Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2001, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2001, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. MAÍ 2001 13 ÞÓRA Einarsdóttir sópransöngkona heldur tón- leika í Salnum í Kópavogi í dag kl. 17. Með henni leika Jónas Ingimundarson á píanó og Ármann Helgason á klarinettu. Þóra hlaut nýlega fast- ráðningu við óperuhúsið í Wiesbaden í Þýska- landi og hefur stöf þar um miðjan maí, en í Wiesbaden hafa nokkrir af okkar bestu söngv- urum verið starfandi á síðustu árum, s.s. Kristinn Sigmundsson, Viðar Gunnarsson og Gunnar Guðbjörnsson. Þóra lauk námi við Guildhall School of Music and Drama 1995 og hefur síðan sungið í óperuhúsum í Bretlandi, Svíþjóð og Sviss og nú síðast hér heima í uppsetningu Ís- lensku óperunnar á La Boheme. Hún hefur einn- ig sungið á tónleikum víða um Evrópu og í Bandaríkjunum, m.a. í Royal Albert Hall í Lond- on og Carnegie Hall í New York. Á efnisskrá tón- leikanna í Borgarleikhúsinu verða bæði sönglög eftir Mozart og Schubert, og aríur úr Don Giov- anni eftir Mozart, Grímudansleiknum eftir Verdi, Töfraskyttunni eftir Carl María von Weber og Leðurblökunni eftir Jóhann Strauss en þessar óperur eru meðal þeirra verkefna sem Þóra mun takast á við í Wiesbaden. „Ég fór í prufusöng í nóvember fyrir óperuna í Wiesbaden og mér var strax boðið upp á tveggja ára samning. Ég kaus þó heldur að ráða mig að- eins í eitt ár og sjá hvernig þetta gengi.“ Meðal þeirra hlutverka sem Þóra Einarsdóttir mun syngja fyrsta árið í Wiesbaden eru Óskar í Grímudansleik, Zerlina í Don Giovanni, Adele í Leðurblökunni, Ännchen í Töfraskyttunni og Gréta í Hans og Grétu eftir Humperdinck. Auk þessa mun Þóra syngja í nýrri óperu eftir hústón- skáld óperunnar í Wiesbaden. Þóra heldur utan strax á morgun, því 15. maí hefjast æfingar fyrir uppfærslu á Carmina Burana eftir Carl Orff. Það leggst vel í Þóru að fara til Þýskalands. „Ég hef lítið sungið í Þýskalandi, söng tónleika með út- varpshljómsveitinni fyrir tveimur árum og á sumarhátíð þar í fyrrasumar. Það er mjög mikið um að vera í Þýskalandi, og óperuhúsið í Wies- baden sérstaklega gott. Þá verður það líka kær- komið að vera kyrr á einum stað í einhvern tíma.“ Mozartlög, vorboði Schuberts og óperuaríur Tónleikarnir í Salnum í dag eru nokkurs konar kveðjutónleikar, því ekkert liggur fyrir um það hvenær við heyrum næst í Þóru hér heima. „Verkefnin á tónleikunum í dag verða sönglög eftir Mozart. Þetta eru ekkert mjög þekkt lög, þetta eru lög sem fólk syngur gjarnan í námi. Ég er ekki sammála þeim sem segja að sönglög Moz- arts séu langt frá hans bestu verkum að gæðum. Þessi litlu lög eru sannarlega innblásin af snilli- gáfu hans.“ Þá syngur Þóra svanasöng Schu- berts, Hirðinn á hamrinum, en þar leikur Ár- mann Helgason á klarinettu með þeim Jónasi. „Þetta er afar ljúft verk og mikill vorboði,“ segir Þóra. „Að lokum syng ég svo aríur úr þeim óp- erum sem ég kem til með að syngja úti.“ Þóra verður fastráðin í Wiesbaden. Þýðir það að hún komist ekkert frá til að ferðast og syngja annars staðar, eins og hún hefur gert á síðustu árum? „Ég vona að ég fái eitthvert frí meðan ég er í Wiesbaden. Reyndar varð ég að hafna ýmsum verkefnum fyrir þennan samning, en við sjáum til. Mér hefur verið boðið að syngja á jólatón- leikum í Royal Albert Hall þar sem ég söng síð- ustu jól. Þeir tónleikar gengu mjög vel og í ár vilja þeir hafa fleiri tónleika. Þetta var virkilega gaman. Sem fyrr segir eru þetta síðustu tón- leikar Þóru hér heima í bili, og hefjast þeir klukk- an 17.00 í Salnum. Kærkomið að verða kyrr á ein- um stað Þóra Einarsdóttir syngur í Salnum í Kópavogi í dag kl. 17. HÆFILEIKI dönsku skáldkonunnar Karenar Blixen til að lýsa heiminum, landslagi og fólki átti ekki aðeins rætur sínar í orðkynngi henn- ar. Hann tengdist ekki síður myndlistarhæfi- leikum Blixen, sem málaði og teiknaði, einkum á sínum yngri árum. Í tilefni tíu ára afmælis Blixen-safnsins í Rungsted norður af Kaup- mannahöfn, þar sem skáldkonan bjó lengst af, hefur verið opnuð sýning á verkum hennar auk þess sem gefin verður út bók með þeim. Blixen er líklega þekktust fyrir Jörð í Afr- íku, sem fjallar um líf hennar í Kenýa, svo og ævintýralegar frásagnir, sem sumar hverjar hafa verið þýddar á íslensku. Þrátt fyrir að ekki sé hægt að jafna myndlist Blixen við bækur hennar var hún eigi að síður liðtækur teiknari og málari. Hún hóf myndlist- arnám 17 ára, árið 1902, og var m.a. í þrjú ár í dönsku listaakademíunni. Síðar hélt hún til Parísar árið 1910, á sama tíma og mikil um- bylting var að verða í myndlist, Braque og Picasso reyndu fyrir sér með kúbisma og Marcel Duchamp stillti upp flöskustatífum. Blixen mun hins vegar hafa verið efins um hina nýju strauma í myndlist og hélt sig við sí- gildar uppstillingar og portrett. Er Blixen flutti til Afríku og hóf kaffirækt með eiginmanninum, Bror Blixen, reyndist lít- ill tími aflögu til að mála, þótt hún hafi ekki lagt pensilinn frá sér. Hún sendi m.a. verk til þátttöku í vorsýningu Charlottenborgar árið 1924 en þeim var hafnað. Smám saman dró úr og um miðjan fjórða áratuginn lagði Blixen málarapensilinn á hilluna en hélt áfram að teikna í allt sem fyrir varð, t.d. bækur, sem hún rissaði í. Verk hennar getur nú að líta í bók sem safn- stjórinn í Rungstedlund, Marieanne Wiren- feldt Asmussen, auk þriggja annarra hefur tekið saman. Þar getur að líta teikningar, mál- verk og höggmyndir Blixens ásamt greinum um list hennar. Sýningin á verkunum stendur til 30. sept- ember. Hin hliðin á Karen Blixen Karen Blixen Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. EIGNARRÉTTUR 150 norskra kvikmynda, er þykja sýna þver- skurð þarlendrar kvikmynda- sögu, fylgir ekki með í sölu norska ríkisins á 77,6% eignahlut sínum í Norska kvikmyndafélag- inu. Áður höfðu heyrst þær áhyggjuraddir að norsk kvik- myndasaga kynni að verða seld úr landi í kjölfar ákvörðunar stórþingsins um að selja eign- arhlut ríkisins í kvikmyndafélag- inu sl. haust en norska menning- armálaráðuneytið hefur nú hindrað að svo verði. „Það er okkur mikilvægt að svo margir sem mögulegt er hafi aðgang að myndunum,“ sagði Roger Inge- brigtsen aðstoðarmenningar- málaráðherra í viðtali við Aften- posten. Hann sagði myndirnar þó ekki endilega verða í vörslu ráðuneytisins, aðrar stofnanir gætu e.t.v. sinnt því hlutverki betur, en eignarréttur ríkisins hefði alla vega verið tryggður. Málverk Hitlers fyrir dómstóla RÍKISSTJÓRN Bandaríkjanna á nú í málaferlum við erfingja þýska ljósmyndarans Heinrich Hoffmann og bandaríska auðkýf- inginn Billy Price. Ástæða deiln- anna eru myndir málaðar af Adolf Hitler ásamt ljósmyndum, bréfum og öðrum gögnum tengdum Hitler sem áður voru í eigu Hoffmann en gerð voru upptæk af Bandaríkjastjórn sem áróðursefni á árunum eftir síðari heimsstyrjöld. Málaferlin hafa verið sl. átján ár að þvælast í dómskerfinu og hafa myndirnar, sem eru að mati stjórnarinnar eldfimt efni, verið geymdar í læstri hvelfingu þar sem þær komi almenningi ekki fyrir sjónir. Að mati erfingja Hoffmans er hins vegar nú það langt liðið frá síðari heimsstyrj- öldinni að gögnin hafi ekki áróð- ursgildi lengur. Sú krafa er studd af Price sem lengi hefur safnað munum Hitlers. Hundruð listaverka eignuð Hitler eru þó að sögn sérfræðinga nú aðgengi- leg á Netinu og er algengt sölu- verð þeirra um ein milljón króna. Ljósmyndasafn Hoffmanns hefur hins vegar verið metið af banda- ríska dómsmálaráðuneytinu á einar 300 milljónir króna og nemur skaðabótakrafa erfingj- anna tæpum þremur milljörðum. Dönsurum hætt við lystarstoli ÁTRASKANIR eru svo útbreitt vandamál meðal norskra dans- ara að félag dansara hyggst leita á náðir norska menningar- málaráðuneytisins að því er dagblaðið Aftenposten greindi frá í vikunni. Að sögn Jorunn Sundgott-Borgen, sem starfar við íþróttaháskóla Óslóborgar, eru átraskanir verulegt vanda- mál meðal klassískra dansara. Norsk yfirvöld hafa þó til þessa ekki tekið á málinu af neinni al- vöru segir Randi Urdal hjá félagi dansara, en að hennar mati á norski dansflokkurinn þar sinn hlut að máli. Stjórnendur dans- flokksins sendi ungum stúlkum röng skilaboð með því að velja jafnan grennstu dansarana. „Í klassískum ballet gildir heragi. Að miklu leyti eru þetta góðar æfingar og ekkert út á þær að setja. Ég ber mikla virðingu fyr- ir klassísku tækninni. Þetta get- ur hins vegar gengið út í öfgar því að lítið rými er veitt til per- sónulegrar tjáningar,“ segir Ur- dal. Norska kvik- myndaarfinum bjargað ERLENT ÍRINN Ian McElhinney, leikstjóri sýningar Þjóðleikhússins á leikritinu Með fulla vasa af grjóti, hefur verið tilnefndur besti leikstjóri árs- ins í New York fyrir sviðsetningu sína á þessu sama verki þar í borg. Tilkynnt var um tilnefningar til hinna virtu Tony-leiklistar- verðlauna í vik- unni og er Ian McElhinney til- nefndur til verð- launa sem besti leikstjórinn. Þá eru báðir leikend- ur sýningarinnar, írsku leikararnir Sean Campion og Conleth Hill sem léku frumupp- færslu verksins á Írlandi og hafa síðar leikið það í London, Tor- onto og nú á Broadway, tilnefndir sem bestu að- alleikarar. Áður hafði Ian McElhinney verið tilnefndur til ýmissa annarra virtra bandarískra verðlauna fyrir þessa sýningu þ. á m. Outer Critics Circle- verðlaunanna og Drama Desk-verðlaunanna. Sömuleiðis var verkið sjálft, sem samið er af Marie Jones, tilnefnt til Outer Critics Circle- verðlaunanna og báðir leikararnir og verkið í heild hlutu á dögunum bandarísku Theatre World-verðlaunin. Fyrr í vor hlaut leikritið bresku Olivier-verð- launin, sem kennd eru við Laurence Olivier, sem besta nýja gamanleikrit ársins svo og Evening Standard-verðlaunin. Þá hlaut Conleth Hill Olivier-verðlaunin sem besti leikarinn í að- alhlutverki fyrir hlutverk Charlies o.fl . Tilnefndur til Tony-verðlauna Ian McElhinney

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.