Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2001, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2001, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. MAÍ 2001 Blm.: Guy Scarpetta, í bók þinni, Gullöld skáld- sögunnar, heldur þú því fram að við lifum á tímum óvenju mikillar sköpunar og endurnýj- unar innan skáldsögunnar. Hvers vegna núna? Scarpetta: Það sem ég hélt fram í þessari bók, voru ákveðin þverstæðukennd viðbrögð: ég var að andæfa því ríkjandi og heldur þreyt- andi viðhorfi að mikil list hafi einungis verið til hér áður fyrr. Maður heyrir ekki annað en þetta: „gullöld skáldsögunnar“ á að vera langt að baki okkur, nútímalistin á að vera alger hörmung, sönn tónlist á að vera dauð. o.s.frv. Ég held því fram fyrir mitt leyti að það að hafna samtíma okkar eins og hann leggur sig sé álíka heimskulegt og að samþykkja hann eins og hann leggur sig. Ég var að reyna að sýna fram á það að á sviði skáldsögunnar hefðu mjög mikil listaverk ver- ið skrifuð síðustu tvo áratugi tuttugustu ald- arinnar, verk sem gæfu ekkert eftir þeim meistaraverkum sem skrifuð voru hér fyrrum (að því tilskildu að vera ekkert að upphefja for- tíðina, gera ekki eitthvert norm úr henni, lesa hana á lifandi hátt). Ég afmarkaði mig því við skáldsögur sem komu út í byrjun níunda ára- tugarins og eftir það og kannaði hvort þarna væru á ferðinni meistaraverk: þetta voru sem sagt verk eftir Salman Rushdie, Milan Kund- era, Philip Roth, Thomas Bernhard, Juan Goytisolo, Claude Simon, Mario Vargas Llosa, Kenzaburo Oe, Alain Gobbe-Grillet, Danilo Kis, Carlos Fuentes. Einkum vildi ég leggja þessa tilgátu fram vel undirbyggða, byggja gildismat mitt á skýrum og greinargóðum rök- semdum og kafa djúpt í þau verk sem ég tæki til umfjöllunar. Titillinn á bók minni er auðvit- að í aðra röndina háðskur eða ögrandi; í gegn- um söguna hafa auðvitað komið margar „gull- aldir skáldsögunnar“: síðari hluti átjándu aldarinnar (tímabil Sterne, Diderot, Laclos) upphaf nítjándu aldarinnar (Balzac, Stendhal), lok þessarar sömu nítjándu aldar (frá Flaubert til Dostojevskí, með viðkomu hjá Tolstoj), árin stórkostlegu milli 1920 til 1940 ( þegar út komu helstu verk Prousts, Kafka, Joyce, Musils, Faulkners, Céline, Broch, Hemingway, Gombrowicz). Hugmyndin var einfaldlega sú að benda á að þegar allt kemur til alls stendur okkar tími þessum tímum ekkert að baki á skáldsagnasviðinu. En spurning þín verður til þess að ég þarf að bæta einni athugasemd við. Það verður einnig að reyna að skilja hvers vegna sumir hafa það á tilfinningunni (og það ranglega, að mínum dómi) að bókmenntagreinin fari hnignandi. Okkar tími er augljóslega líka tími of margra skáldsagna sem eru lélegar, skrifaðar fyrir markaðinn, eru fyrirsjáanlegar, svara ekki neinu öðru en væntingum almennings, eru semsagt undirokaðar af lögmálum markaðar- ins. Það mikilvægasta andspænis þessu er að gera skýran greinarmun á skáldsögunni sem listaverki og skáldsögunni sem menningar- neysluvöru. Ég legg fyrir mitt leyti í mjög grófum dráttum fram þrjár meginröksemdir til að gera þennan greinarmun. Mér virðist sem skáldsaga sé listaverk: 1. ef hún finnur upp aftur eða endurnýjar form greinarinnar (í stað þess að láta sér nægja að nota viðteknar uppskriftir); 2. ef hún kannar óþekktar hliðar mannlegrar tilveru, hliðar sem ekki væri hægt að kanna á annan hátt en með sérstökum skáldsögulegum aðferðum (í stað þess að tileinka sér fyrirfram gefna lífssýn); 3. ef hún fléttar þessa tvo eiginleika svo þétt sam- an að ekki sé hægt að skilja þá að. Þessi þriðja ástæða er vitaskuld sú mikilvægasta. Megin- vandinn nú á dögum er nefnilega sá að eitt og sama hugtakið, „skáldsaga“, er notað yfir fyr- irbæri sem eru í eðli sínu andstæð. Rétt eins og, svo ég taki dæmi, sama hugtakið, „kvik- mynd“, er annars vegar notað yfir alvöru lista- verk (til dæmis kvikmyndir Jean-Luc Godard, Raoul Ruiz, Manoel de Oliveira) og hins vegar staðlaðar neysluvörur sem þjóna engum öðr- um tilgangi en þeim að fullnægja eftirspurn, ná hámarksaðsókn til þess eins að borga sig upp eins fljótt og unnt er. Eða jafnvel (og það er eflaust ástæðan fyrir öllum ruglingnum varðandi það) hugtakið „nútímalist“, sem legg- ur að jöfnu raunverulega nýsköpun og ömur- legar sjónrænar blekkingar sem er viðhaldið með samvinnu stofnana, markaðarins og gagn- rýnenda (þaðan kemur sú auðvelda afstaða að hafna öllu á einu bretti – og einhvern daginn þarf að greina þarna á milli, sýna til dæmis fram á það hvers vegna fólk í Frakklandi hefur áhuga á Jacquet eða Lavier, meðan verk Bu- rens og Reynauds eru talin ofmetin eða of hátt verðlögð...) Með öðrum orðum, ég er hóflega bjartsýnn á listsköpunina nú á dögum. Ég get ekki gleymt því, svo maður víki aftur að því að nú á tímum eru til stórmerkilegar skáldsögur og það í heimi sem hefur tilhneigingu til að gera lítið úr því gildi sem einkennir skáldsög- una (Kundera hefur skrifað um þetta á gríð- arlega merkilegan hátt sem skiptir megin- máli). Það sem varð til með Rabelais og Cervantes, gekk út á það að hafna anda bók- stafstrúarinnar, þetta var menning efans eða óvissunnar, uppgangur utan ljóðrænnar blekk- ingar, tilfinning fyrir leikgleði og allt þetta er nú að fletjast út í það sem kallað hefur verið „einsleit hugsun“, en ætti satt að segja að skil- greina sem eyðileggingu menningar. Í þessu sambandi er ekkert eins táknrænt og Rushdie- málið. Rabelais var á sínum tíma hundeltur, of- sóttur, fordæmdur af kirkjuyfirvöldum, en þá var til konungur, Frans 1. sem tók hann undir verndarvæng sinn: hann var viss um að gild- ismat frelsisins sem tengdist list skáldsögunn- ar væri þrátt fyrir allt mikilvægara en „sann- leikurinn“ sem kirkjan hampaði svo mjög. Þegar íslamskir bókstafstrúarmenn dæmdu Rushdie til dauða lýstu flestir stjórnmálamenn (og þar fór núverandi forseti fremstur í flokki) yfir „fyrirlitningu“ sinni í hans garð og höfðu fyrst og fremst áhyggjur af því að „trúarvit- und“ múslíma hefð verið særð. Það þurfi heila herferð, sem rithöfundar hrintu af stað, til að hreyfa aðeins við hlutunum (og ég get ekki annað en verið stoltur af því að hafa verið í fremstu röð í þessari baráttu). Alltént var greinilegt að „gildismat skáldsögunnar“ var ekki lengur þungamiðja vestrænnar menning- ar. Og þegar Evrópa féllst loks á að vernda Rushdie var það í nafni „tjáningarfrelsis“ (sem almennt gildi, óhlutbundið), miklu fremur en í nafni réttar skáldsagnahöfunda til að leika sér með stofnanabundna bókstafstrúna... Ég get því ekki litið svo á að lífskrafturinn í list skáldsögunnar sé neitt annað en einhvers konar viðbragð, einangrað jaðarfyrirbæri. Andspyrna (og andspyrna fer, sem kunnugt er, af stað þegar stríðið er tapað). Kannski er þessi lífskraftur í rauninni því meiri sem ógnin vex. Krafturinn í skáldsagnalistinni er kannski svipaður kraftinum í stórum, særðum villidýr- um. Í þessari greiningu minni á lífskrafti listar skáldsögunnar felst auðvitað engin „fram- faratrú“. Enginn blindur „módernismi“. Mig langaði jafnvel, strax eftir að hafa skrifað Gull- öld skáldsögunnar, að skrifa ritgerðasafn um nokkur meistaraverk fyrri tíma (einkum Rab- elais, Sade og Laclos), og þá var hugsun mín sú að blása lífi í þau, dusta rykið af þeim, rífa þau upp úr þeim svæfandi skrifum sem lögð höfðu verið yfir þau. Í mínum huga stefna þessar tvær bækur algerlega í sömu átt, þjóna sama tilgangi. Enn er það skáldsagnahöfundur, Juan Goytisolo, sem hefur lýst þessu best: skáldsagnahöfundar samtímans, segir hann efnislega, eru eins og jurtir í eyðimörk: þeir reyna að þrauka í einstaklega erfiðu umhverfi og verða því að skjóta djúpum rótum til að ná sér í næringu. Með öðrum orðum, þegar ég legg áherslu á það frjálsasta og nýjasta í list skáldsögunnar í dag er ég ekki að fjarlægjast Rabelais, heldur þvert á móti að nálgast hann. Blm.: Nú ætla ég alls ekki að fara að and- mæla vali þínu, enda útskýrir þú það í inngang- inum að bókinni, en hvað hefðir þú að segja um rithöfunda eins og Hubert Aquin, Bermard Lamarche-Vadel, Philippe Sollers, Nathalie Sarraute eða Toni Morrison? Scarpetta: Í Gullöld skáldsögunnar var ég síður en svo að búa til einhvers konar úrval. Val mitt var tiltölulega handahófskennt, innan þeirra marka sem ég ræddi um áðan, og mjög huglægt: ég benti á að ég hefði auðvitað getað valið einhver önnur verk. Ég tók það skýrt fram: ég ætlaði mér ekki þá dul að halda því fram að öll meistaraverk samtímans væru til umfjöllunar í bókinni, en ég hélt því þó fram að öll verkin sem ég tók til umfjöllunar væru meistaraverk, sem er allt annað. Það segir sig sjálft að flest nöfnin sem þú nefnir hefðu getað verið á listanum (og fleiri líka: Cambrera Infante, Mertens, Lobo Antunes, Ohran Pam- uk, til dæmis). En þarna þarf líka að gæta þess að halda sig við tiltekin viðmið til að ruglast ekki í ríminu, ég viðurkenni að ég sé til dæmis lítið sameiginlegt með verkum sem eru eins nýstárleg og verk Nathalie Sarraute annars vegar og hins vegar verk Lamarche-Vadel, sem vissulega eru allra góðra gjalda verð, frumleg, en það er erfitt að halda því fram að þau hafi valdið straumhvörfum í list skáldsög- unnar... „Tækni“ skáldsagnahöfundar er ekki tólin og tækin sem hann notar Blm.: Svo við snúum okkur að jarðbundnari málum, hvaða áhöld notar þú við að skrifa (penna, ritvél, tölvu)? Ef þú skiptir um tæki, breytir það því eitthvað hvernig þú skrifar (hraðanum, setningaskipaninni, hrynjand- inni)? Notar þú nýjustu tækni við ritstörfin (lófatölfu, tölvupóst o.s.frv.)? Scarpetta: Hvað mig varðar eru stigin þrjú: ég tek niður minnispunkta í kompur eða laus blöð; fyrsta uppkast geri ég á gamaldags ritvél (þarf að ná beinu sambandi við pappírinn); lokaútgáfuna vinn ég síðan á tölvu (sem auðvit- að sparar gríðarlegan tíma), leiðrétti og snurf- usa. En er þetta nú eins áhugavert og fólk heldur? Ég er sannfærður um að hinn sanna „tækni“ skáldsagnahöfundar er ekki tólin og tækin sem hann notar, heldur hvernig hann beitir tímanum, mismunandi sjónarhornum, sögumönnunum, hvernig hann byggir upp per- sónurnar, bygging frásagnarinnar (eða frá- sagnanna): í þessu er mikilvægasta tæknin er fólgin. Frá þessum sjónarhóli séð eru til snill- ingar í ritvinnslu sem skrifa sögur sem eru frá tímum olíulampa og seglskipa. Síðan get ég hins vegar bent þér á tvo rithöfunda sem eru allra höfunda frásagnarlega frumlegastir og nútímalegastir (Juan Goytisolo og Carlos Fuentes) en þeir skrifa skáldsögur sínar hins vegar alfarið með blekpenna, í minnisbækur. Ég held að sá fyrrnefndi, sem er höfundur skáldsagna á borð við Umsátrið og Þrjár vikur í þessum garði sem eru ótrúlega nýstárlegar tæknilega, hafi hreinlega aldrei fundið hjá sé þörf til að læra að vélrita... Hvað nýjustu tækni varðar, þá virðist mér að maður verði í rauninni að forðast tvenns konar gerólíka afstöðu sem stefnir þó í sömu átt: hreina og klára höfnun (afturhald) og máttlausa aðdáun (framfarasinnaða). Málið snýst ekki um að hafna eða samþykkja tækni- sviðið (tæknimenningin er hluti af því), heldur að vita hvort maður er að nota tæknina í þágu listarinnar eða hvort maður gerir listina að fórnarlambi tækninnar sem verður þar með að markmiði í sjálfu sér. Ég get vel ímyndað mér að notkun tölvunnar hafi til dæmis breytt því hvernig menn semja tónlist; að tölvutæknin breyti vinnubrögðum kvikmyndagerðarmanna og til verði nýtt myndmál (rammarnir hjá Pet- er Greenaway); eða að tölvumyndir, rafræn litaspjöld og þess háttar geti opnað nýjar leiðir innar myndlistarinnar (samanber hvernig Jeff Wall vinnur með þetta): en menn verða að gera sér ljósa grein fyrir því að tæknin sem slík get- ur ekki komið í staðinn fyrir listsköpunina. Hvað skáldsagnaskrif varðar, þá held ég að ekki megi gera of mikið úr tækninni: hún skiptir ekki meginmáli. Menn gætu fljótt á litið haft tilhneigingu til að segja að ritvinnsla geti ýtt undir (jafnvel búið til) ákveðinn stíl: höf- undar færu að „klippa“ saman atriði (sem er auðvelt), farið að nota sviga í auknum mæli eða orðið langorðari. En hugsi maður málið aðeins nánar kemur í ljós að þessar aðferðir hafa lengi verið til: fyrst hjá Pound, hjá Proust, eða nær okkur í tíma, hjá Claude Simon, til dæmis. Ég held að Proust myndi nota tölvu á okkar tímum (og þyrfti því ekki að vera með þessar endalausu viðbætur); en ég held ekki að tölvan ein og sér myndi breyta neinu um hugmyndina (eða bygginguna) á bak við verk eins og Leitin að glötuðum tíma. Á sama hátt sé ég ekki fyrirfram neitt beint samband milli listar skáldsögunnar og nýrra tóla til að skrifa. Rafrænn texti er til dæmis í eðli sínu andstæða þess sem einkennir lista- verk sem sjálfstæðan heim (tilefni til að minna á að sumar breytingar leiða ekki til framfara, heldur til afturfara). Tölvupósturinn þjónar á sama hátt einkum þeim tilgangi að auka sam- skipti milli fólks sem er af sama sauðahúsi – en skáldsagan getur þvert á móti verið leið til að lifa eitthvað öðruvísi. Sennilega stefnum við í átt að sambúð þessara tveggja ritforma – á sama hátt og geisladiskurinn getur, á sviði tón- listarinnar, staðið samhliða tónleikum og hefur síður en svo fækkað þeim. Sprenging upplýsinga, hrun merkingar Blm.: Hvernig á skáldsagan að bregðast við í heimi þar sem tungumálið verður sífellt flat- neskjulegra og er sífellt meira aðeins notað sem samskiptatæki? Scarpetta: Þetta er auðvitað það sem mestu máli skiptir. Enn einu sinni, rétt eins og Kun- dera, Fuentes og Goytisolo hafa undirstrikað, ÞVERSTÆÐU- KENNDUR LÍFSKRAFTUR Guy Scarpetta er franskur rithöfundur og háskóla- kennari. Hann hefur skrifað fjölda skáldsagna og bóka um bókmenntir, kvikmyndir og leiklist, auk þess sem hann var um árabil í ritstjórn þekktra franskra tímarita, svo sem Tel Quel, La regle du jeu og Art press. Scarpetta heldur tvo fyrirlestra hér á landi í komandi viku í boði sendiráðs Frakka á Íslandi í sam- starfi við frönskudeild Háskóla Íslands og Reykjavík- urAkademíunnar. Eftirfarandi viðtal birtist við hann í franska tímaritinu Le Trait fyrir skömmu. Guy Scarpetta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.