Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2001, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2001, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. MAÍ 2001 Vínber Leifs heppna H elsta ástæðan til þess að menn hafa látið Leif heppna og Þorfinn karlsefni fara langt yfir skammt er sprott- in af ranghugmyndum þeirra um merkingu orðsins vínber. Menn hafa leitað til einhverra landa þar sem vínber vaxa, það er að segja einhverjir ávextir þeirrar tegundar sem kallast á skandinavísku máli druer, druvor, á ensku grapes, á latínu uva (fleirt. uvae). Ekki krefjast menn þess að vínber þau sem Leifur las hafi verið jafnstór og sæt sem þau er við étum á tyllidögum, þau mega vera minni og súrari, en ber skyldrar ættar skulu þau vera. En þetta hefur teygt menn lengra til suðurs en þörf er á, að minnsta kosti suður fyrir Sankti Lárensflóa, til lands þess er nú kallast Nýja-Brúnsvík. Um þessi súru villtu vínber má lesa stórfróðlegt mál í Vínlandsgátu Páls Bergþórssonar, bls. 185–89. Enginn vafi er á því að þegar sögurnar tvær voru ritaðar á 13. öld hefur orðið vínber merkt hið sama sem á vorum dögum. Þá eru menn al- vanir orðnir að þýða með þessu orði uva í lat- neskum frumtexta. Í hinni fornu Biblíuþýðingu Stjórn segir: „Tók eg þá vínberin og sprengda eg niður í kerið, gaf eg síðan mínum herra kon- unginum að drekka“ (Genesis 40.11. Í latneska frumtextanum: „Tuli ergo uvas et expressi in calicem, qvem tenebam, et traditi poculum pha- raoni.“). En á þeim tíma er Leifur fann hið nýja land og gaf því nafn er viðbúið að heitið vínber hafi verið haft um allt annan jarðar ávöxt, og skal ég nú leitast við að finna þeim orðum stað: (1) Nú á dögum, og svo langt aftur í tíðir sem rakið verður, hafa Skandinavar nefnt vínber (vinbär, vinbær) aðra ávöxtu sem brúkaðir hafa verið til vínbruggunar. Svíar nefna svo einkum ber þau sem öðrum nöfnum kallast rifsber (röda vinbär) og sólber (svarta vinbär). En sam- kvæmt Ordbog over det danske sprog nota Danir orðið vinbær „om forskellige (særlig søde, klare, saftfulde) bær med vinagtig smag; om kirsebærsort … om varieteter af ribs … “ Slík ber hefur Leifur og margir landar hans þekkt frá Norðurlöndum, og þau hefur hann fundið á sínu Vínlandi. (2) Það er athyglivert að þegar Norðurlanda- menn (Danir og Svíar) fara að þýða Biblíuna og önnur helgirit þar sem talað er um uvae skirr- ast þeir við að nota orðið vínber, slíkt gat valdið misskilningi. Í staðinn taka þeir upp þýskt orð, trauben, og aflaga það: druer, drufvor. Þetta hefðu þeir áreiðanlega ekki gert ef fyrir hefði verið í málunum orðið vínber í sömu merkingu. En við Íslendingar, sem aldrei höfðum haft nein vínber (þó að Grænlendingabiskup reyndi um 1200 að kenna Skálholtsbiskupi að brugga messuvín úr krækiberjum), við gátum óttalaus- ir nefnt þessu nafni hina fögru og bruggsælu suðrænu ávöxtu þegar snarað skyldi úr bóka- máli. En sú bókmenntastarfsemi byrjaðist ekki fyrr en löngu eftir daga Leifs og Þorfinns, á 12. og 13. öld. Þegar Leifur var í Noregi hefur hann getað tínt í kjötbaukinn bæði rauð og svört vín- ber og vonandi fengið að dreypa á drykk sem úr þeim var byrlaður. (3) Ég þarf vart að taka það fram að á Ný- fundnalandi vaxa til nægta bæði svört og rauð vínber. Ég kýs þó fremur þau hin rauðu berin: Þau eru harðgervari og vaxa því hvarvetna; og þau eru meira augnayndi og því betur við hæfi að Leifur liti til þeirra þegar hann „gaf nafn landinu eftir landkostum og kallaði Vínland“. En raunar er nú síður en svo víst að Leifur hafi tegundargreint nákvæmlega þau gómsætu aldin sem hann gæddi sér á í för sinni og kallaði vínber. Nýfundnaland er rómað fyrir sína fjöl- skrúðugu berjaflóru. Í gistihúsinu Valhöllu við L’Anse aux Meadows át ég á einum morgni mauk úr mörgum breytilegum berjategundum sem lesin höfðu verið þar á heimaslóðum. Gistifrú Bella Hodge nefndi squash berries, partridge berries, bakeapple berries og enn fleiri berjasortir sem ég hef nú gleymt að nefna. Hveitiakrar sjálfsánir Hið sjálfsána hveiti (eða korn) á Vínlandi er fyrst nefnt í Sögu Hamborgarbiskupa eftir Adam erkibiskup í Brimum (rituð um 1075). Halda sumir að þarna sé uppruni frásagnanna um hina sjálfsánu hveitiakra. En þá er raunar seilst um hurð til loku, því að Adam segir bein- línis að hann hafi frá Danakonungi vitneskju um „ey í úthafinu sem nefnist Vínland, af því að þar vex villtur vínviður ... og að þar vaxi einnig sjálfsáið korn til nægta, það eru ekki ýkjusögur heldur traustar frásagnir Dana“. Og þennan fróðleik hafa Danir hlotið að fá frá Íslendingum eða Grænlendingum! Yfirleitt gera fræðimenn ráð fyrir að á Vín- landi hafi menn fundið einhverskonar kornöx sem þeir töldu vera hveiti, og hafa flestir talið að um hafi verið að ræða svonefndan villihrís (eða villirís), Zizania palustris. Vísa ég mönnum enn í greinargott yfirlit í Vínlandsgátu Páls Bergþórssonar, bls. 181–85. Sá er einn hængur á þessari tilgátu að villi- hrísinn þykir ekki líkjast hveiti minnstu vitund. Og þó er hitt enn lakara fyrir mig og mínar kenningar að fræðibækur tjá að hann hafi aldr- ei vaxið á Nýfundnalandi; nyrstu mörk hans liggja sunnar og vestar. En nú er komin fram ný kenning um hveitið sjálfsána: það mun ekki hafa verið villihrís, heldur svonefndur villirúgur, Elymus virgini- cus. Má um þetta efni vísa í ágæta bók eftir sænska fræðimanninn Mats G. Larsson: Vin- landet det goda. Nordbornas färder till Am- erika under vikingatiden (1999). Rúgur þessi hefur þann kost að afbrigði hans eru margvís- leg, og getur hann því líkst hverri þeirri plöntu sem mann vanhagar um, meðal annars hveiti, rúgi og byggi. Og annan kost hefur villirúg- urinn sem ekki er minna um vert: hann vex víðsvegar í Kanada sunnanverðu. Munum vér hér eftir hafa fyrir satt uns annað reynist sann- ara að villirúgur hafi verið það hið sjálfsána hveiti sem Leifur og lið hans, og síðan Þorfinn- ur og hans fylgdarmenn, þóttust finna á Vín- landi. Vínland eða Vinland Þegar Helgi Ingstad hafði byrjað uppgrefti sína á Nýfundnalandi og hélt fyrsta fyrirlestur sinn hér í Reykjavík átti hann í nokkru basli við vínberin, enda leitaði hann að þrúgum (drufor, grapes). Þó var hann nærri hinni réttu lausn, því að hann taldi að vínber Leifs hefðu aðeins verið einhver þeirra mörgu berjategunda sem Nýfundnalendingar gæða sér á; og hann sýndi myndir af nokkrum þessara berja með fyrir- lestri sínum. En síðar komst Helgi Ingstad á snoðir um gamla og hálfgleymda dagblaðsgrein eftir sænskan mann, Sven Söderberg, sem heldur því fram að lesa eigi vin- en ekki vín- í nafni landsins góða; vin merkir graslendi eða beiti- land, kemur fyrir í ýmsum norskum örnefnum og er á vorum dögum alkunnast í nafninu Björgvin. Helgi sá skjótlega að þessi skýring passaði harla vel við L’Anse aux Meadows þar sem mikil grasflæmi eru við ströndina, og hefur hann síðan útbreitt þessa kenningu allra manna ákafast. Nafngiftin Vínland á semsé að vera sprottin af því að menn hafi ruglast á i og í. Ýmsir sagnfræðingar trúa því að Vinland sé hið rétta heiti, en nálega allir málfræðingar sem um þetta mál hafa fjallað leggjast gegn skýr- ingu Söderbergs. Færa þeir margar röksemdir máli sínu til stuðnings, en tvær tel ég þungvæg- astar: (1) Sá siður að brúka vin í örnefnum hefur að öllum líkindum verið útdauður fyrir Íslands byggð; vin kemur ekki fyrir í neinu staðarnafni á Íslandi eða Grænlandi. 2) Í fornu máli var sá munur á i og í að hið fyrra var stutt en hið síðara langt. Í talmáli hafa menn ekki villst á þessum hljóðum fremur en menn rugluðu saman a og á, o og ó og öðrum þeim sérhljóðum sem lengdin ein greindi sund- ur í fornu máli. „Far heitir skip, en fár nokkurs konar nauð,“ segir í Fyrstu málfræðiritgerð- inni. „Ramur er sterkur maður, en rámur hinn hási. ... Dul væntir og vil að lina muni erfiði og víl,“ o.s.frv. o.s.frv. Það er óhugsandi að Íslend- ingar hefðu ekki vitað á fyrstu tímum hvort landið hét Vinland eða Vínland. Til þess að skýring Söderbergs fái staðist verður að hlaða hverri tilgátunni ofan á aðra: (1) Adam fær nafnið Vinland frá Dönum, en skilur það ekki eða hunsar hina réttu skýringu og spinnur upp nýja nafnskýringu vegna hljóðlík- ingar við orðið vín. (2) Rit Adams berst (fljót- lega) til Íslands. (3) Íslendingar verða svo hrifn- ir af ritinu að þeir breyta hinu rétta nafni Vinland í Vínland fyrir áhrif frá honum. Síðan spinna þeir fjölskrúðugar sagnir út frá smá- klausu Adams – og byggja loks á sögnunum tvær Íslendingasögur. Trúi nú hver sem vill og getur! Mín sannfæring er sú að sagnirnar um Vín- land hið góða séu alíslenskar og reistar á raun- verulegum atburðum, en margt hafi brenglast og ýkst á langri vegferð í minni manna og munni, og loks hafi rithöfundar sagnanna aukið ýmsu við til skreytingar. Adam í Brimum er að- eins fjarlægur áheyrandi og fræðari sem að vísu þekkir fleiri sögur af frjósömum sælueyjum. En kenningarnar um Vin-land eru órar nútíma- manna sem eiga heima úti í horni hjá Kens- ingtonsteininum og Vínlandskortinu. Leit mín að Vínlandi Ég hef þegar lagt í þrjá leiðangra til að leita minja eftir vist Þorfinns karlsefnis og Guðríðar á Nýfundnalandi, en þangað beindist ég eftir lestur Eiríks sögu rauða. Fyrsta leiðangurinn framdi ég í september 1997, til undirbúnings fyrrnefndri skáldsögu minni um Guðríði Þor- bjarnardóttur. Í ferð þessari naut ég gestrisni og aðstoðar vina í höfuðborginni St. John’s (borg heilags Jó- hannesar), þeirra Herberts Evans og Patriciu konu hans. Flaug ég fyrst til bæjarins St. Ant- hony, leigði þar bíl og ók norður til L’Anse aux Meadows þar sem ég átti stefnumót við Birgittu Wallace, vísindakonu og safnstjóra. Dvaldist ég þarna tvo daga, ræddi við heimamenn og kann- aði staðháttu og landsgæði. Síðar ók ég svo með Herbert og Patriciu frá höfuðborginni norður VÍNLANDSLEITIN „Mín sannfæring er sú að sagnirnar um Vínland hið góða séu alíslenskar og reistar á raunverulegum atburðum, en margt hafi brenglast og ýkst á langri vegferð í minni manna og munni, og loks hafi rithöfundar sagnanna auk- ið ýmsu við til skreytingar. Adam í Brimum er aðeins fjar- lægur áheyrandi og fræðari sem að vísu þekkir fleiri sög- ur af frjósömum sælueyjum. En kenningarnar um Vin-land eru órar nútímamanna sem eiga heima úti í horni hjá Kensingtonsteininum og Vínlandskortinu,“ segir höfundur í þessari seinni grein sinni um Vínland. E F T I R J Ó N A S K R I S T J Á N S S O N VÍNLAND ÞORFINNS KARLSEFNIS OG GUÐRÍÐAR ÞORBJARNARDÓTTUR Villirúgur (Elymus virginicus) vex víða í sunn- anverðu Kanada. Hann er mjög breytilegur út- lits, getur minnt á hveiti, rúg eða bygg. Lík- lega hefur villirúgur verið það „sjálfsána hveiti“ sem Þorfinnur karlsefni og menn hans þóttust finna á Vínlandi. Ljósmynd/Gunnlaugur Jónasson „Hér er fagurt og hér vildi ég bæ minn reisa,“ mælti Þorvaldur Eiríksson. Ókunnugt er hvar á Vín- landi hann var þá staddur, og ekki varð af landnámi hans því að hann féll skömmu síðar fyrir örv- arskoti Skrælingja. – Hér eru Bjarni F. Einarsson og Jónas Kristjánsson að rýna í frjósama jörð utarlega í Dáðafirði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.