Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2001, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2001, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. MAÍ 2001 S TUNDUM hata ég París. En samt sem áður sakna ég hennar. París er öfgafullt dæmi um þá mynd sem hátæknisamfélagið getur tekið á sig, en um leið er hún fjöl- þjóðlegt samfélag sem fjöldi sögulegra minja myndar umgjörð um. París getur verið ólýsanlega ljót og ótrúlega falleg á sama tíma og það er þess vegna sem ég sakna hennar. Ég sakna þess að ganga frá heimili mínu í Charenton-le-Pont með dóttur mína í barnavagni (sem vekur hvarvetna athygli þar sem hann er töluvert umfangsmeiri en þær smákerrur sem Parísarbúar nota til að flytja börnin sín á milli staða). Leið okkar liggur yfir Hringveginn, Boulevard periphérique, hraðbrautina sem liggur umhverfis þau tuttugu hverfi sem mynda kjarna Parísar. Við göngum áfram niður Rue de Char- enton í 12. hverfi og förum framhjá fjölbýlishús- um sem falla betur að hugmyndum um fátækar iðnaðarborgir í fyrrum Austur-Evrópu en að þeirri ímynd sem París hefur skapað sér. Við höldum áfram framhjá blokkunum og för- um síðan yfir götuna og inn í undirgöng sem liggja undir járnbrautarteina. Göngin eru jafnt ætluð bílum sem gangandi vegfarendum svo að ég neyðist til að halda í mér andanum og vona að barnið bíði ekki skaða af menguninni sem er ótrú- lega megn. En ég veit að hún hlýtur að gera það og samviskubitið vex í hverju skrefi. Þegar við er- um hálfnaðar á leið okkar gegnum göngin kveða við ógurlegar dunur og allt leikur á reiðiskjálfi. TGV-hraðlestin til Lyon er á hraðferð beint fyrir ofan okkur. Ég lít upp og velti því fyrir mér hvernig burðarbitarnir eru úr garði gerðir. Eina leiðin til að lifa af í París samtímans er að loka augunum og setja allt sitt traust á tæknina. Þegar við komum út úr göngunum mætir okk- ur nýr heimur. Þrátt fyrir að við séum enn í 12. hverfi er þetta allt önnur París en sú sem er hin- um megin við göngin. Hérna megin er ímynd Austur-Evrópu fjarlæg. Þetta hverfi er kallað Bercy og er helsta fjármálahverfi Parísar. Sjálft fjármálaráðuneytið og aðrar fjármálastofananir eru til húsa hér. En Bercy sker sig úr að öðru leyti. Það sem einkennir þetta hverfi öðru fremur er að flest húsin sem standa þar nú voru byggð á síðustu þremur áratugum 20. aldar og telst það ansi óvenjulegt í þessari sögufrægu borg. Almenningsgarður og neðanjarðarlestarstöð Mitt á milli steinsteypu- og stálbygginganna leynist grænt svæði, kyrrlát vin í stórborginni, fallegur og vel hannaður almenningsgarður sem nefnist Parc de Bercy. Þar leita viðskiptavinir og fjámálaspekúlantar hvíldar á meðan þeir borða hádegisverð og njóta þess að eiga nokkrar stolnar mínútur í heimi sem einkennist af stöðugu kapp- hlaupi við tímann. En mest áberandi eru þó ellilíf- eyrisþegar, skandinavískar au-pair-stúlkur og blökkukonur með fölleit og smágerð frönsk yf- irstéttarbörn í kerrum. Almenningsgarðurinn er vel afmarkaður á alla kanta, austurhliðin með neðanjarðarlestarstöð, vesturhliðin með íþróttahöll, norðurhliðin með háhýsum og suðurhliðin með manngerðri brekku. Við hliðina á tilbúnum læk liggja tröppur upp brekkuna og upp að göngustíg. Þaðan er útsýni niður eftir Signu og má á góðum dögum sjá glitta í Eiffelturninn, það er að segja ef mengunin er ekki mikil. Ég notaði það sem mælikvarða á meng- unina hversu vel Eiffelturninn sást frá þessum stað. Væri hann hulinn gulleitu skýi vissi ég að það kostaði ekkert nema vandræði að þvælast niður í suðupottinn í 1. og 2. hverfi. En sæist hann nokkuð vel átti ég það til að ganga yfir í austur- hluta garðsins og taka þar lyftu niður í neðanjarð- arlestarstöðina Cour St.-Emilion. Cour St.-Emilion er önnur stöðin á métro-línu 14 sem liggur frá þjóðarbókhlöðu þeirra Frakka í suðaustur-París að Madeleine-kirkjunni á hægri bakkanum. Lína 14 var opnuð árið 1999 og kemur sjálfsagt til með, þegar fram líða stundir, að verða eitt helsta minnismerkið um hátæknisamfélagið í París um aldamótin 2000. Þar sem þráin þekkir sjálfa sig Tækniframfarir á sviði rafrænna fjarskipta og samgangna hafa orðið þess valdandi að hið áþreif- anlega rými er á undanhaldi. Hugtök á borð við „nálægð“ og „fjarlægð“ hafa glatað sínu hefð- bundna gildi. Þetta hefur augljóslega töluverðar afleiðingar fyrir arkitektúr og aðrar faggreinar sem byggja tilvist sína á hinu áþreifanlega. Um þessa þróun hefur franski arkitektinn og hraða- fræðingurinn (e. dromolog) Paul Virilio1) sagt að á meðan arkitektúr haldi áfram að byggja forsend- ur sínar á tæknilegum útbúnaði verði hann smám saman innhverfur, þ.e.a.s. arkitektúr verður eins- konar vísinda- og tæknisafn í stað þess að hafa fagurfræðilegt gildi. Arkitektúr samtímans hefur af þessum sökum ekki svo mikið með smekk arki- tektsins að gera heldur er hann undir hæl tækn- innar. Við getum vissulega mótmælt þessari hug- mynd Virilios með þeim rökum að arkitektúr sé ákveðin leið til að hugsa hlutina en ekki hrein tæknileg útfærsla og þess vegna verði honum ekki stjórnað af utanaðkomandi þáttum á borð við tækniframfarir. Í þessu sambandi langar mig til að vitna í franska heimspekinginn Jacques Derr- ida sem segir: „Mér virðist sem að frá því augna- bliki sem reynt sé að aðskilja Teorem og Pratem [kenningar og praktík] sé verið að skilgreina arki- tektúr sem hreina tækni og skilja hann frá hugs- uninni, þar sem kann að leynast óþekkt leið til að hugsa um hlutina, leið sem er háð arkitektúrísku augnabliki, augnabliki þrárinnar, augnabliki sköpunarinnar.“2) Þó að arkitektúr þrífist ekki nema fyrir tilvist vísindalegs útreiknings upplifum við hann ekki sem slíkan. Arkitektúr vekur upp tilfinningar og skapar ákveðna stemmningu um leið og hann hef- ur mögulega áhrif á þá stefnu sem hugsun okkar kann að taka. Þar sem vísindalegir útreikningar hafa gefið rými fyrir skapandi hugsun gefst okk- ur tækifæri til að upplifa arkitektúr á hlutlægan hátt. Það kann að vera að á slíkum augnablikum samræmist líðan okkar þeirri tilfinningu sem um- hverfið vekur en það kann einnig að vera að líðan okkar sé á skjön við umhverfið. Ef svo er þá kann svo að fara að þrá okkar eftir samræmi yfirgnæfi allt annað. Derrida hefur sagt að á þeim stöðum „þar sem þráin þekki sjálfa sig“ sé rúm fyrir arki- tektúríska hugsun. Ég er að leita að stað í París þar sem hægt er að rækta þrána sjálfa. Ég er sannfærð um að ég finn þennan stað, þetta arkitektúríska augnablik, hvorki á Champs Elysées né á Boulevard St. Michel. Þar ræður ímynd hinnar gömlu Parísar ríkjum með svo afgerandi hætti að upplifunin sjálf fellur í skuggann. Á slíkum stað er ekkert pláss fyrir þrána. Þar er ekki svigrúm til að upp- lifa hið sanna andlit Parísar. Franski bókmenntafræðingurinn og rithöfund- urinn Hélène Cixous skrifaði eitt sinn grein sem fjallaði um leit hennar að hinu rétta andliti Prag sem hún taldi sig geta fundið við grafreit rithöf- undarins Franz Kafka. Hélène Cixous lýsir leit sinni svo: „Þrátt fyrir að ég vissi ósköp vel að [...] maður getur ekki séð það sem mann langar til að sjá, fór ég í kirkjugarðinn til þess að leita að því sem ég vissi að ég myndi ekki finna. Þannig er lögmálið. Það er tilkomið vegna þrárinnar. Lög- málið tekur sér bólstað í þránni.“3) Þetta ætti að útskýra hvers vegna þráin fær ekki lifað þar sem upplifunin samræmist þránni sjálfri. Eina leiðin til þess að halda þránni lifandi er að upplifa það sem maður getur ekki ímyndað sér og ímynda sér það sem maður veit að maður kemur aldrei til með að upplifa. Borgarhlið Parísar Meginverkefni í borgarskipulagi samtímans snýst ekki um að byggja byggingar sem munu þjóna hlutverki sögulegra minnisvarða – eða arki- tektúrísks minnisvarða. Meginverkefnið er að byggja hlið sem opna okkur leið inn í borgina – svo að fólk geti heimsótt og flúið borgina á þægi- legan og fljótlegan máta. Borgarhlið nútíma- borga eiga fátt sameiginlegt með gamaldags borgarhliðum. Borgarhlið samtímans eru ekki eins sýnileg og þau voru áður. Í stað þess að ganga í gegnum glæsilegt hlið kemur maður inn í borgina í málmlíkama, í bíl, í flugvél eða í lest. Cour St.-Emilion er eitt af borgarhliðum sam- tímans í París. Til þess að komast þangað niður verður maður annaðhvort að taka tvo rúllustiga sem færa mann hægt og rólega niður í jörðina eða þá að taka tvær aðskildar lyftur. Ef til vill hefur arkitektúr lestarstöðvarinnar lítið að gera með persónuleika arktektsins sem hannaði hana. Kannski er hann fremur sprottinn af sérstökum ákvæðum um öryggi almennings. Cour St.-Emilion minnir dálítið á leikmynd úr bandarískri framtíðarmynd frá 7. eða 8. áratug- inum. Stöðin hefur yfir sér framandi yfirbragð þess sem gæti verið komið utan úr geimnum. Grár er ríkjandi litur og kalt stál helsta efnið, en til þess að ljá stöðinni hlýlegra yfirbragð eru bekkirnir, þar sem ferðalangar geta hvílt lúin LEIT AÐ HINU SANN „Margir upplifa stórborgina í fyrsta skipti í gegnum sjónvarpsskjáinn. Ef þeir seinna meir ákveða að ferðast og upplifa stórborgina í eigin persónu koma þeir vænt- anlega til með að leita þeirra bygginga sem þeir telja sig þegar þekkja úr sjónvarpinu. En kannski mun sú reynsla valda þeim vonbrigðum og gera þá óörugga, jafnvel örvæntingarfulla.“ „Það kann einnig að vera að líðan okkar sé á skjön við umh „Ég notaði það sem mælikvarða á mengunina hversu vel Eiffelturninn sást frá þessum stað. Væri ha ekkert nema vandræði að þvælast niður í suðupottinn í 1. og 2 E F T I R S I G R Ú N U S I G U R Ð A R D Ó T T U R L J Ó S M Y N D I R : E I N A R FA L U R I N G Ó L F S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.