Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2001, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2001, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. MAÍ 2001 MENNINGARVEFURINN Kistanverður opnaður með pompi ogprakt í dag, laugardaginn 12. maí,klukkan 16 í Listasafni Reykjavík- ur. Hér er um metnaðarfullt vefrit að ræða sem ætlað er að stoppa upp í göt sem sumum þykir hafa myndast í fræðilegri menningar- umræðu hér á landi á allra seinustu árum. Kistunni er ætlað að spegla vítt svið og menn- ingarviðburði af öllu tagi. Meðal annars verður sú nýbreytni tekin upp að sjónvarpa beint frá viðburðum. Þá mun Kistan einbeita sér að gagnrýni og fréttum úr menningarlífinu. Það sem vekur athygli er að Kistan er öllum opin til tjá- og skoðanaskipta og ætti það að auka mjög á hróður ritsins meðal almennings. ,,Þetta vefrit er stofnað upp úr gömlu Kist- unni sem var vefrit sem rekið var frá 1999 og sneri einkum að Háskólanum, og innihélt greinar, einkum fræðigreinar og fyrirlestra- raðir í rauninni,“ segir Geir Svansson ritstjóri. ,,Í vetur var ákveðið að leggja þá Kistu niður og stofna nýja á hennar grunni og víkka jafn- framt út umfjöllunarefnið og hafa hana ekki svona tengda við háskólafyrirlestra til dæmis, heldur líka við fréttir og almenna menningu.“ Þetta er þá allt önnur Kista en var? ,,Já, þetta er allt önnur Kista,“ svarar Geir. Verður þetta alhliða menningarrit? ,,Já, það er meiningin með tiltækinu. Við er- um áfram í samvinnu við ýmsar deildir Háskól- ans, Hugvísindastofnun til að mynda, en ætl- um að reyna að gera fræðilegt efni aðgengilegt og tengja það umræðunni. Síðan verða venju- legar menningarfréttir og við reynum að nota miðilinn til fulls, verðum með myndrænt efni líka. Við sýnum frá atburðum beint og svo verðum við með upptökur sem hægt verður að skoða á vefnum. Svo verða þarna pistlar í því formi að þú getur skoðað viðkomandi þegar hann les pistilinn.“ Er þá meiningin að senda beint út á Netinu þegar um menningardagskrár og fyrirlestra er að ræða? ,,Já, það er ætlunin að senda beint út á Net- inu og jafnvel verður möguleiki á því að skoða styttri búta frá ráðstefnum, eða einhverjum viðburðum. Og það er kannski rétt að geta þess að Kistan er ekki bara hlutlaus fréttamið- ill, eða menningarmiðill, heldur tekur virkan þátt í umræðunni og efnir til atburða. Þannig höfum við t.d. nú þegar, ásamt öðrum, staðið að atburðum eins og Beckett-hátíð í Borgar- leikhúsinu 22. apríl síðastliðinn, sem við skipu- lögðum. Við stóðum líka fyrir skemmstu að tveggja kvölda dagskrá í Nýlistasafninu sem var helguð Megasi og svokölluðum hljómorð- um. Þetta munum við gera áfram og komum til með að sýna beint frá þessum atburðum, auk þess að fygja þeim eftir með umfjöllun á Kist- unni.“ Öllum opið Verður menningargagnrýni fyrirferðarmikil í Kistunni? ,,Við ætlum að leggja töluvert upp úr rýni af öllum toga og stefnum til dæmis að því að bjóða upp á lengri bókadóma en nú tíðkast.“ Hverjir standa að nýju Kistunni? ,,Það eru einkaaðilar sem eiga hlut í þessu fyrirtæki og svo ReykjavíkurAkademían. Síð- an höfum við gert viðamikinn samstarfssamn- ing við Háskólann og þá Hugvísindastofnun Háskólans sérstaklega.“ Er vefritið opið öllum almenningi? ,,Það er opið öllum og alls ekki miðað við ein- hverja ímyndaða menningarelítu: mennta- og menningarhroki er eitur í beinum ritstjórnar.“ Og það er frjáls aðgangur á Netinu fyrir hvern þann sem vill kynna sér ritið? ,,Já, ritið er öllum aðgengilegt á Netinu.“ Þið ætlið að efna til opnunarveislu á laug- ardaginn? ,,Það er opnunarhátíð á laugardaginn í Listasafni Reykjavíkur. Hátíðin stendur á milli fjögur og sex síðdegis. Á hátíðinni kemur fram góður gestur frá Kanada, Bill Bourne, dótturdóttursonur Stephans G. Stephansson- ar, sem leikur og syngur nokkur lög. Bill er þjóðlagasöngvari sem kemur svo til með að leika víðar hérna á landinu næsta mánuðinn. Hann er kominn hingað til að kynnast landinu og fer meðal annars norður á slóðir langafa síns. Mér hefur gefist færi á að kynnast og hrífast af tónlist hans að undanförnu: hér er enginn aukvisi á ferð.“ En hvað mun greina Kistuna frá öðrum menningarmiðlum? ,,Það verður auðvitað að koma í ljós! Sér- staða okkar felst kannski svona fyrst í stað sér- staklega í tengslum okkar við háskólafólk og fræðasamfélagið en við þykjumst ætla að sýna fram á að fræðileg umfjöllun þarf síður en svo að vera leiðinleg og þurr heldur á mikið og nauðsynlegt erindi inn í umræðu samtímans. Við hyggjumst líta yfir töluvert stórt svið og vefritið þarf því tíma til að þróast og þroskast. Það verða nú ekki allir flokkar fullir hjá okk- ur þegar við opnum, en það kemur smám sam- an. Við ætlum okkur að skoða sem flesta menn- ingar- og listmiðla, og alls ekki bara bók- menntir og fræði heldur einnig tónlist og kvik- myndir, teiknimyndir, ljósmyndir, myndlist, svo eitthvað sé nefnt. Ef til vill tekst okkur að skapa okkur nokkra sérstöðu með því að bjóða upp á ítarlegri umfjöllun en gerist og gengur í öðrum miðlum.“ ALLT ÖNNUR KISTA Í dag verður efnt til hátíðar í Listasafni Reykjavíkur í tilefni af því að nýtt og glæsilegt menningarvefrit, Kistan, lítur dagsins ljós. Kistan stendur á gömlum grunni en gengur nú í endurnýjun lífdaga undir rit- stjórn Geirs Svanssonar bókmenntafræðings. ÞORVARÐUR HJÁLMARSSON spjallaði við Geir um tilurð og tilgang hins nýja rits. Geir Svansson YFIRSKRIFT hátíðarinnar er „Búmm,krass, bang“ og er óhætt að segja aðhún gefi tóninn fyrir það sem komaskal á Degi slagverksins. Það eru þeir Eggert Pálsson, Pétur Grétarsson og Steef van Oosterhout slagverksleikarar sem sjá um að setja saman dagskrá hátíðarinnar, sem haldin er í samstarfi Gerðubergs og Félags ís- lenskra tónlistarmanna. Þar munu átta slag- verksleikarar leika á slagverkshljóðfæri af ýmsu tagi, en það eru auk ofangreindra þau Snorri Sigfús Birgisson, Tena Palmer, Herdís Jónsdóttir, Frank Aarnink og Matthías M.D. Hemstock. Ekki er að sjá annað en skipuleggjendur hafi fyllt tónleikasalinn í Gerðubergi af hljóð- færum af öllum stærðum og gerðum. Pétur viðurkennir að þurft hafi nokkra sendibíla til að koma hljóðfærunum á staðinn, en bætir því við að nokkur hefð sé fyrir því að mæla tónlist í bílförmum. „Atli Heimir Sveinsson talar til dæmis gjarnan um „fjögurra til fimm bíla verk“. Það má segja að dagskráin á morgun verði svona þriggja bíla hátíð. Engu að síður þurftum við að velja og hafna, því það er til svo gríðarlegur fjöldi slagverkshljóðfæra,“ segir hann. Steef bendir á að hljóðfærunum verði dreift á nokkra staði um húsið, svo eitthvert pláss verði nú fyrir gestina. „Niðri verður t.d. trommusett sem gestir geta fengið að prófa að spila á,“ segir Steef. „En við viljum líka leyfa gestum að kynnast betur slagverkshljóðfær- unum með því að skoða þau og spyrja hljóð- færaleikana, milli þess sem tónlistin verður spiluð.“ En hvers konar tónlist munu gestir fá að heyra á Degi slagverksins? Þeir Eggert, Pétur og Steef benda á að fáir þekki líklegast þær margvíslegu tegundir slagverkshljóðfæra sem til eru, auk þess sem slagverkið eigi sér til- tölulega stutta sögu sem konsert- eða einleiks- hljóðfæri. Því hafi þeir leitast við að setja sam- an dagskrá sem er í senn skemmtileg og gefur gestum góða yfirsýn yfir sögu hjóðfærisins. Þeir sem hafa áhuga á að vera allan daginn munu þannig fá að heyra sitt lítið af hverju úr sögu slagverksins en fólk getur líka komið og farið; dagskráin verður flutt í nokkrum lotum með hléum á milli,“ segir Steef. Pétur segir að í byrjun dagskrárinnar verði flutt nokkur verk frá þeim tíma þegar slag- verkið var að festast í sessi sem konserthljóð- færi. „Við munum því flytja nokkur af fyrstu konsertstykkjunum, sem flest eru frá tuttug- ustu öldinni, en auk þess ætla þeir Eggert og Steef að flytja dúett fyrir pákur frá sautjándu öld, sem er elsta þekkta konsertstykki fyrir slagverk.“ Auk þess verður lota í dagskránni sem felur í sér nokkurs konar heimstónlist- aryfirreið, þar sem sýnishorn verða gefin af hinum ýmsu hefðbundnu hljóðfærum heims- ins, allt frá handtrommum í anda regnskóg- anna til seiðandi tóna írsku bohdran-tromm- unnar. „Við höfum sankað að okkur talsverðu af slíkum hljóðfærum, og þau gætu gestir haft gaman af að skoða.“ Þá segir Pétur hópinn hafa valið á dag- skrána talsvert af lögum frá tuttugustu öld- inni, sem þeim eru sérstaklega kær. „Þar er um að ræða tónlist eftir John Cage og Takem- itsu. Við leikum t.d. verk eftir þann fyrrnefnda sem er samið fyrir píanó, útvarpstæki, blikkt- rommu og dyrabjöllu.“ Að lokum ber að nefna íslenska dagskrá sem flutt verður á Degi slag- verksins, þar sem leikin verða verk eftir Jón Leifs, Atla Heimi Sveinsson, Atla Ingólfsson og Áskel Másson. Þeir félagar draga fram ým- is slagverkshljóðfæri sem Jón Leifs hannaði fyrir verk sín, en þar er m.a. að finna skildi sem slegið er saman til að líkja eftir vopnaglamri og keðjuspil og íslenskt grjót, sem Jón notaði til að endurskapa íslenska náttúru í verkum sín- um. Dagur slagverksins er fjórða tónlistarupp- ákoman af þessu tagi sem Gerðuberg og FÍT standa fyrir, en áður hafa verið haldnir dagar gítarsins, flautunnar og hinna djúpu tóna við góða aðsókn. Á morgun er röðin komin að slag- verkinu og er óhætt að segja að þar sé um að ræða einstakt tækifæri fyrir fólk að kynnast heimi slagverksins í sinni fjölbreyttustu mynd. ÞRIGGJA BÍLA SLAGVERKSHÁTÍÐ Morgunblaðið/Þorkell Eggert Pálsson, Steef van Oosterhout og Pétur Grétarsson við slagverkið. Á morgun verður handa- gangur í öskjunni í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðu- bergi, er Dagur slag- verksins verður haldinn hátíðlegur milli kl. 14 og 18. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR rann á hljóðið og heimsótti skipuleggjendur við undirbúning. heida@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.