Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2001, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2001, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. MAÍ 2001 11 með ströndinni til að svipast um eftir Hópi og Straumsfirði. Ég þóttist vita að mér gæti ekki sést yfir Hóp ef ekið væri með ströndum fram, enda fann ég brátt þann eina stað sem mér virt- ist að til greina gæti komið; þar heitir nú Gambo River og Gambo Pond eins og fyrr segir. Eftir athugun á landabréfum þótti mér lík- legast að Straumsfjörður væri sá fjörður sem nú kallast Bay of Exploits og gengur inn af hin- um mikla Notre Dame Bay. Ég renndi augum inn til fjarðarins og hinnar miklu eyjar sem liggur fyrir mynni hans og sem kynni að vera Straumsey Eiríkssögu. En í þessari för gafst ekki tími til meiri athugana, enda vildi ég njóta aðstoðar fagmanns á fornar leifar við nánari rannsóknir. Til síðari leiðangranna tveggja naut ég drengilegs stuðnings frá Flugleiðum og frá ís- lenska menntamálaráðuneytinu. Annar leið- angurinn var farinn í september 1999. Hafði ég þá til aðstoðar íslenskan fornleifafræðing, Bjarna F. Einarsson, hálærðan mann og hug- kvæman; einnig son minn Gunnlaug sem að- stoðarmann, myndasmið, burðarkarl og bifreið- arstjóra. Við leigðum bíl í St. John’s og ókum norður í land til Bay of Exploits. Höfðum við að- albækistöð í þorpinu Botwood innarlega í firð- inum; þar kölluðum við Bótaskóg og fjörðinn Dáðafjörð. Gistihús okkar nefndist Bluejay (Bláskaði) og gestgjafar Reginald og Georgina, Hemon að ættarnafni. Stoðuðu þau hjónin okk- ur á marga lund. Þriðja hjálparhella var Ed Ev- ans, bæjarstjóri eða bæjarráðsformaður í Botwood, vörður fornminjasafns m.m. Þarna dvöldumst við frá 23. til 28. september. Við könnuðum fyrst staðháttu á landabréfum og ókum í áföngum til þeirra staða sem okkur virtust álitlegir og fært var til af landi. Jafn- framt réð ég í þjónustu mína aldraðan skip- stjóra sem nefndist Harold Manuel. Haraldur átti góðan vélbát með eftirbáti, og sigldi hann með okkur tvo daga fram og aftur um fjörðinn til ýmissa staða sem einangraðir voru af landi. Síðasta daginn í Botwood ókum við til Halls- fjarðar og skyggndum staðháttu. „Fjöll voru þar,“ sem fyrr segir, og úrval eyja í mynni fjarð- arins; gætu staðhættir að því leyti fallið vel við Straumsfjörð Eiríkssögu. Á heimleið suður til St. John’s hinn 28. sept- ember dokuðum við hálfan dag í Hópi. Þar eru vegleysur umhverfis, og þarf skip að hafa eða flugvél til rannsókna. Til þess var ekki tóm að sinni, og hugðumst við bíða betri tíma. Veður var bjart af sólu og hlýtt, og þótti okkur ljóst að þarna væru „landskostir góðir“; hefðum við get- að tekið undir með Þorvaldi Eiríkssyni: „Hér er fagurt og hér vildi eg bæ minn reisa.“ Næsta dag, 29. september, flugum við síðan heim til Ís- lands um Halifax á Nýja-Skotlandi. Það var góðs viti að ýmsir staðir sem Þorfinn- ur karlsefni hefði talið álitlega undir bú voru lítt spjallaðir af nútímabyggingum. Vallgrónar rústir sem þar fundust nú hér og hvar líktust raunar ekki norrænum leifum, að mati Bjarna F. Einarssonar. En hafi Karlsefni reist búðir sínar á einhverjum þessara staða, þá er við búið að síðar hafi þar komið aðrir landnámsmenn – fyrst indíánar, síðan máski inúítar, þá Frakkar og loks Englendingar. Skála Karlsefnis og fjóss Guðríðar væri að leita undir þeim rústum. Bjarni var ánægður með förina sem fyrsta áfanga. Var sá úrskurður hans að í næstu at- rennu skyldi fljúga yfir hina álitlegu staði, eink- um Gambóvatn í suðri og firðina þrjá í norðri, Dáðafjörð, Hallsfjörð og Hvítafjörð, og taka ljósmyndir úr lofti til að leita rústa. Bjarni hafði hug á að fá til liðs við okkur kunningja sinn, sænskan fornleifafræðing sem þjálfaður er í ljósmyndun fornleifa, Jan Norman að nafni. Jan hefur verið í þjónustu sænska Þjóðminjasafns- ins, en er nú kominn á eftirlaun. Og þetta heppnaðist, Jan tjáði sig albúinn að koma okkur til aðstoðar. Hinn þriðji og mesti leiðangurinn var síðan farinn í maímánuði vorið 2000. Hann skipuðu, auk okkar Bjarna fornfræðings: Jan Norman, fornfræðingur og ljósmyndari, og kona hans, Siv Juhlin; fimmti maður var Krist- ján sonur minn sem gegndi sama hlutverki sem Gunnlaugur í fyrri ferðinni. Bjarni hafði tjáð mér að vænlegast væri að taka loftmyndir af rústum þegar grös væru að grænka, rétt áður en tré laufguðust. Á útmán- uðum næsta vor (2000) tók ég að hafa reglu- bundið símasamband við vin minn Játvarð Ev- ans og bað hann að fylgjast með vorkomunni. En veður er óstöðugt á Nýfundnalandi rétt eins og hér hjá okkur, og var viðbúið að vorkoman frestaði komu sinni þegar minnst varði, sagði Játvarður. Sú varð og raunin á. Vorið sem Játvarður hafði heitið mér á þriggja vikna fresti var ein- hversstaðar suður í löndum þegar ég kom vest- ur með fylkingu mína. Við gistum í Halifax og fórum síðan næsta dag til leiðarenda í einni lotu, fljúgandi til St. Johns’s og síðan í leigðum bíl norður til Botwood. Þar mætti okkur kalsaveð- ur, og daginn eftir, 29. apríl, hef ég skrifað í dag- bók mína: „Hríðarfjúk að morgni og föl á jörðu. Veður óvænlegt til flugs og rannsókna.“ Í Botwood fór veður síst batnandi þegar á daginn leið, en spá var heldur skárri fyrir suð- urlandið, og ákvað ég að við skyldum freista flugs yfir Gambóvatn. Játvarður sveitarstjóri hafði gengið frá því að við fengjum þyrlu (ókeypis) á Gander-flugvelli, en hann er göml- um Íslendingum kunnur sem viðkomustaður flugvéla fyrir þotuöldina. Þegar til Gander kom var veður mjög tekið að skána – „úrkomulaust og glitti til sólar“, stendur í dagbókinni. Flug- stjóri var Bill Turner, einkar ljúfur maður eins og flestir Nýsjálendingar. Þyrlan tók fimm far- þega, og var ákveðið að við skyldum öll fara í loftið.Vilhjálmur flaug lágt alla leiðina, einkum þó meðfram vatninu, snjólaust var með öllu en jörðin öskugrá milli berra trjánna, og þóttist ég mundu glögglega sjá ef nokkur kennileiti væru á jörðu niðri; en þess ber að gæta að ég er engi fornfræðamaður. Jan myndaði í ákafa og Bjarni einnig, og fylgir ein merkileg mynd Bjarna hér með. Annan dag var ekið í slydduveðri til Spring- dale. Þar tók ég á leigu venjulega litla skrúfu- vél, og flugu þeir Jan og Bjarni yfir nálæga fjörðu, en gaumgæfðu best Hallsfjörð og Hvíta- fjörð; tóku fjöld mynda. Og þriðja daginn útvegaði Játvarður mér samskonar vél frá Gander, og sveimuðu mínir menn yfir Dáðafirði fram og aftur. Var þá lokið ætlunarverki þessa leiðangurs sem þótti hafa heppnast býsna vel, þótt veður hefði mátt vera bjartara og jörð ívið grænni. Næsta þrep rannsóknanna verður síðan að fara enn vestur, að því sinni með fullkomin ný- tísku rannsóknartæki. Kemur þar til greina annars vegar svonefnd bergmálssjá (echo- sounder) og hinsvegar jarðsjá eða jarðratsjá (georadar). Með tækjum þessum má skyggnast niður undir yfirborð jarðar. Munum við Bjarni og stoðlið okkar fara með tækin yfir líklega staði sem við höfum merkt á landabréf okkar og kanna þá sem best við getum, að fengnum leit- artækjum og heimildum Kanadamanna. Þegar ég hóf rannsóknir mínar haustið 1997 tjáði ég einum Nýfundnalendingi hvert erindi ég ætti til lands hans. Nefndi ég meðal annars að ég hygðist kanna umhverfi Gambóvatns þar sem ég teldi að íslenskir landkönnuðir hefðu reist hús sín fyrir þúsund árum. „Ekki hygg ég að þú munir hafa erindi sem erfiði,“ svaraði hann. „Fyrir nokkrum áratugum var skógurinn umhverfis vatnið höggvinn til nytja. Síðan hefur hann vaxið aftur upp – og enn verið höggvinn niður. Þú getur allt eins vel leitað að saumnál í heystakki.“ Þegar ég skildist við vini mína í Botwood síð- astliðið vor rifjaði ég upp þessi ummæli landa þeirra. „Og nú er ég kominn vel áleiðis að finna heystakkinn,“ bætti ég við. „Nú á ég aðeins eftir að finna saumnálina.“ Höfundur er fyrrverandi forstöðumaður Árnastofnunar. Ljósmynd/Bjarni F. Einarsson „Þeir Karlsefni höfðu gert búðir sínar upp frá vatninu, og voru sumir skálarnir nær vatninu, en sumir firr.“ – Hér sést loftmynd sem Bjarni F. Einarsson tók „upp frá vatninu“, þ.e. við innri enda Hóps, „nær vatninu“. Við nákvæma skoðun sést í jaðri rjóðursins móta fyrir ílöng- um ferhyrningi sem að stærð og lögun líkist norrænum skála. Þetta er ein þeirra mörgu loftmynda sem Bjarni mun leggja til grundvall- ar við jarðsjár-rannsóknir sínar. Ljósmynd/Gunnlaugur Jónasson „Þeir fóru lengi og allt þar til er þeir komu að á einni er féll af landi ofan og svo til sjávar. Eyrar voru þar miklar fyrir árósinum, og mátti eigi komast inn í ána nema að háflæðum. Sigldu þeir Karlsefni þá til áróssins og kölluðu í Hópi landið.“ – Hér sést Gambóá og efst rönd af Gambótjörn, líklega sama sem hið forna Hóp.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.