr Truffaldino til að leggja sér eina af appelsínunum til munns úti í eyðimörkinni. Þannig byrjar ópera Prokofievs, Ást til þriggja appelsína, sem frumflutt var í Chicago um áramótin 1921–22 og þótti framúrstefnuleg í meira lagi. Enda ekki byggð upp eins og hefð- bundin klassísk/rómantísk ópera með aríum, dúettum, resítatífum og kóratriðum til skiptis heldur er tónlistarstraumurinn óslitinn og ekki einu sinni stoppað milli atriða og þátta. Raunsæið er víðs fjarri í þessu snargeggjaða ævintýri, öll skynsemi og rökhyggja látin lönd og leið en skemmtunin og fjörið haft í fyrir- rúmi. Sem gerir þessa taumlausu óperu mjög erfiða í flutningi og uppsetningu því hún verð- ur að vera fyndin til þess að ganga upp. Og fyndin er hún sannarlega þegar vel tekst til eins og hér. Valery Gergiev er einn magnaðasti hljóm- sveitarstjóri samtímans. Hann hefur þetta margslungna skemmtiverk Prokofievs ger- samlega á valdi sínu. Leifturhröð atburðarásin er undistrikuð í frísklegu hraðavali allan tímann (tempóið held ég fari sjaldnast undir allegretto) og hvergi er slakað á. Nákvæm stjórn hans gerir öll smáatriði í snilldarhljóm- setningu Prokofievs vel greinanleg. Frábær hljómsveit Kirov-óperunnar er augljóslega á heimavelli í þessari tónlist og með þessum hljómsveitarstjóra hússins. Kórinn er fram- úrskarandi. Hlutverk hans í verkinu mjög fyndið og þakklátt frá hendi tónskáldsins en Prokofiev hefur skipt kórnum niður í nokkra „sérhagsmunahópa“: fylgjendur harmleiks, fylgjendur gamanleiks, sérvitringana, hina heilalausu o.s.frv. Og þessir hópar storma inn á sviðið til skiptis eða þá saman þegar þeir hafa eitthvað um framvindu efnisins að segja. Ein- söngvarana þekki ég ekki en hér er greinilega valinn maður í hverju rúmi og erfitt að nefna nokkurn öðrum fremri. En standardinn er mjög hár. Hlóðritunin, sem gerð er í Concertgebouw- tónleikahúsinu í Amsterdam að viðstöddum áhorfendum, er hljómmikil en skýr og hefur al- veg mátulegan enduróm. Og í framhaldi af því kemur hér ein spurning og svo ein ábending: Er einhver þarna úti sem er ennþá að hugsa um að byggja tónlistarhús í Reykjavík eða er hugmyndin alveg drukknuð í ráðstefnuhúsi og lúxushóteli sérhönnuðu með þarfir „fjárfest- anna“ í huga, þessara nýju gæludýra þjóðar- innar? Ef enn stendur til að reisa hús sem er sérhannað fyrir tónlistarflutning (sem ég er reyndar farinn að efast um) vil ég benda við- komandi á að skreppa til Amsterdam með mál- band og taka mál af Concertgebouw. Húsið, sem er eitt besta tónleikahús heims, er eins og skókassi í laginu – flóknara er það ekki. Þessi nýjasta hljóðritun Kirov-óperunnar ber þessu frábæra en einfalda húsi í Amst- erdam fagurt vitni – og að sjálfsögðu tónlist- arfólkinu frá St. Pétursborg. Ást til þriggja appelsína er hrein og klár skemmtun sem enginn verður svikinn af – en verksins verður þó ekki notið til fullnustu nema fylgst sé með textanum í meðfylgjandi bók. FERSKIR VINDAR ÚR HEIMI ÓPERUNNAR Valdemar Pálsson TÓNLIST S í g i l d i r d i s k a r Philippe Boesmans: Wintermärchen. Texti: Luc Bondy og Marie-Louise Bischofberger. Einsöngur: Dale Duesing, Heinz Zednik, Sus- an Chilcott, Cornelia Kallisch, Anthony Rolfe Johnson, Kris Dane o.fl. Hljóðfæraleikur og kórsöngur: Orchestre Symphonique et Chœurs de la Monnaie. Tríóið Aka Moon. Stjórnandi: Antonio Pappano. Frumflutn- ingur óperunnar 10. desember 1999 í Théâtre Royal de la Monnaie í Brussel. Út- gáfa: Deutsche Grammophon 469 559–2. Heildarlengd: 118 mín. Verð: kr. 3.699 (2 diskar). Dreifing: Skífan. PHILIPPE BOESMANS Sergei Prokofiev: Ást til þriggja appelsína – ópera í þremur þáttum. Einsöngur: Mikhail Kit, Larissa Diadkova, Vassili Gerello, Evg- eny Akimov, Anna Netrebko o.fl. Hljóðfæra- leikur og kórsöngur: Kór og hljómsveit Kir- ov-óperunnar í St. Pétursborg. Stjórnandi: Valery Gergiev. Heildarlengd: 102 mín. Út- gáfa: Philips 462 913–2. Verð: kr. 3.999 (2 diskar). Dreifing: Skífan. SERGEI PROKOFIEV VARNARÖRNINN VI er nafn þessa til- komumikla skúlpt- úrs sem ljósmyndina prýðir. Verkið er minnismerki úr stáli og bronsi eftir belg- íska listamanninn Oliver Strebelle og var því fundinn stað- ur fyrir framan Óp- eruhús Parísar- borgar á dögunum. Einir 33 skúlptúr- ar eftir listamanninn verða afhjúpaðir í París í næstu viku, en verk Strebelles eru öll hluti af úti- listasýningu sem standa mun yfir í borginni þar til um miðjan ágústmánuð. AP Vörður staðinn um óp- eruna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.