Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2001, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2001, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. MAÍ 2001 3 M AÐURINN er skap- aður til að gera allri tilverunni gott. Öll til- veran er sköpuð til að gera manninum gott. Við erum hluti af stærri heild. Við lát- um okkur fortíðina varða. Við óskum komandi kynslóðum góðs gengis. Við viljum sjá drauma rætast í fram- tíð sem ekki er okkar á sama hátt og forfeður okkar áttu sér hugsjónir til að skapa betri framtíð handa okkur. Í fortíðinni sögðum við að allt nýtt vald sem maðurinn öðlaðist væri í sjálfu sér hvorki illt né gott. Það væri gott ef valdinu væri beitt á réttan hátt og það væri illt ef valdinu væri beitt á rangan hátt. Það er enginn vandi að rökstyðja það að allt vald sem manninum er gefið má nota á tvo vegu, til ills og til góðs. Það sem skiptir mestu máli er samt það að við höfum þetta vald sem for- tíðin hafði ekki. Við höfum möguleika sem fortíðin hafði ekki. Ég er alls ekki frá því að við í byrjun þriðja árþúsundsins séum þrátt fyrir allt farin að nota vald betur og á réttlát- ari hátt en þekktist í fortíðinni. Það er eitt af stóru verkefnunum á þriðja árþúsundinu að læra að fara með aukið vald á réttlátan og skynsamlegan hátt. Það er tiltölulega auð- velt að sigra heiminn en erfitt að sigra sjálf- an sig. Aðeins sá sem það gerir er hæfur stjórnandi. Þriðja árþúsundið mun fljótlega skilja að nýtt vald og nýir möguleikar nægja aldrei án skilnings á því hvernig eigi að nota þetta nýja vald og vinna úr hinum nýju möguleikum á réttan hátt. Þennan skilning höfum við ekki árið 2000. Vísindin ein og sér kenna okkur ekkert um rétt og rangt. Í fortíðinni á öllum öldum hafa menn spurt um tilgang lífsins. Það gerðu menn líka á minni tíð á tuttugustu öld. Ekki man ég samt eftir neinu svari við þessari spurningu sem mér finnst fullnægjandi eða jafnvel skyn- samlegt. Verst fannst mér þó afstaða þeirra sem svöruðu engu vegna þess að þeir töldu að öll tilveran væri tilgangslaust fjarstæðu- leikhús. Fólk án tilgangs er ónýtt til allra átaka. Skynjun og skilningur á tilgangi leysir ótrúlega sterk öfl úr læðingi sem búa hið innra með manninum. Sú hætta er auðvitað alltaf fyrir hendi að beina þessu mikla afli í ranga átt eða inn í blindgötu. Mistök fortíð- arinnar af þessari gerð eru vonandi nægj- anlega mörg til að verða þriðja árþúsundinu víti til varnaðar. Í byrjun þriðja árþúsundsins vitum við að mannfólkið býr yfir þessum mætti og hann getur beinst inn á brautir sem leiða til vel- farnaðar. Við vonum að þriðja árþúsundið verði þessi rétta opnun sem leiðir til betri framtíðar. Margir vitrir menn sem ræða þessa spurningu um tilgang lífsins árið 2000 telja öruggasta og heiðarlegasta svarið: Ég veit það ekki. Það er engan veginn slæm af- staða. Hún felur í sér þá möguleika að menn leiti áfram og reyni að finna svör. Í aðra röndina er þetta einkennileg spurning sem kallar á einkennilegt svar. Allar aðrar líf- verur á jörðinni niður í einfrumunga þekkja tilgang lífsins, „vita“ að hann er innbyggður í alla tilveru þeirra. Er maðurinn eina teg- undin á jörðinni sem er allt of gáfuð til að skilja þessa einföldu hluti? Er hann eina líf- veran sem veit ekki hvað hann vill og veit ekki hvert hann stefnir? Ég held tæplega. Ég lít á þessa heimspekilegu umræðu fyrst og fremst sem vitsmunalegt prjál sem gefur lífinu sitt gildi einsog hvað annað yfir kaffi- bolla á góðri stund. Í raun hreyfir sig enginn í tilgangsleysi. Við erum tilgangurinn. Við erum bæði vegurinn og endamarkið. Hin sönnu lífsgildi eru á sama hátt innbyggð í manninn og aldrei háð duttlungum valdhafa til lengdar. Siðvit er hluti af lífi hvers manns. Án þess er enginn maður heill. Það er hvorki niðurstaða málþinga né tilskipun valdhafa ellegar vangaveltur fræðimanna. Trú mannsins og þekkingarleit hans eiga samleið. Í fortíðinni gerðist það hvað eftir annað að trúarbrögð reyndu að stöðva þekk- ingarleitina og vísindamenn reyndu að svipta menn trúnni. Þetta var ástæðulaust, þetta var óvísindalegt og þetta var rangt. Það er skoðun mín að á þriðja árþúsundinu viti menn nægilega mikið til að trúa og trúin verði nægilega einlæg til að opna nýjan skilning. Mörgum, jafnvel flestum vís- indamönnum á minni tíð, einkum á fyrri hluta ævi minnar, fannst það óvísindalegt að trúa á guð. Ástæðan var oftar en hitt að þess- ir vísindamenn voru að burðast með gam- aldags úreltar hugmyndir úr guðfræðinni sem komu raunverulegri trú lítið sem ekkert við. Trúin er sérstök vídd í tilveru mannsins. Hún er eins og skilningarvit sem hvorki verður sannað né afsannað með öðrum skiln- ingarvitum. Vísindamenn byggðu án þess að gera sér grein fyrir því afstöðu sína á eins konar trú en yfirleitt ekki á neinum vís- indum. Þeir byggðu afstöðu sína á þeirri trú að guð væri ekki til. Það er ekki vísindaleg afstaða, það er guðfræðileg afstaða. Þess vegna voru þessir vísindamenn fortíðarinnar í raun og veru aðeins neikvæðir guðfræð- ingar. Þeir höfðu fjöldamörg rök fyrir af- stöðu sinni. En það að þurfa á fjölmörgum rökum að halda þýðir að engin ein eru nógu góð. Ef slík rök væru til væri málinu þar með lokið. En trú og siðvit hafa aldrei verið vís- indi þó að þetta tvennt geti hæglega átt sam- leið. Tré kristinnar trúar ber sína eigin ávexti sem er arfur tveggja árþúsunda. Þess- ir ávextir eru umburðarlyndi og vitsmunaleg hófstilling. Þeir eru kristin siðfræði með áherslu á að mannkynið sé fjölskylda sem eigi sér einn föður. Þeir eru að kjarni allra góðra samskipta séu ást og góðvild. Og þeir eru sú kenning að maðurinn sem ein- staklingur sé óendanlega dýrmætur vegna þess að í honum býr guðlegur neisti. Þessi gildi eru enn leiðastjörnur í upphafi þriðja árþúsundsins og við vonum að þar veldi siglt eftir þessum stjörnum betur en við gerðum. Þegar menn ræða um það hvort þeir séu trú- menn eða ekki eiga þeir venjulega við það hvort þeir sæki kirkju eða ekki. Trúin er hins vegar hluti af manninum. Þess vegna er ekki hægt að tala um trúlausa menn. Það er alveg eins hægt að tala um menn sem ekki skilja samhengi hlutanna, halda að trú sé eitthvað allt annað en hún er. Guð er eldri en kirkjan og trúleysinginn svokallaði. Það var ekki heldur trúmaðurinn sem skapaði guð. Það er hverjum manni hins vegar gæfa að uppgötva hina trúarlegu vídd sem býr í honum sjálf- um. Hún veitir öllum mönnum huggun og styrk og hjálpar þeim til að ná áttum í lífinu. Annaðhvort opnast mönnum þessi vídd eða ekki. Það er ekki til neitt sem heitir að vera fimmtíu og eitt prósent trúmaður. MAÐURINN ER SKAPAÐUR TIL AÐ GERA GOTT RABB G U N N A R D A L ROBERT DESNOS VÍSA UM GANGSTÉTT SUMARSINS JÓN ÓSKAR ÞÝDDI Við skulum leggjast á gönguhellur Heitar af sól, hreinar af sól, Í góðum ilmi ryksins Af gengnum degi, Áður en nóttin rís, Áður en fyrsti geislinn rís Og við eygjum í ræsinu Spegilmynd æðandi skýja, Blóðlit við sjónbaug Og fyrstu stjörnu yfir húsunum. Robert Desnos (1900–1945) var franskt ljóðskáld, einn af súrrealistunum en sneri baki við stefnunni árið 1929 og orti síðan margt í hefðbundnum stíl. Þetta ljóð er þó frjálslega ort og undir áhrifum súrrealismans eins og Jón Óskar bend- ir á í bókinni Ljóðastund á Signubökkum þar sem þessi þýðing birtist. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 1 8 . T Ö L U B L A Ð - 7 6 . Á R G A N G U R FORSÍÐUMYNDIN Spásserað á Signubökkum. Ljósmynd: Einar Falur Ingólfsson París tækninnar er umfjöllunarefni Sigrúnar Sigurðar- dóttur í grein þar sem hún leitar að stað í hinni miklu borg þar sem hægt er að rækta þrána. Hún er sannfærð um að hún finnur þennan stað ekki í hinni gömlu París því þar fellur upplifunin af borginni í skuggann af viðtekinni og upphafinni ímynd hennar. Málstefnan og ekki síst hreintungustefnan er umræðu- efni Lofts Guttormssonar í grein þar sem hann svarar ádeilu Hallfríðar Þórarins- dóttur á íslenska málrækt. Loftur heldur því meðal annars fram að hreintungustefn- an eigi sér dýpri rætur en Hallfríður heldur fram. Guy Scarpetta er franskur rithöfundur og fræðimaður sem halda mun tvo fyrirlestra hérlendis í komandi viku um Rabelais og Milan Kund- era. Hér er prentað viðtal við hann sem birtist nýlega í franska tímaritinu Le Trait um stöðu skáldsögunnar en þar segir Scarpetta meðal annars: „Maður heyrir ekki annað en þetta: „gullöld skáldsög- unnar“ á að vera langt að baki okkur, nú- tímalistin á að vera alger hörmung, sönn tónlist á að vera dauð. o.s.frv. Ég held því fram fyrir mitt leyti að það að hafna sam- tíma okkar eins og hann leggur sig sé álíka heimskulegt og að samþykkja hann eins og hann leggur sig.“ EFNI Þóra Einarsdóttir sópransöngkona heldur tónleika í Salnum í Kópavogi í dag kl. 17. Með henni leika Jón- as Ingimundarson á píanó og Ármann Helgason á klarinettu. Þóra hlaut nýlega fastráðningu við óperuhúsið í Wiesbaden í Þýskalandi og hefur störf þar um miðjan maí, en í Wiesbaden hafa nokkrir af okkar bestu söngvurum verið starfandi á síðustu árum, s.s. Kristinn Sigmundsson, Viðar Gunnarsson og Gunnar Guðbjörnsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.